Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 9 FRÉTTIR HINN 20. mars verða fimm ár liðin frá því Bandaríkjastjórn gerði inn- rás í Írak. Þess munu Samtök hern- aðarandstæðinga (SHA) minnast á laugardag, en þá verður boðað til úti- fundar á Ingólfstorgi klukkan 13, að sögn Stefáns Pálssonar, stjórnar- manns í SHA. Þar verða haldnar ræður og tónlist flutt. Í tengslum við þetta hyggjast samtökin kynna tíu atriða aðgerða- áætlun sem þau telja forsendur fyrir raunverulegum friði í landinu. Að- gerðaáætlunin byggist í stærstum dráttum á hugmyndum sem hafa komið frá TFF friðarrannsóknar- stofnuninni í Lundi í Svíþjóð. „Því er oft haldið fram að gagn- rýnendur stríðsins bendi ekki á nein- ar lausnir,“ segir Stefán, en hug- myndirnar hafa verið sendar utanríkisráðherra og utanríkismála- nefnd. Lykilatriði að hernáminu ljúki Spurður um helstu atriðin í áætl- uninni segir Stefán að þar komi fram það lykilatriði að hernáminu í Írak ljúki, erlendar hersveitir og málalið- ar fari úr landinu og dregið verði verulega úr umfangi bandaríska sendiráðsins. Einnig að best sé að Sameinuðu þjóðirnar verði í forsvari fyrir sveitum sem vinna að uppbygg- ingu friðar í Írak. Skuldir landsins verði að afskrifa, en nokkur ríki hafi gert það. „Þá verður að greiða bætur vegna viðskiptabannsins á sínum tíma til almennings og þeirra sem eiga um sárt að binda,“ segir Stefán. Írakar eigi að fá full yfirráð yfir olíu- lindum landsins og Mið-Austurlönd verði lýst svæði án gereyðingar- vopna. Þá þurfi að setja af stað samnings- og sáttaferli svipað því sem gert var í Suður-Afríku og rann- saka mannréttindabrot. „Svo er lögð áhersla á að friðar- ferlið byggist á samvinnu við al- menning og félagasamtök í landinu.“ Stefán segir að oft sé það þannig á átakasvæðum að Vesturlönd missi áhugann þegar blaðamenn hverfi af svæðinu. „Veruleikinn er sá að þótt sjaldan í sögunni hafi stríðslokum verið lýst jafnoft og ákaflega yfir og í þessu stríði er í Írak ástand sem ekki er hægt að kalla neitt annað en stríð,“ segir Stefán. Útifundur boðaður vegna Íraksstríðs Hernaðarand- stæðingar með áætlun til að tryggja frið í Írak Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga kynntu áherslur sína á blaðamannafundi í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann um tvítugt í 30 daga fangelsi, en frestað fulln- ustu refsingar, fyrir líkamsárás. Maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 260 þúsund krónur í máls- kostnað, þar af 250 þúsund kr. í málsvarnarlaun. Samkvæmt því sem kemur fram í dómi héraðsdóms réðst maðurinn að konu á fertugsaldri við Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur. Konan, sem er af erlendu bergi brotin, greindi svo frá að hún hafi gengið yfir Hofs- vallagötu ásamt lítilli telpu. Á gang- brautinni hefði verið kyrrstæður bíll og þegar þær gengu framhjá hon- um, hafi bílstjórinn stigið á bens- íngjöfina. Konunni hafi brugðið við það og því slegið í vélarhlífina, s.s. til að vekja athygli bílstjórans á því að þær væru að fara yfir götuna. Maðurinn hafi brugðist ókvæða við. Saga konunnar fær stoð í fram- burði vitna. Meðal annars lýsti mað- ur sem var við störf í búðinni á um- ræddum tíma atburðum á þann veg að bílstjórinn hafi hækkað röddina mikið og skammast í konunni fyrir að beygla bílinn hans. Hann hafi öskrað á konuna og notað mjög gróf og ljót orð. Flaug tvo metra afturábak Í kjölfarið hafi hann gripið með báðum höndum í konuna, hrist hana til og annaðhvort hrint henni eða misst þannig að hún flaug aftur á bak – allt að tvo metra – og skollið með bakið í kæli. Á leið sinni út úr verslunni hafi maðurinn svo sparkað í konuna þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa verið pirraður þegar konan hafi slegið eða sparkað í bifreið sína. Hann hafi hins vegar aðeins farið á eftir konunni til að spyrja hana út í athæfið. Ekki hafi hann notað ljót orð en konan hins vegar kallað hann útlendingahatara. Þegar hann þá lagði hönd á öxl hennar hafi hún bakkað og dottið við. Réðst að konu með barn við Melabúðina EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nefnd um markaðs- setningu íslenska hestsins erlendis. Nefndinni er ætlað að meta hvernig staðið er að kynningu íslenska hests- ins, velta fyrir sér nýjum hug- myndum og leita leiða til að bæta ár- angur af útflutningsstarfinu. Jafnframt er nefndinni falið að skoða hvernig best megi nota hest- inn í landkynningarstarfi og til að styrkja markaðssetningu íslenskra afurða og ferðaþjónustu erlendis. Í nefndinni eru: Ásta Möller al- þingismaður, formaður, Freyja Hilmarsdóttir tamningamaður, Vot- múla í Árnessýslu, Hulda Gúst- afsdóttir tamningamaður, Árbakka í Landsveit, Kristinn Hugason deildarstjóri, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu, Magnea Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskra hesta- sýninga og húsfreyja á Varmalæk í Skagafirði, Pétur J. Eiríksson, for- stjóri í Reykjavík, Sveinbjörn Svein- björnsson, lögmaður í Kópavogi. Nefnd um markaðssetn- ingu íslenska hestsins Morgunblaðið/Kristinn Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegt buxnaúrval Sparibuxur - vinnubuxur - kvartbuxur - gallabuxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 M bl .9 77 38 7 Glæsilegir kjólar Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 SUNDFÖT MEÐ SÓLARVÖRN Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is M bl 9 42 37 7 Heilgalli 4.900 Bolur 2.600 Sundbuxur 1.990 Sólhattar UV vörn 1.990 UPF 50 Opið virka daga 10.30-18.00, laugardaga 11-16 Diza Laugavegi 44 • Sími 561 4000 www.diza.is Ný sending! Vorum að taka upp mikið úrval skartstanda tilvalið til fermingagjafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.