Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR merkilegt í sjálfu sér hve hljómsveitirnar á þriðja til- raunakvöldi músíktilrauna voru keimlíkar; af þeim tíu sveitum sem spiluðu um sæti í úrslitum voru sjö að spila samskonar tónlist – næsta hefðbundið, frekar ófrumlegt iðn- aðarrokk og flestar með enskum textum sem sungnir voru svo bjagað að engin leið var að skilja þá. Þrír flytjendur skáru sig úr hvað flutn- inginn varðar, en þar varð líka oft að taka viljann fyrir verkið. Stuðsveitin Bob Gillan og Ztrand- verðirnir hófu leikinn, vel spilandi skemmtisveit með ágætlega samið, meinlaust gítarpopp. Ekki skil ég af hverju sveitin er með enska texta – ef þeim væri snarað á íslensku gæti hún eflaust náð árangri í útvarpi og jafnvel víðar. Félagarnir í Winson lögðu víst talsvert á sig til að geta verið með og voru skemmtilegur útúrdúr við iðn- aðarrokkið sem var allsráðandi þetta kvöld. Hugmyndin hjá þeim, magnað slagverk og org, gekk þó ekki upp nema að litlu leyti enda vantaði þunga í slagverkið. Bassa- leikarinn orgaði þó af kappi og sér- staklega stóð hann sig frábærlega í fyrra laginu. Best að byrja umfjöllun um Spiral Groove með því að leiðrétta aldur pilta; þeir Kristján Oddur og Arnar Freyr eru átján ára, ekki sextán eins og misritaðist í Morgunblaðinu. Spi- ral Groove sigldi nokkuð lygnan sjó með klassísku rokki, fín riff og góð keyrsla, sérstaklega í síðara lagi sveitarinnar, en lítið um frumleg stílbrögð. Næsta sveit þar á eftir, Catch, var þó enn venjulegri, vissulega vel ein- beittir og þéttir, en lítt eft- irminnilegir. Hljómborð gerði þó talsvert gagn í seinna lagi sveit- arinnar. Hafnfirska rokksveitin Diðrik skar sig nokkuð úr með íslenska texta sem gerði sitt til að greina hana frá þeim sveitum sem á undan voru komnar, en þunnildislegur gít- arhljómur dró sveitina nokkuð niður í annars ágætum lögum. Gítarhljómurinn var í lagi hjá 7Figures, en sveitin ekki vel sam- æfð, á köflum hljómaði hún eins og hljómsveit að hrynja niður stiga, skemmtileg á sinn hátt en full óagað. Fínn bassaleikur þó. Tia var ein á ferð með gítarinn, látlaus og blátt áfram. Lögin sem hún flutti voru einföld við fyrstu sýn, en snúin við nánari skoðun, sér- staklega seinna lagið þó það hafi ekki alltaf gengið upp. Textinn við það gerði líka sitt til að skapa í því spennu. Þeir í Elect voru vel þéttir en ekki að sama skapi frumlegir. Frasarnir allir á sínum stað, sviðsframkoma góð og hljóðfæraleikur alla jafna fyrsta flokks, en lögin fyrirsjáanleg og skilja lítið eftir sig. Ástarkári kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum í þessari iðn- aðarrokksveislu, elektródiskó og grímubúningar á boðstólum. Í lög- unum voru fínar hugmyndir en ekki nógu vel útfærðar, of margar eyður í lögunum og söngurinn eintóna og til- breytingasnauður, sérstaklega í seinna laginu. Lokaorðið átti svo The Nellies, býsna þéttir með fínni keyrslu. Víst voru þeir að fara troðnar slóðir, ekki að brydda upp á nýjungum, en kom- ust langt á spilagleðinni. The Nellies komust áfram á at- kvæðum áheyrenda, en dómnefnd fannst Ástarkári illskásti kosturinn. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bob Gillan og Ztrandverðirnir Ágætlega samið meinlaust gít- arpopp. Endurtekið efni TÓNLIST Austurbær Músíktilraunir Tónabæjar og Hins húss- ins miðvikudaginn 12. mars. Þátt tóku Bob Gillan og Ztrandverðirnir, Winson, Spiral Groove, Catch, Diðrik, 7Figures, Tia, Elect, Ástarkári og The Nellies. MÚSÍKTILRAUNIR Árni Matthíasson Winson Magnað slagverk og org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.