Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 24
Kartöfluskyrkaka Bragðast einkar vel með ferskum ávöxtum og heitu karamellukremi. Kartöflukonfekt Gott er að bragðbæta konfektblönduna með ávöxtum.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Kartaflan er til margra hluta nýt og erupplögð í marga gómsæta rétti.Auk þess að borða hana soðna meðsoðningunni má meðal annars nýta
hana bæði í konfekt og kökur,“ segir Sigríður
Valdís Bergvinsdóttir, sérstök áhugamann-
eskja um íslensku kartöfluna. Sigríður er höf-
undur tíu nýrra kartöfluuppskrifta, sem nú má
nálgast í bæklingi sem liggja mun frammi í
matvöruverslunum á næstu dögum. Auk upp-
skriftanna er þar að finna margs konar fróð-
leik um hollustu kartöflunnar en hún hefur
m.a. að geyma fjölmörg nauðsynleg næring-
arefni fyrir mannslíkamann.
Þrefalt húrra fyrir kartöflunni
„Ég tók að mér þetta verkefni fyrir hönd
Félags kartöflubænda enda má segja að ís-
lenska kartaflan sé mér einkar kær. Ég fædd-
ist og ólst upp í kartöflugarðinum heima á Ás-
hóli í Grýtubakkahreppi, nærri Grenivík, og
fékk því óbilandi áhuga á kartöflunni með
móðurmjólkinni,“ segir Sigríður sem er dóttir
formanns félagsins og kartöflubóndans Berg-
vins Jóhannssonar. „Og í ár má einmitt hrópa
þrefalt húrra fyrir kartöflunni því hún nýtur
nú þess heiðurs að Sameinuðu þjóðirnar til-
einkuðu árið 2008 kartöflunni. Auk þess eru
250 ár liðin frá því að kartöflurækt hófst á Ís-
landi, nánar tiltekið á Bessastöðum, og 200 ár
eru liðin síðan kartöflurækt hófst í Eyjafirði.“
Hlaðin borð af minnsta tilefni
Frú Sigríður, eins og hún er gjarnan kölluð
af sínum nánustu, hefur einstaka unun af mat-
artilbúningi og oftar en ekki eru hlaðin borð af
kræsingum hjá henni þegar gesti ber að garði
og það án minnsta tilefnis. „Ætli ég sé ekki
bara svona gömul sál í mér, eins og gömlu hús-
mæðurnar,“ segir Sigríður til útskýringar.
Auk þess að elda og baka í tíma og ótíma tekur
hún slátur á haustin, setur punga í súr og sult-
ar. Hún býr gjarnan til sínar eigin uppskriftir í
huganum á meðan hún er að klippa og strípa
hár enda starfar hún sem hárgreiðslumeistari
á hárgreiðslustofunni Passion á Akureyri. Sig-
ríður gaf Daglegu lífi forskot á kartöflusæluna
með uppskriftum af kartöfluskyrköku og kart-
öflukonfekti.
Kartöfluskyrkaka
Botninn:
1 pakki Homeblest-kex
50 g smjör eða smjörlíki
Bræðið smjörið og myljið kexið út í. Hrærið
saman. Setjið smjörpappír í botninn á smellu-
formi, 26 sm í þvermál. Setjið kexblönduna í
botninn á forminu eða látið í lítil form.
Kartöflublandan:
400 g soðnar Gullaugakartöflur
50 g flórsykur
1 tsk sítrónudropar
Soðnu kartöflurnar flysjaðar og stappaðar.
Flórsykrinum bætt út í ásamt sítrónudropum.
Blandan sett ofan á kexbotninn og henni
þjappað niður.
Skyrkremið:
500 g vanilluskyr
2½ dl rjómi
5 matarlímsblöð
2 egg
1½ tsk vanilludropar
1 sítróna
Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn.
Þeytið rjómann og bætið skyrinu út í. Hitið
svolítið vatn og bræðið matarlímsblöðin í vökv-
anum. Kælið aðeins. Hellið vökvanum síðan í
mjórri bunu saman við skyrblönduna. Hrærið
eggjunum saman við og svo vanilludropunum.
Rífið niður sítrónubörk og setjið út í og kreist-
ið svo sítrónusafa út í blönduna. Setjið skyr-
kremsblönduna ofan á kartöflublönduna og
kælið.
Karamellukrem:
1 dl rjómi
100 g púðursykur
100 g smjör
½ tsk sítrónudropar
Setjið allt hráefnið í karamellukremið sam-
an í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið vel
í á meðan. Lækkið hitann og látið malla í um 15
mín. Setja má smá af karamellukreminu ofan á
kökuna, en það má þá ekki vera of heitt. Rest-
ina af karamellunni er svo gott að hafa í skál
og bera fram með kökunni, jafnvel heita.
Ferskir ávextir fara líka einstaklega vel með
kökunni. Til að breyta til, má t.d. setja sérrí
eða Grand Marnier í kartöflublönduna í stað
sítrónudropa og líka má bræða matarlíms-
blöðin í sérríi. Í karamellukremið má líka nota
sérrí í stað sítrónudropa. Í staðinn fyrir skyrið
má nota rjómaost og þá er orðin til kartölfu-
ostakaka. Hefðbundið kökuform má svo brjóta
upp með litlum álformum til að fá litlar kart-
öfluskyrkökur, sem passa sem eftirréttur fyrir
einn.
Kartöflukonfekt
200 g soðnar og flysjaðar kartöflur af hvaða
tegund sem er
100 g möndlur
100 g heslihnetur
50 g kókosmjöl
½ dl kakóduft
¼ tsk. möndludropar
1 dl agave-sýróp
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað
saman. Sett í kæli í ½ klst. Litlar kúlur mót-
aðar og þær settar um stund í frysti á smjör-
pappír svo auðveldara sé að hjúpa þær.
Kúlunum síðan velt upp úr bræddum súkku-
laðihjúp, pistasíukjarnar eða hvítir súkku-
laðidropar settir ofan á. Gott er að setja alls
konar þurrkaða ávexti í konfektblönduna og
einnig aðra dropa, eins og t.d. vanilludropa eða
bara sérrí.
Ólst upp í kartöflugarðinum heima
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kartöflukonan Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, sem starfar sem hárgreiðslumeistari á daginn,
er sérlegur talsmaður íslensku kartöflunnar enda mikil mataráhugamanneskja.
matur
24 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ