Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 29 ÉG er búsett í austurbæ Reykja- víkurborgar. Það eru 2 grennd- arstöðvar (blaðagámar) í mínu hverfi. Báðar um 10-15 mín. gang frá heimili mínu. Ég er mjög mikil áhuga- manneskja um flokkun sorps og tel það vera eðlilega skyldu mína að leggja mitt af mörkum til umhverfisverndar. Ég er ekki ein af þeim sem fara og planta nið- ur 2-3 trjám til að kol- efnisjafna, ég hef látið mér nægja að flokka sorpið mitt. En Reykjavíkurborg gerir mér það ekki auðvelt að vera umhverfisvæn og léttir mér ekki verk- in við þessa viðleitni mína til að bjarga heiminum frá frekari sóun á auðlindum jarðar. Mér finnst alveg einstaklega illa staðið að flokk- unarmálum hér í borginni. Ef ég er á bíl get ég látið mér duga að keyra niður á næstu grenndarstöð til að losa mig við mjólkurfernur og dag- blöð. Ef ég ætla að losa mig við pitsukassa eða annan bylgjupappa verð ég að fara á endurvinnslustöð! Eins er með allt gler, kertavax, málm og plast. Ef ég er svo óheppin að hafa ekki bíl þarf ég að bera um- búðir og dagblöð um 10-15 mínútna gang til að geta skilað því af mér. Ég er nokkuð góð til gangs og þyki frek- ar heilsuhraust, en ég verð að viðurkenna það að eftir 10-15 mínútna gang með 13 kílóa þunga poka, um 2 vikna blaðaskammt, er pok- inn farinn að síga ansi mikið í. Ef ég ætla að losa mig við bylgju- pappa verð ég að taka strætó. Til að komast nálægt Sorpu get ég valið á milli tveggja vagna og farið annaðhvort í Breiðholtið eða í Kópa- voginn, sem þýðir um 2 tíma „ferðalag“ fyrir mig og sorpið mitt. Eins og áður sagði er ég frekar heilsuhraust og gæti skellt mér í strætó með öll blöðin og bæklingana. Farið svo aftur daginn eftir með bylgjupappann og daginn þar á eftir með dósir, plast og jafnvel kertavax. Tæki svo einn dag í það að fara með umbúðirnar. Þetta eru ekki nema 4 dagar í viku sem ég gæti skemmt mér við að sitja í strætó með sorpið mitt. Fyrir þessa skemmtun borgaði ég svo 2.240 krónur. Um það bil 58.240 á ári ef ég myndi fara aðra hvora viku. Ég reyni að vera um- hverfisvæn og myndi eflaust láta mig hafa þetta ef ég hefði tíma. Ég gæti líka tekið leigubíl, þá kostar ferðalagið 3-4.000 krónur fram og til baka. Eða rétt um 78-104.000 á ári miðað við ferðir tvisvar í mánuði. Á sjálfri endurvinnslustöðinni er ekki hlaupið að því að koma sorpinu á rétta staði. Eru gámarnir alveg ein- staklega illa merktir og þarf að leita mikið að „rétta“ gáminum til að geta skilað af sér „rétta“ sorpinu. Endurvinnslustöðvarnar eru einna ónotendavænsti þjónustustað- urinn sem ég kem á. Þrátt fyrir alla þessa augljósu galla, virðist Reykja- víkurborg telja sig vera vistvæna og sífellt vera að stíga vistvænni skref. Reykjavíkurborg býður íbúum sín- um upp á svokallaðar bláar tunnur. Frábært framtak fyrir þessa sem ekki eiga bíla og ekki hafa krafta til að halda á 13 kílóa þunga blaðapok- anum í 15 mínútur út í gám. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Þarf hinn almenni borgari að greiða sér- staklega fyrir þessar tunnur sem þó eru einungis fyrir prentpappír og markpóst. Ennþá þarf að fara með pappa og fernur lengra. Í ljósi kostn- aðar við að fara sjálfur með papp- írinn á endurvinnslustöðvarnar er þetta eflaust ódýrasti kosturinn í stöðunni, einungis 7.400 krónur á ári. Á hinn bóginn er jafnvel hægt að segja að þar sem ferðin er hvort sem er farin á endurvinnslustöðina, af hverju tekur maður þá ekki bara pappírinn með og sleppur við að borga fyrir bláa tunnu? Ég tel mig einstaklega lánsama að vera ekki öryrki eða ellilífeyrisþegi því þá væri nánast útilokað fyrir mig að vera umhverfisvæn. Helst vildi ég vera sá sem á umhverfisvænan bíl, sem getur keypt sér vistvænan frið með því að hafa bláa tunnu fyrir ut- an húsið hjá mér og skotist reglu- lega í Sorpu og komið við í Heið- mörk og skutlað niður trjám til að kolefnisjafna. Samt sem áður lít ég svoleiðis á að það sé vænlegast fyrir mig, eins og staðan er nákvæmlega í dag, að henda bara öllu mínu sorpi, gjörsamlega óflokkuðu beint í mína svörtu tunnu! Það kostar ekki neitt aukalega, nema auðvitað það að ég er ekki eins vistvæn og ég hefði kos- ið. Ég hlakka til að sjá í verki eft- irfarandi fullyrðingu sem ég fann á heimasíðu Reykjavíkurborgar: „Á næstu árum mun Reykjavíkurborg stíga stór vistvæn skref og verða til fyrirmyndar í umhverfismálum […] aðgerðir sem breyta borginni til muna og reynast borgarbúum vel.“ Hlýtur flokkun á sorpi, fjölgun grenndarstöðva með meira „úrvali“ af flokkunarmöguleikum og auðveld- ara aðgengi að Sorpu, augljósari merkingum á gámum stöðvanna, vera eitt af því sem flokkast undir „… aðgerðir sem breyta borginni til muna …“ ég veit að það reynist mér, vistvænum borgarbúum og um- hverfinu í heild sinni vel. Tel ég að Rvík, Strætó, Sorpa og önnur fyrirtæki sem koma að flokk- un sorps og annarri sorphirðu í Rvík verða að vinna saman að lausn þess- ara mála, í stað þess að benda hvert á annað. En hvað veit ég? Ég er bara ósköp venjulegur borgarbúi sem á í erfiðleikum með að koma ruslinu mínu í endurvinnslu. Vil ég sem Reykvíkingur, borgarbúi og hógvær umhverfissinni að það verði bætt úr þessum misbrestum sem fyrst. Flokkun sorps í Reykjavík Linda Björk Hávarðardóttir segir illa staðið að flokkun sorps í Borginni » Til að komast nálægt Sorpu get ég valið á milli tveggja vagna og annaðhvort farið í Breiðholtið eða í Kópa- voginn, sem þýðir um 2 tíma „ferðalag“ fyrir mig og sorpið mitt. Linda Björk Hávarðardóttir Höfundur er húsmóðir í aust- urbænum. REYKJAVÍKURBORG hefur lagt fram tillögur að mislægum gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar og hálf- um stokk á Miklu- braut í gegnum Hlíða- hverfið. Þegar farið er að rýna í tillögur borgaryfirvalda kem- ur margt í ljós sem ekki er augljóst í því kynningarefni sem borgin hefur sent frá sér. Og allt eru það hlutir sem skerða lífs- gæði íbúa í Hlíðum eða hreinlega stand- ast ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíks nýskipulags í íbúðahverfum. Hringtorg sem fyr- irhuguð eru við Stakkahlíð og Löngu- hlíð rísa upp yfir nú- verandi götuhæð og tillögur borgaryf- irvalda gera ráð fyrir að gangandi umferð eigi að fara um und- irgöng sem liggja á milli yfirborðsgötu og stokkalausna. Það er því fyrirhugað að gera fjölmörg undirgöng í gegnum hringtorgin í stað þess að láta gangandi umferð hafa forgang á yfirborðinu. Þessum lausnum er í nær engu lýst í kynningarefni borgarinnar utan þess að borg- aryfirvöld blekkja vísvitandi með því að sýna gatnamót Lönguhlíðar úr töluverðri hæð, eins og reyndar megnið af kynningarefninu. Og gleyma að geta þess að þar eigi að fara a.m.k. 23.000 bílar um dag- lega, eftir breytingar. Á engum myndum er reynt að myndgera þau stórfljót umferðar sem eftir verða ofanjarðar og eðlilegt hefði verið að telja að ætti að fara neð- anjarðar um hverfið. Gangandi vegfarendur eru sendir flóknar leiðir í gegnum óteljandi und- irgöng sem hafa sýnt sig að hafa fælingarmátt, skapa öryggisleysi og draga í sig mikla mengun. Gangamunni við Stakkahlíð er hvergi sýndur og hvernig hring- torgið þar rís yfir núverandi plan né heldur hvernig gangandi um- ferð er ætlað að fara undir rampa með 15.000 bíla dagsumferð og beint yfir gangamunn- ann þar sem gert er ráð fyrir a.m.k 36.000 bílum á dag. Forsendubrestur borgaryfirvalda er enn ljósari þegar hljóðútreikningar borgarinnar eru rýnd- ir. Allar tölur sem notaðar eru í útreikn- ingum miða við núver- andi umferðarmagn, en á sama tíma kemur fram í tillögum borg- arinnar að umferð á Miklubraut vestur vaxi í 59.000 bíla, úr núverandi 44.000, eða um 35%. M.ö.o. eru notaðar forsendur sem lýsa allt öðru en veruleikinn verður, komi til þessara framkvæmda. Fleiri dæmi má nefna. Gert er ráð fyrir að þung ökutæki á Miklubraut verði 5% en í umferð- artalningu 2004 kem- ur í ljós að slík um- ferð er 10%. Einnig gera forsendur ráð fyrir að umferð á hraðbrautinni í fríu flæði fari á 60 km/klst.?! Á Miklubraut við Stakkahlíð í dag er meðalhraði umferðar á tímabilinu kl. 7–19: 59 km/klst. og þar er há- markshraði 60 km/klst. Þrátt fyrir þessar gölluðu forsendur, verður ekki eitt einasta hús við hrað- brautirnar innan leiðbeiningar- marka reglugerðar 933/1999 um jafnaðarhljóðstig í íbúðabyggð sem er 45 dB. Og þau eru teljandi á fingrum annarar handar sem ná því að vera innan hámarks- hljóðstigs skv. sömu reglugerð, þ.e. 55 dB. Og sem fyrr er í út- reikningum borgarinnar aldrei rigning og engir nelgdir hjólbarð- ar, sem þó er sannað að hækki hljóðstig um 2–4 dB. Á sama hátt er illa lýst þeirri risavöxnu gjá sem fyrirhugað er að nái frá Kringlu, í gegnum gatna- mótin og allt niður undir Stakka- hlíð. Þessar gjár munu skapa gettó áhrif og tryggja enn frekari ein- angrun hinna litlu eyjahluta Hlíð- anna. Sama er uppi á teningnum þegar rýnt er í tillögur á Kringlu- mýrarbraut. Gangandi eru ætlaðar leiðir í mengunarskýjum og ær- andi hávaða sem gellur yfir nær- liggjandi íbúðabyggð. Borgaryfirvöld reikna „sparnað“ vegna slysa á hinum nýju tröll- auknu gatnamótum á Kringlumýr- arbraut og Miklubraut sem um- talsverðan. Borgin notast við meðaltal slysa 2002–2006 sem á engan hátt sýna núverandi ástand eftir breytingar sem gerðar voru 2005. Staðreyndin er sú að slysa- tíðni hefur lækkað umtalsvert og slysakostnaður á gatnamótunum árið 2007 er ekki nema 12,7% af því sem hann var 2002, skv. tölum Umferðarstofu. Borgaryfirvöld taka svo endan- lega steininn úr með því að kalla þessa hraðbrautalausn umhverf- islausn. Ráða má af gögnum að gangamunnar muni verða eins og stóriðjustrompar án mengunar- varna í miðju íbúðahverfi þegar umferðin dregur mengunina út með sér. Áhrifasvæði mengunar frá hraðbrautum er að lámarki 200 m og allt að 500 m skv. rann- sóknum. Ljóst er að hraða- og um- ferðaraukning eftir framkvæmdir mun auka mengun umtalsvert í Hlíðum, og er hún þó nálægt fjórð- ungi meiri þar að meðaltali en á Grensás og yfir mörkum reglu- gerðar 252/2002 m.v. nýjustu mæl- ingar. Það er því alveg ljóst þessar til- lögur Reykjavíkurborgar munu á engan hátt bæta lífsgæði íbúa í Hlíðum, heldur þvert á móti rýra þau umtalsvert. Íbúar í Hlíðum trúa því ekki að það sé vilji borg- arbúa að lífsgæði yfir 12.000 íbúa í Hlíðum og Háaleiti verði svo stór- lega skert til frambúðar – ein- göngu til þess að umferðin komist þessa 800 metra í gegnum hverfið án þess að eiga á hættu að stoppa á ljósum í eins og eina mínútu, eða vera 20 sekúndum lengur í gegn á grænni ljósabylgju. 9 af hverjum 10 íbúum í Hlíðum vilja ekki þessa lausn sem nú er kynnt. Þeir vilja raunverulega bót á lífsgæðum í borg. Þessi lausn færir þeim þau ekki. Hringbrautin er sorglegur bautasteinn slíkra lausna. Það þarf að hugsa málin upp á nýtt. Blekkingar borgaryfirvalda Hilmar Sigurðsson skrifar um tillögur Reykjavíkurborgar að umferðarmannvirkjum við Kringlumýrarbraut og Miklu- braut » Íbúar í Hlíð- um trúa því ekki að það sé vilji annara borgarbúa að lífsgæði yfir 12.000 íbúa í Hlíðum og Háa- leiti séu svo stór- lega skert til frambúðar. Hilmar Sigurðsson Höfundur er formaður Íbúasamtaka 3. hverfis - www.hlidar.com VARLA hefur það farið framhjá nokkrum manni að skortur hefur verið á starfsfólki í aðhlynningu á öldrunarheimilum landsins. Fólk hefur ekki fengist til starfa og launin eru ekki hvetjandi. Auglýsingar eftir starfsfólki hafa skilað takmörk- uðum árangri. Markmið Hrafn- istuheimilanna er að ráða starfsfólk í að- hlynningu sem skilur og talar íslensku. Orð eru til alls fyrst Þrír starfsmenn Hrafnistu heimilanna, þær Hrönn Ljóts- dóttir, Lovísa A. Jónsdóttir og Alma Birgisdóttir, hafa fundið ráð til úrbóta. Þær hafa hleypt af stokkunum tilraunaverkefni sem hlaut nafnið Öldubrjótur og er ís- lensku-, samfélags- og verk- menntaskóli Hrafnistu. Markmið skólans er að: - kenna einstaklingum af er- lendum uppruna íslensku - kynna fyrir þeim þeim ís- lenskt samfélag, gildi þess og viðmið - kenna aðhlynningu, mannleg samskipti og fleira - rjúfa félagslega einangrun einstaklinga af erlendum upp- runa - nýta þann mannauð sem ein- staklingar af erlendum uppruna búa yfir - ráða þessa einstaklinga sem framtíðarstarfsmenn Hrafnistu. Þessi markmið eru í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Það kemur kannski ekki á óvart að 100 umsóknir bárust þegar þetta námskeið var aug- lýst. Sautján konur voru valdar. Þær voru á aldrinum 22-52 ára. Margar þessara kvenna eru vel menntaðar. Í hópnum eru hjúkr- unarfræðingur, tölvufræðingur, ferðamálafræðingur og ein þeirra er með meistarapróf í ensku. Menntun af þessu tagi nýtist ekki í landinu ef viðkom- andi talar ekki ást- kæra, ylhýra málið. Tjáskipti og traust Sú kynslóð sem dvelst á öldr- unarheimilum í dag sættir sig ekki við umönnun af hálfu fólks sem ekki skilur eða talar íslensku. Önnur tungumál eru þeim ekki töm. Um- ræður í dagsins önn og tengsl í kringum samræður eru mikilvæg aðhlynning. Ekki ósjáldan eru færðar þakkir fyrir að geta spjallað um lífsins gagn og nauð- synjar eða bara um daginn og veginn. Það er mikilvægt heim- ilismönnum að geta rabbað við starfsfólkið. Þær stöllur, Hrönn, Lovísa Jóns og Alma, sem eiga heiðurinn af þessu verkefni, eiga þakkir skildar. Þeim hefur tekist að koma skólanum á fót með góðum stuðningi starfsmanna Hrafnistu, Mími–símenntun sem sér um ís- lenskukennsluna og Rauðakross- deild Garðabæjar. Sú deild hefur hrint af stað svokölluðu Mentor- kerfi sem hefur að markmiði að rjúfa félagslega einangrun kvenna af erlendum uppruna. Öldubrjótur gæti orðið öðrum fyrirtækjum og stofnunum til eft- irbreytni. Það skiptir máli að nýta mannauð þeirra sem flytjast til okkar lands. Aðkomufólkið þarf alúð og stuðning meðan það aðlagast nýju umhverfi og nýju starfi. Öldubrjótur Hrafnistu Lovísa Einarsdóttir segir frá tilraunaverkefninu Öldubrjóti Lovísa Einarsdóttir » Öldubrjótur gæti orðið öðrum fyrir- tækjum og stofnunum til eftirbreytni. Það skiptir máli að nýta mannauð þeirra sem flytjast til okkar lands. Höfundur er íþróttakennari og sam- skiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafn- arfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.