Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 25 Skákhátíðin undanfarna daga meðReykjavíkurskákmóti, minning- armóti um Bobby Fischer og sér- staka hátíðardagskrá honum til heið- urs og eflingar skákminjasafni vekja upp minningar sem Víkverji á frá þeim stórkostlega tíma að einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík. Saga þeirra daga er hreint ótrúleg og sannaðist þar hvað eftir annað að veruleikinn er ótrúlegri en nokkur lygi. Og spennan var oft og tíð- um nær óbærileg. Nú hlakkar Víkverji til þess að sjá skák- akademíu setta á stofn í nafni Fischers og Frið- riks Ólafssonar. x x x Víkverji man enneins og það hefði gerzt í gær, þegar hann á mennta- skólaárum sínum las fyrst Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Svo heillaður var Víkverji að hann gekk fram af vestfirzkri vinkonu sinni með þórberskum tilburðum í sendibréfi. En vináttan við Þórberg Þórðarsson og verk hans hefur aftur á móti aukizt jafnt og þétt með árunum. Nú er mjög í tízku að halda svo-kallaða heiðurstónleika. Einir slíkir voru auglýstir í Morgunblaðinu á mánudag: „Eagles-heiðurs- tónleikar“ með mynd af Eagles. Ekki eru það þó þeir sem ætla að koma fram á tónleikunum, þótt myndin gæti gefið það til kynna, heldur ís- lenzkir söngvarar með Björgvin Halldórsson í fararbroddi. Daginn eftir var önnur auglýs- ing í Morgunblaðinu um „Meistaraverk Bítl- anna“með teikningum af þeim félögum. Vík- verji veit vel að ein- hverjir Bítlanna eru farnir yfir móðuna miklu og verða ekki í Háskólabíói, nema þá í anda. En þegar betur er að gáð eru það íslenzkir listamenn sem ætla að hlaupa í skarð- ið fyrir Bítlana. Það tekur því ekki að birta myndir af þeim! Víkverji veltir því fyrir sér, hvort íslenzkir óperusöngvarar héldu tón- leika og birtu auglýsingamyndir af Pavarotti eða Bryn Terfel af því að þeir hefðu örugglega flutt eitthvað af þeim verkum sem á tónleikunum yrðu.          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Á þorrablóti TilraunastöðvarHáskóla Íslands í meinafræði að Keldum voru fyrripartar frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni bornir á borð. Sigríður Guðmundsdóttir botnaði: Í Húnabúð er haldið blót og hampað skálum. Gnögum bæði gump og fót af gengnum fálum. Páll Hersteinsson prófessor botnaði: Vakan okkur verður löng vín um bekki flýtur. Ómar stjórnar okkar söng allra þakkir hlýtur. Auður Aðalbjarnardóttir og Bryndís Bjarnadóttir botnuðu sama fyrripart: Unum þessum yndis söng uns allur mjöður þrýtur. Sigurður Helgason búmaður lét sig ekki muna um að botna oddhent: Sitja rjóð í sætum hljóð sindrar glóð í augum. Birtist óðum Braga glóð botnast ljóð í haugum. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, átti verðlaunabotnana. Þar á meðal við ofangreindan fyrripart: Eg svo móður elti fljóð eins og stóðhross flaug um. Einnig: Hér er mikið mannaval mætt í skeifugörnum. fyrst þar nefna frægast skal fólk í sauðfjárvörnum. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Botnar á þorrablóti ÞAÐ getur reynst erfitt að missa aukakílóin en það getur verið enn erfiðara að viðhalda drauma- þyngdinni að loknu átaki. Besta lausnin, samkvæmt nýlegri banda- rískri rannsókn sem greint var frá í Berlingske Tidende, virðist felast í því að láta einhvern annan vigta sig reglulega. Rannsóknin náði til 1.032 ein- staklinga sem tekið höfðu þátt í sama átakinu og misst í því meira en fjögur kíló. Fólkinu var skipt upp í þrjá hópa sem allir fengu samskonar ráðleggingar um hvernig best væri að viðhalda þyngdinni. Lítið gagn í netmælingu Fyrsti hópurinn var því til við- bótar látinn mæta mánaðarlega, yfir tveggja og hálfs árs tímabil, á heilsustofnun þar sem hver og einn var alltaf vigtaður af sömu mann- eskjunni sem auk þess gaf góð ráð og stappaði í fólkið stálinu. Annar hópurinn fékk aðgang að gagnvirku vefforriti þar sem þátt- takendur áttu að skrá reglulega niður þyngd sína og gátu tekið þátt í hópspjalli með öðrum þátt- takendum en fengu engin persónu- leg ráð. Þriðji hópurinn átti hins vegar að sjá að mestu leyti um sig sjálfur. Allir þátttakendur í rannsókn- inni voru léttari að rannsókn- artímabilinu loknu en þeir voru áð- ur en átakið hófst. Fyrsti hópurinn stóð sig engu að síður langbest í að viðhalda nýju þyngdinni á meðan lítill munur var á þyngdaraukningu í hinum hóp- unum tveimur. Eftirlit með þyngdinni besta lausnin Morgunblaðið/Jóra Aukakíló Það getur verið erfitt að viðhalda draumaþyngdinni að átaki loknu og þá virðist gefast vel að láta aðra fylgjast með henni líka. Fréttir í tölvupósti                                                     ! "  #   $  %     &      '            (  )    * &     '       &  *(      +       % %     ,!         %      $  -       %     ..        )  %  #/01"  &   '  /12,3+42/+#45 678 9:;; /1 2,<+42/"=>;+01?4"4+ >@                                    !  "  #        $%%&# '                  (   >> >:     $    >; - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Pólitíkusar safnast ekki upp í utan- ríkisþjónustunni Suðurlandsvegur tvöfaldaður á vitlausum stað? Menningarleg sérviska í Svarfaðardal 1,5 milljarða bótakrafa á Akureyrarbæ Rúnar Júl og Bjartmar á Jamaíka Hvað ætlar þú að lesa í dag? Silvia cappuccinovélin frá Rancilio er goðsögn meðal kaffiunnenda. Nú er þessi frábæra vél komin í nýrri gerð sem notar líka grisjur ( POD )auk malaðs kaffis. Lagar espresso og cappuccino eins og á bestu kaffibörum. Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík Sími: 520 84 20     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.