Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 39 ✝ Gísli Rafn Ísleifs-son fæddist í Vestmannaeyjum 8. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 5. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ís- leifur Högnason, f. 30. nóvember 1895, d. 12. júní 1967, og Helga Rafnsdóttir, f. 6. desember 1900, d. 3. maí 1997. Systkini Gísla eru Erla Guð- rún, f. 19. janúar 1922, og Högni Tómas, f. 14. desember 1923. Árið 1964 kvænt- ist Gísli Sigríði Eyj- ólfsdóttur, f. 23. nóv- ember 1935. Börn þeirra eru: 1) Ísleif- ur, f. 1964. 2) Pálm- ar Axel, f. 1967, kvæntur Eyrúnu Ösp Ingólfsdóttur, f. 1974. Börn þeirra eru Sunneva Fríða, f. 1992, Gísli Freyr, f. 1999, og Aron Már, f. 2002. 3) Áki Pétur, f. 1970. Gísli verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku pabbi. Minningar okkar um þig lýsa upp hug okkar og sál. Í hvert sinn sem eitthvað var í gangi hjá þér vaktirðu upp forvitni og gleði, þú varst hreinn og beinn náttúruunnandi, hraun, hellar, eldfjöll, fossar og lækjasprænur voru ávallt ofarlega í þínum huga. Um helgar voru oft teknir rúnt- ar til skoða hraun og fugla og láta okkur skoppast um náttúruna. Oft var gengið á slóðir varpkríunnar og vorum við bræðurnir skít- hræddir við þær meðan þú labb- aðir óhræddur innan um gargið í þeim. Minnisstætt er þegar ein krían gerði heljarinnar loftárás á okkur sem endaði á því að þú fékkst gat á höfuðið svo blæddi úr. Með brennandi áhuga á skákinni kenndirðu okkur bræðrunum snemma mannganginn og á tíma- bili komst lítið annað að hjá okkur feðgum en að tefla. Einnig varstu með mikinn áhuga á brids og ófáar voru heimsóknir bridsfélaganna þar sem tekið var í spil heilu kvöldin þér og mömmu til mikillar gleði. Framsýnn varstu að koma heim einn daginn, galvaskur með tölvu í hendi, þegar þær voru nánast óþekkt fyrirbæri og sagðir við okkur að læra á hana því þetta væri framtíðin. Í dag erum við tveir bræðurnir sem höfum gert þetta að okkar aðalstarfi og sá þriðji er með aðra löppina í þessu. Ekki hefur nú verið auðvelt að ala upp þrjá drengi sem voru oft á tíðum fulluppátækjasamir og stríðnir með tilheyrandi hlátrat- ístum. Eitt sinn var greinilega nóg af hinu góða komið og köll þín um heimilisfrið virkuðu ekki sem skyldi, þá brástu á það ráð að fylla vatnsglas, laumast að okkur og gefa okkur væna gusu. Áfall okkar bræðra var mjög minnisstætt en skammvinnt því að ærslagangur- inn hélt bara áfram með meiri ákafa en áður. Áhugi þinn á fótbolta var mikill og oft farið á leiki á sumrin. Hin síðari ár var aðeins horft á boltann í sjónvarpinu með okkur bræðr- unum og myndaðist alltaf mikil stemning í kringum það. Við eftirlaunaaldurinn greind- istu með Parkinsons-sjúkdóminn. Ár eftir ár harðnaði í dalnum og heilsunni hrakaði eins og í hæg- færa tapandi skák þar sem teflt væri við ofureflið. En vonin um jafntefli eða sigur var ávallt til staðar og ekki þurfti mikið, til að fá fram bros á vör. En örlögin tóku fram í fyrir þessari löngu skák og erum við bræðurnir þakklátir fyr- ir það að þurfa ekki að sjá síðustu taflmennina þína falla fyrir þess- um vágesti. Elsku pabbi, við kveðjum þig með þakklæti í hjarta, þú varst besti pabbi í heimi. Þínir synir, Ísleifur, Pálmar Axel og Áki Pétur. Við Gísli kynntumst er ég settist í 5. bekk MR. Hann sat þar fyrir hláturmildur, hár og herðibreiður. Hafði verið fótaveikur sem barn í Eyjum, gengið við hækjur sem breikkuðu og styrktu herðar og handleggi. Fljótt fundum við að við værum frændur, af Högnaætt. Skilgreining á skyldleika var önn- ur en nú og menn fundu til ná- lægðar: Langamma mín og afi þinn voru systkinabörn. Hófst samgangur og margir heimsóttu okkur báða í miðbænum. Þá var kalt stríð og stóð lengi. Flest vorum við grandalaus í stríðsmálum þar til í mars 1949, rétt fyrir stúdentspróf. Þann 30. var gefið skólafrí og við send á Austurvöll til að leggja gott til. Þá gerðust atburðir sem mörkuðu spor í hug okkar. Skólinn var klof- inn. Önnur fylkingin stóð við Al- þingishúsvegginn, hinir á Austur- velli. Eftir ólæti, ráf og vandræðagang, vorum við Gísli saman úti á vellinum. Á Alþing- ishúsinu opnuðust dyr. Lögreglu- þjónn með gasgrímu og kylfu kom hlaupandi. Ekki vissum við hvað var á seyði. Stóðum þar í ryk- frökkum, sakleysið uppmálað. Aðrir voru fljótir að skynja hættu og hlupu frá. Grímumaðurinn sá okkur, hljóp að, reikaði, vissi ekki á hvorn skyldi ráðast – valdi Gísla. Var það óskynsamlegt. Hann var stærri, sterkari og armlengri. Gísli bar af sér kylfuhöggið. Við það hrökklaðist hinn frá. Þá freist- aðist Gísli til að gefa honum dramm í rassinn. Allt gerðist á augabragði og dró dilk á eftir sér. Var honum stungið inn, dæmdur og sýknaður síðar. Fjölskyldan á Skólavörðustíg 12 fylgdist með honum í fangelsigarðinum. Var þetta hluti af stríði, sem leiddi til erfiðleika í samskiptum fólks allt til þessa dags. Við vorum í góðum vinahópi, sem hélst þar til við fórum hver í sína áttina eða dauðinn hjó skörð. Alltaf höfðum við samband, ekki síst okkar tryggi Gísli. Ég kom á heimilið og mat verkalýðssinnaða fjölskyldu hans mikils, Ísleif og Helgu, ásamt systkinunum, Erlu og Högna. Ekki veit ég um Gísla, en lítt komu stjórnmál upp í tali okkar fyrr en er við hittumst síð- ast. Þá bar hann sig upp yfir fólki sem ekki kæmist úr pólitísku fari. Við fórum að sinna störfum víða. Gísli var tæknimenntaður og starfaði við stórframkvæmdir hjá Almenna byggingafélaginu víða um land. Fluttist til Keflavíkur og gerðist mælingamaður á Suður- nesjum. Var það ævistarfið. Eign- aðist góða konu og syni. Við bekkjarsystkin höfum reynt að halda hóp, hist og ferðast. Gísli hefur ekki látið sitt eftir liggja, þótt alvarlegur sjúkdómur hafi sótt á síðari ár. Synirnir hafa hjálpað og keyrt hann öðru hverju sunnan að á mánaðarfundi okkar, síðast nú fyrir jól. Hugstæð er heimsókn til hans fyrir áramót. Hann var með merkilegan doðrant, nýja Jarð- hitabók Guðmundar Pálmasonar, bekkjarbróður okkar, sem er lát- inn. Gísli var að ljúka bókinni og þótti merkileg og skemmtileg, eins og mér. Fór hann yfir meginefnið – ekki aldeilis farið að förlast. Var þetta góð samvera. Ég gleymi ekki dillandi hlátri hans sem oft áður hafði glatt samfundi vina og bekkjarsystkina. Við Sigríður færum fjölskyld- unni samúðaróskir. Eggert Ásgeirsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Gísla Ísleifssonar. Fyrstu kynni mín af Gísla eru um það leyti er fjölskyldan flutti á Mávabrautina. Æskuheimili mitt var næsta raðhús við þeirra og við Áki Pétur sonur Gísla urðum fljót- lega bestu vinir. Það var oft fjör á heimilinu, virki hlaðin úr púðum og farið í ýmiskonar bardagaleiki. Sigga og Gísli voru ótrúlega þol- inmóð gagnvart öllum látunum, enda fá heimili eins skemmtileg ungum drengjum í þá daga og þeirra. Mér eru einnig minnis- stæðar ferðirnar sem voru farnar að Seltjörn, bræðurnir vopnaðir háfum á hornsílaveiðum á meðan Gísli lagði bílnum í nærliggjandi skógi og las bók eða tímarit sem hann hafði tekið með sér. Á heimilinu voru til margar bækur og Gísli las mikið. Hann las talsvert af bókum um skák og brids enda bæði góður skákmaður og liðtækur bridsspilari. Stærð- fræði og náttúruvísindi voru einn- ig á hans áhugasviði og þegar manni óx vit og aldur gluggaði maður oft í bækurnar hans Gísla. Ég náði reyndar aldrei það góðum tökum á þýskunni að ég gæti lesið Stern, en það tímarit keypti Gísli að staðaldri og las bæði til að við- halda þýskunni og til að fylgjast betur með gangi heimsmálanna. Gísli var alla tíð áhugasamur um nýjungar og nýja tækni. Hann keypti fyrstu tölvuna inn á heim- ilið í kringum 1980 enda hafði hann þá áttað sig á því hver fram- tíð þeirrar tækni yrði. Ég man ennþá þegar ég sá gripinn fyrst, lítil Atari 400-tölva, tengd við sjónvarpið, strákarnir strax byrj- aðir að grúska. Ísleifur fljótastur að átta sig, innan skamms búinn að skrifa forrit sem reiknar eitt- hvað út og prentar út á skjáinn. Tölurnar flæða út um allt á ótrú- legum hraða. Eftir þetta varð ekki aftur snúið. Þegar kom fram á unglingsárin var ég oft daglegur gestur á heim- ili Siggu og Gísla. Alltaf var hlý- lega tekið á móti manni enda leið manni vel að koma til þeirra. Oft sátum við Gísli í stofunni og spjöll- uðum og gat þá umræðuefnið verið nánast hvað sem var þótt oftast tengdist það tækni eða vísindum. Gísli var þá oftar en ekki í hlut- verki lærimeistarans sem miðlaði þekkingu sinni af áhuga og ástríðu. Fróðleiksþyrstum ung- lingi voru þessar stundir ómetan- legar. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa átt mitt annað heimili í æsku hjá Siggu og Gísla. Sigga, Ísleifur, Pálmar og Áki, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Örn. Það er skammt stórra högga á milli meðal bridsspilara á Suður- nesjum. Í dag kveðjum við Gísla Ísleifsson mælingamann. Gísli var traustur félagi sem alltaf mætti til keppni með bros á vör. Hann var erfiður andstæðingur við spila- borðið og gaman að spila gegn honum. Þá var Gísli einnig mjög góður skákmaður. Gísli hætti að spila fyrir nokkr- um árum. Hann leit þó gjarnan við á spilakvöldum hjá bridsfélögun- um. Á sjötugsafmæli Gísla fyrir liðlega 10 árum hélt Bridsfélag Suðurnesja mót honum til heiðurs sem tókst mjög vel. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Sigríður Eyjólfsdóttir, ein þekkt- asta bridskona landsins. Við send- um henni og Ísleifi syni þeirra sem og öðrum aðstandendum kveðjur frá bridsfélögum. Takk fyrir samfylgdina Gísli Ís- leifsson. Arnór Ragnarsson. Þá er bekkjarbróðir minn úr 6Y í Menntaskólanum í Reykjavík all- ur af lífi voru á jörðinni. Hann er þó hvorki gleymdur né grafinn úr huga skólasystkina, sem tóku stúdentspróf 1949. Þess vil ég minnast fáeinum orðum. Skólasystkini mynda oft klíku, og er það vel. Suma sáu menn bara á árum áður. Öðrum kynnumst við seinna. Gísli kom á samkomur okkar. Áður voru þær ef til vill á fimm ára fresti, en nú hittast vinir í hverjum mánuði. Gísli mætti vel, alltaf brosandi. Hann var ávallt sami gamli bekkjarbróðirinn. Þótt heilsan hafi verið bágborin í mörg ár kom vinur vor á fundina. Kom hann frá Suðurnesjum til Reykja- víkur. Kom með okkur á slóðir Eyrbyggjasögu og hvert sem að- stæður leyfðu. Ég minnist Gísla, hvar hann stóð í sundlaug við Selið okkar með rithöfundinn í árgangnum standandi á öxlum sínum. Mynd á ég af því. Fleiri myndir á ég og minnist hans sem brosandi manns. Þó gátum við þrasað um stjórn- mál. Már vinur okkar og Gísli voru í öndverðum flokki við mig 1949, er við vorum í sjötta bekk, en þó á Austurvelli hinn 30. marz. Mér finnst við þrír þó alltaf hafi verið félagar og vinir. Við Mási vorum Vesturbæingar og stóðum á horni Bárugötu og Ægisgötu klukku- tíma og tvo og rökræddum um kommúnisma og kapítalisma. Nú er þessi tími liðinn, en ég segi aðstandendum Gísla, sem ég þekki ekki, að líka við söknum góðs félaga. Sendi ég innilegar samúðarkveðjur mínar. Sveinn Guðmundsson. Gísli Rafn Ísleifsson ✝ Stefán JakobGuðjohnsen við- skiptafræðingur fæddist í Reykjavík 27. maí 1931. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 7. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Guðjohnsen, raf- magnsstjóri í Reykjavík, f. 23. janúar 1899, d. 11. október 1968, og Elly Hedwig Guð- johnsen húsmóðir, f. í Þýskalandi 2. mars 1903, d. 12. nóvember 1962. Systkini Stefáns eru: Krist- ín, f. 10. maí 1928, Þórður, f. 23. október 1936, d. 18. nóvember Sigríður yogakennari, f. 17. mars 1959, gift Guðgeiri Sigmundssyni iðnaðarmanni. Börn þeirra eru Stefán og Þórdís. 3) Jakob, gólf- og málningarverktaki, f. 25. maí 1961, kvæntur Hrafnhildi Krist- insdóttur hársnyrti. Börn þeirra eru Elísabet Góa og Elías. 4) Stefán Gunnar framkvæmda- stjóri, f. 25. apríl 1969, kvæntur Hönnu Láru Gylfadóttur hjúkr- unarfræðingi. Synir þeirra eru Gylfi, Einar og Stefán. Stefán útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands 1957. Sama ár hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Málningu hf. og var síðan fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins til starfsloka. Stefán var mikill áhugamaður um bridge og keppti fyrir Íslands hönd um árabil. Ennfremur skrifaði hann reglu- lega pistla um bridge í Vísi og síðar í Viðskiptablaðið. Stefán verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1998, og Dóra, f. 29. maí 1938. 26. desember 1954 kvæntist Stefán Guð- rúnu Ragnars Guð- johnsen, húsmóður og fyrrverandi for- manni Hundarækt- arfélags Íslands, f. 31. janúar 1934. Börn þeirra eru: 1) Egill Ragnars tann- læknir, f. 9. júní 1955, kvæntur Kol- brúnu Hauksdóttur. Synir þeirra eru Andri, Haukur, Egill, Arnar og Sölvi. Einnig á Egill dæturnar Guðrúnu og Sigrúnu með fyrr- verandi sambýliskonu sinni, Sig- urlaugu R. Guðmundsdóttur. 2) Í dag fylgi ég tengdapabba til hinstu hvílu. Á slíkri stundu rifjast upp ótal minningar sem hafa safn- ast saman yfir 18 ára tímabil. Tengdapabbi var góður maður með glettinn húmor. Hann var maður fárra orða en maður orða sinna. Mér eru minnisstæð okkar fyrstu kynni þegar ég sat við hlið hans í jólamat á Hagaflötinni. Þar kenndi hann mér glottandi á svip hvernig veiða ætti hjartað úr rjúpu, við dræmar undirtektir. En þetta var ekki það eina sem tengdapabbi kenndi mér. Ég naut þess láns að starfa með Stefáni hjá Málningu á árunum 1991-1993 og um leið kynnast annarri hlið á honum. Undir hans leiðsögn lærði ég marga góða hluti sem ég mun ávallt búa að. Við Stebbi áttum ung alltaf vís- an samastað hjá Guðrúnu og Stef- áni. Um tíma vorum við í sambýli þegar við fetuðum okkar fyrstu fótspor í lífinu saman. Síðan þegar við, nýbakaðir foreldrar, héldum á vit framhaldsmenntunar til Kali- forníu vissum við að til þeirra gæt- um við alltaf leitað. Eftir að þau fluttu austur minnkuðu samskiptin. Við nutum þess því enn frekar að bruna aust- ur í mat með strákana okkar og njóta samvistanna, sem urðu alltof fáar. Í fyrra veiktist Stefán en veik- indunum tók hann eins og honum einum var lagið og hélt sínu striki allt þar til yfir lauk. Tengdapabba kann ég mínar bestu þakkir fyrir samfylgdina. Hvíl í friði elsku Stefán. Hanna Lára Gylfadóttir. Nú er hann afi dáinn. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir honum sem algjörum sprellikarli, alveg eins og pabbi er. Við fórum oft austur til ömmu og afa í mat og þá var afi alltaf samur við sig. Ég vona að afi sé kom-inn á betri stað núna og finni ekki til. Ég mun allt- af muna eftir góðum afa, glettnum á svip. Gylfi Guðjohnsen. Stefán Jakob Guðjohnsen REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.