Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 16

Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 16
16 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTALÍFIÐ ástandið breytist ekki á fjár- málamörkuðum muni áhrif lækk- unar á eignum félagsins teljast „veruleg“ og „varanleg“ og því þurfi að bóka eignir niður? „Það er alls ekki útilokað. Ef það verður mikil og varanleg lækkun verðmætis í þessum tveimur fé- lögum og rekstur þeirra stendur ekki undir bókfærðu virði þeirra, þá mun virðisrýrnunarpróf leiða til nið- urfærslu. Það á bæði við um skráð og óskráð félög, þannig að Bakka- vör og flest önnur félög þurfa að sama skapi að gera slík próf í sínum uppgjörum. Ég get ekki sagt til um hvort og þá hvenær til þess kæmi, ekki er ein algild regla í því, en sú ákvörðun yrði tekin af endurskoð- anda félagins með stjórn.“ – Það voru ekki kjöraðstæður á markaðnum í hlutafjárútboði Skipta og seldust aðeins 7,49% af heildar- hlutafé félagsins, en í boði voru 30%. „Það er óhætt að segja það. Eina ástæðan fyrir að ráðist var í útboðið við þessar aðstæður var að efna varð samning sem kaupendur Sím- ans gerðu við ríkið í júlí 2005. Þegar Síminn var seldur var ákvæði um að setja yrði fyrirtækið á markað fyrir árslok 2007. Við neyddumst til að fresta því til loka mars vegna þátt- töku Skipta í einkavæðingu slóv- enska ríkissímans, þar sem Skipti var annar tveggja bjóðenda sem átti kost á að kaupa fyrirtækið. Af þess- um sökum áttum við engra annarra kosta völ en að fara núna með út- boðið ofan í lélegasta markað sem sést hefur í áratugi. Við stöndum að sjálfsögðu við okkar samning og buðum almenningi hlutabréf til kaups. Þar við situr.“ Óvægin umræða um Exista – Hefði Exista þurft að bregðast við með meira afgerandi hætti þeg- ar markaðir fóru niður, til dæmis með því að selja aðrar erlendar eignir en Kaupþing og Bakkavör? „Alls ekki, Exista er trútt sinni fjárfestingarstefnu. Hvers vegna að selja frábærar eignir í slæmum markaði? Exista seldi reyndar öll veltubréf sín og eignir sem ekki teljast langtímaeignir á síðasta ári. Hins vegar hefur verið mikil um- ræða um félagið, oft óvægin og illa rökstudd. Margir hafa keppst við að tala niður félagið og líkt því við fjár- festingarfélög, sem sum hver hafa einfaldlega ekki verið í stakk búin að mæta niðursveiflunni eða hafa háttað rekstri sínum með allt öðrum hætti. Menn hafa verið að spá því að Exista væri á sömu leið og ekki litið til þess hvernig félagið er upp byggt, rekið og fjármagnað. Það er erfitt að eiga við svona orðróm þeg- ar jafnvel ritstjórar virðast taka af- stöðu gegn félaginu, eins og ritstjóri Morgunblaðsins. En þetta gengur vonandi yfir. Exista er firnasterkt félag, sem á framtíðina fyrir sér. Undirliggjandi eignir Exista eru allt framúrskar- andi fyrirtæki, hvert á sínu sviði. Ég get haldið því fram kinn- roðalaust að VÍS og Lýsing eru stærstu og öflugustu fyrirtækin á sínu sviði hér á landi og hið sama má segja um Kaupþing og Símann. Erlendar eignir Exista eru einfald- lega bestu fyrirtækin á sínum markaði, þ.e. Sampo, sem er stærsta og öflugasta tryggingafélag á Norðurlöndum, og Storebrand, sem er leiðandi á sínu sviði í Nor- egi, og nú einnig í Svíþjóð. Þannig að undirliggjandi rekstur Exista er afar traustur, ef menn kæra sig um að skoða hann.“ – Það hefur verið núningur á milli ykkar og forstjóra Sampo. „Þú segir það – núningur já,“ segir Ágúst og brosir. „Hann er mikill persónuleiki og gefinn fyrir að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Við höfum ekki velt okkur upp úr því, heldur lýst yfir trausti okkar á forstjórann og stjórnina. Þannig standa málin. Rétt er að geta þess að Lýður verð- ur væntanlega kjörinn í stjórn Sampo á aðalfundi 12. apríl, fyrsti erlendi ríkisborgarinn til þess, og það er allt gert í fullri sátt og vin- semd við stjórn og stjórnendur Sampo. Þannig að við höfum ekkert þurft að fara út í herferð eða illindi til þess að fá því framgengt, sem segir þá til um samskipti okkar við stjórnendur Sampo.“ – Voru mistök að fara með Exista á markað – hefði hentað betur að hafa félagið óskráð? „Nei, maður tekur alltaf ákvarð- anir út frá stöðunni á hverjum tíma. Auðvitað er ekki skemmtilegt þegar fólk fjárfestir í fyrirtækjum undir stjórn okkar bræðra og tapar pen- ingum. Það erum við óvanir að sjá og okkur þykir það afar leiðinlegt. En það er ekkert við því að gera og við stjórnum ekki þróun markaða. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að rekstri okkar félaga, sem rekin eru með langtímasjónarmið í huga, ráðdeild og kostnaðaraðhaldi. Það hefur verið til umræðu undanfarið að ýmis félög hafi tapað sér gjör- samlega í eyðslusemi. Öll þau fyr- irtæki sem eru undir stjórn okkar bræðra eru rekin með kostnaðar- aðhaldi og ráðdeild, hvort sem er Exista, Bakkavör, VÍS, Lýsing eða önnur.“ Það á að gæta hófs – Hafa ekki bankarnir ýtt undir veislugleðina, þar á meðal Kaup- þing? „Hverjum getur sýnst sitt um það. En það er hæpið að kenna bönkunum um það að almenningur taki lán, eins og fólk hafi ekki átt neinna kosta völ. Auðvitað var mik- ið framboð af lánsfé og hugsanlega hefðu bankarnir mátt vera aðhalds- samari í útlánum, en auðvitað hlýt- ur almenningur og fyrirtæki að meta á eigin forsendum, hvort eigi að skuldsetja sig. Lántakandinn ber ábyrgðina á endanum og ég fæ ekki séð að bankarnir eigi að vera í neyslustýringu hvað það varðar.“ – Er hægt að tala um ráðdeild og sparnað í rekstri bankanna þegar litið er til allra boðsferðanna, svo sem á fótboltaleiki erlendis og í lax- veiði? „Í slíku á að gæta hófs og ein- ungis er hægt að réttlæta slík út- gjöld ef þau hafa viðskiptalegan ávinning í för með sér. Menn hafa örugglega farið yfir strikið á köfl- um. Bankarnir eiga að taka þetta föstum tökum og mér heyrist þeir ætli sér allir að draga úr kostnaði og einbeita sér að innri málum við núverandi kringumstæður.“ – Starfsmenn Exista tóku þátt í útboði félagsins og hafa ekki riðið feitum hesti frá því – hefur það haft slæm áhrif á starfsandann? „Ég held að allir starfsmenn Ex- ista séu bjartsýnir á framtíð félags- ins. Þeir þekkja vel innviði þess og þau vinnubrögð sem þar eru við- höfð. Og allir hafa mikla trú á því að Exista komi sterkt út úr þessum al- þjóðlegu fjármálaþrengingum. Eng- inn vafi er á því að fjölmörg tæki- færi gefast fyrir félög eins og Exista, sem koma standandi og í góðu formi út úr svona ástandi.“ – Hvert er eigið fé Exista þegar horft er til markaðsvirðis eigna fé- lagsins? „Við greindum ítarlega frá fjár- hagslegri stöðu félagsins í lok jan- úar, jafnhliða kynningu á uppgjöri fyrir síðasta ár. Mér er ekki kunn- ugt um að önnur félög hafi gefið upp viðlíka upplýsingar um stöðu sína eftir sviptingarnar í upphafi ársins og Exista gerði. Á þeim tíma var umreiknuð eiginfjárstaða miðað við allar eignir á markaðsvirði um 1,3 milljarðar evra. Þá höfðu ýmsir aðilar, innlendir sem erlendir, verið með reiknivélina á lofti og umreikn- að eiginfjárstöðuna með afar mis- jöfnum árangri. Við töldum rétt að nota tækifærið þegar við kynntum uppgjörið og leiðrétta þetta, en það er ljóst að þessa útreikninga getum við ekki birt á mánaðar fresti frekar en aðrir. Enda hafa þeir í raun tak- markaða þýðingu fyrir rekstur fé- lagsins. Eiginfjárhlutfall Exista var í árslok um 32% að teknu tilliti til víkjandi bréfa sem gefin voru út fyrir áramót.“ – Þú nefndir víkjandi skuldabréf, sem gefin voru út upp á 250 millj- ónir evra í desember. Ekki hefur verið gefið út hver keypti bréfin? – Þetta er einkaútgáfa sem Kaup- þing hafði milligöngu um, en við höfum ekkert um það að segja hverjir fjárfesta í slíkum bréfum. Það er þeirra sem keyptu bréfin að gefa þær upplýsingar, ef þeir svo kjósa.“ – Einhverjar vangaveltur voru um að það væruð þið sjálfir? „Ég get alveg sagt að svo er ekki. Þetta er skýrt dæmi um gróusögu sem er algerlega úr lausu lofti grip- in.“ Bankarnir fóru ekki offari – Hvað finnst þér um þá gagnrýni á íslensku bankana að þeir hafi ver- ið djarfir í útrás sinni? Hefðu menn átt að fara sér hægar? „Ég tek nú ekki undir það enda hefur starfsemi bankanna erlendis styrkt þá og aukið áhættudreifingu. Það þarf að skoða hlutina í stærra samhengi. Ég get nefnt Citigroup, UBS, Morgan Stanley og fleiri virta og heimsfræga banka sem hafa ver- ið nærri því að riða til falls síðustu mánuði. Margir bankar hafa sótt til Mið-Austurlanda eða Kína til að ná sér í neyðarhlutafé. Slíkt hefur ekki gerst hjá íslensku bönkunum. Ég hef ekki séð sambærilegar afskriftir hjá íslensku bönkunum og hafa ver- ið hjá nokkrum frægustu bönkum í heimi. Og ég hef ekki ennþá séð nein merki um það að íslensku bankarnir hafi farið offari í útlánum eða fyrirtækjakaupum um allan heim. Ef einhver annar sér merki um það, þá láti hann mig vita. Þessi umræða er ekki á réttri braut. Svo sitja jafnvel greiningardeildir banka, sem hefur verið bjargað með neyðarlánum eða hlutafé, og gagn- rýna íslensku bankana fyrir óhóf í útlánum og óábyrgan vöxt. Ég sé ekki betur en íslensku bankarnir séu að koma hvað best út úr núver- andi lánsfjárkreppu á heimsmark- aðnum. Það nákvæmlega sama gildir um Exista. Undanfarna sex mánuði hef- ur maður ítrekað hlustað á sömu menn tala um að nú sé Exista alveg að fara á hausinn. Á þeim tíma hafa frægir bankar og vogunarsjóðir rið- að til falls og niðursveiflan var rétt að byrja þegar sum fjárfesting- arfélögin voru komin í verulegan vanda.“ – Hvað segirðu þá um hátt skuldatryggingarálag bankanna? „Skuldatryggingaálag er afar ótraustur mælikvarði á stöðu bank- anna á fjármálamarkaði. Það sést ekki síst á því að það helst ekki í hendur við lánshæfismat bankanna, sem er besti hlutlausi mælikvarðinn á styrkleika þeirra. Til dæmis fékk Kaupþing lánsfé um daginn á mun betri kjörum en skuldatrygg- ingaálag segir til um. Til gamans má rifja upp frétt um að skuldatryggingaálag íslenska ríkisins væri komið í 200 punkta. Jú, jú, gott og vel, en ég veit ekki um nein skuldabréf íslenska ríkisins til sölu. Hvernig getur álagið þá verið komið í 200 punkta? Allir eru sammála um að þessi tiltekni af- leiðumarkaður virðist í litlum tengslum við raunverulegan fjár- mögnunarkostnað.“ – En stjórnendur fjármálafyr- irtækja, þar á meðal Sigurður Ein- arsson, stjórnarformaður Kaup- þings, virðast líta ástandið alvarlegum augum? „Já, ég er sammála því. Það er full ástæða til að taka ástandið al- varlega. Ástandið á fjármálamörk- uðum er mikið áhyggjuefni og gerir mönnum erfitt fyrir með fjár- mögnun. En það að Kaupþing hafi náð í fjármagn á viðunandi kjörum, segir manni að til séu fjárfestar sem eru reiðubúnir að skoða undirliggj- andi virði og rekstur fyrirtækja og leggja fram fjármagn með það í huga.“ – Hvernig sérðu Exista þróast á næstu árum, nú þegar fjármögnun er orðin dýrari? „Exista er gífurlega vel fjár- magnað og hefur þegar yfir að ráða lausafé til þess að mæta skuldbind- ingum sínum fram á síðari árshelm- ing 2009. Ég held að það verði áfram takmarkað aðgengi að lánsfé, en það þýðir ekki að endurnýjun lánssamninga sé ekki möguleg. Ex- ista hyggst einbeita sér að rekstri dótturfélaga sinna, VÍS og Lýs- ingar, og halda áfram að auka hagn- að og arðsemi annarra eigna félags- ins. Ég held að Exista verði vel í stakk búið að grípa tækifæri sem gefast þegar fjármálamarkaðir opn- ast aftur.“ – Hefur ekki hvarflað að ykkur bræðrum að einbeita ykkur bara að »Hæpið að kenna bönkunum um það að almenningur taki lán Morgunblaðið/Eggert Hagstjórnin Ágúst segir að menn eigi ekki að velta vandanum á undan sér. » Þó að staðan sé erfið á fjármálamörkuðum eigarekstrarfélög með góða rekstrarstöðu og sjóð- streymi ekki í vandræðum með að fá lán. Fyrir rúmum mánuði gengum við t.d. frá fjármögnun í Asíu þar sem lánskjörin voru á vel undir 100 punkt- um, sem þykir mjög gott. Skortur á lánsfé hefur ekki náð til fyrirtækja eins og Bakkavarar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.