Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Látið fagöndina um djobbið.
VEÐUR
Framkvæmdir eru hafnar við ál-verið í Helguvík. Umhverf-
isráðherrann er horfinn af landi
brott og iðn-
aðarráðherr-
ann lætur ekk-
ert til sín
heyra.
Það er ekkihægt að skilja þetta nema á
einn veg. Samfylkingin er samþykk
því að álver verði byggt í Helguvík.
Það er allavega jákvætt, að af-staða beggja stjórnarflokk-
anna liggur þá fyrir. Sjálfstæð-
isflokkurinn er hlynntur
framkvæmdinni og Samfylkingin
samþykkir hana með þögninni.
Það hefði að vísu verið karlmann-legra af Samfylkingunni að
taka hreina afstöðu og skýra hvers
vegna flokkurinn er hlynntur
framkvæmdinni.
En ráðherrar flokksins hafa ber-sýnilega verið eitthvað myrk-
fælnir og kjósa að samþykkja með
þögninni.
Athyglisvert er að Vinstri grænirhafa ekki komizt í neitt upp-
nám, þótt framkvæmdir við þetta
nýja álver séu hafnar. Er það í
samræmi við þá afstöðu þeirra,
sem virðist blasa við, að þeir vilja
ekki snerta hár á höfði Samfylk-
ingar?
Niðurstaðan er hins vegar sú, aðsvo virðist sem allsherjar sam-
staða sé á hinum pólitíska vett-
vangi um byggingu álvers í Helgu-
vík.
Það er nýtt. Það hefur ekki áðurgerzt.
Hvað ætli valdi?
STAKSTEINAR
Framkvæmdir hafnar
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!"#
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
!"#
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).? $
$ $
$
% $ $
%$$
%$
% %
*$BCD
*!
$$
B *!
&'
!( )
') "
! !
*!
<2
<! <2
<! <2
& ( )
!+
# ,-! .
)
C
!
"
" 6
2
!
#$% &
'
(
)*
B
!
#$% &
'
$
+$
/0 11 ) !2" ! +
# 3
)!)!
% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Helga R. Einarsdóttir | 15. mars
Ægivald peninganna
Ég var búin að heyra
það áður, en las svo í
blaði í dag. „Kaupþing
banki“, sem einu sinni
var Búnaðarbanki og
enginn veit hvað verður
í framtíðinni, ætlar að
loka útibúinu á Fúðum. Það er auðvit-
að hin mesta firra að halda úti þjón-
ustu í sveitarfélagi þar sem búið er
lengst frá sjó á Íslandi. Ólíklegt að
þeir kotungar geri sér nokkra grein fyr-
ir mikilvægi peningastofnana og ægi-
valdi þeirra sem þeim stýra [...]
Meira: ammatutte.blog.is
Ómar Eyþórsson | 15. mars
Góðir tónleikar
Hef löngum haldið uppá
Sálina hans jóns míns.
Hef hvorki flaggað því
opinberlega eða hlaup-
ið útí búð eftir nýjustu
plötunni en mér hefur
alltaf fundist sálin vera
besta íslenska poppbandið. [Við]
skelltum okkur á afmælistónleikana.
Húsið pakkað og eitt mesta fjör sem
ég hef orðið vitni að í Laugardalshöll-
inni. Það er greinilegt að Íslendingar
elska þetta band og ekki að ósekju.
Til hamingju sálin hans jóns míns.
Meira: bonham.blog.is
Hermann Einarsson | 15. mars
Skútumiðstöðin
Siglufjörður
Bæjarstjórn samþykkti
á síðasta fundi sínum
að hefja viðræður og
ganga frá samningi við
Sigmar B. Hauksson um
að taka að sér verk-
efnastjórn. Þetta verkefni er [...] mjög
spennandi og á eftir að koma Siglu-
firði aftur á kortið sem „heimsbæ“.
Verkefnið er nýsköpun [...] en það
gengur út á það að Siglufjörður verði
miðstöð skútusiglinag í Norður Atl-
antshafi.
Meira: smalinn.blog.is
Jakob Smári Magnússon | 15. mars
Gerir lítið úr Bubba
Biggi í Maus virðist vera
harður á því að Bubbi og
Utangarðsmenn hafi
ekki breytt miklu í ís-
lenskri tónlistasögu og
virðist vilja gera sem
minnst úr þeirra fram-
lagi til sögunnar. Hann dregur per-
sónulegan smekk inn í málið og segir
að honum finnist að önnur bönd „hafi
staðið sig betur í að gera hinu upp-
runalega pönki skil eins og það var
þegar það byrjaði í London“. Hann
nefnir bönd eins og Sjálfsfróun, Von-
brigði, Fræbbblana og Þey.
Ég er sammála honum að Fræbb-
blarnir og Sjálfsfróun hafi spilað pönk-
tónlist og Fræbbblarnir eru fyrsta ís-
lenska pönkbandið sem vitað er um
og eru reyndar eina bandið af þeim
sem Biggi nefnir sem voru til áður en
Utangarðsmenn komu fram á sjón-
arsviðið. Bubbi og Utangarðsmenn
opnuðu hins vegar augu og eyru fólks
gagnvart þessari tónlist og bylting átti
sér stað. Ég fer aldrei ofan af því á
meðan ég lifi. Og að segja að Þeys-
ararnir hafi verið að spila svipaða tón-
list og tíðkaðist í upphafi pönksins er
ekkert nema bull og vitleysa.
Ég veit að Biggi fílar Þeysarana og
það geri ég líka en þeir spiluðu ekki
pönk eins og það hljómaði í upphafi
tímabilsins. Tónlist þeirra líktist meira
því sem pönkið þróaðist út í síðar og
að mínu mati eru þeir eitt magnað-
asta band íslenskrar tónlistarsögu ef
ég má koma því að.
Tónlist Utangarðsmanna var hins
vegar miklu skyldari pönki, þ.e.a.s
hrátt og óbeislað rokk með beittum
textum og svo geta menn deilt um
hvort það er gott eða slæmt. Og það
er endalaust hægt að deila um hvað
sé hreinræktað pönk og hvað ekki og
hverjir voru fánaberar og hverjir „teik-
arar“ en það þarf ekki að deila um
það hvort Bubbi og Utangarðsmenn
hafi verið í fararbroddi í íslensku
pönkbylgjunni þó menn geti vissulega
haft sínar skoðanir á þeim. Svo er
það nú reyndar þannig að þeir sem
bera fánann spila yfirleitt ekki sjálfir.
Þeir bera bara fánann og láta aðra
um tónlistina. Það er ábyrgðarhlut-
verk að ritstýra tónlistartímariti og
mér finnst óábyrgt af ritstjóranum að
varpa fram fullyrðingum eins og hann
gerir og afsaka sig svo með því að
hvað honum finnist persónulega. Það
kemur málinu ekkert við.
Meira: jakobsmagg.blog.is
BLOG.IS
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá ungum
jafnaðarmönnum þar sem þeir
ítreka andstöðu við álver í Helgu-
vík:
„Framkvæmdastjórn Ungra
jafnaðarmanna á landsvísu og
stjórn Ungra jafnaðarmanna á
Suðurnesjum vilja ítreka andstöðu
sína við byggingu álvers í Helguvík
og taka þar undir með Náttúru-
verndarsamtökum Íslands og
Græna netinu, samtökum umhverf-
issinnaðra jafnaðarmanna. Jafn-
framt er lýst hundrað prósenta
stuðningi við Þórunni Sveinbjarn-
ardóttur umhverfisráðherra, sem
hefur gert alvarlegar athugasemd-
ir við stjórnsýslu af hálfu bæj-
arstjórna Reykjanesbæjar og
Garðs.
Í fyrsta lagi hafna Ungir jafn-
aðarmenn frekari uppbyggingu
mengandi áliðnaðar á Íslandi og
telja að landsmenn ættu að ein-
beita sér að því að auka fjölbreytni
íslensks atvinnulífs í stað þess að
hlaða áfram í hina yfirfullu álkörfu.
Hvað varðar Helguvík sérstak-
lega eru engin tæk rök fyrir að
hefja þar framkvæmdir og því sýna
sveitarstjórnirnar mikið ábyrgðar-
leysi. Mikið vantar upp á að orka
til framkvæmdanna og flutningur
hennar sé tryggður og í því sam-
bandi er óljóst um afstöðu ná-
grannasveitarfélaga. Þá hefur um-
hverfisráðuneytið ekki lokið við að
úrskurða um kæru Landverndar
þar sem farið er fram á heildstætt
umhverfismat fyrir álverið, orku-
öflun og orkuflutninga til þess.
Þessar framkvæmdir á suðvestur-
horninu núna verða ekki til þess að
[gera öðrum byggðum landsins
auðveldara fyrir] og verða síst til
þess að hraðar gangi að lækka hina
fáránlegu háu vexti, verðbólgu og
gengissveiflur sem íslensk heimili
og fyrirtæki búa við.
Síðast en ekki síst hefur ekki
verið aflað losunarkvóta fyrir
mengunina frá álveri í Helguvík en
Ísland hefur þar afar lítið rými til
viðbótar. Það beinlínis blasir við að
þarna þarf að taka í taumana og er
þeim orðum beint jafnt til hlut-
aðeigandi sveitarstjórna, ríkis-
stjórnar og Alþingis.
Að lokum vilja Ungir jafnaðar-
menn taka skýrt fram að þeir
hafna alfarið þeirri afstöðu að gera
megi Ísland að nýlendu fyrir
mengandi stóriðju, á þeim forsend-
um að landið búi yfir endurnýj-
anlegum orkugjöfum.“
Ítreka andstöðu
við álver í Helguvík
FRÉTTIR