Morgunblaðið - 14.03.2008, Side 25

Morgunblaðið - 14.03.2008, Side 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 25 Skákhátíðin undanfarna daga meðReykjavíkurskákmóti, minning- armóti um Bobby Fischer og sér- staka hátíðardagskrá honum til heið- urs og eflingar skákminjasafni vekja upp minningar sem Víkverji á frá þeim stórkostlega tíma að einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík. Saga þeirra daga er hreint ótrúleg og sannaðist þar hvað eftir annað að veruleikinn er ótrúlegri en nokkur lygi. Og spennan var oft og tíð- um nær óbærileg. Nú hlakkar Víkverji til þess að sjá skák- akademíu setta á stofn í nafni Fischers og Frið- riks Ólafssonar. x x x Víkverji man enneins og það hefði gerzt í gær, þegar hann á mennta- skólaárum sínum las fyrst Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Svo heillaður var Víkverji að hann gekk fram af vestfirzkri vinkonu sinni með þórberskum tilburðum í sendibréfi. En vináttan við Þórberg Þórðarsson og verk hans hefur aftur á móti aukizt jafnt og þétt með árunum. Nú er mjög í tízku að halda svo-kallaða heiðurstónleika. Einir slíkir voru auglýstir í Morgunblaðinu á mánudag: „Eagles-heiðurs- tónleikar“ með mynd af Eagles. Ekki eru það þó þeir sem ætla að koma fram á tónleikunum, þótt myndin gæti gefið það til kynna, heldur ís- lenzkir söngvarar með Björgvin Halldórsson í fararbroddi. Daginn eftir var önnur auglýs- ing í Morgunblaðinu um „Meistaraverk Bítl- anna“með teikningum af þeim félögum. Vík- verji veit vel að ein- hverjir Bítlanna eru farnir yfir móðuna miklu og verða ekki í Háskólabíói, nema þá í anda. En þegar betur er að gáð eru það íslenzkir listamenn sem ætla að hlaupa í skarð- ið fyrir Bítlana. Það tekur því ekki að birta myndir af þeim! Víkverji veltir því fyrir sér, hvort íslenzkir óperusöngvarar héldu tón- leika og birtu auglýsingamyndir af Pavarotti eða Bryn Terfel af því að þeir hefðu örugglega flutt eitthvað af þeim verkum sem á tónleikunum yrðu.          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Á þorrablóti TilraunastöðvarHáskóla Íslands í meinafræði að Keldum voru fyrripartar frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni bornir á borð. Sigríður Guðmundsdóttir botnaði: Í Húnabúð er haldið blót og hampað skálum. Gnögum bæði gump og fót af gengnum fálum. Páll Hersteinsson prófessor botnaði: Vakan okkur verður löng vín um bekki flýtur. Ómar stjórnar okkar söng allra þakkir hlýtur. Auður Aðalbjarnardóttir og Bryndís Bjarnadóttir botnuðu sama fyrripart: Unum þessum yndis söng uns allur mjöður þrýtur. Sigurður Helgason búmaður lét sig ekki muna um að botna oddhent: Sitja rjóð í sætum hljóð sindrar glóð í augum. Birtist óðum Braga glóð botnast ljóð í haugum. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, átti verðlaunabotnana. Þar á meðal við ofangreindan fyrripart: Eg svo móður elti fljóð eins og stóðhross flaug um. Einnig: Hér er mikið mannaval mætt í skeifugörnum. fyrst þar nefna frægast skal fólk í sauðfjárvörnum. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Botnar á þorrablóti ÞAÐ getur reynst erfitt að missa aukakílóin en það getur verið enn erfiðara að viðhalda drauma- þyngdinni að loknu átaki. Besta lausnin, samkvæmt nýlegri banda- rískri rannsókn sem greint var frá í Berlingske Tidende, virðist felast í því að láta einhvern annan vigta sig reglulega. Rannsóknin náði til 1.032 ein- staklinga sem tekið höfðu þátt í sama átakinu og misst í því meira en fjögur kíló. Fólkinu var skipt upp í þrjá hópa sem allir fengu samskonar ráðleggingar um hvernig best væri að viðhalda þyngdinni. Lítið gagn í netmælingu Fyrsti hópurinn var því til við- bótar látinn mæta mánaðarlega, yfir tveggja og hálfs árs tímabil, á heilsustofnun þar sem hver og einn var alltaf vigtaður af sömu mann- eskjunni sem auk þess gaf góð ráð og stappaði í fólkið stálinu. Annar hópurinn fékk aðgang að gagnvirku vefforriti þar sem þátt- takendur áttu að skrá reglulega niður þyngd sína og gátu tekið þátt í hópspjalli með öðrum þátt- takendum en fengu engin persónu- leg ráð. Þriðji hópurinn átti hins vegar að sjá að mestu leyti um sig sjálfur. Allir þátttakendur í rannsókn- inni voru léttari að rannsókn- artímabilinu loknu en þeir voru áð- ur en átakið hófst. Fyrsti hópurinn stóð sig engu að síður langbest í að viðhalda nýju þyngdinni á meðan lítill munur var á þyngdaraukningu í hinum hóp- unum tveimur. Eftirlit með þyngdinni besta lausnin Morgunblaðið/Jóra Aukakíló Það getur verið erfitt að viðhalda draumaþyngdinni að átaki loknu og þá virðist gefast vel að láta aðra fylgjast með henni líka. Fréttir í tölvupósti                                                     ! "  #   $  %     &      '            (  )    * &     '       &  *(      +       % %     ,!         %      $  -       %     ..        )  %  #/01"  &   '  /12,3+42/+#45 678 9:;; /1 2,<+42/"=>;+01?4"4+ >@                                    !  "  #        $%%&# '                  (   >> >:     $    >; - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Pólitíkusar safnast ekki upp í utan- ríkisþjónustunni Suðurlandsvegur tvöfaldaður á vitlausum stað? Menningarleg sérviska í Svarfaðardal 1,5 milljarða bótakrafa á Akureyrarbæ Rúnar Júl og Bjartmar á Jamaíka Hvað ætlar þú að lesa í dag? Silvia cappuccinovélin frá Rancilio er goðsögn meðal kaffiunnenda. Nú er þessi frábæra vél komin í nýrri gerð sem notar líka grisjur ( POD )auk malaðs kaffis. Lagar espresso og cappuccino eins og á bestu kaffibörum. Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík Sími: 520 84 20     

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.