Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru margir sem eiga Elfu-Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka og er und- irrituð ein þeirra. Vinskapur okkar Elfu-Bjarkar var langur eða allt frá því að undirrituð fæddist en mæður okkar voru miklar vinkon- ur gegnum árin. Ein af fyrstu minningum mínum af Elfu-Björk er þegar hún bjó ásamt móður sinni í sama húsi og við fjölskyld- an. Þá voru þær mæðgur nýkomn- ar heim frá Svíþjóð þar sem Elfa- Björk hafði stundað framhalds- nám. Móðir mín sá um öll fjármál þeirra mæðgna hér heima á meðan á náminu stóð og hafði milligöngu um að þær hefðu hússkjól þegar þær sneru aftur til Íslands að námi loknu. Skömmu eftir að hún flutti heim fékk hún starf borgarbókavarðar og var skrifstofa hennar á efstu hæðinni í gamla bókasafnshúsinu í Esjubergi við Þingholtsstræti. Ég kíkti stundum til hennar þangað með skólatöskuna á leið heim úr skólanum og alltaf tók hún á móti mér með faðmlaginu sínu, alveg sama hvernig á stóð. Við ræddum alla hluti, heima og geima, burtséð frá því hvort ég var þá 10 ára og hún þetta 26 árum eldri, þannig var það alltaf. Ég leit upp til Elfu-Bjarkar, ekki aðeins sem vinkonu minnar heldur líka konu sem fór sínar eig- in leiðir í lífinu. Hún gegndi mörg- um ábyrgðarstöfum þar sem mikið mæddi á henni, m.a. starfi fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins um margra ára bil. Í daglegum störf- um sínum var hún einbeitt, rösk og gekk hreint til verks. Elfa-Björk hvatti mig til að læra það sem hug- ur minn stóð til. Mér þótti því gríðarlega vænt um það þegar hún lagði lykkju á leið sína og heim- sótti mig nokkrum vikum eftir að ég hóf framhaldsnámið mitt í Eng- landi. Hún kom til mín færandi hendi á annars nístingslegum nóv- Elfa-Björk Gunnarsdóttir ✝ Elfa-BjörkGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1943. Hún lést 1. mars síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Grafarvogskirkju 7. mars. emberdegi. Þetta var alveg dæmigert fyrir hana. Elfa-Björk bjó ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdótt- ur, allt þar til Sigríð- ur lést. Þær mæðgur voru afar samrýndar. Eftir fráfall Sigríðar urðu mikil tímamót í lífi Elfu-Bjarkar. Hún sagði starfi sínu lausu hjá Ríkisút- varpinu og ákvað að venda sínu kvæði í kross, taka sér frí frá daglegum störfum og flytjast tímabundið til Englands. Á þeim árum vann ég í London og hittumst við því reglu- lega á meðan dvöl hennar stóð þar. Að mörgu leyti var þetta krefjandi tími fyrir Elfu-Björk, stórum kafla í hennar lífi var lokið en að sama skapi nýr að hefjast. Stuttu síðar kynnist Elfa-Björk eiginmanni sín- um Jóni Jónassyni og bjuggu þau saman allt þar til hann lést. Elfa-Björk var aldrei langt und- an þegar ég hugsa til stóru stund- anna í mínu lífi. Elfa-Björk var fyrst úr minni fjölskyldu að hitta hann Jóhann minn þegar við urð- um ástfangin. Hún var líka fyrsta konan sem ég hringdi í ofan af gjörgæslu þegar bróðir minn lá þar lífshættulega veikur. Það lá aldrei á hennar liði að hjálpa þegar þannig stóð á. Lífsgleði, orka og tindrandi hlát- urinn einkenndi Elfu-Björk. Þann- ig mun hún lifa í minni minningu um leið og ég er þakklát henni fyr- ir samveruna hérna megin. Fjöl- skyldu hennar og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Anna Dís Ólafsdóttir. Leiðir okkar Elfu-Bjarkar Gunnarsdóttur lágu saman í sjö ára bekk í Laugarnesskólanum fyrir næstum 60 árum og áttum við upp frá því skólagöngu saman til stúdentsprófs. Við höfðum sameig- inleg áhugamál og komum fyrst fram á leiksviði átta ára gömul á páskaskemmtunum í umsjá Skeggja Ásbjarnarsonar, kennara okkar. Snemma gafst okkur líka tækifæri til að taka þátt í barna- tímum hans í útvarpinu, og í menntaskóla urðum við samferða upp á sviðið í leiksýningum Herra- nætur. Um skeið leit út fyrir að Elfa legði leiklistina fyrir sig enda hafði hún ríka hæfileika í þeim efn- um og var einstaklega góður upp- lesari. Hún fluttist með móður sinni til Svíþjóðar skömmu eftir stúdentspróf 1965, stundaði þar háskólanám og gerðist að því loknu bókavörður í Stokkhólmi. Þær mæðgur fluttu aftur til Íslands og réðst Elfa-Björk til starfa hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur og varð forstöðumaður þess árið 1975. Af löngum kynnum urðu mér vel ljósir mannkostir Elfu-Bjarkar, dugnaður og færni við úrlausn þeirra viðfangsefna, sem henni voru falin. Umhyggja og kærleikur einkenndu störf hennar og einkalíf. Hún virtist alltaf hafa ómældan tíma til að sinna vinum og vanda- lausum, sem áttu um sárt að binda eða þörfnuðust félagsskapar til að rjúfa einsemdina. Þetta kom fram í aðstoð hennar við fjölda aldraðs fólks sem hún kynntist og hjálpaði á lífsleiðinni. Hjá Borgarbókasafn- inu vann hún ötullega að eflingu starfseminnar með nýjum þjón- ustuþáttum í útibúum safnsins, tíð- ari ferðum bókabíla í úthverfin og heimsendingu bóka til sjúkra og aldraðra. Um þetta leyti átti ég sæti í borgarráði Reykjavíkur og eftirminnilegt er, hve rösklega Elfa-Björk gekk jafnan fram þegar hún kom á fundi ráðsins til að fá stuðning við tillögur sínar um efl- ingu Borgarbókasafnins, sem hún hafði mikinn metnað fyrir. Allt við- mót hennar hjálpaði til, því að með léttri lund, breiðu brosi og dillandi hlátri snerist hún til gagnsóknar, þegar háttvirt borgarráð ætlaði að beita niðurskurðarhnífnum á áætl- anir safnsins, og kom hún oftar en ekki sem sigurvegari frá þeirri við- ureign. Eitt sinn orðaði hún við mig flutning á milli starfa innan borg- arkerfisins, því að hún vildi fást við ný verkefni og öðlast meiri starfsþróun. Ekki voru tækifæri til slíks þá en mér varð það mikið fagnaðarefni að um líkt leyti og ég varð útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1985 skipaði Ragnhildur Helga- dóttir, þáverandi menntamálaráð- herra, Elfu-Björk til að gegna embætti framkvæmdastjóra hljóð- varpsdeildar RÚV. Framundan var mikið endurmótunarskeið í starfi allra deilda Ríkisútvarpsins vegna samkeppni við nýja ljósvakamiðla, og auk þess flutningur í nýja Út- varpshúsið við Efstaleiti, sem skipuleggja þurfti og framkvæma. Voru þetta í senn krefjandi og afar skemmtileg verkefni fyrir þá sem að þeim komu, því að á næstu fimm árum var lagður grunnur að þeirri styrku stöðu, sem Ríkisút- varpið hefur búið að síðan. Naut Elfa sín vel í samræmingarstarfinu þegar móta þurfti áferð og samspil Rásar 1 og nýstofnaðrar Rásar 2 sem og svæðisstöðvanna, er tóku til starfa úti um land. Mjög aukin áherzla var einnig lögð á frétta- starfsemina. Það var með ólíkindum hversu mikið starfsþrek Elfu-Bjarkar var á þessum tíma og bjartsýnin óbug- andi. Allt frá því á menntaskóla- árum hafði hún átt við erfiða sjúk- dóma að stríða og um langt árabil barðist hún við krabbamein. Hún leitaði sér hefðbundinna lækninga og óhefðbundinna, meðal annars í kynnisferðum til fjarlægra landa og nutu margir þess fróðleiks, sem Elfa-Björk aflaði sér í þeim. Hin síðustu ár fækkaði endur- fundum. Elfa og fleiri bekkjarsyst- ur úr Laugarnesskólanum stóðu fyrir því að 12 ára bekkurinn okk- ar hittist fyrir fimm árum. Síðan hefur verið skipzt á jólakortum. Þó að sjúkdómssaga Elfu-Bjarkar væri okkur kunn kom andláts- fregnin á óvart. Á þeirri stundu leiftruðu góðar minningar um hana. Fyrst og fremst stuðning- urinn, sem Elfa-Björk veitti svo mörgum í sorg og veikindum. Til þess hafði hún mikla hjartahlýju og hæfileika í mannlegum sam- skiptum. Í félagsstarfi lét hún gott af sér leiða í þágu göfugra mál- efna. Í störfum hennar kom hvar- vetna fram vilji til að sækja fram og gera betur. Skipulag, reglusemi og trúmennska voru aðalsmerki hennar. Hún var líka skemmtileg- ur og góður vinur í öll þessi ár síð- an við hittumst fyrst í barnaskóla. Blessuð sé minning Elfu-Bjarkar. Markús Örn Antonsson. Það var bjartur og óvenjulega fallegur dagur þegar við Elfa- Björk fórum fyrir nokkrun vikum í bíltúr austur fyrir fjall. Það var snjór yfir öllu og skafrenningurinn fauk í kringum um bílinn í sólskin- inu. Ævintýralegt. Elfa-Björk í hvítum leðurjakka með sólgler- augu. Við skoðuðum Hellisheiðina og fórum að sumarhúsunum henn- ar Elfu-Bjarkar, fyrst að gamla húsinu sem hún hafði átt með móð- ur sinni og selt, en síðan sýndi hún mér sumarhúsið sem þau Jón höfðu byggt og ætlað að njóta dag- anna saman. Þeir draumar rættust ekki. Jón féll frá fyrir tveimur ár- um og núna er Elfa-Björk farin til hans. Þau náðu að eiga saman nokkur hamingjurík ár sem færðu henni ástina, færðu henni börn og fjölskyldu sem hún hafði ekki eign- ast sem ung kona. Þau höfðu hvort um sig lifað óvenjulegu lífi. Hann hafði lent í flugslysi og var mjög mikið fatlaður, hún hafði rutt brautina fyrir konur til meiri áhrifa í samfélaginu. Hún hafði til- tölulega ung tekið við starfi borg- arbókavarðar og tókst að færa safnið til nútímalegra horfs og byggja upp nýja þjónustu. Þegar ég var að byrja störf í frétta- mennsku var ég send til að taka viðtal við borgarbókavörð um bókasýningu sem var verið að opna á Kjarvalsstöðum. Ég hafði aldrei hitt borgarbókavörð og fannst skemmtilegt að hitta unga og „smart“ konu í þessu hlutverki. Á þessum tíma var óvenjulegt að konur væru stjórnendur stofnana eða fyrirtækja. Þetta voru mín fyrstu kynni af Elfu-Björk sem átti glæstan feril sem borgarbókavörð- ur. Nokkrum árum síðar lágu leið- ir okkar saman á ný, en þá var hún orðin framkvæmdastjóri í Ríkisút- varpinu á umbrotatímum í sögu þess. Þar nýttust starfskraftar hennar vel. Um tíma var Elfa-Björk yfir- maður minn og ég dáðist að því hvað hún var góður stjórnandi. Það tókst með okkur vinátta og ég fylgdist með þegar Elfa-Björk tók ákvörðun um að hætta sem fram- kvæmdastjóri útvarpsins rúmlega fimmtug, enda var hún þeirrar skoðunar að það væri ekki neinum hollt að vera of lengi í sama stjórn- unarstarfi. Hún sneri aftur til Borgarbókasafnsins og ákvað síðar að verja tíma sínum með Jóni og í að sinna hugðarefnum sem hún taldi mikilvæg á sviði heilsu- og mannræktar. Þegar við fórum í bíltúrinn góða um daginn var Elfa-Björk orðin mikið veik. Hún sagði mér frá því að hún hefði ákveðið að hætta að taka krabbameinslyfin, sér liði illa af þeim og þau hefðu slæm áhrif á ónæmiskerfið. Nú ætlaði hún að taka málin í eigin hendur. Við borðuðum saman á einum fínasta veitingastað borgarinnar. Elfa- Björk fallega klædd að vanda, bar sig eins og hefðarkona. Það var ekki við það komandi að ég borg- aði fyrir mig, þetta var í hennar boði. Hún var kona sem vissi hvað hún vildi. Fram á síðasta dag var hún við stjórnvölinn í eigin lífi. Nú hefur hún kvatt okkur og haldið á vit Jóns og eilífðarinnar. Eftir- minnileg og yndisleg kona er geng- in og við sem áttum hana að vini erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með henni. Ég sendi fjölskyldu hennar og vinum samúðarkveðjur. Erna Indriðadóttir. Sigríður Jónsdóttir var Hornfirðingur að uppruna en ólst upp frá sjö ára aldri í Þórisdal í Lóni. Á ferðum okkar um Austurland höfðum við Vil- hjálmur eiginmaður minn það fyrir sið að víkja af vegi sunnan við Jök- ulsá og borða nesti okkar neðan við túngarð í Þórisdal, bænum hennar Siggu, en þar er afburða fagurt eins og reyndar alls staðar í Lóninu. Sigga réðst í vist til tengdafor- eldra minna Guðrúnar Þorvarðar- dóttur og Árna Vilhjálmssonar þeg- ar hún var 17 ára gömul en þá bjuggu þau á Háeyri á Hánefsstaða- eyrum við Seyðisfjörð. Sigga reynd- ist hins vaskasta til allra verka og samdi henni mjög vel við húsbænd- ur sína og börn þeirra. Á Háeyri kynntist hún Vigfúsi Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Meðalfelli II í Nesja- hreppi hinn 15. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar hinn 24. febrúar síðastliðinn. Sigríður var jarð- sungin frá Seyð- isfjarðarkirkju 1. mars sl. Jónssyni sem var vél- stjóri á bátnum Magn- úsi NS 210 sem var í eigu Árna og giftu þau sig 1939. Og eins og Vilhjálmur eiginmað- ur minn segir í ævi- minningum sínum um þau hjónin: „Þau til- heyra í raun okkar fjölskyldu.“ Og þau sýndu Árna og Guð- rúnu þann sóma að láta yngsta son sinn heita Gunnar Árna í höfuðið á þeim. Árni og Guðrún fluttust inn í kaupstað árið 1941 og keyptu fljót- lega hið glæsilega hús Bjólfsgötu 6. Sigga og Fúsi leigðu síðar á loftinu hjá þeim og voru þeim áfram innan handar. Ég kom fyrst til Seyðisfjarðar vorið 1945, þá nýtrúlofuð Vilhjálmi, og var þar fram á haust. Þetta sum- ar var eitt það yndislegasta sem ég hef lifað, veðrið sérstaklega gott og kynnin af tengdafólkinu eftir því, þar með talin Sigga og Fúsi. Þetta var síðasta sumarið sem systkinin voru öll heima og var oft glatt á hjalla. Þá voru tvö elstu börn Siggu og Fúsa fædd og eitt það síðasta sem ég gerði áður en ég fór suður var að halda Jóni Grétari undir skírn og þótti mér mikill sómi að. Og árin liðu, þau eignuðust alls fimm börn sem eru hin mannvæleg- ustu og reistu sér hús á Múlavegi. Þangað var jafnan gott að koma þegar farið var austur. Og þar í dyr- unum kvaddi ég hana í síðasta skipti vorið 2006 þegar ég hafði siglt ásamt börnum mínum og Margréti mágkonu út undir Skálanes þar sem ösku Vilhjálms var dreift í sjóinn. Þá var Sigga eins og hún átti að sér, hláturmild, spaugsöm og hlýleg í viðmóti. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar senda börnum hennar kærar kveðjur. Og ég þakka fyrir að hafa kynnst slíkri konu sem hún var. Sigríður Ingimarsdóttir. Elsku besta amma mín. Ég hef alltaf vitað að þú yrðir ekki eilíf en ekkert gat samt und- irbúið mig fyrir að missa þig úr líf- inu mínu. Þú ert ekki bara amma mín heldur góð vinkona líka, vin- kona sem ég heimsótti oft og gat tal- að við. Vinkona sem reyndir að skilja mig og veikindi mín eftir bestu getu og hjálpaði mér svo mik- ið, last þér til og sagðir mér frá. Vin- kona sem fræddi mig með skemmti- legum sögum um gamla tíma, ég fékk aldrei nóg af að heyra sögurnar þínar. Ég man svo margt, svo ótal margt. Já, ég á ótelandi minningar um þig, um okkur saman. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Þegar ég rita þessi orð byrja tárin að renna og minningarnar flæða fram hver á eftir annarri. Ég man eftir hvað ég var glöð þegar ég hélt að ég væri að minna þig á augndropana þína, hvað ég ætlaði aldrei að finna páskaeggið mitt þegar ég var hjá þér, hvað það var gott að lúra í afabóli. Ég man eftir bökunarilmi og matarlykt, ég man eftir áramótum og svínasteik, baunasúpu og hrísgrjónagraut. Já, þú áttir oft baunasúpu í frosti sem þú hitaðir upp handa litlunni þinni og grauturinn þinn var himneskur. Ég man eftir kökum, konungsætt og konfekti. Ég man eftir ömmu sem sat í stólnum sínum og stundaði handavinnu og hvað það var gott að setjast hjá þér. Ó, ég man svo margt og núna fann ég mininguna um þegar ég var hjá þér og við löbbuðum í Pusabúð á morgnana og skruppum svo kannski í heimsókn á eftir, stundum fékk ég karamellur. Ég man eftir öllum hekluðu dúllunum sem ég notaði sem peninga þegar ég var að leika mér. Í seinni tíð vorum við duglegar að spjalla saman. Ég elskaði að koma til þín í heimsókn, fá molasopa og stundum brauð með, hitta þig og oft aðra úr fjölskyldunni sem komu í sömu erindagjörðum og ég, að hitta þig og eiga notalega stund. Ég á aldrei eftir að venjast því að keyra fram hjá gula húsinu með græna þakinu og vita að amma er ekki þar lengur, sitjandi við eldhúsborðið að glugga í Moggann. Ég sakna þín svo mikið, elsku amman mín, ég á aldrei eftir að venjast því að hafa þig ekki en ég lofa að ég á eftir að bjargast. Ég skal vera sterk og halda minningu þinni hátt. Ég elska þig alltaf. Þín, Sigríður Jóns. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku mamma, tengdamamma og amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og þín verður sárt saknað. Guð geymi þig. Gunnar Árni, Ágústa, Agnes Berg og Sveinn Gunnþór. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.