Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 19
hendur vændishópum. Hrein fjár-
mál – hrein fjölskyldumál urðu
eins konar vörumerki Eliots Spit-
zer.
Meðbyrinn varð til þess að Spit-
zer tilkynnti framboð sitt til rík-
isstjóra New York 2006 og loforð
hans um að uppræta spillingu í
stjórnkerfi ríkisins af sömu hörku
og hann hafði beitt bankana og
stórfyrirtækin tryggðu honum
stórsigur. Hann tók við ríkisstjóra-
embættinu í janúar í fyrra en hef-
ur að heita má átt stöðugt undir
högg að sækja, einkum vegna vafa-
samra aðferða starfsmanna sinna,
þar á meðal pólitískrar misnotk-
unar á lögreglunni. Sambúð hans
við fylkisþingið hefur líka verið
stormasöm. Almenningsálitið fjar-
aði því fljótt undan fylkisstjóran-
um og steininn tók úr, þegar hann
í fyrrahaust kynnti ætlan sína um
að ólöglegir innflytjendur fengju
ökuskírteini. Hún vakti ekki ein-
asta mótmæli í New York ríki
heldur um gjörvöll Bandaríkin og
á endanum dró Spitzer þessa fyr-
irætlan til baka. En skaðinn var
skeður. Og þá bættist vændismálið
við og Spitzer stóð uppi ekki ein-
asta sem mistækur stjórnmála-
maður heldur og berskjaldaður
hræsnari.
Viðskiptavinur
númer níu
10. marz sl. varð það opinbert að
ríkisstjórinn sætti rannsókn vegna
viðskipta hans við vændishringinn
Emperors Club VIP sem hefur á
sjötta tug vændiskvenna á sínum
snærum. Í skjölum málsins er vitn-
að til Spitzers sem viðskiptavinar
númer níu og kemur fram að hann
hafi greitt um 5,5 milljónir króna
fyrir a.m.k. sex eða sjö stefnumót
við vændiskonur síðustu tíu árin.
Það eru þó síðustu vændiskaup
Spitzers sem gera alríkisyfirvöld-
um kleift að ákæra hann, en 13.
febrúar óskaði hann eftir því að
vændiskona frá New York kæmi til
sín á hótel í Washington og valdist
Ashley Alexandra Dupre til ferð-
arinnar. Í málsskjölunum kemur
fram að Spitzer greiddi sem svarar
300.000 krónum fyrir viðskiptin.
Eliot Spitzer lætur af embætti á
morgun, mánudag, og hefur sagzt
ætla að einbeita sér að því að end-
urvinna traust fjölskyldu sinnar,
en hann er 48 ára, kvæntur og
þriggja barna faðir.
Eiginkona Spitzers kom fram á
blaðamannafundum með manni
sínum, þegar hann baðst afsökunar
á yfirsjónum sínum og tilkynnti af-
sögn sína, þannig að líkt og Hillary
Clinton stendur hún með sínum
manni.
Svo er bara að sjá, hvert fram-
haldið verður.
Clinton Bill Clinton hélt forsetaembættinu þrátt fyrir Lewinskimálið
Reuters
Lewinsky Monica Lewinsky fjallar um samband hennar og forsetans.
Morgunblaðið/ÞÖK
» Í skjölum málsins ervitnað til Spitzers
sem viðskiptavinar
númer níu og kemur
fram að hann hafi greitt
um 5,5 milljónir króna
fyrir a.m.k. sex eða sjö
stefnumót við vænd-
iskonur síðustu tíu árin.
Britannica
The Christian Science Monitor
The New York Times
Morgunblaðið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 19
Tónlist beint
í símann
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Sony Ericsson V640i
Lipur og nettur Walkman tónlistarspilari. 3G, EDGE,
256 Mb minniskort. Fer á netið með Vodafone live!
Fæst í "Havana Gold" og svörtu. Fæst eingöngu hjá
Vodafone.
19.900 kr.
Milljón lög til eignar í Vodafone
tónlistarsímann þinn
Komdu við í næstu Vodafone verslun og kynntu þér
tónlist í símann.