Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 35 MINNINGAR Árni Helgasson er látinn í hárri elli. Að leiðarlokum langar mig að þakka Árna vináttu og tryggð hans, ekki bara við okkur hjónin og okkar fjölskyldur, einnig tryggð hans við Hólminn og bæjarbúa alla sem hann fylgdist vel með; trúi ég að mörgum bregði nú við þegar hans er ekki lengur von í kaffispjall að morgni eða síðdegis, heimsóknir hans á sjúkrahúsið til þeirra sem þar dvöldust og síðast en ekki síst samverustundir með íbúum á Dvalarheimilinu þar sem Árni dvaldist síðustu árin. Langt mál væri hægt að skrifa um Árna, störf hans og lífshlaup, veit ég að margir verða til að rifja upp góðar minningar í sambandi við hann og minnast um leið hans góðu konu Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur sem látin er fyrir allmörg- um árum. Mínar fyrstu minningar um Árna tengdust að sjálfsögðu leik og starfi í barnastúkunni Björk nr. 94. Hann átti gott með að laða með sér menn og konur til sam- starfs í stúkunni, börnin í Hólm- inum flykktust á stúkufundi þar sem okkur voru fengin embætti sem við tókum alvarlega, hver bekkur undir stjórn síns kennara sá um hagnefndaratriði þar sem leiklist var í hávegum höfð sem og upplestur og söngur hvers konar. Síðan sótti ég um afleysinga- starf á símanum hjá Árna, þá 16 ára gömul að loknu landsprófi, það urðu ekki bara mánuðir sem ég starfaði við símavörsluna, heldur urðu árin allmörg. Árni var góður húsbóndi og lipur, ekki var verra þegar flust var í nýtt húsnæði og hjónin fluttust á efri hæðina með barnaskarann sinn, þá nutum við símadömurnar góðs af sambýlinu, gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna, Ingibjörg kom þá oftar en ekki með trakteringar til okkar eða sendi Árna með góðgæti niður. Sjálf bý ég enn að þeim vinnu- reglum sem Árni lagði ríka áherslu á við unglinginn, það var að sýna alltaf fyllstu kurteisi við alla símsvörun, að viðskiptavinur- inn hefði líka alltaf rétt fyrir sér, það þurfti því oft gleðileik Pollý- önnu á árum handvirkrar símsvör- unar þegar mikið reyndi á. Árna sýndi unglingnum í hópnum á sím- anum einstaka þolinmæði, þolin- mæði sem neminn lærði að til- einka sér og var nauðsynleg ásamt umburðarlyndi í starfi. Að þeim eiginleikum sem þar lærðust tel ég mig búa enn í dag. Störf Árna sem fréttaritari bæði við Mbl. og Rúv. voru Hólminum mikilvæg, Árni sagði aldrei nema góðar fréttir, ég vil halda því fram að einhver besta kynning á Hólm- inum hafi ætíð verið pistlarnir hans Árna. Kæri vinur, við kveðjum þig og þökkum þér samstarf, samferð og vináttu alla tíð. Fjölskyldu Árna sendum við samúðarkveðjur. Sesselja Pálsdóttir og Þorbergur Bæringsson. Kynni okkar Árna Helgasonar hófust er ég gekk í Bindindissam- tök I.O.G.T. fyrir áratug. Faðmlag hans er hann bauð mig velkomna í samtökin er ógleymanlegt. Upp frá því vorum við innilegir vinir og urðu ætíð fagnaðarfundir, þegar við hittumst. Árni var prýddur þeim mannkostum sem lærdóms- ríkt var að kynnast. Hógvær og glaðlyndur, samt fastur fyrir í Árni Helgason ✝ Árni Helgasonfæddist í Reykjavík 14. mars 1914. Hann lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 27. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkishólmskirkju 8. mars. skoðunum, vel ritfær og hagmæltur. Ekki alls fyrir löngu skemmti hann okkur á félagsfundi með vísum sínum af góð- látlegri kímni, sem hann söng sjálfur. Árni var sönn fyr- irmynd og hvatning fyrir félaga sína í I.O.G.T. Mannkostir hans komu vel fram þegar hann setti nið- ur penna fyrir fé- lagasamtökin. Alltaf hógvær en rökfastar skoðanir sem eftir var tekið. Þar kom fram um- hyggja fyrir góðu mannlífi og al- mannaheill, þar sem gildi kærleik- ans var gunnfáni hans og leiðarljós. Seint eða aldrei verður skarð hans fyllt á vettvangi Bind- indissamtaka I.O.G.T. Guð blessi minningu Árna Helgasonar. Innilegar samúðarkveðjur til að- standenda. Sigríður Laufey Einarsdóttir. Með djúpri virðingu og þakklæti í huga minnist ég Árna Helgason- ar. Ég var heppinn sem fékk að kynnast Árna og Ingibjörgu heit- inni eiginkonu hans og njóta vin- áttu þeirra og samfylgdar þó svo að ég væri miklu yngri en þau. Það voru sannkölluð forréttindi að fá að gista á heimili þeirra hjóna, Árna og Ingibjargar, en þangað voru starfsmenn Kristniboðssam- bandsins ætíð velkomnir á ferðum sínum um Snæfellsnes. Hlýja, ein- lægur áhugi á starfinu í Guðs ríki og ómæld gestrisni mætti okkur í hvert sinn sem við dvöldum þar. Þau voru samhuga í því að greiða götu okkar og framlag þeirra til kristniboðsins sem þau styrktu og studdu með margvíslegum hætti var ómetanlegt. Ingibjörg heitin var í áratugi í forsvari fyrir blóm- legt starf í kristniboðsfélaginu á staðnum og naut heilshugar stuðn- ings Árna síns í því. Fyrir hönd stjórnar Kristniboðssambandsins vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir það allt. Árni var hreinn og beinn með brennandi áhuga á þeim málum sem honum þóttu skipta máli. Ávallt var gefandi og gaman að ræða við hann. Baráttuhugur, kraftur og áhugi hans fram eftir öllum aldri var aðdáunarverður. Ég bið Drottin Jesú Krist að blessa minningu góðs drengs, hugga ástvini hans og varðveita okkur öll í trúnni á sig á leiðinni heim til Guðs. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristni- boðssambandsins. Það var árið 2000 sem fundum okkar Árna Helgasonar bar fyrst saman, þegar við urðum stofu- félagar á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík. Þá var hann 86 ára. Við vorum báðir málhressir og tókum tal saman. Mér varð strax ljóst hvílíkur hafsjór hann var af fróðleik, og ég dáðist einnig að því, hve einstaklega minnugur hann var. Við fundum strax að við áttum fjölmörg sameiginleg áhugamál svo að okkur skorti aldrei um- ræðuefnið. Tíminn var fljótur að líða og vel var um okkur hugsað þarna á sjúkrahúsinu. Við fengum góða heilsu á ný – vorum fljótlega út- skrifaðir og fórum hressir heim. Þessi stutta dvöl á Landspít- alanum varð okkur ógleymanleg, og við ákváðum að viðhalda kunn- ingsskapnum – sem við og gerð- um. Ég er honum afar þakklátur fyrir þá miklu tryggð og vináttu sem hann sýndi mér alla tíð. Hann hringdi jafnan í mig þegar hann kom hingað til Reykjavíkur. Þá hittumst við og ræddum okk- ar fjölmörgu áhugamál, einnig fór- um við í heimsóknir til vina hans, en hann var sérstaklega vinmarg- ur og átti farsælan og gifturíkan starfsferil að baki. Það skyldi því engan undra hvað ég naut alltaf góðs af að vera með í heimsóknum til vina hans og kunningja. Einnig varð ég þess heiðurs að- njótandi að koma í heimsókn til Stykkishólms og skoða byggðina þar undir dyggri og fróðlegri leið- sögn hans á sólbjörtum sumar- degi. Árni starfaði af dyggð og trú- mennsku að hverju því sem hann tók sér fyrir hendur, auk þess var hann afar mikilvirkur í öllum fé- lagsmálum. Ég get ekki talið upp þau fjöl- mörgu félög, sem hann var starf- andi í, en ég held að hann hafi ver- ið einna þekktastur fyrir sín óþreytandi störf að bindindismál- um. Mér finnst að við Íslendingar ættum að taka höndum saman í minningu Árna og gera átak til þess að hrinda af höndum okkar þeirri miklu vá sem þjóð vorri stafar af víni og vímuefnum. Ég er forsjóninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum mikilhæfa hugsjónamanni sem Árni Helgason var og bið góð- an Guð að blessa minningu hans. Ég sendi fjölskyldu hans og öll- um afkomendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur Runólfsson. Þegar minnast skal Árna Helga- sonar, heiðursborgara Stykkis- hólmsbæjar, kemur fyrst upp í hugann orðið bakhjarl. Því svo sannarlega var Árni Helgason traustur bakhjarl í samfélaginu í þá tæpu sjö áratugi sem hann bjó og starfaði hér í Stykkishólmi. Árni var áberandi í bæjarlífinu öll sín ár og alveg fram á síðasta dag var hann vakinn og sofinn yfir öllu því sem til heilla horfði fyrir bæj- arfélagið og íbúa þess. Hann vann ötult frumkvöðlastarf í æskulýðs- málum alla þá áratugi sem hann stóð fyrir stúkustarfi í bænum. Þeir eru ófáir Hólmararnir sem fengu sína fyrstu þjálfun í fé- lagsstörfum í stúkunni hjá Árna og enn fleiri sem fengu þar sína eldskírn í að koma fram fyrir áhorfendur, því alltaf voru flutt skemmtiatriði á stúkufundum sem bekkirnir í skólanum skiptust á um að útfæra og flytja. Árni var líka einn af stofnendum Lúðra- sveitar Stykkishólms og lagði þar með grunninn að tónlistarskólan- um og því öfluga tónlistarlífi sem hér er. En Árni kom víðar við og var einstaklega duglegur félags- málamaður, hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Stykkis- hólms, var virkur félagi í sjálf- stæðisfélaginu í bænum og á landsvísu og svo mætti lengi telja. Árni lagði líka hönd á eflingu at- vinnulífisins með þátttöku í út- gerðarfyrirtækjum. Því má líka halda til haga að Árni á stóran þátt í að koma Stykkishólmi á kortið með störfum sínum sem öt- ull fréttaritari Morgunblaðsins og útvarpsins til fjölda ára. En Árni var líka bakhjarl þeirra sem áttu undir högg að sækja og margir sóttu ráð og stuðning til hans, þó svo að sá þáttur í lífsferli hans hafi ekki farið hátt. Árni Helgason setti svo sannarlega svip á sam- félagið, hann var glaðlyndur mað- ur og átti auðvelt með að sjá það spaugilega í lífinu, um það bera vitni þær fjölmörgu gamanvísur sem eftir hann liggja. Það sem er þó eftirminnilegast í fari hans er viðhorf hans til lífsins, sem ein- kenndist af æðruleysi, bjartsýni og glaðværð. Að leiðarlokum minnumst við Hólmarar Árna Helgasonar með þakklæti og virð- ingu og hugsum með hlýju til að- standenda hans sem syrgja látinn heiðursmann. F.h. bæjarstjórnar Stykkis- hólmsbæjar, Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri. ✝ Móðir okkar, MÓEIÐUR HELGADÓTTIR frá Selfossi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu miðvikudaginn 12. mars. Helgi Garðarsson, Haukur Garðarsson. Lokað Málning hf er lokað í dag milli kl. 13.00 - 15.00 vegna jarðarfarar STEFÁNS GUÐJOHNSEN. Málning hf. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN EÐVALD HALLDÓRSSON fyrrverandi yfirtollvörður, Goðatúni 25, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 9. mars. Svanhvít Magnúsdóttir, Hallfríður Kristjánsdóttir, Veigar Óskarsson, Magnús Eðvald Kristjánsson,Jónína Kristjánsdóttir, Halldór Kristjánsson, Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, JAKOB ÖRN SIGURÐARSON, Dynsölum 10, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. mars. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Herdís Þorláksdóttir, Sigurður M. Jónsson, Rafnar Örn Sigurðarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorlákur Jóhannsson, Eyrún Hafsteinsdóttir, Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÁSGRÍMUR EINARSSON, Klöpp, 225 Álftanesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Garðarholtskirkju miðviku- daginn 19. mars kl. 15.00. Susan Minna Black, Helga Linnet, Stefán Hreinn Stefánsson, Jóhann Linnet, Júlíanna Guðmundsdóttir, Viktoría Rós, Sandra Dís, Hólmfríður Sunna, Sigrún Angela. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG NJÁLSDÓTTIR, Lindasíðu 2, áður Þingvöllum, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 19. mars kl. 13.30. Þorsteinn Óskarsson, María Guðmunda Kristinsdóttir, Jón Þórir Óskarsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Ólafur Njáll Óskarsson, María Helga Kristjánsdóttir, Sigurður Freyr Sigurðsson, Lilja Ósk Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.