Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 27
kappakstur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 27 Blessaður hafðu ekkiáhyggjur af andlitinu. Þúvarst ljótur fyrir,“ sagðiJames Hunt við vin sinn og erkiandstæðing á kappakst- ursbrautinni, Niki Lauda, eftir að sá síðarnefndi afskræmdist í andliti eft- ir árekstur á Nürburgring-brautinni í Þýskalandi sumarið 1976. Ummælin eru dæmigerð fyrir glaumgosann og strigakjaftinn Hunt. Það var hann sem mætti í stuttermabol, gallabuxum og sand- ölum í kynningar á vegum styrkt- araðila Formúlu 1, þegar allir aðrir voru skyldaðir til að vera í jakkaföt- um með bindi. Og oftar en ekki var ögrandi áletrun á bolnum, til dæmis kjörorð Hunts: Kynlíf – árbítur meistaranna! Hunt var gríðarlegur keppn- ismaður og skapheitur eftir því. Þeg- ar hann lenti í hörðum árekstri við Dave nokkurn Morgan í Formúlu 3- kappakstri í Bretlandi árið 1970 var það hans fyrsta verk eftir að hann steig út úr flakinu að slá keppinaut sinn kaldan. Þegar Hunt hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í fyrsta og eina skipti í Japan haustið 1976 með eins stigs mun rauk hann öllum að óvörum bandóður út úr bílnum og ætlaði að sýna Teddy Ma- yer, stjórnanda McLaren-liðsins, sem hann ók sjálfur fyrir, hvar Davíð keypti ölið. Hann hélt nefnilega á því augnabliki að síðasta þjónustuhléið hefði komið á röngum tíma og kostað hann titilinn. Það bráði víst af Hunt þegar honum var tjáð að hann hefði í raun og veru borið sigur úr býtum. Ári síðar barði Hunt starfsmann í keppni í Kanada eins og harðfisk eft- ir að hann hafði lent í árekstri í miðjum klíðum á brautinni. Ætlaði í læknisfræði Á stuttum ferli í Formúlu 1, frá 1973-79, varð Hunt aðeins einu sinni heimsmeistari, 1976. Eigi að síður hefur hann stöðu goðsagnar í akst- ursheimum enda hafa ófáir menn laðað jafn marga áhorfendur að greininni, bæði sem keppandi og síð- ar lýsandi í sjónvarpi. James Simon Wallis Hunt fæddist 29. ágúst 1947 í Lundúnum og ólst upp í hópi sex systkina. Nám lá prýðilega fyrir Hunt sem setti stefn- una á læknisfræði. Það breyttist á svipstundu skömmu fyrir átján ára afmæli hans þegar félagar hans fóru með hann að sjá kappakstur á Silver- stone-brautinni. Þar og þá var fram- tíð Hunts ráðin. Hann hóf keppni í Formúlu 3 árið 1970 og vakti fyrsta kastið einkum athygli fyrir að klessukeyra hvern bílinn af öðrum. Honum óx þó ás- megin og þá þegar festist gælunafnið „Hunt the Shunt“ við hann en „shunt“ þýðir að víkja til hliðar. Því fór þó fjarri að leiðin inn í Formúlu 1 væri greið en sumarið 1972 hljóp á snærið hjá Hunt. Hann kynntist sérvitringnum Alexander Hesketh lávarði sem tefldi á þeim tíma fram liði í Formúlu 2. Vel fór á með þeim félögum og Hesketh réð Hunt til starfa. Í hóp hinna bestu Ári síðar komst Hesketh sér til undrunar að því að þátttaka í Form- úlu 1 var ekki dýrari en að vera með bíl í Formúlu 2 þannig að skrefið var stigið til fulls. Augljóst var að He- sketh-bíllinn stóðst þeim bestu ekki snúning en árin þrjú sem Hunt ók fyrir liðið vakti hann mikla athygli fyrir djarfan stíl og þolgæði. Hann varð áttundi í stigakeppninni 1973 og 1974 og komst nokkrum sinnum á verðlaunapall í keppni. Fyrsti og eini sigur Hesketh-liðsins kom þó ekki fyrr en í Hollandi 1975. Það ár hafn- aði Hunt í fjórða sæti í keppni öku- manna. Sama haust ákvað Hesketh lá- varður hins vegar að draga sig í hlé. Hann hafði rekið lið sitt án fjárhags- legra bakhjarla og þótti verkefnið vera farið að taka ótæpilega í budd- una. Hunt mældi þó ekki göturnar lengi. Emerson Fittipaldi yfirgaf McLaren fyrir Copersucar og skyndilega var laust pláss hjá ris- anum. Fyrrnefndur Teddy Mayer lét ekki segja sér það tvisvar og innlim- aði Hunt í liðið. Og hinn óstýriláti ökumaður brást ekki væntingum. Varð heimsmeist- ari á sínu fyrsta tímabili hjá McLa- ren. Raunar blés ekki byrlega í fyrstu því Niki Lauda réð lögum og lofum á Ferrari-bíl sínum framan af móti en þegar hann heltist tíma- bundið úr lestinni vegna meiðsla í kjölfar árekstursins sem nefndur er hér í upphafi gekk Hunt á lagið. Vann sex keppnir og marði Lauda á lokasprettinum í Japan, eins og fyrr sagði. Þess má geta að Hunt og Lauda voru aldavinir og leigðu m.a. saman íbúð um tíma. Í endurminningum sínum velur Lauda orðin „frábær ökumaður og mjög traustur vinur“ til að lýsa Hunt. Það sem fer upp … En það getur verið hráslagalegt á toppnum og Hunt fór álíka hratt nið- ur og hann hafði komið upp. Árið eft- ir fann hann sig ekki og hafnaði í fimmta sæti í stigakeppninni og því þrettánda árið 1978. Árið 1979 stóð Hunt til boða að ganga til liðs við Ferrari en hafnaði því boði. Í staðinn skipti hann yfir í Wolf-liðið. Þegar hann fann að sá bíll var ekki sam- keppnisfær dró hann sig í hlé á miðju tímabili meðan enn var snefill af reisn yfir honum. Stuttum en við- burðaríkum ferli var lokið. Sjálfsagt hefur það spilað inn í ákvörðun Hunts að hann hafði séð of marga vini sína týna lífi á brautinni. Síðast Svíann Ronnie Pedersen sem Hunt dró sjálfur út úr brennandi flaki í keppni á Ítalíu. Pedersen lést skömmu síðar af áverkum sínum. Það er mál manna sem þekktu Hunt að hann hafi verið gæddur fá- gætum persónutöfrum. Hann var kvennaljómi af Guðs náð og sagan segir að smáfuglarnir í trjánum hafi sungið honum til dýrðar í hvert sinn sem hann átti leið hjá. „Ég hef verið með svo mörgum konum um dagana að ég verð líklega að líta á þær sem þýðingarmikinn part af lífi mínu,“ sagði hann í endurminningum sínum. „Annars hef ég aldrei farið í graf- götur með fyrirætlanir mínar og þær eru sannarlega ekki heiðvirðar. Ég hef alltaf sagt að ég hef ekki áhuga á hjónabandi, þannig að stelpurnar vita hvar þær standa. Í minni íþrótt gera eiginkona og fjölskylda það að verkum að maður missir snerpuna.“ Burton stakk undan honum Þar hafið þið það. Þrátt fyrir þetta gekk Hunt að eiga tvær konur um dagana. Sú fyrri, módelið Suzy Mill- er, fór snemma frá honum og tók saman við leikarann góðkunna Rich- ard Burton. Henni hefur að líkindum þótt blautir menn ómótstæðilegir. Seinni eiginkona Hunts, Sarah Lo- max, staldraði lengur við og ól hon- um m.a. tvö börn. Þau skildu þó um síðir. Ekki voru komnar fram nægi- lega öflugar reiknivélar á þessum tíma til að hafa tölu á öðrum konum í lífi kappaksturshetjunnar. Hunt steig sinn dans á klettabrún- inni. Snemma kom í ljós að hann var breyskur til ölsins og um tíma neytti hann fíkniefna eins og sólin myndi aldrei framar rísa. „Gras er gott, það róar taugarnar,“ var eitt sinn haft eftir honum. Þá tók Hunt ósjaldan á sig náðir fyrr en hann hafði brennt þremur pökkum af vindlingum. Í sjónvarpsviðtali eftir að Hunt vann mót árið 1976, sem sjá má á You- Tube, er hann kominn í svo mikla nikótínþörf eftir kappaksturinn að hann fær lánaða logandi sígarettu hjá nærstöddum áhorfanda. Er það mál manna að ferill Hunts á kappakstursbrautinni hafi öðru fremur fjarað út vegna ólifnaðar. Lék meira að segja grunur á því und- ir lokin að hann væri farinn að aka undir áhrifum. Ímynd Formúlu 1 tók miklum breytingum á áttunda áratugnum. Öðlingurinn Jackie Stewart, sem hætti keppni eftir sinn þriðja heims- meistaratitil 1973, var hvers manns hugljúfi og til fyrirmyndar í hví- vetna. Hunt var algjör andstæða hans. Ekki bætti heldur úr skák að þeim Mike Hailwood, gamla mót- orhjólameistaranum, varð strax vel til vina en bóka má að hann hefur kunnað skil á þeim fáu kimum í djammheimum sem Hunt þekkti ekki. Báðir voru þeir hæfileikamenn af Guðs náð en svo afslappaðir í einkalífinu að þeir liðu nánast lárétt- ir um götur. Hailwood beið bana í umferðarslysi ásamt dóttur sinni ár- ið 1981, fertugur að aldri. Hellti yfir hótelgesti Hunt var æringi fram í fing- urgóma, líkt og blaðamaðurinn Ian Phillips fékk að reyna á hóteli nokkru í São Paulo í Brasilíu árið 1972 en hann var þar staddur til að fjalla um Formúlu 2-keppni. „Við efndum til teitis í herbergi mínu,“ skrifar Phillips, „og þegar við vorum búnir að tæma míníbarinn datt James í hug að það yrði skemmtilegur hrekkur að henda öllu lauslegu út um gluggann, m.a. sæng- urfötunum mínum. Við vorum á þrettándu hæð. Því miður skar veg- farandi sig á fljúgandi glerbroti og á einhvern undarlegan hátt áttuðu starfsmenn hótelsins sig á því að hlutirnir komu úr mínu herbergi. Það kom svo í minn hlut að opna dyrnar þegar hótelstjórinn kom með sængurfötin upp. Í það skiptið lét hann duga að setja í brýrnar og segja með augunum: „Krakkar, hegðið ykkur almennilega!“ Viku síðar var þolinmæðin hins vegar á þrotum, þegar James tók upp á því að hella vatni úr ruslafötu yfir gesti sem voru að ganga inn á hótelið. Aftur bárust böndin að mér og á endanum var ég tekinn höndum. Maðurinn sem bar ábyrgðina var James nokkur Hunt en hann sat bara álengdar með „ég gæti aldrei hafa gert þetta, herra minn“-svipinn sinn. Hann skildi mig m.ö.o. eftir í súpunni. Ég sat í grjótinu í tvo daga og var að því búnu vísað úr landi en James var boðið að taka þátt í opna brasilíska meistaramótinu í golfi …“ Eftir að Hunt hafði ekið sinn síð- asta hring gerðist hann þulur fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC, og lýsti keppnum um árabil ásamt hinum goðsagnakennda þul Murray Wal- ker. Þykja þeir eitt mergjaðasta teymi í sögu íþróttalýsinga og drógu óteljandi áhorfendur að skjánum. Orðhákurinn Hunt var í essinu sínu í þessu hlutverki og lét öku- menn oftar en ekki hafa það óþvegið. Varð hann fyrir vikið vinsæll – en umdeildur. Sneri Bakkus niður Hunt hélt áfram á hraðbraut lífs- ins og synd væri að segja að hann hefði farið vel með sig um dagana. Eftir glímu við þunglyndi tókst hon- um á endanum að snúa Bakkus bróð- ur niður og hætta að reykja. Þökk- uðu þann árangur margir nýju konunni í lífi hans, listakonunni Hel- en Dyson, og sonum hans tveimur frá hjónabandinu við Söruh Lomax. Hunt var annálaður dýravinur og hóf að rækta gára og páfagauka með framúrskarandi árangri. Einn af páfagaukum hans, Humbert að nafni, átti meira að segja að fara með hlutverk í uppsetningu á Pétri Pan á West End. Honum var þó skilað fyrir frumsýningu þar sem þeir leikarinn sem fór með hlutverk Kafteins Króks áttu ekki skap saman. Enda þótt Hunt hefði snúið við blaðinu hafði lífsstíllinn tekið sinn toll og 15. júní 1993 fékk hann hjarta- áfall á heimili sínu í Wimbledon og dó samstundis. Hann var 45 ára að aldri. Tíðindamikilli ævi var lokið eða eins og Murray Walker orðaði það: „James upplifði meira á 45 árum en flest fólk gerir á 90 árum.“ Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir máltækið, og það er kald- hæðni örlaganna að fáeinum klukku- stundum áður en hann lést hafði Hunt farið á hnén og beðið ástkonu sína, Helen Dyson, um að giftast sér. Meistari James Hunt með allt til alls. Vindlinginn í annarri hendi og bjór- dósina í hinni sitjandi á kappakstursbílnum með föngulegt fljóð sér við hlið. Segja má að þessi mynd sýni líf kappans í hnotskurn. Kynlíf í árbít Hann fór geyst innan brautar sem utan. Hann er kannski ekki besti ökuþórinn í sögu Formúlu 1 en án efa sá litríkasti. Flagari og hrekkjalómur sem dró nýja aðdáendur að íþróttinni á áttunda áratugnum. Orri Páll Ormarsson rifjar upp lífshlaup James Hunt sem sagður er hafa upplifað meira á 45 ár- um en flestir á helm- ingi lengri ævi. Kvennaljómi Hunt varvinsæll hjá hinu kyninu. »Ég hef alltaf sagt að ég hef ekki áhuga á hjónabandi, þannig að stelp- urnar vita hvar þær standa. Í minni íþrótt gera eiginkona og fjölskylda það af verkum að maður missir snerpuna. orri@mbl.is Laugavegi 44 • Sími 561 4000 www.diza.is Diza Mikið úrval af sparipeysum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.