Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 9
FRÉTTIR
HINN 20. mars verða fimm ár liðin
frá því Bandaríkjastjórn gerði inn-
rás í Írak. Þess munu Samtök hern-
aðarandstæðinga (SHA) minnast á
laugardag, en þá verður boðað til úti-
fundar á Ingólfstorgi klukkan 13, að
sögn Stefáns Pálssonar, stjórnar-
manns í SHA. Þar verða haldnar
ræður og tónlist flutt.
Í tengslum við þetta hyggjast
samtökin kynna tíu atriða aðgerða-
áætlun sem þau telja forsendur fyrir
raunverulegum friði í landinu. Að-
gerðaáætlunin byggist í stærstum
dráttum á hugmyndum sem hafa
komið frá TFF friðarrannsóknar-
stofnuninni í Lundi í Svíþjóð.
„Því er oft haldið fram að gagn-
rýnendur stríðsins bendi ekki á nein-
ar lausnir,“ segir Stefán, en hug-
myndirnar hafa verið sendar
utanríkisráðherra og utanríkismála-
nefnd.
Lykilatriði að hernáminu ljúki
Spurður um helstu atriðin í áætl-
uninni segir Stefán að þar komi fram
það lykilatriði að hernáminu í Írak
ljúki, erlendar hersveitir og málalið-
ar fari úr landinu og dregið verði
verulega úr umfangi bandaríska
sendiráðsins. Einnig að best sé að
Sameinuðu þjóðirnar verði í forsvari
fyrir sveitum sem vinna að uppbygg-
ingu friðar í Írak. Skuldir landsins
verði að afskrifa, en nokkur ríki hafi
gert það. „Þá verður að greiða bætur
vegna viðskiptabannsins á sínum
tíma til almennings og þeirra sem
eiga um sárt að binda,“ segir Stefán.
Írakar eigi að fá full yfirráð yfir olíu-
lindum landsins og Mið-Austurlönd
verði lýst svæði án gereyðingar-
vopna. Þá þurfi að setja af stað
samnings- og sáttaferli svipað því
sem gert var í Suður-Afríku og rann-
saka mannréttindabrot.
„Svo er lögð áhersla á að friðar-
ferlið byggist á samvinnu við al-
menning og félagasamtök í landinu.“
Stefán segir að oft sé það þannig á
átakasvæðum að Vesturlönd missi
áhugann þegar blaðamenn hverfi af
svæðinu. „Veruleikinn er sá að þótt
sjaldan í sögunni hafi stríðslokum
verið lýst jafnoft og ákaflega yfir og í
þessu stríði er í Írak ástand sem ekki
er hægt að kalla neitt annað en
stríð,“ segir Stefán.
Útifundur boðaður vegna Íraksstríðs
Hernaðarand-
stæðingar með
áætlun til að
tryggja frið í Írak
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta Félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga kynntu áherslur sína á blaðamannafundi í gær.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann um tvítugt í
30 daga fangelsi, en frestað fulln-
ustu refsingar, fyrir líkamsárás.
Maðurinn þarf að auki að greiða
rúmar 260 þúsund krónur í máls-
kostnað, þar af 250 þúsund kr. í
málsvarnarlaun.
Samkvæmt því sem kemur fram í
dómi héraðsdóms réðst maðurinn að
konu á fertugsaldri við Melabúðina í
Vesturbæ Reykjavíkur. Konan, sem
er af erlendu bergi brotin, greindi
svo frá að hún hafi gengið yfir Hofs-
vallagötu ásamt lítilli telpu. Á gang-
brautinni hefði verið kyrrstæður bíll
og þegar þær gengu framhjá hon-
um, hafi bílstjórinn stigið á bens-
íngjöfina. Konunni hafi brugðið við
það og því slegið í vélarhlífina, s.s.
til að vekja athygli bílstjórans á því
að þær væru að fara yfir götuna.
Maðurinn hafi brugðist ókvæða við.
Saga konunnar fær stoð í fram-
burði vitna. Meðal annars lýsti mað-
ur sem var við störf í búðinni á um-
ræddum tíma atburðum á þann veg
að bílstjórinn hafi hækkað röddina
mikið og skammast í konunni fyrir
að beygla bílinn hans. Hann hafi
öskrað á konuna og notað mjög gróf
og ljót orð.
Flaug tvo metra afturábak
Í kjölfarið hafi hann gripið með
báðum höndum í konuna, hrist hana
til og annaðhvort hrint henni eða
misst þannig að hún flaug aftur á
bak – allt að tvo metra – og skollið
með bakið í kæli. Á leið sinni út úr
verslunni hafi maðurinn svo sparkað
í konuna þar sem hún lá.
Maðurinn neitaði sök og sagðist
hafa verið pirraður þegar konan
hafi slegið eða sparkað í bifreið sína.
Hann hafi hins vegar aðeins farið á
eftir konunni til að spyrja hana út í
athæfið. Ekki hafi hann notað ljót
orð en konan hins vegar kallað hann
útlendingahatara. Þegar hann þá
lagði hönd á öxl hennar hafi hún
bakkað og dottið við.
Réðst að konu með
barn við Melabúðina
EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur skipað nefnd um markaðs-
setningu íslenska hestsins erlendis.
Nefndinni er ætlað að meta hvernig
staðið er að kynningu íslenska hests-
ins, velta fyrir sér nýjum hug-
myndum og leita leiða til að bæta ár-
angur af útflutningsstarfinu.
Jafnframt er nefndinni falið að
skoða hvernig best megi nota hest-
inn í landkynningarstarfi og til að
styrkja markaðssetningu íslenskra
afurða og ferðaþjónustu erlendis.
Í nefndinni eru: Ásta Möller al-
þingismaður, formaður, Freyja
Hilmarsdóttir tamningamaður, Vot-
múla í Árnessýslu, Hulda Gúst-
afsdóttir tamningamaður, Árbakka í
Landsveit,
Kristinn Hugason deildarstjóri,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytinu, Magnea Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri Íslenskra hesta-
sýninga og húsfreyja á Varmalæk í
Skagafirði, Pétur J. Eiríksson, for-
stjóri í Reykjavík, Sveinbjörn Svein-
björnsson, lögmaður í Kópavogi.
Nefnd um markaðssetn-
ingu íslenska hestsins
Morgunblaðið/Kristinn
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Glæsilegt buxnaúrval
Sparibuxur - vinnubuxur -
kvartbuxur - gallabuxur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
M
bl
.9
77
38
7
Glæsilegir
kjólar
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
SUNDFÖT MEÐ SÓLARVÖRN
Kringlunni • Simi 568 1822
www.polarnopyret.is
M
bl
9
42
37
7
Heilgalli 4.900
Bolur 2.600
Sundbuxur 1.990
Sólhattar UV vörn 1.990
UPF 50
Opið virka daga 10.30-18.00, laugardaga 11-16
Diza
Laugavegi 44 • Sími 561 4000
www.diza.is
Ný sending!
Vorum að taka upp
mikið úrval skartstanda
tilvalið til fermingagjafa