Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 24
neyðaraðstoð
24 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Texti Guðrún Guðlaugsdóttir
Myndir Ómar Óskarsson
gudrung@mbl.is | omar@mbl.is
G
uð gefi að enginn slasist
eða veikist í dag – en
ef það gerist þá má
það gerast á meðan ég
er á vakt.“ Svo mælir
ungur sjúkraflutninga- og slökkvi-
liðsmaður, mitt á milli gríns og al-
vöru, þegar ég sit í kaffistofu í húsa-
kynnum Björgunarmiðstöðvarinnar
í Skógarhlíð, þar sem auk Slökkvi-
liðs og Neyðarlínu hafa aðsetur,
Landhelgisgæslan, Fjarskipta-
miðstöð lögreglu, Tetra og Lands-
björg.
Ég er komin í galla sjúkraflutn-
ingamanna, merktan starfsþjálfun
og bíð þess ásamt áhöfn sjúkrabíls
701 að næsta útkall komi. Sá bíll var
áður mannaður lækni en nú eru í
áhöfn hans jafnan bráðatæknir og
þrautþjálfaður sjúkraflutn-
ingamaður.
Þeir sem ég fer með í fyrsta út-
kallið heita Ólafur Sigurþórsson og
Gunnar Leó Þórsteinsson. Sá fyrr-
nefndi hóf störf 1996 og er bráða-
tæknir en Gunnar, sem er neyð-
arflutningamaður, hóf störf á
þessum vettvangi árið 2000.
Ég er spennt og svolítið kvíðin.
Hef þegar hitt mann nr. 70, sem
heldur utan um heildardæmið, hann
er stoðdeildarmaður sem sér um að
samræma aðstoð og búnað og for-
gangsraða. Einnig er ég búin að
fara um húsið í fylgd með Brynjari
Friðrikssyni. Það er mikið að sjá á
þessum stað, merkileg tól og tæki
sem eru til staðar fyrir íbúa höf-
uðborgarsvæðis og landsbyggðar
þegar mest á ríður.
Ég hafði mætt í Slökkvistöð höf-
uðborgarsvæðisins síðla dags. Það
fyrsta sem fyrir augu bar voru tveir
sjúkraflutningamenn að bera á milli
sín kassa með g-mjólk og banönum.
„Er þetta fæði sjúkraflutninga-
manna?“ segi ég.
„Þetta er alltaf til á fjórum stöðv-
um sjúkra- og slökkviliðs, við erum
staðsettir á Tunguhálsi og erum að
sækja „fóður“,“ svarar annar glað-
beittur.
Hvað ertu há?
Ég fer inn og gef mig fram.
„Hvað ertu há?“ spyr dökk-
hærður maður, Árni Odsson, eftir
að hafa kynnt sig og spjallað svolitla
stund um tilgang veru minnar
þarna.
„Ég er 164 sentimetrar,“ svara
ég. Hann virðir mig fyrir sér fag-
mannssjónum og kemur svo með
galla sem smellpassar mér og hjálp-
ar mér að festa á hann beltið.
Og nú er bara að bíða. Ég er
komin með síma í brjóstvasann sem
pípir um leið og kallið kemur. Og
ekki líður á löngu þar til Ólafur,
Gunnar og ég erum lögð af stað.
Eitthvað er um að vera – viðbún-
aðarstig á Reykjavíkurflugvelli. En
bílnum er fljótlega snúið á heima-
slóðir. Hans var ekki þörf.
Brjóstverkur og
sjálfsvígstilraun
Næst kemur útkall vegna sjúk-
lings með brjóstverki. Bíllinn brun-
ar af stað með sírenur og blá ljós og
mig innanborðs á stól við hliðina á
sjúkrabörunum. Á eftir okkur kem-
ur Ómar ljósmyndari á bíl sínum.
Hann ætlar að fylgja okkur dyggi-
lega eftir. Ég heyri í talstöðinni að
næsti sjúkrabíll er að fara út vegna
sjálfsvígstilraunar og prísa mig
sæla að vera heldur á leið til sjúk-
lings með brjóstverki.
Bíllinn brunar með látum vestur í
bæ. Þar bíður sjúklingur í rúmi sínu
og ber sig furðanlega vel þrátt fyrir
mikil óþægindi fyrir hjarta. Þeir
Ólafur og Gunnar hlynna að sjúk-
lingnum fimum höndum og athuga
hann og skrá upplýsingar. Mæla
blóðþrýsting og súrefnismettun,
taka hjartalínurit, spurt er um of-
næmi og hvaða lyf sjúklingur taki.
Ákveðið er eftir samtal við sérfræð-
ing að fara með sjúklinginn á bráða-
vakt Landspítala við Hringbraut.
Í bílnum er sett upp nál hjá sjúk-
lingnum og rætt við hann um
heilsufarið. Ég virði fyrir mér öll
tækin og fæ að vita síðar að í bílnum
er hjartastuðtæki og súrefni auk
margra annarra sjúkragagna sem
neyðarþjónusta þarfnast. Lyf eru
geymd í viðeigandi hirslu sem fylgir
sjúkraflutningamönnum.
Rólegir og fumlausir menn
Þeir Ólafur og Gunnar hafa
marga fjöruna sopið í þessu starfi.
Í sjúkrabíl 701
Á bráða- og slysadeild Landspítala í Fossvogi
liggur stöðugur straumur fólks, daga og nætur.
Margt af því er alvarlega veikt eða slasað. Líf-
línan þangað er sjúkraflutningar. Farið var í þrjú
útköll með sjúkrabíl 701, það síðasta með sjúkling
á slysadeild LHS í Fossvogi. Hér er meðferð
hans fylgt eftir í máli og myndum. Rætt var við
menn úr áhöfn umrædds sjúkrabíls og starfsfólk
deildarinnar sem sinnti Ýri Geirsdóttur í veik-
indum hennar.
Batnandi Þarna eru þær mæðgur Ýrr Geirsdóttir, sem lögð var inn á slysa- og bráðadeild í Fossvogi vegna afleið-
inga flensu og lyfjaofnæmis, og Hlíf Guðmundsdóttir. Hlíf kom strax og dóttir hennar hringdi til að segja henni frá
líðan sinni og var fljót að kalla á sjúkrabíl.
Línurit Ólafur skoðar hér hjartalínurit, hægt er að taka nokkuð nákvæm rit í sjúkrabílnum og
senda þau svo til sérfræðinga á spítalanum svo þeir geti undirbúið komu sjúklings vandlega.
Fyrri áhöfn Þetta eru f.v. Ólafur Sigurþórsson bráðatæknir og Gunnar Leó Þórsteinsson neyð-
arflutningamaður. Með þeim fór blaðamaður í tvö útköll á sjúkrabíl 701 sem er neyðarbíll.