Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 33 SIGURÐUR Magnússon bæj- arstjóri kveinkar sér undan skrifum mínum í grein sinni í Mbl. 2. mars sl. Þar heldur hann því fram að ég reyni að rangfæra og snúa út úr ýmsu sem fulltrúar meirihlutans hafa látið frá sér fara um skipu- lagsmál. Við lestur greinar Sigurður fær maður á tilfinninguna að hann hafi lesið skrif mín með bundið fyrir augun. Hann reynir sem fyrr að lítillækka þann sem ekki er sömu skoðunar og hann t.d. með því að gera mér upp skoðanir. Á sinn alkunna hátt fer hann í kringum meginmál greinar minnar í Mbl. 27. febrúar eins og köttur í kring um heitan graut. Hið rétta er að ég hef ítrekað gagnrýnt á málefnalegan hátt vinnu- brögð bæjarstjóra og hans jábræðra og -systra og bent á ýmis atriði sem orka tvímælis, t.d. lokun Breiðumýr- ar. Breyting á verðlaunatillögu Hann kýs að fjalla ekki um lokun Breiðumýrar sem er aðalásteyting- arsteinn við breytingu á að- alskipulagi og tillögu að nýju deil- skipulagi, hann kýs að svara því engu af hverju hann telji nauð- synlegt að loka Breiðu- mýri. Hann svarar því í engu af hverju hann kýs að hunsa efnisleg mótmæli yfir 700 íbúa við áformum um lokun Breiðumýrar. Hann talar hins veg- ar fjálglega um vönduð vinnubrögð í skipulags- ferlinu og afritar um- sögn dómnefndar í stað þess að fjalla efnislega um þær breytingar sem gerðar voru á verðlaunatillögu frá Gassa arki- tektum síðastliðið sumar án nokk- urrar aðkomu skipulags- og bygg- ingarnefndar. Þær breytingar voru kynntar á íbúafundi í byrjun sept- ember 2007. Á þeim fundi voru fulltrúar í fagnefnd bæjarins að sjá í fyrsta sinn áform um lokun Breiðu- mýrar. Á seinni stigum kom síðan í ljós að búið var að færa fyrirhugaðan skólaveg upp að lóðamörkum húsa við Suðurtún og Skólatún. Þessar breytingar og vinnubrögð hafa verið harðlega gagnrýnd. Verðlaunatillagan sem samþykkt var 7-0 í bæjarstjórn gerði ekki ráð fyrir því að Breiðumýri yrði lokað, hún gerði ekki ráð fyrir því að skóla- vegur væri staðsettur við lóðamörk í Suðurtúni og Skólatúni, og hún gerði ekki ráð fyrir 3-4 hæða skrif- stofublokk inni á núverandi bílastæði Álftanesskóla. Hún gerði heldur ekki ráð fyrir að stórvægilegar breyt- ingar yrðu gerðar á aðalskipulagi Álftaness, með stækkun deiliskipu- lagsreits miðsvæðis, færslu á Norð- urnesvegi né færslu á Suðurnesvegi. Ef þessar tillögur hefðu legið fyrir á bæjarstjórnarfundi 20. mars 2007 hefði verðlaunatillagan ekki verið samþykkt 7-0! Bæjarstjóri lætur hjá líða að skýra frá því hvaða breytingar verði gerð- ar á auglýstum tillögum vegna at- hugasemda frá 730 íbúum á Álfta- nesi. Hann kýs að loka á þá umræðu. Eini einstaklingurinn, svo vitað sé, sem hefur fengið einhverja útskýr- ingu frá bæjarstjóra er skólastjóri Álftanesskóla, eins og frægt er orðið. Mótmæli íbúa Hann talar um að D-listi hafi huns- að mótmæli við deiliskipulagi rúm- lega 700 Álftnesinga 2005. Sam- kvæmt mínum upplýsingum bárust í heildina 703 athugasemdir, þar af var 681 sem skrifað hafði nafn sitt á undirskriftalista með eftirfarandi huglægum andmælum: ,,Við undirritaðir íbúar á Álftanesi mótmælum tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis sem auglýst var til kynn- ingar þann 21. nóvember sl. Tillagan upppfyllir ekki væntingar okkar til miðbæjar- og þjónustukerfis varð- andi legu gatna og göngustíga, stærð og staðsetningu bygginga. Tillagan er því ekki ásættanleg fyrir okkur íbúa sveitarfélagsins. Við teljum það nauðsynlegt og jafnframt réttlæt- ismál að fengnar verði fram fleiri til- lögur. Við förum fram á að skipulag miðsvæðisins verði tekið upp að nýju, efnt verði til arkitekta- samkeppni og okkur íbúum Álfta- ness verði gefinn kostur á að velja á milli tillagna af ólíkum toga.“ Bæjarstjóri sleppir að nefna það að 39 einstaklingar á listanum voru búsettir utan Álftaness (þar á meðal nokkrir pólskir verkamenn), 26 höfðu ritað nafn sitt oftar en einu sinni og 11 voru undir 18 ára aldri. Þegar þetta er tekið saman er út- koman 605 sem skrifuðu undir ofan- greind andmæli. Ég ætla ekki að hártoga það í hvort skiptið hafi verið fleiri ein- staklingar sem mótmæltu, hins veg- ar stendur eftir ósk þessara ein- staklinga um að íbúum Álftaness væri gefinn kostur á að velja á milli tillagna af ólíkum toga. Þessar óskir hefur núverandi bæj- arstjóri haft möguleika á að virða, enda stór hluti þessara einstaklinga sem studdi framboð hans og hans fé- laga í Á-listanum og stuðlaði að því að Sigurður Magnússon náði völdum á Álftanesi 2006. Því miður fyrir þetta ágæta fólk hefur bæjarstjóri kosið að fara eigin leiðir með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir sveit- arfélagið Álftanes. Að skýla sér á bak við það að D-listi hafi ekki hlust- að á íbúana er raunalegur útúrsnún- ingur og til vansa. Ég hvet bæjarstjóra til að koma hreint fram og útskýra af hvaða hvötum hann lætur stjórnast. Útúrsnúningar bæjarstjóra Álftaness Elías Bjarnason fjallar um skipulagsmál á Álftanesi »Ég hvet bæjarstjóra til að koma hreint fram og útskýra af hvaða hvötum hann læt- ur stjórnast. Elías Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á Íslandi eru mjög vel menntaðir en grunnmenntun þeirra hefur til margra ára verið fjögurra ára há- skólanám sem lýkur með BS-prófi. Rannsóknir hafa sýnt að aukin menntun hjúkrunarfræðinga hefur jákvæð áhrif á afdrif sjúklinga og dregur meðal annars úr dánartíðni þeirra. Á síðustu árum hefur auk- ist að hjúkrunarfræðingar mennti sig enn frekar og hluti þeirra fer þá leið að afla sér meistaraprófs á klínísku sviði sem getur í fram- haldinu gefið þeim rétt til að verða sérfræðingar í hjúkrun. Aukin lífsgæði sjúklinga Nokkur ár eru síðan Landspítali gerði hjúkrunarfræðingum, sem hafa leyfi til þess að nota heitið sérfræðingur í hjúkrun skv. reglu- gerð 124 frá árinu 2003, kleift að starfa í stöðu sérfræðings. Fjöl- margar rannsóknir hafa verið gerðar á störfum sérfræðinga í hjúkrun erlendis og hafa þær end- urtekið sýnt að ávinningur felst í því að hafa þá í starfi. Það er ávinningur fyrir sjúklinga þar sem störf sérfræðinga í hjúkrun stuðla að auknum lífsgæðum, aukinni ánægju skjólstæðinga og draga úr dánartíðni svo eitthvað sé nefnt. Einnig hafa störf þeirra í för með sér ávinning fyrir rekstraraðila heilbrigðiskerfisins þar sem kostn- aður lækkar um leið og legutími styttist, endurinnlögnum fækkar og óæskilegir fylgikvillar með- ferða verða sjaldgæfari. Auk þess stuðla störf sérfræðinga að bætt- um samskiptum á milli heilbrigð- isstarfsmanna. Hvaða áhrif hafa sérfræðingar? Í rannsókn okkar á störfum sér- fræðinga í hjúkrun beindum við sjónum okkar að því hvernig þeir starfa innan Landspítala og hvort og þá hvaða ávinningur er af störfum þeirra. Í ljós kom að þeir sinna starfi sínu á sama hátt og sérfræðingar erlendis. Þeir koma nýjungum inn í klíníska vinnu og hafa meðal annars áhrif með kennslu og þjálfun heilbrigð- við hjúkrunarfræðinga og halda utan um nýtt starfsfólk og við- haldið með því nýjustu þekkingu í klínískri vinnu. Við teljum mikilvægt að allra leiða sé leitað til að styðja við hjúkrunarfræðinga eins og staðan er nú, þar sem mannekla og sífelld krafa um sparnað auka álag í starfi. Um leið og við vonumst til þess að rannsókn okkar varpi ljósi á mikilvægi starfa sérfræðinga í hjúkrun skorum við á yfirvöld að hugsa hlýtt til stéttar okkar og bæta bæði kjör og vinnuaðstöðu. Rannsóknin sem vísað er í hér að ofan er lokaritgerð höfunda til BS-prófs í hjúkr- unarfræði vorið 2007 og hægt er að nálg- ast hana í heild sinni á Landsbókasafni Íslands – háskólabókasafni. Jákvæð áhrif sérfræðinga í hjúkrun á Íslandi Ásrún Ösp Jónsdóttir og Hildur Sveinbjörnsdóttir fjalla um hjúkrunarfræðinga og störf þeirra Ásrún Ösp Jónsdóttir »Einn liður í að bæta íslenska heil- brigðisþjón- ustu er að fjölga sérfræð- ingum í hjúkrun umtalsvert. Höfundar eru starfandi hjúkr- unarfræðingar á Landspítala. Hildur Sveinbjörnsdóttir isstarfsfólks, beinum samskiptum við skjólstæðinga og með fræði- legri vinnu svo sem rannsóknum. Hluti sérfræðinga sinnir göngu- deildarþjónustu á meðan aðrir starfa meira innan legudeilda. Þeir hafa því áhrif á skipulag hjúkrunar og geta veitt hjúkr- unarfræðingum stuðning í starfi sínu og aðstoðað þá við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Það kom einnig í ljós í rannsókninni að störf sérfræðinga í hjúkrun eru lítt þekkt á Íslandi sem getur ver- ið hamlandi fyrir þá og gerir það að verkum að þeir þurfa sífellt að sanna sig og gildi starfs síns. Niðurstöður rannsóknar okkar á íslenskum sérfræðingum í hjúkrun eru að öllu leyti samhljóða rann- sóknum sem gerðar hafa verið á erlendum vettvangi. Það má því reikna með að ávinningur af störf- um þeirra sé sá sami hér og áður hefur komið fram þrátt fyrir að það hafi ekki verið sýnt með mæl- anlegum hætti hérlendis enda stutt síðan þeir hófu störf í stöð- um sérfræðinga. Betri þjónusta – minni kostnaður Eftir að hafa unnið rannsóknina og borið niðurstöður hennar sam- an við rannsóknir sem áður hafa verið birtar drógum við þá álykt- un að einn liður í að bæta íslenska heilbrigðisþjónustu væri að fjölga sérfræðingum í hjúkrun umtals- vert. Með því mætti bæði auka gæði þjónustu og draga úr kostn- aði innan heilbrigðiskerfisins. Nú á tímum manneklu í stétt hjúkr- unarfræðinga geta sérfræðingar í hjúkrun dregið úr þeim neikvæðu áhrifum sem hún getur haft. Það geta þeir gert með því að styðja UNDANFARNAR vikur hafa nokkrir aðilar úr Sjálfstæð- isfélagi Álftaness látið neikvæðum fréttum um heima- byggð sína rigna yfir landslýð allan. Í annars friðsælu og notalegu sveitar- félagi virðist sem lít- ill hópur manna, sem ekki getur kyngt því að hafa misst völdin í síðustu kosningum, stofnað með sér nokkurskonar dramadeild sem fylgist með stjórn- sýslunni og túlkar það sem þar fer fram á mjög svo ómálefnalegan og óábyrgan hátt. Allur kraftur minnihluta Sjálfstæðisflokks fer í að vera á móti í einu og öllu, skrum- skæla málflutning og beita hvaða brögðum sem er til að koma neikvæðum og ósönnum fréttum um heimabyggð sína á framfæri. Það heyrir hins vegar til und- antekninga að fulltrúar D-listans leggi fram tillögur eða málefna- legar bókanir. Þvert á móti virð- ast þeir halda að hlutverk minni- hlutans sé fyrst og fremst að varpa fram dylgjum og níða ein- staklinga sem mest þeir mega, að spilla vinnufriði og halda uppi harðsvíraðri kosningabaráttu allt kjörtímabilið. Fulltrúum Á-lista, eins og öll- um þorra íbúa á Álftnesi, finnst slík pólitík ekki sæmandi og kjósa að halda sig fremur við raunveruleikann en svo yf- irgengilegan æsing og dramatík. Vonandi rennur sú staðreynd upp fyrir D-listanum með hækkandi sól að Álftnesingar sem aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þeirri gamaldags götustrákap- ólitík sem forysta sjálfstæð- isfélagsins hefur rekið hér um langt árabil. Í valdatíð D-listans á síðasta kjörtímabili voru teknar ákvarð- anir um að fara í mikla uppbygg- ingu á Álftanesi sem ekki verður aftur snúið með. Á-listinn hefur lagt allan sinn metnað í að vanda til uppbyggingar miðsvæðisins. Arkitektasamkeppni sem efnt var til skil- aði góðum árangri og unnið hefur verið með verðlaunatillöguna síðustu mánuði. Gatnakerfið er skil- virkt, bílastæði færð að hluta niður í jörðu og gert ráð fyrir at- vinnuhúsnæði sem er grundvöllur fyrir já- kvæðum og bættum rekstri sveitarsjóðs. Unnið er með þær at- hugasemdir sem bár- ust eftir undir- skriftasöfnun og leiða leitað til að tryggja öryggi skólabarna sem annarra íbúa sem best. Í stað þess að reisa 100 íbúða öldr- unarstofnun, eins og D-listinn hafði áform- að, verður boðið upp á mismunandi val- kosti varðandi hús- næði fyrir eldri íbúa og vel hefur gengið að fá aðila til að koma að þessari uppbygg- ingu. Bæjarstjóri hefur lagt metnað sinn í að ná hagkvæmum og góðum samningum fyrir sveit- arfélagið og til framkvæmda kemur í sumar ef efnahagsástand leyfir. Í skoðanakönnun sem fram fór í nóvember sl. voru íbúar spurðir um miðsvæðið. Af þeim sem af- stöðu tóku studdu 62% skipulag miðsvæðisins en 37% voru á móti. Tekjur af uppbyggingu svæð- isins verða nýttar til ýmissa framkvæmda s.s. stækkunar skól- ans og nú þegar hefur verið haf- ist handa við að byggja nýja og glæsilega sundlaug sem vænt- anlega verður tilbúin um áramót. Þá er fyrirhugað að stækka golf- völl og byggja gervigrasvöll auk fjölmargra annarra smærri verk- efna. Það er því bjart framundan á Álftanesi og mannlífið í blóma. Uppbygging mið- svæðis á Álftanesi Kristján Sveinbjörnsson skrifar um skipulagsmál á Álftanesi Kristján Sveinbjörnsson » Á-listinn hef- ur lagt allan sinn metnað í að vanda til upp- byggingar mið- svæðisins. Arkritekta- samkeppni sem efnt var til skil- aði góðum ár- angri. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Álftaness. <=>?@ABCDB@ EFG H IAE@CJFKGLB MN O=PQ RNN STUT H VVVWAQ>?@ABCDB@WQJ        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.