Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÝMIS meðul eru notuð til að telja landsmönnum, og sérstaklega borg- arbúum, trú um að perlan okkar í Vatnsmýrinni, Reykjavíkurflug- völlur, verði að víkja. Örn nokkur Sigurðsson, arkitekt, heldur í sífellu á lofti ótrúlegum tölum í millj- arðavís, sem eiga víst að reiknast til hagnaðar ef flugvöllurinn fer. Að vísu fer eitthvað lítið fyrir forsendunum bak við þessar tölur, enda verður að segj- ast að þær hafa bein- línis þann tilgang að selja okkur hugmynd- ina um að flugvöll- urinn „verði“ að fara. Þó nokkur fjöldi starfsbræðra Arnar tók svo nýverið þátt í verðlaunasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar, en af niðurstöðum henn- ar má ráða að starfsstétt þessi bíð- ur eftir að komast í feitt, fari svo að flugvöllurinn verði látinn víkja. Mér segir enda svo hugur að fyrir þátt- takendur þessarar verðlauna- samkeppi sé fólginn mun meiri bis- ness í því að fá allt svæðið undan flugvellinum til að moða úr, í stað þess eins að raða nýjum húsum í kring um flugbrautirnar. Það er því merkilegt hvernig því er haldið á lofti af sumum fjölmiðlum, að nán- ast engin tillagnanna í þessari sam- keppni gerði ráð fyrir flugvellinum á sínum stað, eins og þar sé nú komið fram mat óvilhallra aðila! Þá er athyglisvert að fylgjast með framvindu mála þar sem vænt- anlegur samkeppnisaðili á sviði inn- anlandsflugs fær þá dæmalausu meðferð í skipulagsráði borgarinnar að vera beinlínis úthýst af flugvell- inum, á þeim forsendum að óvissa ríki um framtíð hans. Í framhaldi af því heyrðist Dagur B. Eggertsson halda því fram í „Reykjavík síðdeg- is“, að þessi óvissa myndi ríkja þar til fundið hefði verið nýtt flugvall- arstæði, og lauk hann þar með setn- ingunni án þess að hinn möguleik- inn kæmist að, sem sé sá að ákvörðun yrði hreinlega tekin um að flugvöllurinn verði þarna áfram. Síðan kom fram í máli Dags, að það yrði „spennandi“ fyrir flugrekendur að fá að vaxa og dafna á nýjum flugvelli þegar þar að kæmi. Sem sagt, fyrst er beitt þvingunum gegn því að ný starfsemi fái að skjóta rótum í Vatnsmýrinni, og því síðan haldið fram að aðeins á einhverju nýju flugvallarstæði sé mögulegt að leyfa flugrekstri að dafna! Voru svo einhverjir að tala um klækjastjórn- mál? Vert er hins vegar að geta þess að flugrekendur á Reykjavík- urflugvelli hafa yfirleitt ekki óskað sér annars en að fá að dafna í friði þar sem þeir eru nú í Vatnsmýrinni, enda völlurinn afbragðs vel stað- settur miðsvæðis í borginni og vart hægt að hugsa sér betri kost frá flugrekstrarlegu sjónarmiði. Önnur tak- tík, sem er hluti af þessari áróðursherferð gegn flugvellinum, felst í því að svara í engu þeim rökum sem standa til þess að flug- völlurinn verði áfram kyrr á sínum stað. Ég hef t.d. nokkrum sinn- um skrifað á þessar síður um mikilvægi þess að halda flugvellinum áfram í þessari nánd við sjúkrahúsin í borg- inni, enda hef ég þann starfa að flytja fólk í sjúkraflugi til þessara áfangastaða í Fossvoginum eða á Hringbrautinni, oft þegar það þarf á bráðri og sértækri læknishjálp að halda. Það er því af reynslu, og stundum óvæginni, sem ég get full- vissað lesendur um að nálægð flug- vallarins við þessi sjúkrahús er al- veg ómetanleg. Fleiri hafa tekið í sama streng, t.d. flugmenn Land- helgisgæslunnar og læknar sem starfað hafa með okkur í sjúkra- fluginu, svo óhætt er að halda því fram að þar komi fram faglegt mat á þessu. Það er því aumt að horfa upp á það hvernig flestir þeir and- stæðinga flugvallarins sem taka þátt í þessari umræðu sneiða alveg hjá því að svara þessum rökum, hvað þá að taka ábyrga afstöðu með öryggi skjólstæðinga okkar sem starfrækjum sjúkraflug, að leið- arljósi. Og í tilfellum fjölmiðla og pólitíkusa, þá sérstaklega borg- arfulltrúa, verður þessi þögn að kallast hreint ábyrgðarleysi. Það er skýlaus krafa okkar að þeir sem stefna að því að láta flugvöllinn víkja svari því hvernig þá verði tryggt, að ekki komi til lengingar á flutningstíma þeirra sem flytja þarf, oft með hraði, utan af landi og til læknishjálpar í Reykjavík. Hér er allmiklu meira í húfi en milljarð- arnir arkitektsins sem fyrr er nefndur, því þetta snýst ekki um veraldleg verðmæti. Þetta snýst um batahorfur og jafnvel hreinar lífs- líkur fólks. Það gengur ekki af stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega að leiða hjá sér jafnmikilvægar spurningar sem þessar, þó erfiðlega gangi að svara þeim. Og þangað til þeim hefur ver- ið svarað ætti enginn að kaupa hug- myndina um lokun flugvallarins í Vatnsmýrinni. Að lokum vil ég minna þá borgarfulltrúa, sem skipa sér í raðir flugvallarandstæðinga, á eina litla staðreynd, sem er sú að skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok janúar kom fram klár vilji meirihluta borgarbúa til að halda flugvellinum áfram á sínum stað. Þetta er nokkur afstöðubreyting frá því sem áður var, sem bendir til þess að kjósendur hlusti á og taki rökum í þessu máli. Er nokkuð úr vegi að hinir kjörnu fulltrúar taki tillit til þessarar nýju afstöðu? Sala hugmynd- arinnar um lokun Reykjavík- urflugvallar Þorkell Á. Jóhannsson skrifar um Reykjavíkurflugvöll Þorkell Á. Jóhannsson » Og í tilfellum fjöl- miðla og pólitíkusa, þá sérstaklega borg- arfulltrúa, verður þessi þögn að kallast hreint ábyrgðarleysi Höfundur er yfirflugstjóri Mýflugs, sem starfrækir m.a. sjúkraflug. ÓMAR Bragi Stefánsson frá Sauðárkróki skrifar stórmerka grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 26. febrúar s.l. undir fyrirsögninni „Framsóknarflokkurinn á kross- götum.“ Innihald grein- arinnar var eins og talað út frá mínu hjarta og öll greinin líkt og stóri sann- leikur. Framsókn- arflokkurinn verður að staldra við og setja sér ný markmið í ný- tískulegum búningi þess, sem hann var stofnaður til, þ.e. fé- lagshyggju, samvinnu og jafnaðar, undir sterkri forystu bónda- sonarins frá Brúnastöðum. Ekki verður öðru trúað en að hann sé maður til þess, sem sýndi hvað best hversu sterkur hann er þegar hann stóð svo snilldarlega af sér allar árásirnar, sem Halldór Ásgrímsson og hans fylgisveinar brugguðu hon- um er þeir reyndu hvað þeir gátu að koma honum út úr pólitík með Halldóri með lygum og öðrum ómerkilegheitum. „En Skúli gamli sat á Sörla sínum“. Og Brúnastaðadrengurinn stóð aldrei sterkari en eftir og varð for- maður flokksins þar sem hann á heima. Það er dagljóst og hefur verið lengi að tvær þjóðir, ef svo má að orði komast, byggja þetta land, annars vegar Reykjavík- ursvæðið og hins vegar lands- byggðin en þar býr fólkið, sem ræktar garðinn sinn þó þar vaxi ekki peningatré og er í sátt og samlyndi við móður náttúru, fé- lagshyggju- og samvinnufólk að stórum hluta. Að þessari skiptingu þjóðarinnar hafa staðið misvitrir eða vitlausir stjórnmálamenn. Framsóknarflokk- urinn er landsbyggð- arflokkur og á að starfa sem slíkur og skulum við a.m.k. í bili losa okkur undan ill- deilum og bræðravíg- um, sem einkennt hafa flokkinn á Reykjavík- ursvæðinu og er ekki búið enn eins og dæm- in sanna þegar t.d. ákveðnum þingmanni úr flokknum var nán- ast hótað „lífláti“ í beinni útsendingu sjónvarps nú fyrir skömmu. Hverjir skyldu hafa verið þar á bak við og komið því af stað aðrir en valda- sjúkir stráklingar, sem engu eira og ekkert hugsa um annað en sinn eigin afturenda í von um frama, sem þeir svo eru ekki menn til að höndla og eru ekki að hugsa um hag flokksins. Svona mannskap hef- ur Framsóknarflokkurinn ekkert með að gera, mannskap sem allt logar í illdeilum í kringum og hefur fælt frá flokknum margt af góðu framsóknarfólki. Og ég spyr, hvað sýna skoðana- kannanir okkur og hvaðan kemur fylgið, sem eftir er? Af 7 þing- mönnum eru 6 af landsbyggðinni. Við þurfum ekki frekari vitnanna við. Á sl. hausti fór netpóstur til nokkurra flokksfélaga hér á Akur- eyri frá góðum og gegnum fram- sóknarmanni þar sem hann leggur til að við gefum okkur út fyrir að vera landsbyggðarflokkur, loka skrifstofunni í Reykjavík og opna skrifstofur víðs vegar á lands- byggðinni með höfuðstöðvar í sterkasta víginu, þ.e. Akureyri. Með þessu myndum við vinna okk- ur enn meira fylgi í Norðaustur- Norðvestur og Suðurkjördæmi og engu að tapa í Kraganum né borg- inni. Svo mörg voru þau orð. Það er greinilegt að við verðum að stokka upp spilin því svo vitlaust hefur verið gefið mörg síðustu ár. Við þurfum að höfða að einhverju leyti til upprunans og byrja á byrj- uninni eins og fyrr segir og þó að einhvers staðar verði hlegið þá vit- um við að sá hlær best sem síðast hlær. Við eigum margt af ungu og mjög frambærilegu fólki á lands- byggðinni, sem getur tekið við í tímanna rás. Leitum upprunans og gerum Framsóknarflokkinn að lands- byggðarflokki, félagshyggju, sam- vinnu og jafnaðar, því þá aukum við fylgið smátt og smátt. Orð í tíma töluð um Framsóknarflokkinn Hjörleifur Hallgríms fjallar um stöðu framsóknarflokksins » Framsóknarflokkur- inn verður að staldra við og setja sér ný markmið undir sterkri forystu bónda- sonarins frá Brúnastöðum Hjörleifur Hallgríms Höfundur er fyrrv. ritstjóri og fram- kv.stjóri á Akureyri ALLTOF margir bílar eru á ferli í Reykjavíkurborg og ástandið fer versnandi. Borgin rúmar ekki þennan fjölda. Bílarnir komast ein- faldlega ekki fyrir á götunum og það eru heldur ekki til bílastæði fyrir þennan flota. Ofan á þetta bætist einn anginn af einstaklingshyggju sem sífellt er hampað og helst í hendur við skeytingarleysi um aðra: Ég legg bílnum mínum þar sem mér sýnist og böðlast áfram eins og mér sýnist. Ég hef fullt frelsi til þess að haga mér eins og mér sýn- ist í umferðinni sem annars staðar og varðar ekki um aðra. Þeir sem búa erlendis furða sig á umferðarómenningunni. Mér er sagt að þeir sem hér búa og skjótast til annarra landa, hagi sér þar á allt annan hátt undir stýri. Ég hjóla töluvert um borgina, allan ársins hring. Ekki veit ég hver eða hvenær var ákveðið að gangstéttir ættu ekki lengur að vera gangstéttir. Eitthvert yfirvald hlýtur að hafa samþykkt að breyta þeim í bílastæði þótt það hafi farið framhjá mér. Þessi breyting virðist komin til að vera og er því látin óá- talin. Við finnum fyrir þessu hjól- reiðafólkið, grunnskólabörnin á hjóli í og úr skóla, fólkið með barnavagnana og gangandi vegfar- endur. Við erum neydd út á götu, oft í þunga umferð að morgni dags. Sumir láta bíla sína malla á morgn- ana í tómagangi uppundir hálftíma meðan drukkinn er kaffisopi í eld- húsinu. Það er ekki beinlínis geðs- legt að hjóla eða ganga gegnum óloftið sem slíkt skapar. Umferðarómenningin hefur versnað töluvert síðustu tvö árin eða svo. Stefnuljós virðast heyra sögunni til, annar hver ökumaður blaðrar í símann, það þykir sjálf- sagt að smeygja sér yfir á rauðu ljósi. Þeg- ar ég fer yfir götu á gönguljósum kemur fyrst gult ljóst á um- ferðina eftir að ýtt hefur verið í viðkom- andi hnapp, síðan rautt ljós og þá aka einn til tveir bílar yfir á rauðu áður en sá fyrsti stoppar. Er það ekki þetta, sem kallað er tilraun til mann- dráps? Reyndar kem- ur fyrir að okkur hjól- reiðafólki er sýnd furðumikil tillitssemi. Einkum ef konur sitja við stýri, enda virðast mér þær vera betri bílstjórar en karlar. Það er oft og mikið rætt um að bæta ástandið hvað varðar gang- andi og hjólandi vegfarendur. Um- ferðarkerfið er sprungið, það er svo hollt og gott að vera úti og hreyfa sig, er sagt. En framkvæmdirnar eru lítilfjörlegar, engar stórar að- gerðir virðast í bígerð. Raunar þvert á móti. Hér þarf auðvitað að stórbæta almenningssamgöngur, fjölga ferð- um og fjölga leiðum strætó og strætó ókeypis. Það þarf að yf- irvinna goðsögnina um að það sé ekki hægt að notfæra sér almenn- ingssamgöngur. Fólk sem ekki hef- ur tekið strætó í áraraðir fullyrðir að það sé ekki hægt og það er auð- vitað óþægilegt að standa og bíða í tuttugu mínútur í hríðinni. Það er rangt sem oft er haldið fram að strætóferðir séu nið- urgreiddar. Það er fyrst og fremst bílaumferðin sem er niðurgreidd; endalausar gatnaframkvæmdir, breikkun vega, göng, mislæg gatnamót sem kosta milljarða króna – og dugar ekki til. Fyrir ut- an alla mengunina. Kostnaður vegna reksturs almennings- samganga er hverfandi lítill í sam- anburði. Það þarf að stórbæta möguleika fólks til þess að nota reiðhjól. Ákveðin stöðnun er í gerð hjóla- stíga í borginni og hjólreiðafólk virðist vera afgangsstærð. Hugsið t.a.m. til hjólreiðafólks sem kemur eftir hjólastígnum meðfram sjónum við Skúlagötu og að bygginga- framkvæmdunum ógurlegu við tón- listahúsið fína. Ekkert er þarna hugsað fyrir þeim sem nota hjól sem fararskjóta. Maður er nánast leiddur til aftöku. Einfalt hefði ver- ið þegar nýr vegur var lagður aust- ur yfir fjall gegnum Svínahraun að byggja hjólastíg meðfram veginum. Þar er, núorðið, útilokað á köflum að ferðast á reiðhjóli. Sama má segja um Reykjanesbrautina. Þetta hefði verið gráupplagt ef þeir sem ráða þessu tækju alvarlega um- ræðu um hreyfinguna hollu. Hvenær var gangstéttum breytt í bílastæði? Gylfi Páll Hersir skrifar um samgöngur í borginni og rétt- leysi hjólreiðafólks » Það er rangt sem oft er haldið fram að strætóferðir séu nið- urgreiddar. Það er fyrst og fremst bílaumferðin sem er niðurgreidd. Gylfi Páll Hersir Höfundur vinnur á Landspítalanum og hjólar mikið um borgina. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.