Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!
"
#
$
!"#! $
%$&'
()*+
,
% &
%
&'
(
&' )*+,-" ./
'() *
++*(,
, !-.!/0123
--45.!/0123
+6 $ 123
(7.!/0123
. - 123
823+ $- 029:$&$
;< & .!/0123
=/0> -123
7&$- :$&$123
123
*?@%
* //A/B$(C233123
) 123
D$$/123
-,
' . /
123
,2 $<123
, <, " $
, <? ! /?E(
+ --
(.!/0123
(F! -
;< & <.!/0123
%G1 C 123
) B$ 5B 123
H $/$ 5B 123
&0
1 . 2
I / ,/ /I!3
8.& 123
80 BC123
345 +
!
"#
"
$%
%$%
%"
%"!
#"
%%
%"!
%%%
%%%
%%%
%%%
%%%
%%
&!
%%%
%%%
!!
%%%
!#
H B$- 0
&$ $
) !BJ!-&$K
=/0*
33
33
33 3
3
33
33 3
3 33 3 3 3 33 3 3 33
33
3 3 3
3
3 3 3 A
33
33 A
A
A
3
3 33 A
L L
L
L
L
L
L
L L
L
L
L L
A
A
A
A
L
L
L
L
L L
A
L
L
(C5&
4 B$- 0
A
A
A
A
A
A
A
$
4 B$-34 B$
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
33
3 3
3 33
33
33
SEÐLABANKINN hefur komið
auga á skekkju í uppgjöri á erlend-
um eignum þjóðarbúsins í lok árs-
ins 2007. Það veldur því m.a. að er-
lend staða þjóðarbúsins var
neikvæð um 1.584 milljarða króna í
stað 1.845 milljarða króna eins og
áður hafði verið skýrt frá.
Þá hefur komið í ljós ósamræmi í
svonefndri flæðistærð í fjármagns-
jöfnuði á fjórða ársfjórðungi sem
veldur því að skekkjuliður hækkar
um 644 milljónir króna. Í tilkynn-
ingu frá Seðlabankanum segir að
viðeigandi töflur hafi verið leið-
réttar á vef bankans.
Þjóðarbúið
leiðrétt
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækinu
Standard & Poor’s tókst að ýta
rækilega við hlutabréfamörkuðum
vestanhafs síðdegis í gær þegar fyr-
irtækið sendi frá sér tilkynningu
þess efnis að nú sæi fyrir endann á
niðurfærslum fjármálafyrirtækja
vegna ótryggra fasteignaveðlána í
Bandaríkjunum. Mikil óvissa hefur
ríkt að undanförnu um hversu mikið
umfang þessara niðurfærsla myndi í
raun verða enda hafa sífellt nýjar
beinagrindur virst vera að koma út
úr skápum fjármálafyrirtækja.
Þessi óvissa hefur verið helsta
ástæða lægðarinnar sem ríkt hefur
á mörkuðum og m.a. lýst sér í því að
fjármagnseigendur forðast að lána
fé – sem er ein ástæða óttans við
efnahagslega niðursveiflu í Banda-
ríkjunum – og lítill kaupvilji hefur
verið á hlutabréfamörkuðum.
Sé það rétt hjá S&P að fram-
undan séu betri tímar hvað niður-
færslur varðar ætti óvissunni að
vera eytt, að minnsta kosti ætti hún
að vera mun minni, og traust mark-
aðsaðila ætti að aukast. Hvað sem
öðru líður er ljóst að tilkynning fyr-
irtækisins kætti markaðinn og þeg-
ar upp var staðið höfðu þrjár helstu
hlutabréfavísitölurnar í Bandaríkj-
unum allar hækkað, þó ekki væri
hækkunin í líkingu við þá sem varð
fyrr í vikunni þegar tilkynnt var um
innspýtingu lausafjár á markaði.
Dow Jones-iðnaðarvísitalan hækk-
aði um 0,3% í gær, S&P500-vísitalan
um 0,5% og samsetta Nasdaq-vísi-
talan um 0,9%.
Lækkun í Evrópu og Japan
Evrópskir markaðir lækkuðu
töluvert í gær í kjölfar lækkunar-
innar í Bandaríkjunum í fyrradag
og 3,3% lækkunar Nikkei 225-vísi-
tölunnar í Japan í gærmorgun.
Framan af degi virtust bandarísku
markaðirnir einnig ætla að lækka,
m.a. vegna þess að nýjar upplýs-
ingar um samdrátt í smásöluverslun
vestanhafs juku á ótta fjárfesta um
að niðursveifla væri framundan.
Hækkun á hlutabréfa-
mörkuðum vestra
Í HNOTSKURN
» Gengi Bandaríkjadalsheldur áfram að veikjast
vegna ótta um niðursveiflu í
landinu og í gær náði dalurinn
12 ára lágmarki gagnvart jap-
önsku jeni.
» Heimsmarkaðsverð á gullifór í fyrsta sinn í sögunni
yfir 1.000 dali á einum degi í
gær en við lokun markaða
kostaði únsan 993 dali.
» Fatið af hráolíu hækkaðilítillega og kostar nú
110,24 dali í New York.
● TAP Eimskips
eftir skatta á
fyrsta ársfjórð-
ungi nam 38,9
milljónum evra,
jafnvirði um 4,2
milljarða króna,
en rekstrarárið hófst í byrjun nóv-
ember sl. Til samanburðar var 5,6
milljóna evra tap á fyrsta ársfjórð-
ungi árið áður. Skýrist tapið fyrst og
fremst af háum fjármagnsliðum, en
gengistap nam tæpum 18 milljónum
evra. Í tilkynningu Eimskips til kaup-
hallar í gærkvöldi segir að stefnt sé
að sölu eigna á öðrum ársfjórðungi,
sem muni bæði lækka vaxtakostnað
félagsins umtalsvert og minnka
gengisáhættu vegna skulda í dollar,
sem m.a. orsaki gengissveiflu á
tímabilinu. Tekjur fyrsta fjórðungs
námu 440,8 milljónum evra og juk-
ust um 44% frá sama tímabili 2007.
Undirliggjandi vöxtur samstæðunnar
var 10%. EBITDA hagnaður fjórð-
ungsins var 39,7 milljónir evra, sem
er aukning um 55,6% milli ára.
Eimskip hyggst mæta
tapi með sölu eigna
● SAMTÖK atvinnulífsins, SA,
kynntu á ráðstefnu í Borgarnesi í
gær nýja stefnu í byggða- og atvinnu-
málum undir yfirskriftinni Hagvöxtur
um land allt. Telja samtökin nauð-
synlegt að stjórnvöld geri sem fyrst
og hrindi í framkvæmd áætlun um
uppbyggingu innviða um allt land.
Horfa verði í heild á uppbyggingu
samgöngukerfisins, fjarskipta,
mennta- og menningarstofnana, raf-
orkukerfisins og opinberrar þjón-
ustu. Stutt verði kerfisbundið við
byggðakjarna í einstökum lands-
hlutum og þeir efldir. SA leggja
áherslu á að atvinnulífinu verði
sköpuð sem best skilyrði þannig að
frumkvæði og kraftur fyrirtækja og
einstaklinga fái notið sín. Þannig geti
atvinnulífið best staðið undir aukn-
um kröfum um hagvöxt og velferð
fólks um land allt. Meðal annarra at-
riða þá ítreka SA þá skoðun sína að
peningamálastefnu Seðlabankans
eigi að breyta.
SA vilja aukinn hag-
vöxt um allt land
● SAMRUNI Ný-
herja og TM
Software hefur
verið samþykktur
af Samkeppn-
iseftirlitinu, en
gengið var frá
kaupunum í lok
janúar sl. Með þeim fylgdu dótt-
urfélög TM Software eins og Skyggn-
ir, Origeo, Vigor, eMR og IPT. Eftir
kaupin eru yfir 730 starfmenn hjá
samstæðu Nýherja í um 20 dótt-
urfélögum á Íslandi, Danmörku, Sví-
þjóð og Bretlandi. Meðal einstakra
dótturfélaga má nefna Applicon
Holding ehf., Dansupport S/A og
ParX ehf. Heildarvelta Nýherja og TM
Software var um 13,7 milljarðar
króna á síðasta ári en Nýherji er sem
kunnugt er skráður í kauphöllina.
Samruni við TM
Software samþykktur
EKKI er ástæða fyrir Kaupþing eða
viðskiptavini bankans að hafa
áhyggjur vegna frétta af meintum
vanda sjóða á vegum bandaríska
fjárfestingarfélagsins Drake Man-
agement en Kaupþing á hlut í
rekstrarfélagi sjóðanna en ekkert í
sjóðunum sjálfum. Þetta segir Bene-
dikt Sigurðsson, upplýsingafulltrúi
Kaupþings.
Greint var frá því í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins í gær að bandaríska
viðskiptablaðið Wall Street Journal
og breska blaðið Financial Times
hefðu hvort um sig sagt frá vanda
sjóðanna. Þá var einnig skrifað um
vanda stjóðanna í Vegvísi greining-
ardeildar Landsbanka Íslands.
Kaupþing var meðal stofnenda
Drake Management. Fyrirtækið er
með eignir upp á um 13 milljarða
dollara og hefur umsjón með einum
sjóði fyrir Kaupþing, Kaupþing
Fund-US Bond. Ávöxtun á þeim
sjóði var 4,9% á síðasta ári, að sögn
Benedikts.
Hann segir að Kaupþing eigi 20%
eignarhlut í rekstrarfélagi Drake
Management og að bókfærð eign
bankans sé einungis um 2,5 milljarð-
ar króna. Þó svo að einhverjir af
sjóðum Drake Management eigi
hugsanlega í vanda hafi það hverf-
andi áhrif á Kaupþing.
Kaupþing hefur
ekki áhyggjur
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar
lækkaði um 1,9% í gær í frekar
dræmum viðskiptum og er hún nú
4.844 stig. Heildarvelta í kauphöll-
inni nam 47,5 milljörðum í gær en
þar af námu viðskipti með hlutabréf
aðeins 3,5 milljörðum, sem jafn-
gildir 7,4%. Mest velta var með bréf
Kaupþings, 1,4 milljarðar króna.
Aðeins tvö félög hækkuðu í verði í
kauphöllinni í gær, Century Al-
uminium um 3,7% og Eimskip um
1,4%. Mest lækkun varð á bréfum
Spron, 3,8%, en bréf Exista lækkuðu
um 3,1%.
Aðeins tvö félög
hækkuðu í verði
RÍFLEGA sjö milljarða króna
sveifla varð á afkomu Orkuveitu
Reykjavíkur á síðasta ári og skilaði
fyrirtækið 6,5 milljarða króna hagn-
aði en árið 2006 varð 579 milljóna
króna tap af rekstrinum.
Samkvæmt tilkynningu frá Orku-
veitunni munar þar langmest um að
fjármunatekjur voru um ríflega 4
milljörðum umfram fjármagnsgjöld
en á síðasta ári voru fjármagnsgjöld
7,4 milljörðum umfram fjármuna-
tekjur. EBITDA-hagnaður, sem er
hagnaður fyrir vexti, skatta, afskrift-
ir og afborganir, jókst um 1,4 millj-
arða á milli ára.
Eignir félagsins jukust um 50
milljarða.
Mikill af-
komubati
SAGA Capital Fjárfestingarbanki
hefur útvíkkað aðild sína að OMX
Nordic Exchange með formlegum
aðgangi að kauphöllinni í Kaup-
mannahöfn.
Fyrir er bankinn aðili að kauphöll-
unum á Íslandi, í Helsinki og Stokk-
hólmi. Eru þær hluti af NASDAQ
OMX Group sem orðið er stærsta
kauphallarfyrirtæki í heimi með
þjónustu í sex heimsálfum og yfir
3.900 félög í viðskiptum. Í tilkynn-
ingu frá Saga Capital kemur m.a.
fram að bankinn vermi nú fjórða
sætið, á eftir stóru viðskiptabönkun-
um þremur, í umfangi viðskipta í
Kauphöll Íslands.
,,Við bjóðum Saga Capital Fjár-
festingarbanka hjartanlega velkom-
inn til OMX Nordic Exchange. Þetta
er enn einn kauphallaraðilinn sem
nýtir sér sameiningu norræna mark-
aðarins og eykur við aðild sína,“ seg-
ir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri
norrænu kauphallanna, í tilkynningu
frá bankanum og OMX.
Saga Capital er tíundi aðilinn sem
eykur við sig með þessum hætti og
hefur því nú aðild að öllum mörk-
uðum Nordic Exchange.
Saga Capital inn í dönsku kauphöllina
♦♦♦
ÍRSKA bankakerfið er í kröggum og
gæti þurft á þjóðnýtingu á halda, þar
sem lækkandi fasteignaverð veldur
auknum vanskilum, segir þarlendur
hagfræðingur.
Morgan Kelly, prófessor við Uni-
versity College í Dublin, segir í sam-
tali við Telegraph í gær að stjórnvöld
ráði nær ekkert við niðursveifluna á
fasteignamarkaði, sem sé að verða al-
varlegt vandamál.
„Þetta eru dæmigerð eftirköst eftir
uppsveiflu, en samt getum við ekkert
gert því við erum innan evrusvæðis-
ins,“ segir Kelly og telur að ekki sé
hægt að lækka stýrivexti eða fella
gengið, í raun séu mun minni mögu-
leikar á innspýtingu í hagkerfið en
fólk haldi.
Segir hann efnahagslægð vera á Ír-
landi líkt og á alþjóðamörkuðum.
Staða írsku bankanna muni segja til
um hversu ástandið verði slæmt, og
satt að segja sé útlitið heldur dökkt.
Í frétt Telegraph kemur fram að
húsnæðisverð á Írlandi hafi lækkað
um 7% á síðasta ári, og nú þegar á
þessu ári sé lækkunin komin í sömu
hæðir. Þá fór atvinnuleysi í febrúar sl.
í 5,2%, hið mesta í átta ár.
Vitnar Kelly til þess að hið sama
geti gerst á Írlandi og gerðist á Norð-
urlöndunum kringum 1990 þegar
stórir sænskir bankar voru þjóðnýtt-
ir. Bent er á að Írland hafi getið sér
gott orð á undanförnum árum fyrir
hagstætt rekstrarumhverfi, með auk-
inni fríverslun, en nú sé landið orðið
mjög viðkvæmt fyrir óhagstæðu
gengi evrunnar. Segir Kelly að frá því
að evran var tekin upp hafi dregið
mjög úr samkeppnishæfni Írlands.
Írskir bankar þjóðnýttir?
Morgunblaðið/Þorkell
♦♦♦
TRYGGINGARÁLAGIÐ á skulda-
bréf íslensku bankanna heldur
áfram að hækka og hefur það aldrei
verið hærra en nú. Álagið á 5 ára
ríkjandi bréf Kaupþings er nú 775
punktar og hækkaði það um 25
punkta í gær. Álagið á sams konar
bréf Glitnis er 730 punktar en var 15
punktum lægra daginn áður. Mest
hækkaði þó álagið á skuldabréf
Landsbankans í gær en við lokun
markaða var það 585 punktar og
hækkaði um 40 punkta í gær.
Skuldaálag
í methæðum