Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 24
Kartöfluskyrkaka Bragðast einkar vel með ferskum ávöxtum og heitu karamellukremi. Kartöflukonfekt Gott er að bragðbæta konfektblönduna með ávöxtum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Kartaflan er til margra hluta nýt og erupplögð í marga gómsæta rétti.Auk þess að borða hana soðna meðsoðningunni má meðal annars nýta hana bæði í konfekt og kökur,“ segir Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, sérstök áhugamann- eskja um íslensku kartöfluna. Sigríður er höf- undur tíu nýrra kartöfluuppskrifta, sem nú má nálgast í bæklingi sem liggja mun frammi í matvöruverslunum á næstu dögum. Auk upp- skriftanna er þar að finna margs konar fróð- leik um hollustu kartöflunnar en hún hefur m.a. að geyma fjölmörg nauðsynleg næring- arefni fyrir mannslíkamann. Þrefalt húrra fyrir kartöflunni „Ég tók að mér þetta verkefni fyrir hönd Félags kartöflubænda enda má segja að ís- lenska kartaflan sé mér einkar kær. Ég fædd- ist og ólst upp í kartöflugarðinum heima á Ás- hóli í Grýtubakkahreppi, nærri Grenivík, og fékk því óbilandi áhuga á kartöflunni með móðurmjólkinni,“ segir Sigríður sem er dóttir formanns félagsins og kartöflubóndans Berg- vins Jóhannssonar. „Og í ár má einmitt hrópa þrefalt húrra fyrir kartöflunni því hún nýtur nú þess heiðurs að Sameinuðu þjóðirnar til- einkuðu árið 2008 kartöflunni. Auk þess eru 250 ár liðin frá því að kartöflurækt hófst á Ís- landi, nánar tiltekið á Bessastöðum, og 200 ár eru liðin síðan kartöflurækt hófst í Eyjafirði.“ Hlaðin borð af minnsta tilefni Frú Sigríður, eins og hún er gjarnan kölluð af sínum nánustu, hefur einstaka unun af mat- artilbúningi og oftar en ekki eru hlaðin borð af kræsingum hjá henni þegar gesti ber að garði og það án minnsta tilefnis. „Ætli ég sé ekki bara svona gömul sál í mér, eins og gömlu hús- mæðurnar,“ segir Sigríður til útskýringar. Auk þess að elda og baka í tíma og ótíma tekur hún slátur á haustin, setur punga í súr og sult- ar. Hún býr gjarnan til sínar eigin uppskriftir í huganum á meðan hún er að klippa og strípa hár enda starfar hún sem hárgreiðslumeistari á hárgreiðslustofunni Passion á Akureyri. Sig- ríður gaf Daglegu lífi forskot á kartöflusæluna með uppskriftum af kartöfluskyrköku og kart- öflukonfekti. Kartöfluskyrkaka Botninn: 1 pakki Homeblest-kex 50 g smjör eða smjörlíki Bræðið smjörið og myljið kexið út í. Hrærið saman. Setjið smjörpappír í botninn á smellu- formi, 26 sm í þvermál. Setjið kexblönduna í botninn á forminu eða látið í lítil form. Kartöflublandan: 400 g soðnar Gullaugakartöflur 50 g flórsykur 1 tsk sítrónudropar Soðnu kartöflurnar flysjaðar og stappaðar. Flórsykrinum bætt út í ásamt sítrónudropum. Blandan sett ofan á kexbotninn og henni þjappað niður. Skyrkremið: 500 g vanilluskyr 2½ dl rjómi 5 matarlímsblöð 2 egg 1½ tsk vanilludropar 1 sítróna Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn. Þeytið rjómann og bætið skyrinu út í. Hitið svolítið vatn og bræðið matarlímsblöðin í vökv- anum. Kælið aðeins. Hellið vökvanum síðan í mjórri bunu saman við skyrblönduna. Hrærið eggjunum saman við og svo vanilludropunum. Rífið niður sítrónubörk og setjið út í og kreist- ið svo sítrónusafa út í blönduna. Setjið skyr- kremsblönduna ofan á kartöflublönduna og kælið. Karamellukrem: 1 dl rjómi 100 g púðursykur 100 g smjör ½ tsk sítrónudropar Setjið allt hráefnið í karamellukremið sam- an í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið vel í á meðan. Lækkið hitann og látið malla í um 15 mín. Setja má smá af karamellukreminu ofan á kökuna, en það má þá ekki vera of heitt. Rest- ina af karamellunni er svo gott að hafa í skál og bera fram með kökunni, jafnvel heita. Ferskir ávextir fara líka einstaklega vel með kökunni. Til að breyta til, má t.d. setja sérrí eða Grand Marnier í kartöflublönduna í stað sítrónudropa og líka má bræða matarlíms- blöðin í sérríi. Í karamellukremið má líka nota sérrí í stað sítrónudropa. Í staðinn fyrir skyrið má nota rjómaost og þá er orðin til kartölfu- ostakaka. Hefðbundið kökuform má svo brjóta upp með litlum álformum til að fá litlar kart- öfluskyrkökur, sem passa sem eftirréttur fyrir einn. Kartöflukonfekt 200 g soðnar og flysjaðar kartöflur af hvaða tegund sem er 100 g möndlur 100 g heslihnetur 50 g kókosmjöl ½ dl kakóduft ¼ tsk. möndludropar 1 dl agave-sýróp Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað saman. Sett í kæli í ½ klst. Litlar kúlur mót- aðar og þær settar um stund í frysti á smjör- pappír svo auðveldara sé að hjúpa þær. Kúlunum síðan velt upp úr bræddum súkku- laðihjúp, pistasíukjarnar eða hvítir súkku- laðidropar settir ofan á. Gott er að setja alls konar þurrkaða ávexti í konfektblönduna og einnig aðra dropa, eins og t.d. vanilludropa eða bara sérrí. Ólst upp í kartöflugarðinum heima Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kartöflukonan Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, sem starfar sem hárgreiðslumeistari á daginn, er sérlegur talsmaður íslensku kartöflunnar enda mikil mataráhugamanneskja. matur 24 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.