Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTALÍFIÐ
212 milljörðum króna og fyrirtækið
skilaði 21 milljarði í EBITDA-
hagnað. Eitt af einkennum Bakka-
varar í gegnum tíðina hefur verið
sterkt sjóðstreymi. Árið í fyrra var
engin undantekning á því, 85 millj-
arðar í frjálsu fjárflæði frá rekstri.
Við jukum EBITDA-hagnað á milli
ára um 1%, sem er óvenju lítið, því
EBITDA-hagnaður hefur yfirleitt
aukist um 20-30% hjá Bakkavör.
Það sem veldur hægari vexti í fyrra
er í fyrsta lagi margumtöluð hækk-
un á hráefnisverði, til að mynda á
hveiti og öðrum landbúnaðar-
afurðum.“
– Hveiti hefur hækkað um 150%!
„Já, og svo mætti lengi telja, til
dæmis hefur mjólk, kjúklingur og
egg tvöfaldast í verði. Við erum
gríðarstór notandi á þessum vörum.
Við kaupum milljón kjúklinga á
viku, 70 þúsund tonn af hveiti og
um 300 milljón lítra af mjólk á ári,
sem samsvarar u.þ.b tvöfaldri fram-
leiðslu Íslendinga á ári. Þessar
hækkanir skila sér óhjákvæmilega í
hærri rekstrarkostnaði fyrir Bakka-
vör og voru tiltölulega ófyrirsjáan-
legar, sem leiddi til þess að mat-
vælaframleiðendur voru almennt
berskjaldaðir og það tekur því tíma
að koma þessum hækkunum út í
verðlagið.
Að öðru leyti hefur ýmislegt haft
neikvæð áhrif. Veðrið hefur verið
slæmt í Bretlandi og sumarið var
það versta í 100 ár, sem leiddi til
þess að framboð var lélegt á salati
og grænmeti. Við erum stærsti selj-
andi tilbúins grænmetis í Bretlandi
og töluvert var um skemmdir á ökr-
um og uppskerum vegna rigninga
og flóða, sem leiddi til hærra hrá-
efnisverðs og lélegri nýtingar í
verksmiðjum okkar. Allt lagðist á
eitt, þannig að árið 2007 var erfið
glíma.“
– Voruð þið að loka verksmiðju af
þeim sökum?
„Við tilkynntum nýverið að við
værum að skoða mögulega lokun á
pastaverksmiðju í Bretlandi, en þar
starfa um 100 manns. Það er líklegt
að við hættum pastaframleiðslu þar
sem hráefnisverð hefur hækkað um
300% á síðustu átta mánuðum. Í
þessu tilfelli hefur reynst erfitt að
koma hækkununum út í verðlagið.“
Fyrirtækjakaup um allan heim
– En þið hafið á sama tíma vaxið
með kaupum á fyrirtækjum?
„Við keyptum fimm fyrirtæki á
síðasta ári og gerðum m.a. okkar
fyrstu fyrirtækjakaup í Evrópu í
langan tíma þegar við keyptum sal-
atframleiðanda í Frakklandi. Við
keyptum að fullu fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í framleiðslu á fersku sal-
ati, sem við vorum áður minnihluta-
eigandi að í Kína, og síðan keyptum
við okkar fyrsta fyrirtæki í Mið-
Evrópu, sem framleiðir tilbúna rétti
í Prag, og tvö fyrirtæki í Bretlandi
þar að auki.“
– Þannig að hagnaðurinn fylgir
ekki stækkun félagsins?
„Nei, við jukum veltuna á milli
ára um 21%, en EBITDA-hagnaður
jókst um 1%. Við skiluðum minni
hagnaði en í fyrra, fyrst og fremst
vegna aukins vaxtakostnaðar. Við
greiddum hærri vexti en á árinu áð-
ur og afskriftir voru meiri, þannig
að rekstrarhagnaður dróst saman
um 3%, en hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði jókst um 1%. Það
er gaman að geta þess að Bakkavör
hefur skilað auknum EBITDA-
hagnaði á hverju einasta ári frá
1991, eða samfleytt í 16 ár. Ég held
að það sé einsdæmi á Íslandi og
með því vil ég undirstrika hvað
vöxturinn hefur verið stöðugur hjá
Bakkavör.“
– Og þið haldið áfram að kaupa
fyrirtæki á þessu ári?
„Við höfum keypt þrjú fyrirtæki
á þessu ári. Við keyptum í fyrsta
skipti fyrirtæki í Bandaríkjunum í
janúar, en það er 300 manna fyr-
irtæki sem framleiðir eftirrétti og
ídýfur og er með eina verksmiðju í
Los Angeles og aðra í Pennsylv-
aníu. Það framleiðir fyrir veitinga-
húsakeðjur og stórmarkaði, þar á
meðal Tesco, sem er stærsti við-
skiptavinur Bakkavarar. Við teljum
gríðarlega möguleika fyrir hendi á
markaðnum í Bandaríkjunum.“
– Í hverju felast þeir?
„Í fyrsta lagi er Tesco, stærsti
viðskiptavinur okkar í Bretlandi,
farið að byggja upp starfsemi vest-
anhafs. Tesco mun ekki kaupa keðj-
ur heldur byggja upp frá grunni og
hefur fengið góðar viðtökur við
þeim stórmörkuðum sem hafa verið
opnaðir, en þar er fyrst og fremst
stólað á vörur og vöruúrval sem
Bakkavör hefur byggt upp í Bret-
landi. Á árinu 2008 verður komið
upp 150 verslunum, þær verða 400 í
árslok 2009 og stefnt er að 10 þús-
und verslunum eftir tíu ár. Við
sjáum því mikil tækifæri, bæði með
Tesco og eins öðrum stórmörkuðum
í Bandaríkjunum, sem hafa lýst
áhuga á að byggja upp vöruúrval
svipað því sem Tesco leggur áherslu
á.“
– Hvaða fleiri fyrirtæki keyptuð
þið?
„Hitt fyrirtækið sem við keyptum
í janúar er í Kína, en það er annað
fyrirtækið sem við kaupum þar. Við
erum með 1.400 starfsmenn þar í
sjö verksmiðjum og erum að byggja
þá áttundu. Og við erum að kynna
nýjar vörur, byrjuðum í nóvember
að framleiða samlokur og vefjur
fyrir StarBucks. Margir möguleikar
eru til skoðunar og við sjáum fyrir
okkur mikinn vöxt í Kína á næstu
árum. Á föstudag tilkynntum við
þriðju kaupin á þessu ári, keyptum
48% í fyrirtæki í Hong Kong og er-
um með kauprétt á afganginn eftir
tvö ár. Það fyrirtæki er dæmigert
fyrir Bakkavör, framleiðir tilbúin
salöt, tilbúna rétti, pasta og ýmsa
drykki, einkum fyrir markaðinn í
Hong Kong og Macau. Síðan horf-
um við í auknum mæli til meg-
inlands Evrópu um frekari vöxt og
ætlum okkur að vaxa hratt þar á
næstu árum.“
– Þið haldið vaxtarstefnu til
streitu þrátt fyrir að fjármögnun sé
dýrari en áður?
„Þó að staðan sé erfið á fjár-
málamörkuðum eiga rekstrarfélög
með góða rekstrarstöðu og sjóð-
streymi ekki í vandræðum með að
fá lán. Fyrir rúmum mánuði geng-
um við t.d. frá fjármögnun í Asíu
þar sem lánskjörin voru á vel undir
100 punktum, sem þykir mjög gott.
Skortur á lánsfé hefur ekki náð til
fyrirtækja eins og Bakkavarar.“
Ekki kollsteypur
– Er hætta á því að með minnk-
andi kaupmætti hætti fólk að kaupa
tilbúna matrétti?
„Það hefur örugglega áhrif en
mótrökin eru þau að fólk sparar
fyrst við sig í að fara út að borða. Í
staðinn leyfir það sér að kaupa góð-
an mat og hita hann eða elda hann
heima. Það getur vel verið að sala
verði hægari, en þetta verða aldrei
þær kollsteypur sem þekkjast úr
öðrum greinum. Matvælageirinn er
stöðugur og þar verður síst sam-
dráttur í sölu þegar kreppir að.
Mikil vakning hefur verið á und-
anförnum árum um hollustu og
gæði matvæla og njótum við góðs af
því. Síðan erum við einfaldlega með
svo breitt vöruúrval að jafnvel þótt
fólk breyti neyslumynstri sínu er
líklegt að þær vörur sem keyptar
eru í staðinn séu líka hluti af okkar
framleiðslu. Það má búast við tíma-
bundnum samdrætti, en til langs
tíma höfum við engar áhyggjur.
Neytendur eru orðnir vanir
ákveðnum gæðum, hollustu og þæg-
indum þegar kemur að matvælum
og ólíklegt er að þeir hverfi aftur til
matvara sem uppfylla ekki þær
kröfur.“
– Á aðalfundinum var samþykkt
að gefa hlutaféð út í erlendri mynt.
„Upphaflega ætluðum við okkur
að gefa hlutaféð út í pundum, af því
að uppgjörsmynt okkar er pund, en
það virðist langt í land með að það
sé hægt. Þess vegna ákváðum við
að takmarka okkur ekki við þann
gjaldmiðil þegar kemur að skrán-
ingu hlutabréfa.“
– Nú er Bakkavör ekki með neina
sölu eða framleiðslu á Íslandi. Af
hverju er fyrirtækið skráð hér á
landi?
„Við erum með höfuðstöðvar hér,
stýrum m.a. fjármögnun og fjár-
festatengslum félagsins héðan og
það hentar okkur vel. Í fyrsta lagi
vegna þess að megnið af hluthöfum
félagsins eru íslenskir og í öðru lagi
er skattalegt hagræði af því að vera
með höfuðstöðvar hér á landi.“
– Er hugsanlegt að Bakkavör
verði tekin af markaði?
„Hlutabréfaverð Bakkavarar hef-
ur lækkað mikið að undanförnu. Ef
veiking krónunnar er tekin með í
reikninginn, sem er rétt að gera
vegna þess að allar tekjur félagsins
eru í erlendri mynt, er það 55%
ódýrara en það var fyrir sex mán-
uðum. Það er að mínu viti langt fyr-
ir neðan það sem eðlilegt getur tal-
ist. Afskráning er hins vegar ekki í
spilunum hjá stærstu hluthöfum fé-
lagsins.“
Ekki hentistefnuaðferð
– Það hefur verið gagnrýnt að
færður hafi verið hlutdeildarhagn-
aður í bókhaldi Exista á liðnu ári.
Væri eðlilegra að færa eignir á
markaðsvirði?
„Ég skal skýra þetta í stuttu
máli. Frá upphafi árs 2007 hafa
Sampo og Kaupþing verið hlutdeild-
arfélög Exista. Við erum lang-
stærstu eigendur þessara tveggja
félaga með um eða yfir 20% hlut-
deild í hvoru fyrir sig. Þetta eru
kjölfestueignir til langs tíma í
kjarnastarfsemi Exista, sem eru
tryggingar og fjármálaþjónusta.
Þess vegna er rökrétt að við bók-
færum raunverulega afkomu fyr-
irtækjanna í okkar reikningum en
ekki sveiflur í verði hlutabréfa
þeirra. Það hefur enginn getað
gagnrýnt þetta, enda fullkomlega
eðlilegt, en ég hef hins vegar tekið
eftir að reynt hefur verið að gera
þetta tortryggilegt.
Þetta er ekki ný aðferð, þótt
stundum sé látið þannig, heldur eru
þetta viðurkennd og algeng reikn-
ingsskil. Bakkavör er með hlut-
deildarfélög, svo dæmi sé nefnt,
eins og fjöldamörg önnur fyrirtæki.
Það er jafnframt misskilningur að
það sé eitthvert laumuspil með
þetta, enda vekjum við sérstaklega
athygli á mismun á bókfærðu virði
og markaðsvirði hlutdeildarfélaga í
reikningum félagsins og tilkynn-
ingum með uppgjörum. Það má
jafnframt minna á að uppgjör Ex-
ista er samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilum eins og hjá sam-
bærilegum alþjóðlegum fyr-
irtækjum.
Til gamans má nefna að Bakka-
vör var hlutdeildarfélag í reikn-
ingum Granda hf. þegar Grandi var
stærsti hluthafi Bakkavarar frá
1995 til 2000. Þar réð ríkjum einn
helsti kennimaður þjóðarinnar í við-
skiptafræði og reikningshaldi, Árni
Vilhjálmsson prófessor. Þetta er því
engin hentistefnuaðferð, sem Exista
hefur fundið upp – aldeilis ekki!
Þessi aðferð var ekki tortryggð
þegar markaðirnir voru öðruvísi á
fyrri árshelmingi 2007 og mikil dul-
in eign í bókum Exista vegna Kaup-
þings og Sampo, enda var á þeim
tíma markaðsvirði hærra en það
virði sem við færðum í bækur okk-
ar.“
– Er ekki fyrirséð að ef
»Hvers vegna að selja frábær-
ar eignir í slæmum markaði?
Í erindi sínu á aðalfundi Bakkavarar á föstudag gaf Ágúst Guðmundsson hugmynd um um-
fang reksturs Bakkavarar. Hann benti á að Bakkavör keypti 310 milljónir lítra af mjólk árið
2007, en 125 milljónir lítra voru notaðar í framleiðslu mjólkurafurða hér á landi sama ár.
Bakkavör keypti 52 milljónir kjúklinga, en framleiðslan á Íslandi var 5 milljónir árið 2007.
Og Bakkavör keypti 9 þúsund tonn af eggjum árið 2007, en framleiðslan á Íslandi var 3 þús-
und tonn. Bakkavör framleiðir 80 milljónir pítsa á ári, sem jafngildir 270 pítsum á hvern Ís-
lending. Neytendur verja að meðaltali minna en 15 mínútum í að búa til kvöldmat. Og inn á
það stílar Bakkavör, sem framleiðir 46 milljónir tilbúinna máltíða á ári, sem jafngildir tveim
máltíðum á dag fyrir hvert heimili á Íslandi árið um kring. Í ársskýrslu Bakkavarar kemur
fram að 65% evrópskra og bandarískra neytenda leitast við að temja sér hollara mataræði.
Framleiðsla fyrir fimmtán mínútur
Vismedia
»Ég sé ekki hvernig Ísland á að hafa efni á því að
halda þessu vaxtastigi. Af hverju í veröldinni
eigum við að borga þessa vexti til eigenda erlendra
jöklabréfa? Ég held að við höfum ekki efni á því og
ættum að hætta því í snarhasti, hvað sem líður
verðbólgumarkmiðum. Það er einfaldlega ekki
hægt að keyra þjóðfélagið svona áfram. Enginn
rekstur og engin heimili í þessu landi standa undir
þessu vaxtastigi. Það er ósköp einfalt.
16