Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU 9.3. 2008
gat að líta langa grein eftir Einar
Sigurbjörnsson, Gunnlaug A. Jóns-
son, Gunnar Kristjánsson, Guðrúnu
Kvaran og Sigurð Pálsson. Greinin
er að hluta til eins konar svar við
gagnrýni undirritaðs í ræðu og riti á
„Biblíu 21. aldar.“ Ég
hef þegar gengið frá
allrækilegri grein sem
birtast mun á opinber-
um vettvangi síðar á
þessu ári. Þar set ég
fram rökstudda gagn-
rýni á nýju biblíuþýð-
inguna og þar er að
finna skýringar mínar
á ýmsu því sem vikið er
að í grein fimmmenn-
inganna. Ég sé því ekki
ástæðu til að svara
greininni lið fyrir lið
hér en nauðsynlegt er
að gera athugasemdir við nokkur at-
riði.
Afskipti mín af
biblíuþýðingunni
Segja má að bein afskipti mín af
nýju biblíuþýðingunni hafi hafist
1995 er ég flutti erindi um efnið en
haustið 2000 sendi ég þýðing-
arnefndinni athugasemdir við þrjú
þeirra kynningarhefta sem ég hafði
lesið. Hvorki varð ég var við nokk-
urn áhuga nefndarmanna á þessu til-
tæki mínu né viðbrögð þeirra við því,
þvert á móti var mér þráfaldlega
sagt að flest af því sem ég gerði at-
hugasemdir við hefði löngu áður ver-
ið leiðrétt og ég þyrfti ekki að hafa
áhyggjur af því. Enn fremur skal á
það bent að í janúar 2001 fjallaði ég
um sama efni á Rask-ráðstefnu í Há-
skóla Íslands og annað erindi flutti
ég við sama skóla í jan-
úar 2002. Það vakti at-
hygli mína og ýmissa
annarra að enginn
nefndarmanna sá sér-
fært að hlýða á erindin
og taka þátt í um-
ræðum. Ekki þótti mér
það bera vott um mik-
inn áhuga en tekið skal
fram að Guðrún Kvar-
an boðaði forföll í bæði
skiptin. Frásögn mín
kemur alls ekki heim
við það sem fimm-
menningarnir segja:
„Haustið 2000 sendi hann nefndinni
samantekt af athugasemdum sem
byggðust á heftunum sem hann
hafði lesið. Jón var hvattur til að lesa
fleiri hefti en hann taldi sig ekki hafa
tíma til þess sakir annarra verk-
efna.“ Hér er gróflega hallað réttu
máli en í ljósi þess sem ég sagði ætti
flestum að vera auðskilið hvers
vegna ég hætti afskiptum mínum af
biblíuþýðingunni.
Í grein fimmmenninganna segir:
„Hann gerði engar athugasemdir við
fimm síðustu kynningarheftin.“ Er
þetta ekki dálítið sérstök yfirlýsing?
Viðbrögð nefndarmanna við at-
hugasemdum mínum gátu engan
veginn gefið þeim tilefni til að vænta
frekari sjálfboðavinnu af minni
hendi, þvert á móti.
Því er ekki að neita að þótt ég
teldi raunar að ég hefði gert skyldu
mína hafði ég verulegar áhyggjur af
fyrirhugaðri útgáfu, þóttist reyndar
vita að í óefni stefndi. Ég ákvað því
að hafa samband við Karl Sig-
urbjörnsson biskup þó ekki væri
nema til að ganga úr skugga um að
hann vissi milliliðalaust hver afstaða
mín væri. Hann tók mér afar vel og í
framhaldi af því var ég boðaður á
fund með honum, nefndinni og Jóni
Pálssyni, framkvæmdastjóra Hins
íslenska biblíufélags, 25.10.2004. –
Ég hirði ekki um að rekja hér fram-
vindu þess fundar.
Boðlegt eða ekki boðlegt?
Í grein fimmmenninganna segir
um mig: „hann hefur bæði í fyr-
irlestrum og dagblöðum gagnrýnt
þýðinguna og ekki sparað stór-
yrðin“. Einkum virðist fara fyrir
brjóstið á þeim ýmislegt sem haft
var eftir mér í dagblöðum, t.d. orð
mín um geðþóttabreytingar og að
þýðingin sé ekki boðleg. Vera má að
það hafi verið óþarfi af mér að nota
þessi gildishlöðnu orð enda eru les-
endur fullfærir um að draga sínar
ályktanir. Hins vegar bendi ég á að
ekki er hægt að leggja að jöfnu um-
mæli höfð eftir símtali og það sem
sagt er í fyrirlestri eða ritað í fræði-
grein. Til fróðleiks skal þess getið að
orðasambandið ekki boðleg er
hvergi að finna í skrifum mínum eða
erindum um Biblíuna; það ‘grófasta’
sem ég hef skrifaðu um þetta efni
eftirfarandi: „Nú er breytt að geð-
þótta að því er virðist, orðalagi og
setningaskipan breytt án þess að séð
verði að til þess hafi borið nokkra
nauðsyn.“ Satt best að segja finnst
mér hér alls ekki of mikið í lagt.
Mikilvægast er þó að missa ekki
sjónar á aðalatriðunum, efnis-
atriðum má ekki drepa á dreif með
því að beina sjónum um of að orða-
lagi og framsetningu.
Það sem eftir
stendur ósvarað
Umfjöllun minni um nýju Biblíuna
hef ég jafnan skipt í þrennt. Í fyrsta
lagi hef ég drepið á það sem kalla má
álitamál eða smekksatriði. Í öðru
lagi hef ég fjallað um það sem ég
kalla beina ágalla á málfari og fram-
setningu og er það meginatriði. Í
þriðja lagi hef ég vikið að því sem vel
er gert. Í grein fimmmenninganna
er nánast eingöngu fjallað um fyrsta
liðinn. Í umræðum eftir þrjá fyr-
irlestra mína um þetta efni hef ég
lenti í karpi um orðasamböndin
ljúka upp lófum, e-ð líður upp í reyk
og lofsyngja e-m. Engu máli virðist
skipta þótt fullljóst sé að ég hef aldr-
ei og hvergi talið neitt rangt við
þessi orðasambönd en vissulega
þykja mér þau ekki til fyrirmyndar.
Öllum hlýtur að vera ljóst að dæmi
af þessum toga eru hvorki uppistaða
né grundvöllur gagnrýni minnar.
Gagnrýni mín snýr að allt öðru, t.d.
dæmum um ofnotkun nafnháttar,
ágöllum á stíl og beinum villum. Á
dæmi af þessum toga er nánast ekk-
ert minnst í svari fimmmenning-
anna.
Lokaorð
Ég tel ekki nokkrum vafa undir-
orpið að miklir ágallar séu á nýju
biblíuþýðingunni, það kom berlega í
ljós í máli nokkurra fræðimanna á
ráðstefnu sem haldin var í Skálholti.
Að mínu mati þurfa þeir aðilar sem
bera ábyrgð á Biblíunni að bregðast
við því. Umræða og skrif um Biblí-
una eru liður í því að ganga þannig
frá Biblíunni að öllum verði sómi og
gleði að. Á annan áratug hef ég lagt
orð í belg um þetta efni. Það hef ég
reynt að gera málefnalega og af góð-
um hug. Mér þykir miður að reynt
er að draga úr vægi athugsemda
minna og gera þær tortryggilegar
með því að beina athyglinni að um-
búðunum en ekki efninu.
Ekki er allt sem sýnist
Jón G. Friðjónsson skrifar svar
við greininni Biblía 21. aldar –
Gagnrýni svarað
»Mér þykir miður að
reynt er að draga úr
vægi athugsemda minna
og gera þær tortryggi-
legar með því að beina
athyglinni að umbúð-
unum en ekki efninu.
Jón G. Friðjónsson
Höfundur prófessor
í íslensku máli við HÍ.
ÞESSI grein var skrifuð í ljósi
svars fjármálaráðherra við fyr-
irspurn á Alþingi mánudaginn
25.02.08 varðandi það
hvort veita ætti sýslu-
mönnum svigrúm til að
semja við aðila sem
skulda skatta.
Segjum sem svo að
aðilar 1 og 2 ákveði báð-
ir að byggja íbúðarhús
með það fyrir stafni að
selja það.
Aðili 1 stofnar fyr-
irtækið A. Fyrirtækið
A kaupir lóð. Aðili 1
vinnur hjá fyrirtæki
sínu við að byggja hús-
ið. 1 er launamaður hjá
eigin fyrirtæki en
vegna þess að hann er að byggja
íbúðarhúsnæði þarf fyrirtæki hans að
greiða 24,5% vsk ofan á laun hans.
Fyrirtækið A má eingöngu innskatta
60% af vsk af aðkeyptri vinnu og vsk
ofaná laun eigin launamanna. Þegar
A selur húsið greiðir það skatta mið-
að við hagnað af framkvæmdinni.
Ef það er hinsvegar enginn hagn-
aður af verkinu getur fyrirtæki A
ekki sótt til baka greiddan virðisauka
þrátt fyrir að áður greiddir skattar af
framkvæmdinni endurspegli ekki
raunvirði fasteignarinnar, þar með
gæti byggingaraðili A endað með að
greiða mun hærra hlutfall í skatta en
önnur fyrirtæki sem framleiða verð-
mæti. 1 getur allt eins endað á hausn-
um, hann hefur einfaldlega þurft að
greiða of mikið í byggingarkostnað
og svo skatta sem voru lagðir á áður
en raunverulegt verð hússins kom í
ljós, sem er auðvitað söluverðið. En
ekki örvænta lesandi góður. Sýslu-
maðurinn mun elta helvítið hann 1
uppi og ná af honum vangoldnum
sköttum, hann skal sko greiða sína
skatta eins og við hin.
Herra 2 stofnar fyrirtækin B og
BB. Herra 2 fékk heilræði frá afa sín-
um sem er gamalreyndur húsbyggj-
andi. Hann ráðlagði honum að stofna
tvö fyrirtæki, B og BB.
Fyrirtækið B kaupir lóð og biður
fyrirtækið BB að byggja fyrir sig hús
á lóðinni. Fyrirtækið BB sér um allar
hliðar framkvæmdarinnar, þ.m.t.
kaup á öllu efni. Athugið að fyr-
irtækið BB er ekki eigandi að húsinu
heldur verktaki. Herra 2 starfar hjá
fyrirtækinu B sem
skrifstofumaður en þá
þarf ekki að greiða virð-
isauka af hans launum
þar. Herra 2 gengur
einnig í öll störf hjá fyr-
irtækinu BB og starfar
við að byggja húsið sem
BB tók að sér að reysa
fyrir B, en þar sem
hann er ekki að reisa
húsið sem launamaður
hjá eigandanum B,
heldur verktakanum
BB, þarf ekki að greiða
vsk. ofan á laun hans
þar.
Fyrirtækið BB getur innskattað
allan vsk. af öllu sem þarf að kaupa til
að byggja eitt stykki hús.
Svo kemur að því að B selur húsið.
B er nú búið að græða gríðarlega þar
sem það hefur eingöngu fjármagnað
lóðina. Herra 2 minnist orða afa síns,
hann getur hagrætt hagnaðinum. BB
ákveður að rukka B eingöngu fyrir
vinnuna við framkvæmdina og gefa
restina eftir. B greiðir BB reikning-
inn fyrir vinnuna. Fyrirtækið BB
þarf ekki að greiða virðisaukann af
reikningnum þar sem það hefur getað
innskattað svo miklar upphæðir. B
getur hinnsvegar innskattað 60% af
vsk af reikningnum. BB hefur nú tap-
að gríðarlega og fær lán hjá B.
BB á nú skyndilega mikla sjóði og
ákveður að greiða eiganda sínum,
herra 2, hressilegan bónus í formi
arðs og endurbóta á heimili hans,
jafnvel gæti BB séð af einum bíl eða
svo til síns háa herra 2. En þegar
kemur að því að B fer að huga að því
að fá fyrrnefnt lán til BB endurgreitt
er búið að loka því fyrirtæki. Fyr-
irtækið B verður nú að afskrifa skuld
BB hjá sér og tapar þar með öllum
hagnaði sínum. En herra 2 er nú ekki
þekktur fyrir að leggja árar í bát.
Fyrirtæki hans, B, verður sér úti um
aðra lóð og herra 2 stofnar fyrirtækið
BBB sem samþykkur að ráðast í
framkvæmdir við byggingu húss á
lóðinni.
Þrátt fyrir að sagan af herra 1 og
herra 2 sé einföldun þá gengur þetta
svona fyrir sig.
Margir stofna nýtt fyrirtæki um
hverja einustu byggingu. Það er
ómögulegt fyrir yfirvöld að henda
reiður á öllum þeim fyrirtækjum sem
stofnuð eru sem leppar þar sem það
þyrfti gríðarlegan mannskap í að
skoða bókhaldið bakvið hverja fram-
kvæmd fyrir sig.
Ég vil benda fólki sem er að fara að
byggja yfir höfuðið á sér að það getur
sjálft stofnað fyrirtæki sem það ræð-
ur svo til að sjá um alla framkvæmd-
ina fyrir sig. Húsbyggjendurnir geta
lánað sínu eigin fyrirtæki veð í rísandi
húsi svo það geti staðið straum af út-
lögðum kostnaði. Þannig getur fólk
komið yfir sig þaki með u.þ.b. 5-15%
afslætti í formi endurgreiðslna frá
skattinum. Að vísu þarf að gæta þess
að fara rétt að þessu til að halda sig á
gráa svæðinu.
Það má ekki halda að breyting á
skattalögum myndi leiða til 5-15%
lækkunar húsnæðisverðs.
Það sem myndi hinnsvegar breyt-
ast er að sumum aðilum yrði ekki
lengur mögulegt að stunda arðrán á
almenningi og hærri greiðslur myndu
með réttu renna í ríkissjóð. Með öðr-
um orðum myndu skattgreiðslur
verða jafnari á fyrirtæki.
Raunin er sú að við sitjum í sal full-
um af borðum. En eitt þeirra er
stærra en hin og þar sitja flestir.
Þetta stærsta borð salarins er ekki
jafn prúðbúið og hin minni. Ef ein-
hverjum dettur í hug að standa upp
og færa sig yfir á smærri borð kræs-
inganna rekur framreiðslumaðurinn,
sem kosinn var til að þjóna til borðs,
viðkomandi aftur í sitt rétta sæti.
Næst þegar ég byggi mun ég að
sjálfsögðu reyna að laumast yfir á eitt
hinna fagurbúnu borða sem hæstvirt-
ur fjármálaráðherra sér ekki.
Meira: mbl.is/greinar
Sitjum við öll
við sama borð?
Halldór Gunnar Halldórsson
stillir upp tveimur tilbúnum
dæmum af húsbyggjendum
» Þrátt fyrir að sagan
af herra 1 og herra 2
sé einföldun þá gengur
þetta svona fyrir sig.
Margir stofna nýtt fyr-
irtæki um hverja ein-
ustu byggingu.
Halldór Gunnar
Halldórsson
Höfundur starfar sem smiður.
TVEGGJA vikna
átak krabbameins-
félagsins undir yf-
irskriftinni Karlmenn
og krabbamein
stendur yfir dagana
7.-21. mars. Til-
gangur þess er að
hvetja karla til ár-
vekni um einkenni
krabbameina. Um
þessi einkenni má
fræðast á slóðinni
www.karlmennog-
krabbamein.is en þar
er sprækur teikni-
myndakarl, Steinar, í
aðalhlutverki og
bendir á einkenni frá
ýmsum líffærum og
hvernig er skyn-
samlegt að bregðast
við. Þetta gerir hann
hressilega með kímni
og beinir talinu sér-
staklega til þeirra
sem orðnir eru fer-
tugir eða eldri.
Krabbamein er eink-
um sjúkdómur efri
áranna og því aukast
líkurnar eftir fertugt.
Ætlunin er að hvetja
karla til að hlusta betur á líkam-
ann og huga að heilsu sinni og
sýna aðgæslu, ekki að vekja
óþarfa áhyggjur. Hægt er að leita
svara við spurningum hjá Ráðgjaf-
arþjónustu Krabbameinsfélagsins
í síma 540-1916, 540-1912, 540-
1900 eða 800-4040. Bæklingi um
karlmenn og krabbamein verður
síðan dreift til allra heimila í land-
inu og auglýsingar birtar víða.
Að meðaltali greinast árlega um
630 karlar með krabbamein á Ís-
landi, þar af 190 með krabbamein
í blöðruhálskirtli, 64 með lungna-
krabbamein og 51 með rist-
ilkrabbamein. Horfur karlmanna
sem greinast með krabbamein á
Íslandi eru almennt góðar. Því
skiptir miklu máli að menn séu
vakandi fyrir fyrstu einkennum og
að þau greinist snemma, þá eru
batahorfur meiri. Einkennistákn
átaksins er þrílit slaufa, blá, hvít
og fjólublá, en litirnir tákna þrjú
algengustu krabba-
mein karla, blátt fyrir
blöðruhálskirt-
ilskrabbamein, hvítt
fyrir lungnakrabba-
mein og fjólublátt fyr-
ir ristils- og enda-
þarmskrabbamein.
Slaufan kostar 500 kr.
og er hægt að kaupa
hana hjá Póstinum,
Frumherja, Sambíó-
unum, Kaffitári, versl-
unum Eymundsson,
Krabbameinsfélaginu
og ýmsum sölustöðum
um land allt.
Það er mikið gleði-
efni að nú skuli, vænt-
anlega á næsta ári,
hægt að bjóða karl-
mönnum á Íslandi
skipulega krabba-
meinsleit en þá er
áætlað að hefjist leit
að krabbameini í ristli
og endaþarmi. Sú leit
mun án efa koma í
veg fyrir mörg dauðs-
föll af völdum þessa
sjúkdóms og er þetta
merkur áfangi.
Íslenskir karlmenn verða um
þessar mundir langlífastir allra
karla í veröldinni og það er vel.
Þeir geta þó enn bæði bætt við sig
árum og lífsgæðum með því að
huga vel að heilsu sinni og sýna
árvekni gagnvart þeim einkennum
sem gætu verið merki um krabba-
mein. Vonandi tekst að vekja
marga til umhugsunar með þessu
átaki.
Aðalstyrktaraðili þessa átaks er
Kaupþing en samstarfsaðilar eru
Eymundsson, Frumherji, Kaffitár,
Margt smátt, Pósturinn og Sam-
bíóin.
Karlmenn og
krabbamein
Guðrún Agnarsdóttir skrifar
um tveggja vikna átak til að
vekja karlmenn til umhugsunar
um krabbamein
Guðrún Agnarsdóttir
» Íslenskir
karlmenn
geta bætt við sig
árum og lífs-
gæðum með því
að sýna árvekni
gagnvart ein-
kennum sem
gætu verið
merki um
krabbamein.
Höfundur er forstjóri Krabbameins-
félags Íslands.