Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 15 FRÉTTIR · við veitum faglega ráðgjöf við val á víni með mat · við aðstoðum við að ákvarða magn fyrir veisluhöld · við erum reglulega til aðstoðar í vínbúðinni þinni · við skrifum fróðleik um vín á vinbud.is · við höfum alþjóðlega gráðu frá vínskólanum WSET í London vinbud.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 4 0 1 SAMKOMULAG hefur tekist á milli eigenda Valaskjálfar á Egilsstöðum og Fljótsdalshéraðs um að sveitarfé- lagið taki á leigu félagsheimilishluta Valaskjálfar, en sjálfir ætla eigendur hússins að reka áfram hótel í öðrum hluta húsnæðisins. Samkomulag um málið var samþykkt á fundi bæjar- ráðs á miðvikudag. Mikil þrýstingur hefur verið á bæjarstjórn að hlutast til um að samkomuhús sé í bæjar- félaginu, en skortur á aðstöðu hefur staðið félags- og menningarlífi fyrir þrifum undanfarið. Frá því að þáverandi bæjarstjórn Egilsstaða tók ákvörðun fyrir um áratug að selja húsnæði Valaskjálfar hefur þar verið stundaður fjölbreyti- legur rekstur, m.a. hótel, sportbar og kvikmyndahús. Síðustu ár hefur eignarhald á húsinu sem og rekstur þess skipt ört um hendur og mismik- il starfsemi verið í húsinu á þeim tíma, m.a. af þeim völdum. Í frétta- tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að núverandi bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs hafi þó ávallt verið vel- viljuð rekstri félagsheimilishlutans og reynt eftir megni að standa við bakið á þeim aðilum sem þar hafa ráðið ríkjum, nú síðast með sérstök- um styrktarsamningi vegna menn- ingarviðburða sem fram fóru í hús- inu. Síðan húsið skipti um eigendur nú síðast og ljóst var að ekki stæði til að reka áfram félagsheimilið hefur sveitafélagið leitað leiða með eigend- um svo áfram megi treysta hlutverk Valaskjálfar sem samkomu- og menningarhúss fyrir svæðið. Sem slíkt þjónar húsið afar mikilvægu hlutverki í eflingu svæðisins sem verslunar- og þjónustukjarna Aust- urlands svo og þörfu hlutverki í menningarlífi íbúa sveitarfélagsins, ekki síst ungs fólks. Brúa bil uns menningarhús rís Með þeim samningi sem nú hefur tekist á milli aðila, vill bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs brúa ákveðið bil þar til nýtt menningar- og sviðslista- hús rís í miðbæ Egilsstaða um leið og rekstur þessa stóra samkomuhúss er tryggður til næstu ára. Í framhaldi af undirritun þessa samnings verður hafist handa við að finna rekstaraðila að félagsheimilinu og í þeim tilgangi verður málið kynnt öllum veitingamönnum á svæðinu sérstaklega og reksturinn auglýstur til leigu skv. settum skilyrðum, m.a. með tilliti til leikhússtarfsemi. Það er von bæjarstjórnar að með þessum samningi verði blómlegur rekstur félagsheimilisins tryggður til næstu ára um leið og ákveðið bil er brúað með því að bæta úr aðstöðu- leysi í sveitarfélaginu gagnvart sviðslistum, á meðan nýtt sviðslista- hús er í byggingu í nýjum miðbæ Egilsstaða. Fljótsdals- hérað hleyp- ur undir bagga með Valaskjálf SKELVEIÐISKIPIÐ Fossá ÞH-362, sem fékk barka í skrúfuna austan við Langanes í fyrrinótt, kom til hafnar í Vopnafirði um þrjúleytið í gær. Björgunarskipin Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði og Gunn- björg frá Raufarhöfn voru send á staðinn og vel gekk að draga skipið til hafnar. Tveir kafarar voru fengnir til að losa úr skrúfunni, en ekki er ljóst hvort skemmdir hafa orðið á búnaði skipsins. Fossá er 250 lesta skip og eru fjórir menn um borð. Ekkert hættuástand skapaðist þó að skipið yrði vélarvana. Fossá fékk í skrúfuna ♦♦♦ HAFNAR eru framkvæmdir af krafti við nýbyggingu Norðfjarð- arvegar um Hólmaháls. Það er Suðurverk sem annast verkið fyr- ir Vegagerðina og var hafist handa fyrir um tveimur vikum. Vegurinn um Hólmaháls er 5,1 km langur frá Hólmum í Reyð- arfirði að botni Eskifjarðar. Byggður verður nýr vegur utan vegsvæðis núverandi vegar, nema til endanna þar sem vegurinn tengist aftur inn á núverandi Norðfjarðarveg og þar sem veg- urinn þverar núverandi veg í Hólmahálsi Reyðarfjarðarmegin. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hefur viðrað vel til framkvæmda síðustu daga en talsverður snjór er á svæðinu eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Á verkinu að vera að fullu lokið 1. október 2009. Vinna er í fullum gangi á Hólmahálsi Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.