Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ALVARLEGUM slysum fjölgaði,
slysum á bifhjólafólki fjölgaði og ís-
lenskir ökumenn stóðust ekki
markmið stjórnvalda annað árið í
röð. Þrátt fyrir það stórfækkaði
banaslysum frá fyrra ári og raunar
þarf að leita aftur til ársins 1997 til
að finna sambærilegan fjölda. Þetta
er meðal þess sem fram kemur í
skýrslu Umferðarstofu um umferð-
arslys á síðasta ári, sem kynnt var
í gærdag.
Á síðasta árið urðu 1.132 slys
með meiðslum í umferðinni og í
þeim slösuðust 1.658 manns. Af
þeim slösuðust 195 alvarlega sem
er 27,5% aukning frá árinu á und-
an. Fjöldi slasaðra og fjöldi slysa
er almennt 13-17% meiri á síðasta
ári en að meðaltali næstu tíu ár á
undan. Það eru mikil vonbrigði, að
mati Einars Magnúsar Magnússon-
ar, verkefnisstjóra hjá Umferðar-
stofu, og jafnframt hversu margir
keyra enn undir áhrifum áfengis,
en af því hljótast oft mjög alvarleg
slys. Af fimmtán banaslysum á síð-
astliðnu ári má rekja þrjú til ölv-
unaráhrifa ökumanns.
Einar Magnús lagði mikið upp úr
því við kynninguna að þeir sem
nota ekki bílbelti eru í mikilli lífs-
hættu. Vísaði hann í slys síðasta
árs, en sex af ellefu þeirra sem lét-
ust og voru ökumenn eða farþegar
í bílum voru ekki með beltin
spennt. Jákvæðast við umferðina á
síðasta ári er að banaslysum stór-
fækkaði milli ára – úr 31 árið 2006
– og það hefur aðeins gerst tvívegis
frá árinu 1970 að færri hafa látið
lífið á einu ári í umferðinni. Árið
1994 létust tólf, árið 1996 tíu og ár-
ið 1997 létust svo jafnmargir og í
fyrra. Á undanförnum tíu árum
hefur umferðarslysum þá fækkað
miðað við ekna kílómetra, íbúa-
fjölda og fjölda ökutækja.
Kristján Möller samgönguráð-
herra sagði við kynningu skýrsl-
unnar að þrátt fyrir að það sé já-
kvætt að banaslysum fækki, megi
gera betur. „Ekki er þar með sagt
að við getum lagt árar í bát og
klappað okkur á bakið. Þessu verk-
efni, að fækka slysum, lýkur aldrei.
Í lok síðasta árs voru færri syrgj-
endur vegna ástvinamissis af völd-
um bílslysa en það minnkaði ekki
sorg þeirra sem misstu einhvern
nákominn við slíkar aðstæður,“
sagði Kristján sem telur aukinn
fjölda alvarlegra slysa gefa tilefni
til aðgerða.
Átak í málefnum útlendinga
Í skýrslunni er vakin athygli á
því að 55% fleiri erlendir ríkisborg-
arar slösuðust hér á landi í umferð-
arslysum á síðasta ári miðað við ár-
ið 2006. „Árið 2006 voru erlendir
ríkisborgarar 9,8% af heildarfjölda
slasaðra en það hlutfall fór upp í
12,3% árið 2007. Aukningin þar á
milli er um 25% sem líta má á sem
raunverulega hlutdeildaraukningu
slysa á erlendum ríkisborgurum,“
sagði Einar Magnús og tók undir
með samgönguráðherra, sem
minntist á það í erindi sínu að
hann teldi brýnt að gera átak í
málefnum innflytjenda, s.s. hvað
varðar ökukennslu, fræðslu og
áróður.
„Skref í þessa átt var tekið á síð-
asta ári þegar sett voru upp skilti
á ensku og eins gefinn út bækl-
ingur um akstur á Íslandi fyrir út-
lendinga,“ sagði ráðherrann.
Einnig er mikil fjölgun á alvar-
legum slysum bifhjólamanna milli
ára en á síðasta ári slösuðust alvar-
lega og létust 28 einstaklingar á
bifhjólum. Ef miðað er við meðaltal
fimm ára á undan er það fjölgun
upp á 215%. Einar Magnús benti
þó á að nýskráning bifhjóla hefði
aukist gríðarlega á umliðnum árum
og því sé í raun um hlutfallslega
fækkun bifhjólaslysa að ræða.
Markmiðum ekki náð
Ef miðað er við hin Norðurlönd-
in kemur fram að Íslendingar stóðu
sig best þegar borinn er saman
fjöldi banaslysa. Auk Íslendinga
eru Norðmenn þeir einu sem sjá
hjá sér fækkun dauðsfalla milli ára.
Markmið íslenskra stjórnvalda
er að fjöldi látinna í umferðinni á
hverja 100 þúsund íbúa verði ekki
meiri en það sem minnst gerist hjá
öðrum þjóðum, fyrir árið 2016 og
að látnum og alvarlegra slösuðum í
umferðinni fækki að jafnaði um 5%
á ári til ársins 2016. Undanfarin
tvö ár hafa íslenskir ökumenn ekki
náð síðara markmiðinu, en miðað
er við meðaltal fimm ára á undan.
Árið 2007 bæði gott og slæmt
Morgunblaðið/RAX
Slys Kristján Möller samgönguráðherra sagði jákvætt að banaslysum
hefði fækkað en hægt væri að gera betur í umferðaröryggismálum.
!
!
"!
"
!
# $
Fleiri alvarleg umferðarslys
mbl.is | Sjónvarp
Meira á mbl.is/ítarefni
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ÍSLAND getur leikið stórt hlutverk
í baráttunni gegn hungri og vannær-
ingu í heiminum á næstu árum.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
þeirra Roberts Zoellick, bankastjóra
Alþjóðabankans, og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur utanríkisráðherra
sem fram fór í húsakynnum Hita-
veitu Suðurnesja í Svartsengi í gær.
Blaðamannafundurinn var haldinn í
kjölfar fundar Zoellick með ráðherr-
um Norðurlandanna og Eystrasalts-
ríkjanna í stjórn Alþjóðabankans.
Auk þess fundaði Zoellick sérstak-
lega með Ingibjörgu Sólrúnu en Ís-
land er nú fulltrúi Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna í þróunar-
nefnd Alþjóðabankans.
Rík uppspretta næringar
Í máli Zoellick kom fram að mat-
vælaverð er mjög hátt á heimsmark-
aði um þessar mundir auk þess sem
hungur og vannæring eru enn stór
vandamál, en lausn þess vandamáls
er einmitt hluti af þúsaldarmarkmið-
um Sameinuðu þjóðanna. „Fiskur er
rík uppspretta prótíns og næringar.
Fæst þróunarríki hafa getu til þess
að þróa sjávarútveg og í raun er
hætta á ofveiði á mörgum fiskimið-
um þannig að það er spurning um
hvernig hægt er að bæta fiskveiði-
stjórnun og hjálpa þróunarríkjum að
þróa sjávarútveg sinn,“ sagði Zoel-
lick og bætti við að sérstaklega hefði
verið rætt um djúpsjávarveiðar.
Spurð um þátt Íslands í þessu
sagði Ingibjörg Sólrún að Íslending-
ar byggju yfir heilmikilli þekkingu
og reynslu á sviði sjávarútvegs. „Það
er alveg ljóst að ef við ætlum að sjá
til þess að fátækustu þjóðir heims
hafi fæðu skipta bæði landbúnaður
og sjávarútvegur þar máli. Við get-
um kennt þróunarríkjum að verja
sínar auðlindir og eins að nýta þær,“
sagði Ingibjörg og benti á að nú stæði
fyrir dyrum verkefni í samstarfi við
eyþróunarríki í Kyrrahafi. „Þar get-
um við komið til aðstoðar bæði hvað
varðar sjávarútveg og jarðhita.“
Umhverfismál og loftslagsbreyt-
ingar voru einnig á dagskrá fundar
Zoellick með ráðherrunum og
ræddu þau hlutverk Alþjóðabank-
ans í þessum málum sem og hvaða
hlutverk Norðurlöndin og Eystra-
saltsríkin geta leikið þar. Þá var sér-
staklega rætt um þá þekkingu sem
Íslendingar geta fært á sviði jarðhit-
anotkunar en víða í þróunarríkjum
heimsins má finna jarðhitalindir.
Jafnframt var á fundinum rætt
um ástandið fyrir botni Miðjarðar-
hafs og hvaða hlutverk Alþjóða-
bankinn geti leikið þar hvað varðar
efnahagslega uppbyggingu. Þá var
fjallað um þróunaraðstoðarverkefn-
ið AIDA15 en Norðurlöndin hafa
lengi tekið þátt í fjármögnun þróun-
araðstoðar bankans og tóku Eystra-
saltsríkin nú í fyrsta sinn þátt í fjár-
mögnuninni.
Sérþekking Íslend-
inga mikilvæg
Ljósmynd/Ellert Grétarsson
Alþjóðabankinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Robert Zoellick ræddu
um umhverfismál og sjávarútveg auk þess sem þróunaraðstoð bar á góma.
Sjávarútvegur mikilvægt vopn í baráttunni gegn hungri
Í HNOTSKURN
» Alþjóðabankinn var stofn-aður árið 1944 sem hluti af
Bretton-Woods samkomulaginu
sem miðaði að því að byggja
efnahag Evrópu upp eftir seinni
heimsstyrjöldina.
» Robert Zoellick tók viðstjórn bankans í júní sl.
» Hann var áður aðstoðarut-anríkisráðherra í stjórn
George Bush eldri og varð
starfsmannastjóri Hvíta hússins
árið 1992.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÞÓTT öll landssambönd og stærri
aðildarfélög Alþýðusambands Ís-
lands hafi nú samþykkt nýgerða
kjarasamninga með miklum meiri-
hluta, eru nokkur stéttarfélög á al-
menna vinnumarkaðinum enn með
lausa samninga.
Óleystar kjaradeilur flugmanna
og flugvirkja eru komnar til kasta
ríkissáttasemjara. Kjarasamningar
Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) við
viðsemjendur runnu út um síðustu
áramót. Samningaviðræður hófust í
október við Icelandair og skömmu
síðar við bæði Bláfugl og Flugfélag
Íslands. Þar sem lítið þótti miða í
viðræðunum ákvað samninganefnd
FVFÍ í síðasta mánuði að vísa kjara-
deilu sinni við Icelandair til ríkis-
sáttasemjara. Guðmundur Brynj-
ólfsson, formaður samninganefndar
FVFÍ, segir hægt ganga „en aðilar
eru ennþá við taflborðið og það eru
nokkur peð komin af stað“, segir
hann. Guðmundur tekur fram að
ekkert sé enn farið að ræða mögu-
legar aðgerðir til að knýja á um gerð
samninga. Næsti sáttafundur hefur
verið boðaður eftir páska.
Kjaradeilur atvinnuflugmanna við
flugrekendur eru einnig til meðferð-
ar hjá ríkissáttasemjara. FÍA ákvað
í síðasta mánuði að vísa deilunni um
endurnýjun kjarasamnings við Ice-
landair til sáttasemjara en kjara-
samningurinn rann út um áramót.
Þá eru flugfreyjur enn í kjaravið-
ræðum við flugfélögin en viðræður
Flugfreyjufélagsins, sem er innan
vébanda ASÍ, hófust sl. haust. Deil-
unni hefur ekki verið vísað til sátta-
semjara og var litlar fregnir að hafa
af gangi þeirra hjá félaginu í gær.
Framundan er umfangsmikil við-
ræðulota hjá ríki og sveitarfélögum.
Samninganefnd ríkisins þarf að
semja við félög innan ASÍ vegna
starfsmanna hjá ríkinu. Þá er ótalinn
fjöldi samninga ríkis og sveitarfé-
laga við félög opinberra starfs-
manna, sem verða með lausa samn-
inga í vor eða næsta haust. Alls losna
hátt í 200 samningar á þessu ári og
má ljóst vera að þó að meirihluti
launþega sé kominn með nýja samn-
inga sé kjaralotan aðeins hálfnuð.
Hægt miðar í við-
ræðum í fluginu
LANDFYLLING við Ánanaust, sem
framkvæmdir eru hafnar við, kom til
umræðu í borgarráði í gær, þar sem
lögð voru fram bréf frá sviðsstjóra
eignasjóðs og yfirlögfræðingi skipu-
lags- og byggingasviðs borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar, lét bóka vegna þess
máls að ljóst væri að sjónarmið íbúa
hefðu orðið ofan á þótt enn væri
nokkur óvissa um framhald málsins.
Mikilvægt væri að þeirri óvissu yrði
eytt.
Þá létu Ólafur F. Magnússon borg-
arstjóri og fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins bóka að rétt væri að íbúar
við Ánanaust hefðu mótmælt uppfyll-
ingunni hraustlega, en Samfylking,
Vinstri-græn og Framsóknarflokkur
hefðu sett hana í aðalskipulag árið
2002. Núverandi meirihluti hefði
ekki í hyggju að ráðast í þá risa-
vöxnu uppfyllingu sem áður hefði
verið ráðgerð, heldur aðeins örlítið
brot af henni, m.a. til að koma fyrir
því efni sem mokað er upp úr grunni
Tónlistar- og ráðstefnuhússins.
„Samráðsfundur hefur verið haldinn
með íbúum á svæðinu og því samráði
verður haldið áfram og öllum spurn-
ingum sem kunna að vakna svarað,“
segir í bókuninni.
Aðeins brot af landfyll-
ingunni við Ánanaust