Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR N efnd um nýja þýðingu á Biblíunni hefur brugð- ist við gagnrýni og sent frá sér greinargerð sem birtist hér í Morg- unblaðinu fyrir viku og er það vel. Þar vakti athygli mína, að í erind- isbréfi til nefndarinnar er sagt, að haft skyldi í huga „að sú biblíuþýðing sem unnið væri að yrði kirkjubiblía og því bæri einnig um stíl að taka til- lit til breiðs lesendahóps“. Tarna var undarlega að orði komist og krefst skýringa. Frá útgáfu hinnar fyrstu biblíu, Guðbrandsbiblíu, hefur sú bók verið kirkjubiblía, en einnig að sjálf- sögðu til heimabrúks og húslestrar. Börn kippa sér ekki upp við að heyra orð, sem þeim eru ókunnug áður. Og þau vilja heyra þau. Þeim er eðl- islægt að ráða í merkingu orða eða spyrja. Það er leikur þeirra og þroski. Illur grunur sótti að mér, þegar ég las þau orð nefndarinnar, að orðið rekkja væri skýrara en sæng, „sjálf- sagt vegna þess að sæng í merking- unni „rekkja, rúm“ er nánast horfið úr máli manna nema í föstum orða- samböndum.“ Gott og vel, – en skyldu þessi föstu orðasambönd ekki vera býsna mörg og auðskilin hverju barni eins og þessi setning: „Móðir þín er lögst á sæng“? Engin sam- bærileg dæmi úr daglegu máli eru um notkun orðsins rekkja, enda yf- irleitt notað sem skrautyrði eða í æv- intýrum eins og Sögunni af Hlina kóngssyni: Renni, renni rekkjan mín út á skóg. Ekki bjó lami maðurinn við því- líkan lúxus, enda tekur þýðing- arnefndin fram, að lami maðurinn hafi legið á mottu, dýnu eða bedda. Mér þykja þessi orð ekki fara vel í ritningargreininni: „Statt upp og tak mottu þína, dýnu eða bedda og far heim til þín.“ Og „rekkja“ er óbrúk- legt eftir samhenginu. Ég ætla þess vegna að halda mig við orðasamband úr Nýja testamenti langömmu minn- ar, sem er fallegt og fast í málinu: „Ég býð þér, statt upp og tak sæng þína og far heim til þín.“ Fleira er athugavert við greinargerð þýðing- arnefndarinnar sem of langt mál er að rekja. Ég get t.d. ekki fellt mig við að segja „þeir gerðu máltíð sína við vörðuna“ í staðinn fyrir mötuðust. Ég reyndi orðalagið á Stefáni vini mínum og hann spurði, hvort „gera máltíð sína“ þýddi matbúa. Flatt orðalag misskilst fremur en kjarn- gott mál. Og ég hefði vafalaust fengið bágt fyrir „þeir gerðu máltíð sína“ hjá mínum góðu og gömlu íslensku- kennurum fyrir norðan Brynjólfi Sveinssyni og Gísla Jónssyni. Og ekki veit ég, hvað þeir hefðu sagt um orðalagið „aflað er til fiskjar“, þótt finnist á miða í Orðabók Háskólans. Það er margur miðinn og margt sem á miðanum stendur. Menn veiða sér til matar en ekki til fiskjar svo að dæmi sé tekið. Æðstu prestarnir og hinir skriftlærðu sendu út njósna- menn til að „veiða Jesúm í orðum“ eða „hafa á orðum hans“ en ekki til að „láta hann tala af sér“, því að það orðalag fellur ekki að persónu Krists og smækkar hann, sem ekki er hugs- unin. Í gamalli biblíu stendur: „Og Guð leit yfir alt, sem hann hafði gjört, og sjá! það var harðla gott, og þá varð PISTILL » Það er margur miðinn og margt sem á mið- anum stendur. Menn veiða sér til matar en ekki til fiskjar svo að dæmi sé tekið. Halldór Blöndal Renni, renni rekkjan mín út á skóg kvöld og þá varð morgun, hinn sjötta dag.“ Fyrirsögn greinargerðar þýð- ingarnefndarinnar er þessi: „Biblía 21. aldar – gagnrýni svarað.“ Nefnd- in lítur yfir það, sem hún hefur gjört, og sér, að það er harðla gott, – vega- nesti fyrir kristnar kynslóðir í 100 ár. En henni sést yfir, að biblían er allra alda, og hvorki takmörkuð í tíma né rúmi, sem hins vegar einstakar þýð- ingar á biblíunni eru og hljóta að vera. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is MINNIHLUTI borgarráðs gerði á fundi ráðsins á fimmtudag veru- legar athugsemdir við drög að svörum við spurningum umboðs- manns vegna REI-málsins, ósk- uðu eftir því að málinu yrði frest- að og var það gert, en drögin og greinargerðir minnihlutans voru dregin til baka. Gísli Marteinn Baldursson, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, segir að meirihlutinn hafi viljað ljúka málinu en minni hlutinn hafi beðið um frest og við því hafi verið orðið, en málið verði aftur tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs, sem verði eftir páska. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn, segir að drögin hafi stangast verulega á við frásagnir fjölmiðla af sömu atburðum og vitnisburð borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Ekki gangi að borgarstjórn sendi til dæmis frá sér svör um umboðsleysi borg- arstjóra sem stangist á við það sem margoft hafi komið fram á opinberum vettvangi. Drög dregin til baka ÞEGAR SNJÓA leysir og þurrt er í veðri í nokkra daga í röð skapast skilyrði fyrir svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Það er af þessum sökum sem Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar lét í vikunni rykbinda 290 km af vegum á helstu umferðargötum borgarinnar með 27.000 lítrum af rykbindiefni. Svifryksmengun var því undir heilsuverndarmörkum á föstudag, enda kemur dreifing magn- esíumklóríðs í veg fyrir að svifryk af kornastærðinni undir 10 míkró- metrum þyrlist upp þegar bílar keyra hjá og valdi loftmengun. Starfsmenn Framkvæmda- og eignasviðs önnuðust dreifingu ryk- bindiefnisins. Rykbinda göturnar Mengun Umferðin þyrlar upp svifryki í Ártúnsbrekkunni. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is EINAR Magnússon lyfjafræðingur var heiðraður sérstaklega á ráðstefnu sem boðað var til í Víet- nam í síðustu viku, en þá lauk formlega 40 ára starfi Svía við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í landinu. Átti Einar meginþátt í að semja lyfjalög fyrir Víetnam, en hann hefur komið að þessu starfi í 10 ár og bjó raunar í Víetnam í þrjú ár. Í stuttu spjalli við Morgunblaðið minnti Einar á að Víetnam-stríðið hefði verið ákaflega umdeilt, jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. Hefði Olof heitinn Palme, þáverandi forsætisráðherra Sví- þjóðar, verið einna fremstur í flokki gagnrýnenda þess og eftir Tet-sókn skæruliða 1968 hefði hann ákveðið að taka upp beinan stuðning við Víetnam. Hefðu Svíar verið með sendiráð í Hanoi, einir vestrænna ríkja á stríðstímanum, og snúið sér að því að byggja upp heilbrigðiskerfið í landinu. Hefðu þeir meðal annars reist í höfuðborginni, Hanoi, sjúkrahús í stað annars, sem eyðilagst hefði í loftárásum Bandaríkjamanna auk barna- spítala, sem kenndur var við Olof Palme. „Í þessu starfi hafa Svíar oft notið aðstoðar er- lendra sérfræðinga í mislangan tíma. Ég kom fyrst til Víetnams 1998 og ég bjó í Hanoi í þrjú ár, frá 1999 til 2002. Mitt sérsvið var lyfjamálin en lög um þau voru engin til í Víetnam. Ég átti síðan mikinn og kannski meginþátt í að semja þau drög að lyfjalögum, sem samþykkt voru 2005 og tóku gildi 2006,“ sagði Einar. Eitt af stóru málunum Þessu uppbyggingarstarfi Svía í Víetnam er nú formlega lokið og í tilefni af því gáfu þeir út bók, nokkurs konar yfirlit yfir starfið og árangurinn af því í 40 ár. Segir Einar, að þar komi fram, að framlag hans hafi verið eitt af stóru málunum og trúlega ástæðan fyrir því, að Svíar buðu honum einum erlendra sérfræðinga til lokaathafnarinnar í Víetnam. Þar var meðal annars efnt til ráðstefnu þar sem Einar stýrði vinnu- hópi um lyfjamál og síðan hefði honum verið veitt sér- stök viðurkenning fyrir fram- lagið. Einar sagði, að heilbrigðis- þjónustan í Víetnam hefði orð- ið illa úti í stríðinu eins og aðr- ir innviðir samfélagsins og raunar ekki verið beysin fyrir. Þetta hjálparstarf hefði hins vegar borið mjög ríkulegan ávöxt og kannski ágætt dæmi um þann árangur, sem unnt er að ná bestum með þróunarhjálp. Margt hægt að læra af Víetnömum Samstarfið við Víetnama var með miklum ágætum segir Einar. „Ég kom til landsins til að aðstoða þá og fræða um vestræn lyfjavísindi og vissulega get ég ekki verið annað en ánægður með árangurinn. Hitt er svo annað, að Víetnamar sjálfir búa að 5.000 ára langri reynslu af hefðbundnum læknisdómum, til dæmis jurtalyfjum, og á því leikur enginn vafi að mörg þeirra bera góðan árangur,“ segir Einar en um þessi mál fjallaði hann í viðtali við sænska læknisfræðitímaritið Forum og sem vakti nokkra athygli. „Auðvitað kemur sumt dálítið spánskt fyrir sjónir, til dæmis ormar í spritti og seyði af soðn- um köttum, en öðru máli gegnir um jurtalyfin, þau eru mörg mjög áhugaverð. Þá er það líka at- hyglisvert hvernig Víetnamar meðhöndla þung- lyndi. Það gera þeir ekki með lyfjunum einum, heldur virkja þeir allt tilfinningalíf sjúklingsins, trú hans og gamlar hefðir í því skyni að beina honum inn á rétta braut,“ sagði Einar Magnússon að lokum. Árangursríkt starf Einar Magnússon lyfjafræðingur heiðraður sérstaklega við athöfn í Hanoi fyrir framlag sitt við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Víetnam Athöfnin í Hanoi Fyrir miðri mynd, fimmti frá vinstri, er heilbrigðisráðherra Víetnams, Nguyen Quoc Trie, og næstur honum sendiherra Svía, Rolf Bergman. Einar er annar frá hægri á myndinni. Gripurinn, sem Einari var veittur. TÍBESKIR mótmælendur fá frest til morguns til að láta af mótmælum gegn meintum mannrétt- indabrotum Kínastjórnar og kröfum um aukin réttindi, áður en gripið verður til frekari aðgerða af hálfu stjórnar kommúnista í Tíbet. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var í fréttaveitunni Xinhua, þar sem stjórn kommún- ista í Tíbet hvatti „lögbrjótana til að gefa sig fram fyrir miðnætti á mánudag,“ með þeim orðum að „ekki yrði tekið hart á þeim sem gæfust upp.“ Á sama tíma hafði AFP-fréttastofan eftir óstað- festum heimildum að allt að hundrað hefðu látið lífið í mótmælunum, þar með talið kínverskir verslunareigendur í Lhasa, sem reiði mótmæl- enda hefur meðal annars beinst gegn. Minnst tíu hafa látist í mótmælunum frá því í fyrradag, tugir liggja slasaðir á sjúkrahúsum. Munu kínverskir verslunareigendur vera í hópi hinna látnu. Aðgerðirnar hófust á mánudag, þegar þess var minnst að 49 ár voru liðin frá misheppnaðri upp- reisn Tíbeta gegn yfirráðum Kínverja. Stjórn kommúnista í Tíbet sakar Dalai Lama, útlægan trúarleiðtoga Tíbets, um að standa fyrir aðgerð- unum, fullyrðing sem talsmaður leiðtogans hefur vísað alfarið á bug. Haft er eftir sjónarvottum að ígildi útgöngu- banns hafi verið komið í Lhasa og að hermenn grá- ir fyrir járnum vakti helstu götur borgarinnar. Tíbetar fá frest til morguns Reuters Á vaktinni Hermenn vakta götur Lhasa í gær. Kommúnistar segja útgöngubann ekki í gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.