Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 51
SÖGUÞRÁÐUR August Rush,
gefur til kynna að handritshöfundar
hafi grúskað í verkum meistaranna
Dickens, Ludwigs van og Grimms-
bræðra. Sykurhjúpað nútíma-
ævintýri um munaðarleysingja og
undrabarn á tónlistarsviðinu sem
finnur að lokum allt það sem hann
leitar og þráir.
Upprennandi, írskættuð rokk-
stjarna og bráðefnilegur sellóleikari
Louis (Rhys Meyers) og Lyla (Rus-
sell) hittast af tilviljun í Greenwich
Village og eyða nóttinni saman.
Kveðjustundin er flaustursleg, sam-
bandið slitnar en ber ávöxt, dreng-
inn August (Highmore). Thomas
(Sadler), faðir Lylu, má ekki til þess
hugsa að barnauppeldi trufli frama
dótturinnar og kemur hvítvoð-
ungnum fyrir á munaðarleys-
ingjahæli meðan hún liggur í blóð-
böndunum og segir hann hafa fæðst
andvana.
Árin líða, August litli vex úr grasi
og það koma fram hjá honum
óvenjulegir tónlistarhæfileikar sem
er lítið sinnt uns hann lendir á villi-
götum í New York og er gómaður af
svikahrappnum Wizard (Williams),
sem gerir út flokk ungra tónlistar-
manna sem spila á götuhornum.
August er einstaklega næmur á tón-
listina í umhverfinu og skynjar jafn-
framt tilvist foreldra sinna þó hann
viti ekki hvar þau eru niðurkomin.
Raunveruleikinn fær rosalangt
nef og tilfinningahitinn er hvergi
sparaður í harla óvenjulegri mynd
sem er nánast útilokað að láta sér
líka illa, þrátt fyrir ódýran súkku-
laðihjúpinn. August Rush nálgast
vissulega ekki meistarana sem hún
tekur sér til fyrirmyndar nema á yf-
irborðinu, en hún skilur við áhorf-
andann léttari í skapi – ef hann nýt-
ur þess að láta græta sig í bíó.
Allt er gott sem endar vel og
myndin er lukkulegt ævintýri. Oli-
ver Twist og Fagin gamli koma upp
í hugann þegar August lendir í klón-
um á Wizard, sem Williams leikur
að hætti hússins, en helsti kostur
August Rush er leikurinn. Hig-
hmore (Charlie and the Chocolate
Factory, Finding Neverland), er
sætur hnokki og dágóður leikari
sem tekst að klóra sig í gegnum erf-
iðustu nótnablöð í Juilliard, jafnt
sem fylla gítarkassann af seðlum við
Washington Square og stjórna
flutningi á frumsaminni rapsódíu í
Miðgarði. Slík undrabörn hljóta að
finna pabba og mömmu, guð og
lukkuna.
Beethoven, Dickens og
bræðurnir Grimm
Góðir saman Jonathan Rhys Meyers og Freddie Highmore í hlutverkum
sínum í kvikmyndinni August Rush.
KVIKMYND
Regnboginn, Sambíóin
Leikstjóri: Kirsten Sheridan. Aðalleik-
arar: Freddie Highmore, Keri Russell, Jo-
nathan Rhys Meyers, Robin Williams,
William Sadler. 111 mín. Bandaríkin
2007.
August Rush
bbmnn
Sæbjörn Valdimarsson
Agent Fresco
Agent Fresco er hljómsveit úr
Reykjavík sem spilar djassskotið
fjölsnært rokk. Hljómsveitarmenn
eru Þórarinn Guðnason, gítarleik-
ari, sem er 19 ára, Borgþór Jóns-
son, kontrabassaleikari, sem er 18,
Hrafnkell Örn Guðjónsson,
trommuleikari, sem er líka 18, og
Arnór Dan Arnarson, söngvari,
sem er 22 ára.
Elís
Húsvíska hljómsveitin Elís hefur
nafn sitt eftir leiðtoga hennar, Elís
Má Guðvarðssyni sem syngur og
leikur á gítar. Með honum spila þeir
Rafnar Orri Gunnarsson gítarleik-
ari, Atli Hreinsson bassaleikari,
Óskar Andri Ólafsson trommuleik-
ari og Árni Theódórsson gítarleik-
ari. Þeir félagar spila Mugirokk.
Bisexualevening
(4 Boys and Tulips)
Kjarni hljómsveitarinnar Bisex-
ualevening (4 Boys and Tulips) er
fjórmenningarnir Jóhann R. Gunn-
laugsson raftrommuleikari, Grímur
Þ. Vilhjálmsson rafgítarleikari,
Eyjólfur Jónsson rafbassaleikari og
Gabríel Markan rafgítarleikari, en
að auki fá þeir til liðs við sig aðstoð-
armenn á rafhljómborð og málm-
blásturshljóðfæri eftir því sem
þurfa þykir. Jóhann er nítján ára
en félagar hans eru átján. Þeir fé-
lagar spila rólyndislega og til-
raunakennda raftónlist.
Finnur
Finnur er fjögurra manna sveit úr Reykjavík skipuð þeim Arnari Má
Ólafssyni gítarleikara, Jóseph Cosmo Muscat söngvara, Helga Durhuus
bassaleikara og Grétari Mar Sigurðssyni trommuleikara. Þeir eru allir
nítján ára og spila grunge og melódískt rokk.
15 rauðar rósir
Úr uppsveitum Árnessýslu koma
15 rauðar rósir; þeir Eyþór Ingi Ey-
þórsson trommuleikari, Stefán
Hansen Daðason gítarleikari, Gylfi
Sigríðarson söngvari og gítarleik-
ari og Gunnar Örn Freysson bassa-
leikari. Eyþór Ingi og Stefán Han-
sen eru sautján ára, Gylfi átján og
Gunnar Örn sextán. Þeir spila ein-
hverskonar sveitarokk með pínu
pönkívafi.
Johnny Computer
Johnny Computer er kvartett frá Húsavík sem spilar blendingsrokk.
Sveitina skipa Atli Hreinsson, gítarleikari og söngvari, Óskar Andri Ólafs-
son gítarleikari, Birkir Óli Barkarson trommuleikari og Birkir Ólafsson.
Þeir eru sextán og sautján ára.
Earendel
Af Skagaströnd kemur hljómsveitin Earendel, en þess má geta að hljóm-
sveit þaðan sigraði í Músíktilraunum 1988. Earendel, sem spilar old-school
þungarokk, skipa Kristján Ýmir Hjartarson bassaleikari, sem er 15 ára,
Ómar Ísak Hjartarson gítarleikari, 17 ára, Sævar Hlynur Tryggvason
trommuleikari, 16 ára, Almar Freyr Fannarsson söngvari, 18 ára, og Þor-
steinn Ýmir Ásgeirsson gítarleikari, sem er líka 18 ára.
Swive
Hljómsveitin Swive er skipuð fjórum ungum piltum úr Breiðholtinu sem
spila alternative rokk. Þeir heita Helgi Ás Helgason, bassaleikari, Guð-
mundur Herbertsson, trommuleikari, Björgvin Atli Snorrason, gítarleik-
ari, og Svanur Herbertsson, söngvari og hljómborðsleikari. Guðmundur er
sextán, en hinir átján.
Hughrif
Hljómsveitin Hughrif er ættuð af Álftanesi og úr Reykjavík. Félagarnir
Ingvar Bjarki Einarsson gítarleikari, Magnús Ingvar Ágústsson bassaleik-
ari, Baldvin Ingvar Tryggvason gítarleikari, Finnur Sigurjón Sveinbjarn-
arson hljómborðsleikari og Sigurður Ingi Einarsson trommuleikari eru
sextán og sautján ára og spila „heavy riddara-proggað eðalrokk með me-
talklisjuívafi“.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Undanfarna daga hefur Austurbær verið undirlagður ótelj-andi afbrigðum af rokktónlist og smá hiphopi, endastanda yfir Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Hinshússins og Tónabæjar. Átta hljómsveitir hafa tryggt sér
sæti í úrslitum og í kvöld bítast níu sveitir um tvö síðustu sætin í úr-
slitunum sem haldin verða á morgun í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu. Til mikils er að vinna fyrir sigursveitirnar, hljóðvers-
tímar, ferð til útlanda og ýmisleg aukaverðlaun, en einnig eru veitt
verðlaun efnilegum hljóðfæraleikurum.
Fyrsta hljómsveit stígur á svið kl 19.00 í kvöld í Austurbæ og
velja áheyrendur eina hljómsveit í úrslit og dómnefnd eina.
Síðasta
tilraunakvöldið