Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku Höddi
frændi, nú ertu far-
inn á góðan stað þar
sem þér líður vel. Ég man þegar
ég var lítil stelpa hvað mér þótti
gaman að heimsækja ykkur
Maggý frænku í Bolungarvík. I
minningunni var þetta óralöng leið
þar sem vegirnir gengu upp og
niður og héngu hátt, hátt utan í
fjöllunum. En í Bolungarvík var
alltaf gott veður og svo gott að
vera hjá ykkur.
Ég sagði vinum mínum í Kefla-
vík að Höddi frændi minn ætti sko
flottustu sundlaugina á öllu Ís-
landi. Þú varst alltaf að vinna í
lauginni og hafðir lyklana, vitan-
lega hlaustu þá að eiga laugina.
Þar var oft buslað tímum saman
✝ Hörður Snorra-son fæddist í
Bolungarvík 14. jan-
úar 1934. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði
laugardaginn 29.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Hóls-
kirkju í Bolung-
arvík 5. janúar.
þar til ég var orðin
eins og sveskja. Eft-
irsundið var sko best,
með Boggu, Elínu,
Jónasi, Vigni og Ingu
systur minni. Þá
komuð þið pabbi með
í laugina.
Ég man hvað þú
varst alltaf með vel
greitt hárið og sér-
staklega snyrtilegur.
Allt átti að vera á
sínum stað og í rétt-
um skorðum. Td.
áttu dyrnar fram í
þvottahús að vera lokaðar þeim á
eftir sér þá stóðst þú upp og lok-
aðir, alltaf jafn rólegur og án þess
að býsnast neitt yfir þessu. Ég
brosti þegar ég flutti svo vestur
fyrir um 9 árum og sá að þetta
gerðir þú enn. Svo lofaðirðu mér
að fara með þér á bakvið hús að
berja harðfisk sem mér þótti mjög
spennandi og ummmm… harðfisk-
urinn frá Hödda frænda var sko
bestur.
Alltaf þegar við hittumst þá
straukstu mér um vangann og
sagðir: Ertu komin blessunin. Ég
fann hvað þér þótti vænt um mig.
Þetta gerðir þú síðast nú í sumar.
Mamma mín hefur alltaf dásam-
að þig og sagt að það væri leitun
að öðrum eins manni og þér. Dug-
legur, ljúfur, heill í gegn og langt
á undan þinni samtíð hvað það
varðaði að sinna heimilinu og
börnunum þínum með henni
Maggý frænku. Maggý systir var
sko heppin að fá hann Hödda fyrir
mann hefur hún alltaf sagt.
Veistu þegar ég tilkynnti honum
Stefáni syni mínum að þú værir
dáinn þá sat hann þögull og dapur
á svip smá stund og sagði svo:
Mamma ég er líka leiður því hann
Höddi var nefnilega líka alltaf góð-
ur við mig og svo var hann líka
alltaf svo duglegur að fara í
göngutúr. 2-3 dögum seinna þá
bætti hann við að hann væri viss
um að þú værir sko alltaf með
vængina á fullu uppi hjá Guði að
fljúga um, því þú hefðir verið svo
duglegur að labba. Þegar hann
sagði þetta þá hljómaði í huga mér
laglína með Björgvini Halldórssyni
þar sem hann syngur um það að fá
að pússa regnbogann. Ég brosti og
hugsaði: Já, Guð fær ekki betri
mann í það hlutverk. Ég ætla að
hugsa til þín þegar ég sé regnbog-
ann skínandi fagran. Blessuð sé
minning þín.
Elsku Maggý, ég bið góðan Guð
að gefa þér, börnum þínum,
tengdabörnum og öllum aðstand-
endum styrk í sorginni.
Kveðja,
Ragnhildur
Stefánsdóttir.
Hörður
Snorrason
Það er sunnudagur
að sumarlagi. Sól
skín í heiði. Húsráð-
endur í Snekkjuvogi
3 eru að undirbúa „brunch“ í
garðinum. Vini og vandamenn
drífur að. Það er glatt á hjalla.
Ferskeytlur fljúga milli manna og
vísnasöngur ómar. Húsmóðirin er
glöð í bragði og stýrir samkvæm-
inu á hógværan og glettinn hátt.
Þetta er mynd sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til Ragn-
heiðar Baldursdóttur Hafstað.
Önnur mynd áþekk af aðventu
leitar á hugann. Húsráðendur
standa í ströngu, húsbóndinn flet-
ur út deig til laufabrauðsgerðar
og vini drífur enn að. Það er gleði
í bæ og Ragnheiður heldur á ein-
hvern undraverðan hátt utan um
selskapinn eins og á sumardeg-
inum góða. Þegar ég hugsa til
Ragnheiðar fyllist hugurinn af
ótal slíkum myndum fullum af
glettni. gleði og ánægju.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Ragnheiði ungur. For-
eldrar mínir og Páll og Ragnheið-
ur voru góðir vinir og byggðu í fé-
lagi raðhúsið sem við bjuggum í.
Við Baldur sonur þeirra Ragn-
heiðar og Páls vorum nánir vinir,
leik- og skólabræður og ég heima-
gangur í Snekkjuvogi 3. Stundum
var ég í fóstri um skeið hjá Ragn-
heiði þegar foreldrar mínir dvöld-
ust erlendis. Það voru góðir dag-
ar. Ragnheiður var mér afar góð.
Hún var mikil sómakona og á
margan hátt einstök, vel menntuð,
mikill húmoristi og vel heima í
skáldskap. Ragnheiður hafði gam-
an af skondnum sögum og tæki-
færisvísum sem margar urðu til
þegar gesti bar að garði en þeir
voru margir og sumir hagyrðingar
góðir. Þarna voru Siggi Bald lög-
maður, Halldór dómari, karl faðir
minn og fjölmargir aðrir sem létu
flest flakka. Ekki var verra ef vís-
Ragnheiður
K. Baldursdóttir
✝ RagnheiðurKristjana Bald-
ursdóttir fæddist í
Reykjavík 20. októ-
ber 1919. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 31. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Langholts-
kirkju 5. febrúar.
urnar og sögurnar
voru svolítið dell-
umakerí. Ragnheiður
hafði þetta allt á
hraðbergi. En Ragn-
heiður gat líka verið
alvörugefin og hélt
vel utan um sitt fólk.
Hún lagði áherslu á
menntun og gott
málfar og var góður
uppalandi. Á fallegu
kvöldi í sumar sem
leið sátum við Guð-
rún ásamt Baldri,
Finnu, Baldri Sig og
Evu á Kaffi Flóru í Grasagarð-
inum. Þá bárust boð frá Ragnheiði
um að við ættum að líta inn á
næsta bar áður en við héldum
heim en sá ágæti bar var heima í
Snekkjuvogi. Þar tók Ragnheiður
á móti okkur og var hrókur alls
fagnaðar. Hinn sérstaki andblær
samfélagsins við fólkið í Snekkju-
vogi 3 sveif enn yfir vötnum.
Ég er afskaplega þakklátur fyr-
ir að hafa átt Ragnheiði að. Þótt
lengstum væri vík milli vina hin
seinni ár býr lengi að fyrstu gerð.
Ragnheiður hafði góð áhrif á
æsku og uppvöxt minn og hlýja
hennar og velvild í minn garð var-
ir um eilífð í hjarta mínu. Blessuð
sé minning hennar.
Eiríkur Briem.
Ragnheiður föðursystir mín var
nán-ust okkur bræðrum af systk-
inum foreldra okkar. Þau Páll
Hafstað bjuggu í næstu götu, úti í
húsi" eins og það var kallað - í
báðar áttir -, og alltaf mjög náinn
samgangur milli heimilanna. Hjá
okkur voru jólaboð Páls og Ragn-
heiðar alveg sérstakt tilhlökk-un-
arefni. Þar brugðu allir á leik,
ungir og gamlir, og enginn þurfti
að fara að hátta fyrr en eðlilegt
þótti. Matseðillinn var sígildur:
síld, hangi-kjöt, jafningur og
laufabrauð, en heimabruggað öl
húsbóndans með fyrir fullorðna.
Börnin léku sér í öll-um hornum
og þegar þau minni logn-uðust út-
af fóru þau stálpuðu að spila eða
tefla en fullorðna fólkið að syngja.
Þá brást ekki að Ragnheiður sett-
ist við píanóið og spilaði undir
Gluntasöng karlanna við almennar
undirtektir. Hjá Ragnheiði komst
ég fyrst í launavinnu við að slá
blettinn hjá henni þegar systkinin
voru farin í sveitina, og Páll lík-
lega úti á landi að spjalla við
bændur um raflagnir. Snekkju-
vogur 3 er endaraðhús með góð-
um garði sem Páll hafði skipulagt
af mikilli snilld. Oft var gest-
kvæmt í garðinum á sumrin og þá
dreif stundum að nágranna því
góður kunningsskapur var þeirra í
milli. Einhverju sinni gisti hjá
mér dansk-ur maður sem ég hafði
kynnst á Grænlandi. Ragnheiður
átti leið út í hús og þegar hún
kvaddi bauð hún okkur í garðinn,
tók sérstaklega fram að hún vildi
fá Danann í heim-sókn svo ná-
grannannarnir gætu heyrt að töl-
uð væri danska í garð-inum hjá
henni. Þegar móðir mín flutti aft-
ur í hverfið fyrir 15 árum tóku
þær Ragnheiður upp þráðinn þar
sem frá var horfið þegar mamma
fluttist vestur í bæ árið 1982. Þær
stofnuðu gönguklúbbinn Tvær
jafnfljótar sem efndi reglulega til
gönguferða um nágrennið. Síðustu
misserin fór Ragnheiður að setja
oftar fyrir sig ef eitthvað var að
veðri eða færð og því strjáluðust
gönguferðirnar nokkuð. Líklega
var hjartað farið að segja til sín
og þrekið að bila þótt Ragnheiður
gerði heilsufar sitt aldrei að um-
tals-efni. Ragnheiður var stjórn-
söm kona með ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum. Hún
skrifaði stundum lesendabréf í
Morgunblaðið í þeim gamansama
tóni sem henni var lag-inn. Haust-
ið 2002 sendi hún mér með kærum
kveðjum úrklippu af pistli sem
hún hafði skrifað í Velvakanda.
Hvers vegna verða allir elskulegir
eftir dauðann?" Í pistlinum gerir
hún gys að væmnu orðalagi dán-
arauglýs-inga: elskuleg móðir
okkar, ástkær faðir okkar". Ragn-
heiður skrifar: Mér fyndist fullt
eins eðlilegt að segja t.d. kerling-
artetrið hún móðir mín" eða
karlhróið hann faðir minn". Aftur
á móti kæmi vel til greina að
ávarpa gamla fólkið meðan það lif-
ir: elskuleg móðir mín - ást-kær
faðir minn". Þessi kveðja frá
Ragnheiði var auðvitað ábending
til frænda um hvernig skyldi
skrifað um hana sjálfa. Hún tók
sjálf þá ákvörðun að kveðja þenn-
an heim frekar en lifa áfram sem
sjúklingur á stofnun, taldi að kerl-
ingartetrið hefði lifað nóg. Síðustu
dagana á sjúkrahúsinu var andinn
óbugaður og minnið og gam-an-
semin á sínum stað. Hún kvaddi í
janúar eins og gert höfðu for-
eldrar hennar og Sigurður bróðir.
Baldur
Sigurðsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11,
andaðist föstudaginn 7. mars á hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag,
föstudaginn 14. mars, kl. 13.00.
Guðrún Jóhanna Þórðardóttir,
Þorsteinn Víðir Þórðarson, Kristín Tryggvadóttir,
Hlynur Smári Þórðarson, Ágústa Árnadóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær dóttir okkar og systir,
SARA LIND EGGERTSDÓTTIR,
Mosarima 37,
Reykjavík,
lést á Barnaspítala Hringsins þriðjudaginn 11. mars.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
19. mars kl. 13.00.
Sigurmunda Skarphéðinsdóttir, Eggert Ísólfsson,
Ísólfur Eggertsson,
Edda Rós Eggertsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur,
systur og mágkonu,
REBEKKU INGVARSDÓTTUR
starfsmannastjóra,
Smárarima 69,
Reykjavík.
Einar Ágúst Kristinsson,
Ingvar Örn Einarsson,
Anna Kristrún Einarsdóttir,
Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir,
Bergljót Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson,
Ásta Ingvarsdóttir, Brynjólfur Eyvindsson,
Þorsteinn Ingvarsson, Ragna Gústafsdóttir,
Geir Örn Ingvarsson, Hallveig Ragnarsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
UNNUR ÞORGEIRSDÓTTIR,
Bogahlíð 9,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti,
laugardaginn 8. mars, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00.
Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir,
Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson,
Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum fyrir auðsýnda samúð, falleg orð og
mikinn vinarhug vegna fráfalls,
HAFDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR
sjúkraliða,
Akureyri.
Þórdís Brynjólfsdóttir,
Þórarinn Jakob Þórisson, Maren Óla Hjaltadóttir,
Hanna Bryndís Þórisdóttir, Gunnar Jón Eysteinsson,
Brynjar Davíðsson, Gréta Björk Halldórsdóttir,
Sigurður Heiðar Davíðsson, Sylvía Dögg Tómasdóttir,
Dröfn Þórarinsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur,
Davíð Hauksson.