Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 23

Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 23
átt samleið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 23 við UNDP að koma upp nokkrum litlum rafstöðvum á svæðinu sem knúðu ýmis tæki sem leystu kon- urnar frá ýmsum heimilisstörfum. Þær gátu nýtt tíma sinn til að vinna og atvinnumöguleikar þeirra jukust. Í kringum rafstöðvarnar spannst því vettvangur fyrir alls kyns frum- kvöðlastarfsemi kvenna. Þær gátu komið á fót saumastofum og annarri starfsemi sem var háð tryggu raf- magni. Þarna urðu margfeldis- áhrifin mikil og það skapaðist vinna fyrir mikinn fjölda fólks.“ Gegn vinnuþrælkun Nú sér maður í markmiðslýsingu Sameinuðu þjóðanna að það er mik- ið verið að tefla slíku starfi til höf- uðs vinnuþrælkun á vegum vest- rænna fata- og íþróttavörufyrirtækja í þróun- arlöndum? „Einmitt. Sameinuðu þjóðirnar beina athyglinni mikið að einkageir- anum meðal annars vegna þess hve vestrænum fyrirtækjum hefur fjölg- að gríðarlega sem eru með starf- semi í þróunarlöndum. Þar starfa þau iðulega í allt öðru umhverfi; þar eru ekki eins strangar löggjafir um rétt og aðbúnað starfsfólks og um- hverfismál. Til að skapa stöðugleika í alþjóðasamfélaginu þarf að styðja fyrirtæki í útrás svo þau geti starf- að á réttan hátt, svo starfsemin hafi sem minnst skaðleg áhrif. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti er til að mynda sprottinn upp úr þeirri hug- myndafræði að fyrirtæki líti á sig sem ábyrga ríkisborgara heimsins. Forsvarsmenn fyrirtækja eiga kost á að skrifa undir Global Compact og geta þannig skuldbundið sig til að fara eftir þeim tíu reglum sem þar eru settar fram. Og það er í raun gott fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þróunarlöndum að hafa einhver slík viðmið um það hvernig réttast sé að haga sér.“ Og þá er jafnframt sýnilegt hverjir styðja Hnattræna sáttmál- ann og hverjir ekki? „Já, það er það, heimasíða Global Compact er öllum opin og þar er hægt að skoða hverjir eru aðilar að sáttmálanum. Nú nýlega stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar enn fremur til Sáttmála um ábyrgar fjárfestingar (Principle for Responsible Investment). Hann tekur á því hvernig fjárfestar geti metið áhættu og tækifæri fjárfest- inga en jafnframt verið ábyrgir í senn. Þar er fjárfestum líka í sjálfs- vald sett hvort þeir skrifa undir sáttmálann og verða aðilar að hon- um. En það fjölgar sífellt undir- skriftunum að báðum listum. Og sú þróun er ekki bara komin frá Sam- einuðu þjóðunum. Því fyrirtækin þurfa líka í kjölfar aukinnar al- þjóðavæðingar á aðstoð að halda í þessum efnum. Almennt sagt þá vilja fyrirtæki ekki valda skaða.“ Þau vilja aðhald? „Þau vilja aðhald og stuðning. Að sjálfsögðu eru þau síðan líka undir pressu frá sínum neytendum. Svo það kemur til góða að hafa þetta að- hald.“ Hver er helsti vandinn að glíma við í þessum efnum, til dæmis fyrir þátttöku norrænna fyrirtækja í slíku verkefni? „Helsti vandinn í sambandi við starfsemi fyrirtækja í þróun- arlöndum er að fylgjast með starf- seminni, eftirfylgnin. Þótt fyrirtæki hafi sett sér siðareglur, skrifað und- ir þessa samninga þá er erfitt að fylgjast með því hverjir halda sig réttu megin við línuna og hverjir lenda öfugu megin. Það er helsti vandinn sem núna er rætt um en auðvitað er opin umræða um mál- efnið alltaf til góða.“ Önnur erfið spurning snýr að því hversu langt ábyrgð fyrirtækisins nær? „Vestrænt fyrirtæki skiptir kannski við ákveðinn undirverktaka á svæðinu sem þjónustar það. Það getur komið fyrir að á álagstímum, t.d. fyrir jól, geti undirverktaki í þróunarlandi e.t.v. ekki sinnt öllum pöntunum og setur þá ákveðinn hluta framleiðslunnar í hendur á undirverktökum og með þeim er ekki endilega neitt eftirlit. Hversu langt nær ábyrgð vestræna fyr- irtækisins? Í dag er því mikið rætt um það sem kallað er „ábyrg virð- iskeðjustjórnun“. Sem snýst um að fylgja ferli vörunnar frá uppruna til neytandans. Á Norðurlöndum hafa á síðustu árum sprottið upp fyrirtæki sem byggjast á ábyrgri virðiskeðju- stjórnun; þau vita nákvæmlega hvaðan þau fá vöruna og við hvaða aðstæður hún er framleidd.“ Íslendingar reiðubúnir Hver hafa annars viðbrögð hér heima verið við þreifingum ráðu- neytisins meðal íslenskra fyr- irtækja? „Þau hafa verið mjög góð og það er mjög gaman að sjá hvað stjórn- endur hér taka þessu vel. Fyrirtæki eru greinilega farin að hugsa í auknum mæli um samfélagslega ábyrgð. Íslensk fyrirtæki eru að sjálfsögðu orðin mun alþjóðavædd- ari en bara fyrir 5 árum og því þörf á aukinni umræðu.“ Ragna Sara segir að utanrík- isráðuneytið og fleiri aðilar leggi nú aukna áherslu á þessi málefni: Það verður gert átak nú í vor til að kynna bæði hugmyndir um Nor- dic Business Outreach, aukna sam- félagslega ábyrgð og Hnattræna sáttmálann fyrir forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja. Það verður haldinn morgunverðarfundur á veg- um Háskólans í Reykjavík, Útflutn- ingsráðs og UNDP á næstunni þar sem fram koma fyrirlesarar frá Norðurlöndum og fjalla um reynslu sína af samfélagslegri ábyrgð. Í byrjun maí verðum við síðan þess heiðurs aðnjótandi að fulltrúar nor- ræns nets þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact ætla að koma og funda hér. Þetta eru vel flest þekkt og stór norræn fyrirtæki. Þá fá stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja tækifæri til að hitta þá að máli. Á sama tíma verð- ur haldinn samráðsfundur utanrík- isráðherra með atvinnulífinu og verður hann tileinkaður Hnattræna sáttmálanum og samfélagslegri ábyrgð. Svo það eru spennandi við- burðir framundan. Ragna Sara segir að þær athug- anir sem gerðar hafi verið á sam- starfi opinbera og einkageirans hafi leitt athyglisverða þætti í ljós. Svo virðist sem það hafi afar já- kvæð áhrif á starfsfólk þessara fyr- irtækja að vita að það sé að vinna starf sem gagnast öðrum með þess- um hætti. Auk þess virðast fyr- irtæki fyrir vikið jafnvel eiga auð- veldara með að laða til sín hæft starfsfólk sem er vel menntað og hugsar til langs tíma. Enda ef við hugsum til langs tíma þá eigum við bara einn heim og getum ekki enda- laust gengið á hann ábyrgðarlaust. Við þurfum öll að leggja eitthvað á okkur. Þetta er í raun sama umræð- an og varðandi loftslagsbreytingar. Þessi umræða er komin langt í Dan- mörku, fyrirtækjaeigendur þar eru mjög meðvitaðir í þessum efnum. Hér á landi vonast Utanríkisráðu- neytið til þess að NBO verkefnið leiði til aukins áhuga og vitundar al- mennings og fyrirtækja um málefni þróunarríkja. Samstarfsverkefnin munu einnig leiða til aukinna við- skiptatengsla milli íslenskra fyr- irtækja og þróunarríjka og geta þannig stuðlað að enn frekari efna- hagsvexti, þekkingarfærslu og framför í viðkomandi ríkjum. » Þótt fyrirtæki hafi sett sér siðareglur, skrifað undir þessa samninga þá er erfitt að fylgjast með því hverjir halda sig réttu megin við línuna og hverjir lenda öfugu megin. Þriðjudaginn 1. apríl kl. 9:00-13:30 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í 7. rannsóknaáætlun ESB N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Leiðbeinandi verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion sem er einn eftirsóttasti ráðgjafi á þessu sviði í Evrópu. Námskeiðið fer fram á ensku. Þátttökugjald er 18.000 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráningarfrestur er til 31. mars 2008. Skráning á rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Dagskrá: l Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB l Markmið og forgangssvið l Tegundir verkefnastyrkja l Hvernig á að finna samstarfsaðila l Mat á umsóknum l Undirbúningur og hugmyndir l Áætlanagerð l Umsóknarskrif Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.