Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 31
þeir hugsa til þegar þeim býr eitt-
hvað í brjósti, sem ástæða væri til
að tjá sig um. Ef aldrei heyrist
neitt frá stéttinni nema það sé
pantað, fer að vakna grunur um
að eitthvað vanti upp á í náminu.
Mér sýnist að efni blaðsins sé
að langmestu leyti reist á því sem
starfsfólk tímaritsins skipuleggur
en að það komi ekki frá arkitekt-
um sem aðsendar greinar. En
þegar blaðinu er flett og það lesið,
þá getur maður ekki annað en
dást að því hvað við eigum þrátt
fyrir allt mörg mannvirki sem eru
glæsileg og listræn.. Sum þeirra
eru enn á hugmyndastigi eins og
byggingar Háskólans í Reykjavík
sem virðast geta orðið mikið
augnayndi og ekki vantar and-
stæðurnar þegar lesandinn virðir
fyrir sér annars vegar frístunda-
hús Valdemars Harðarsonar arki-
tekts í Götu í Hrunamannahreppi,
sem að mestu leyti er byggt inn í
fjallshlíð, og íbúðarhús hjónanna
Baltasars leikstjóra og Lilju
Pálmadóttur myndlistarkonu
norður í Skagafirði.
Góður nýfunkis
Þegar litið er á ýmis ný hús
sem tímaritið kynnir, er ljóst að
nú upp á síðkastið hafa risið mörg
gullfalleg hús í þeim stíl sem
stundum er kallaður nýfunkis. Þar
kemur fram virkilega góð tilfinn-
ing fyrir formi. Það er á hinn bóg-
inn spurning hve örsjaldan boglín-
ur fá tækifæri til að koma til móts
við allar þessar beinu línur. Sumir
telja að það séu leifar frá hinum
áhrifamikla módernisma á liðinni
öld, þegar boglínur voru nánast
bannaðar. Sá sem leitar að fyrir-
myndum að boglínum í þessu ann-
ars ágæta tímariti finnur þar
næsta fá dæmi. Vert er þó að
nefna sem dæmi um undantekn-
ingu teikningu á forsíðu tímarits-
ins 1. maí 2007, sem sýnir ein-
hvers konar miðsvæði í hinum
fyrirhugaða Háskóla Reykjavíkur
við Öskjuhíð. Einnig teikningar af
aðaltorgi og nærliggjandi húsum
uppi á Urriðaholti í hinu nýja
Urriðaholtshverfi sem verður
harla nýstárlegt.
Glæsilegast af flestu í tímarit-
inu árið 2006 er líklega íslenzki
sendiherrabústaðurinn í Berlín,
sem er verk arkitektanna Hjördís-
ar Sigurgísladóttur og Dennis
Davíðs Jóhannessonar. Myndir
sem sýna bæði opinber rými og
bústað sendiherrans eru afar fal-
legar. Í burðarvirki hússins er
steinsteypa aðalbyggingarefni og
með því er húsið látið tengjast Ís-
landi. Bárusink, blásvartur steinn
og eik eru notuð í klæðningar
bæði utanhúss og innan.
Þarna sést hvað hægt er að
gera þegar ekkert þarf til að
spara, en jafnframt hafa sumir
kallað þetta flottræfilshátt þegar
fjármunum ríkisins er ausið svona
út.
Mennningarrit
AT – Tímarit arkitekta er
menningarrit á sínu sviði og ég er
þess fullviss að það hlýtur að hafa
áhrif til góðs. Á nýliðnu ári var
meira byggt á Íslandi en nokkru
sinni áður í sögu landsins. Án efa
hefur margt tekizt vel, en það var
líka oft talað um „verktakastíl“ í
niðrandi tóni og þá átt við það að
einstakir verktakar byggðu jafn-
vel heilu hverfin og það sæist
langar leiðir. Þá verður freistandi
að spara og það kann að verða
mjög á kostnað listræns útlits. Ég
ætla verktökum þó ekki svo lítinn
metnað að þeim sé sama um útlit-
ið. En áreiðanlega hefðu þeir
gagn af að blaða í þessu tímariti
og helzt að lesa það gaumgæfi-
lega.
byggt
Höfundur er myndlistarmaður
og blaðamaður.
hjálparstarf
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 31
A
ð vetrinum og raunar
líka á sumrin kemur oft
til kasta björg-
unarsveita að hjálpa
fólki sem hefur lent í
vandræðum af ýmsu tagi, ekki síst ef
veður er vont eða fólk villist.
Linda Björk Markúsdóttir heitir
ung stúlka, 21 árs gömul, sem starf-
ar með Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi og einnig starfar hún hjá neyð-
arlínunni 112.
Hvers vegnar fór hún að starfa á
þessum vettvangi?
„Ég kynntist þessu í gegnum fjöl-
skylduna, bróðir minn Atli Már er í
þessu og þannig kviknaði áhuginn,“
segir Linda.
„Þá varð bara ekki aftur snúið,“
bætir hún við.
En hver eru helstu verkefni
Hjálparsveitar skáta í Kópavogi?
„Aðstoð við fólk, ekki síst að leita
að týndu fólki. Það sem kemur fyrst
upp í hugann eru þessi óveðursútköll
sem verið hafa í vetur, þau hafa ver-
ið talsvert mörg. Þá höfum við verið
að reyna að festa niður hluti sem
farnir voru að fjúka og aðstoða fólk
sem var í vandræðum heima hjá sér
vegna foksins.“
Ertu sérstaklega þjálfuð til þessa?
„Ég er sérstaklega þjálfuð í fyrstu
hjálp. Það þýðir að ég er búin að
taka níu daga námskeið í fyrstu
hjálp í óbyggðum. Þar lærir maður
að hjálpa fólki í þó nokkurri fjarlægð
frá sjúkrahúsi. Við lærum endur-
lífgun, hjartahnoð, blástur og að
nota stuðtæki til að koma hjartslætti
af stað. Við lærum líka meðhöndlun
bráðaofnæmis og einnig rétt hand-
tök ef aðskotahlutur stendur í fólki.“
Hjálpaði til við endurlífgun
Hefur þú þurft að nota þetta?
„Já, ég hef þurft þess í mínu per-
sónulega lífi en ekki uppi á fjöllum.
Þegar ég var í sjúkraflutningaskól-
anum var ég í útkalli og lenti í að
hjálpa til við endurlífgun. Hún tókst
og það var rosalega gott – sýndi að
eitthvað hafði tekist að kenna mér.“
Þú vinnur á neyðarlínu – hvað
gerir þú þar?
„Ég er nýbyrjuð, það er verið að
þjálfa mig upp í að svara í símann.
Það er mikilvægt að kunna að
spyrja réttu spurninganna og svara
þeim sem hringja þannig að þeir
geri strax það sem þarf að gera.“
Hefur þú gaman af fjallaferðum?
„Já, ég hef rosalega gaman af slík-
um ferðum og að fara á skíði. Ég fer
mikið inn í Þórsmörk og á það svæði,
geng þar um kring. Svona ferðir
krefjast góð útbúnaðar og ég hef
komið mér slíku upp. Það kostar af-
skaplega mikið, að eignast góðan
slíkan útbúnað gerist ekki á einni
nóttu. Ég fæ gjarnan eitthvað tengt
fjallaferðum í jólagjafir, jafnvel
ennþá, þótt ég sé búin að vera í
þessu útivistardæmi í sjö ár.
Síðustu árin hef ég verið heima að
selja flugelda fyrir Hjálparsveit
skáta í Kópavogi um áramót og
þannig var það líka núna þann stutta
tíma sem ég átti frí frá starfi mínu
hjá neyðarlínu.
Í sjúkraflutningaskóla
Ég sótti um þetta starf eftir aug-
lýsingu og var svo heppin að fá það.
Ég hafði áður aðeins stundað nám á
sjúkraliðabraut og svo fór ég og lauk
grunnnámskeiði í sjúkraflutninga-
skólanum. Þetta er vettvangur sem
ég hef áhuga á að starfa við, að
minnsta kosti á næstunni.“
Í þjálfun hjá
Neyðarlínu
Björgunarsveitir eru jafnan til taks fyrir
samborgarana. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við
Lindu Björk Markúsdóttur sem starfar með
Hjálparsveit skáta í Kópavogi og hefur nýlega
hafið störf hjá Neyðarlínu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Verkefni Linda Björk Markúsdóttir fór í allmörg óveðursútköll í vetur.
Útivist Vel búin á skíðum.
gudrung@mbl.is
Afmælisfagnaður
Þróunarfélags Austurlands
“öflugt í 25 ár”
Um þessar mundir fagnar Þróunarfélag
Austurlands 25 ára afmæli sínu, en það var
stofnað sem Iðnþróunarfélag Austurlands
í Herðubreið á Seyðisfirði árið 1983.
Þróunarfélag Austurlands er því eitt elsta
atvinnuþróunarfélag landsins.
Á þessum tímamótum viljum við bjóða þér
að taka þátt í afmælisdagskrá með okkur sem
haldin verður á Seyðisfirði þann 28. mars nk.
Aðalfundur félagsins verður haldinn
sama dag frá kl. 13:30-14:30 í Herðubreið
á Seyðisfirði. Venjuleg aðalfundarstörf.
Í kjölfarið verður boðið uppá
veglega hátíðardagskrá.
Dagskrá afmælisfagnaðar:
15:00 Össur Skarphéðinsson,
ráðherra iðnaðar- og byggðamála
Svanfríður Inga Jónasdóttir,
bæjarstjóri Dalvíkurbyggð
Aðalsteinn Þorsteinsson,
forstjóri Byggðastofnunar
Axel Beck,
forstöðumaður Þróunarfélags
Kaupmannahafnarsvæðis (Væksthus)
Stefán Stefánsson,
framkvæmdastjóri
Þróunarfélags Austurlands
Fundarstjóri Þorvaldur Jóhannsson
16:15 Skemmtiatriði
17:00 Léttar veitingar
25 ára 2008
ÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Þróunarfélags Austurlands
í síma 471 2545 eða á netfangið halla@austur.is - fyrir 26. mars.
H
ér
að
sp
re
nt
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Barcelona
Helgarferð 28. mars í 3 nætur
frá kr. 29.990
Allir elska vorið í Barcelona!
Heimsferðir bjóða einstök tilboð á allra síðustu sætunum til Barcelona í
mars. Í boði er frábært tilboð á þriggja nátta helgarferð 28.-31. mars.
Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin
býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu
og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra
tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði!
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir
með sköttum, 28. mars-31. mars.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í
tvíbýli á Hotel City Park Nicaragua
4**** í 3 nætur með morgunverði.
M
bl
9
84
31
6