Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þeim fækkar óðum söngv-urunum sem lögðu grunninnað þeirri gríðarsterku söng- menningu sem hér tók að vaxa fyrir og um miðja síðustu öld. Guð- mundur Jónsson, einn fyrsti óp- erusöngvari okkar lést á síðasta ári, en það má segja að hann hafi sungið fram að hinstu stund. Það var ekki af því að Guðmundur væri að trana sér fram, nei, þvert á móti, hann var þrábeðinn um það. Ég heyrði hann nokkrum sinnum syngja kominn vel við aldur, lagið sem fólk vildi endalaust heyra hann syngja: Lofsönginn, eftir Beetho- ven, sem hefst á orðunum: Þitt lof, ó, Drottinn. Það var sama þótt Guð- mundur yrði gamall og hrumur, hann hafði töfra sem gæddu þetta lag yndinu sem gerði það svo ótrú- lega vinsælt að Guðmundur hrein- lega fékk ekki að hætta að syngja það.    Minningin um Guðmund, kom-inn við aldur, og enn að syngja er falleg. Hún segir mér, að lifandi flutningur tónlistar hefur svo ekki verður um villst, eitthvað það fram að færa sem hljóðritun getur aldrei fangað. Oft hefur mað- ur auðvitað upplifað þetta, en sjald- an jafnsterkt og í söng gamla mannsins. Hún segir mér líka, að sá sem hefur neistann til að miðla, og kenndirnar í brjósti sér, hann getur hrifið mann, þótt röddin megi ef til vill muna sinn fífil fegri. Nú þegar líður að páskum er mér sérstaklega hugsað til Guðmundar. Það var þannig í þá daga, að manni fannst dymbilvika hræðilegur tími. Helgi þessara daga lá eins og mara á krakka sem vildi ekki vera í spari- fötum.    Þá kom Guðmundur til skjal-anna, bjargvætturinn mikli, sjálfur framkvæmdastjóri Rík- isútvarpsins, með óperuþætti sem voru stórkostleg skemmtun, um leið og þeir voru fræðandi og upp- lýsandi. Hann talaði um Zerbinett- ur og Zerlínur, Donnur og Leónór- ur, Don José, Don Giovanni, Canio og Cassio, Osmin og Despinu – all- an þann skrautlega lýð sem í heimi óperunnar bjó. Guðmundur gæddi sögurnar lífi og hann sagði þær af slíkri alúð og þeim áhuga, að engin bólusetning hefði dugað til að koma í veg fyrir smit. Guðmundur hafði líka húmor fyrir því hvað óperan getur stundum verið – ja, allt að því afkáraleg, og honum fannst í lagi að grínast með það. Varla hef ég verið eina kvikindið sem sýktist af óperuástinni.    Guðmundur varð í hugummargra holdgervingur síðasta lags fyrir fréttir. Enginn söngvari fyrr né síðar hefur sungið jafnmörg lög fyrir þann dagkrárlið Rík- isútvarpsins. Að því komst ég þegar farið var að vinna að útgáfu með söng Guðmundar fyrir um fimmtán árum. Guðmundur var líka mað- urinn sem oftast var beðinn. Það voru hæg heimatökin fyrir hann, starfandi í Útvarpinu, að hóa í vini sína, píanóleikarana góðu, Fritz Weisshappel og Ólaf Vigni Alberts- son og rúlla einu og einu lagi inn á band. Oft voru þetta tækifær- isupptökur, gerðar af ákveðnu til- efni, eða lög sem einfaldlega vant- aði í safn Útvarpsins.    Söngferill Guðmundar er velkunnur og ferli hans sem frá- bærs útvarpsmanns má heldur ekki gleyma. En honum var fleira til lista lagt, því hann var frábær þýð- andi og textasmiður og þýddi heilu óperurnar og óperetturnar ef svo bar undir. Besta dæmið þar um er sjálfsagt þýðing hans á óperu Pergolesis, La serva padrona, sem hann þýddi svo snilldarlega sem Ráðskonuríki. Með Guðmundi á ljósvakanum AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Guðmundur varð íhugum margra hold- gervingur Síðasta lags fyrir fréttir. Enginn söngvari fyrr né síðar hefur sungið jafn mörg lög fyrir þann dagskrár- lið Ríkisútvarpsins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Söngfélagar Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson að tjaldabaki í Þjóðleikhúsinu á tónleikum í tilefni af sex- tugsafmæli Guðmundar í maí 1980. Kristinn söng í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins með Guðmundi. begga@mbl.is FYRSTA háskólamenntaða tón- skáldkona Íslendinga, Jórunn Viðar, verður níræð seint á þessu ári. Af því tilefni var efnt til söngtónleika í Salnum á sunnudag og var aðsóknin afar góð; jafnvel ofar væntingum, úr því tónleikaskrár gengu til þurrðar áður en síðustu gesti bar að. Við- fangsefnin voru öll einsöngslög Jór- unnar er komið hafa út á prenti, þ. á m. fáeinar útsetningar á íslenzkum þjóðlögum og allt við íslenzka texta nema Im Kahn við þýzkt ljóð Cäsars Flaischen. Vel var frá öllu gengið, nema hvað sakna mátti ársetninga sönglaga í tónleikaskrá – enda segir tilurðartími tónverka meira en margur hyggur. Í skemmstu máli sagt var annars óblandin ánægja að þessum tón- leikum. Fyrst og fremst hafa söng- lög Jórunnar fyrir löngu fest sig í sessi meðal tíðsungnustu laga á hér- lendum ljóðapalli. Líklegustu áhrifa- valdar tónskáldsins á yngri árum – þýzk rómantík, franskur impressj- ónismi og bandarísk nýklassík – hafa vafalítið reynzt frjór bakgrunnur við þá íslenzku þjóðlagahefð sem höf- undur er öðrum þræði kunnur fyrir. Hvað sem annars er hæft í því, þá hafa lög Jórunnar haldið undravert tímalausum ferskleika sínum fram á þennan dag samfara sérkennilegu gegnsæi, aðli hinna fáu er megna að höndla ytri einfaldleika og gera hann áhugaverðan. Nefna mætti austrænu lýríkina í Glugganum og Við Kínafljót, ástsæla þjóðlaga- rondóið Barnagælur, glertæra kontrapunktinn í hinu stutta Stúlk- urnar ganga, pipraða húmorinn í Til minningar um misheppnaðan tón- snilling, djúpu lífsgleðina í Im Kahn, impressjónískan dadaisma Ung- lingsins í skóginum (meðal stór- perlna íslenzkra söngbókmennta) og seiðandi álfakóng okkar Kall sat undir kletti. En ekki var flutningurinn síðri. Þó að tveir söngvarar af sínu hvoru kyni hefðu eflaust getað dregið fram enn meiri fjölbreytni, stóð Helga Rós Indriðadóttir sig af mikilli prýði og sýndi oft glæsilega dýnamísk túlk- unartilþrif – fyrir utan einhvern skýrasta textaframburð sem maður mundi eftir í bili hjá dramatískt– ljóðrænum mezzolituðum sópran. Hallfríður Ólafsdóttir lék með á flautu í Sætröllskvæði og átti drjúg- an þátt í að gera hið harmræna forn- danskvæði að einum af hápunktum kvöldsins. Píanóleikur Guðrúnar Dalíu fyrir alopnum Bösendorferflygli var full- sterkur stöku sinni fyrir hlé en hélzt í heild afbragðsfylginn, þaulmús- íkalskur og þjáll. Ekki sízt í mer- landi undirleiknum við tónsnilling- inn misheppnaða og nærri Debussyskan skógarungling Lax- ness er jafnaðist næstum því á við virtúósa hljómsveit. Fögnuður áheyrenda var hlýr að sama skapi og hylltu menn tónskáldið að leiks- lokum á fæti. Eia vatn! Eia perlur! TÓNLIST Salurinn Sönglög eftir Jórunni Viðar. Helga Rós Indriðadóttir sópran, Guðrún Dalía Sal- omonsdóttir píanó og Hallfríður Ólafs- dóttir flauta. Sunnudaginn 9. marz kl. 16. Einsöngstónleikarbbbbm Ríkarður Ö. Pálsson ÞETTA voru fínir tónleikar og sér- deilis ferskir og Pétur Grétarsson trommari með glæsilegt uppistand. Hann var ekki síðri með burstana í félagsskap við Gunnar Hrafnsson bassaleikara og Kjartan Valdimars- son píanista. Kristjana tók salinn með trompi í fyrsta laginu „I Love Paris“ og tríóið lét ekki sitt eftir liggja, aftur á móti var túlkunin á einni fallegustu ballöðu Porters, „Everytime we say goodbye,“ dálít- ið flöt þó danskættaður bassaleikur Gunnars væri töfrandi. Það er eins og Kristjana kunni best við sig þeg- ar sveiflan er sterk og krafturinn mikill og það toppaði hún með húm- orísku látbragði og blúsblasti í „Let’s Do It“. Makalaus flottheit. Tríóið lék „Get Out of Town“ af mikilli hugmyndaauðgi og ógn í bassaleik Gunnars. Svo kom „True Love“ jafn væmið og hjá Bing Crosby og Grace Kelly. Það var ekki svo sjaldan sem maður sat undir þessu lagi í gamla daga bara til að heyra Armstrong og félaga flytja „All That Jazz“ í lok mynd- arinnar High Society. Síðasta lag fyrir hlé var einn af gimsteinum Porters „Just One of Those Things“ en flutningurinn ekki nógu afslapp- aður til að sveiflan kviknaði fyrir al- vöru. Eftir hlé lék tríóið „Night And Day“ og Kjartan vitnaði í „Surrey With The Fringe og Top“ eins og stundum áður og síðan steig dívan á svið og söng „You’d Be So Nice To Come Home To“. Í upphafi söng hún melódíuna af nótum fram, fra- seraði hana síðan skemmtilega og skattaði loks. Gunnar sló minni- stæðan sóló og þetta var ágætur undirbúningur fyrir eitt best heppnaða lag kvöldsins: „It’s All Right With Me“ sem Garner um- breytti í sveiflutrylli allra tíma. Hér lék Kjartan undurskemmtilegan sóló þar sem allir þeir þræðir er maður þekkir úr spuna hans voru ofnir í einn áður en þeir Pétur dú- ettuðu saman og svo svingaði Krist- jana feitt í lokin. Mín vegna hefði mátt sleppa „So in Love“ með Cly- derman-hljómunum og meira að segja „Don’t Fence Me In,“ en þar var þó húmorinn í hávegum hafður í samleik Kristjönu og Gunnars. Fín skemmtun, gott fólk. Sterkur freyðandi Porter TÓNLIST Salurinn Kristjana Stefánsdóttir og félagar flytja söngdansa Cole Porters. Laugardags- kvöldið 8. mars. Djasstónleikar bbbbn Vernharður Linnet LISTAMAÐUR sem tekur leir- klump og mótar úr honum eitthvað sem skapar hjá okkur hughrif eða málar mynd úr iðnaðarframleiddri málningu sem svo upphefur nátt- úrulegt fegurðarskyn okkar fæst við alkemísk gildi, en alkemistar leituðu leiða til að breyta eðli efnis, s.s. að breyta ódýrum málmi í gull. Önnur leið til þessa er að breyta merkingu hlutar, eins og þegar Marcel Du- champ tók listaverkið af stalli og sýndi tilbúna hversdagslega hluti sem myndlistarverk, en upphóf um leið hlutinn með því að gefa honum listræna merkingu og hreinsaði hann þannig af hversdagsleika. Á sýningu Egils Sæbjörnssonar í Gallerí i8 koma þessi markmið við sögu, en grunnhugsunin í verkum hans er, eins og hann orðar sjálfur í viðtali í 24 stundum; „að varpa litum og formum yfir hluti sem við þekkj- um og þar með breyta merkingu þeirra“. Í rýminu eru 3 skjávarpar á stöpli sem varpa óhlutbundnum formum í hreyfimyndum á vegg, en þar á milli eru hlutir, flöskur, bús- áhöld og grjót, sem umbreyta mynd- inni, virka þannig sem filter, en fá að sama skapi á sig nýja mynd í rým- inu. Hreyfimyndin umbreytist einn- ig í ljósform sem flökta á veggnum þar sem sumir filterar eru gegnsæir og dreifa ljósinu. Listaverkin virka ekki sérlega djúpstæð en sýningin er engu að síður fyllt og þekkir lista- maðurinn augljóslega eiginleika myndar, hlutar og rýmis mjög vel, þar sem eitt hefur áhrif á annað, og beinist hugur manns jafnframt að bilinu þar á milli. Í ábæti tvinnast hljóðrásin sem fylgir hreyfimynd- unum saman í eitt sætt tónverk. Virðist Egill þoka sig yfir á óskýr- anlegri svið í list sinni en breytt merking hlutanna byggist á skyn- rænni upplifun og opinni túlkun. Hlutir eins og kústur eða fata, sem hafa fast notagildi eða ímynd, fá hér fagurfræðilegt gildi og þannig breytir listamaðurinn plasti, gleri og grjóti í gull. Morgunblaðið/Valdís Thor Gullgerðarlist Listamaðurinn breytir plasti, gleri og grjóti í gull. Að gera gull MYNDLIST Gallerí i8 Opið fimmtudaga og föstudaga kl. 11:00 – 17:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00. Sýningu lýkur 29. mars. Aðgangur ókeyp- is. Egill Sæbjörnsson bbbmn Jón B. K. Ransu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.