Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EKRUSMÁRI - KÓPAVOGI Glæsilegt og vel skipulagt 182 fm einbýlishús á einni hæð með 33 fm innb. bílskúr. Eign sem hefur verið mikið endurnýjuð. Glæsilegt opið eldhús með vönduðum innréttingum. 4 svefnherbergi og baðherbergi með hornbaðkari og glersturtuklefa. Aukin lofthæð er í stofum og eld- húsi. Stór verönd með skjólveggjum og heitum potti. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Verð 78,0 millj. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. SKÚLARGATA ELDRI BORGARAR Vel innréttuð 3ja herb. 73,2 fm íbúð á 3. hæð í góðu lyftuhúsi fyrir eldri borgara auk sér geymslu í kj. Stofa, sjónvarps- stofa, rúmgott svefnherbergi og baðherbergi með sturtuklefa og þvottaaðstöðu. Tvennar flísa- lagðar yfirbyggðar svalir. Fallegt útsýni til Esjunnar og víðar. Sér stæði í bílageymslu. Húsvörður.Laus strax. FLÓKAGATA Glæsileg 168 fm efri hæð auk 29 fm bílskúrs á þessum eftirsótta stað. Hæðin er innréttuð á vand- aðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í stórt hol lagt náttúrugrjóti, afar rúmgott eldhús með vönduðum innréttingum og nýlegum tækjum, glæsilegar stofur, 2 herb. auk bóka- og sjónvarpsherb.og baðherb. lagt marmara og flísum. Aukin lofthæð í íbúðinni og tvennar flísalagðar svalir til suðurs og austurs. Hús að utan og þak nýlega málað. Hiti í gangstétt framan við húsið. Hús teiknað af Halldóri H. Jónssyni. HLÉSKÓGAR Glæsilegt og vel staðsett 284 fm tvílyft einbýlishús með um 30 fm innb. bílskúr. Stórar samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, sex her- bergi, sjónvarpshol/setustofa og rúmgott baðherbergi auk gesta snyrtingar. Tvennar svalir. Stór verönd til suðausturs. Eignin er vel staðsett á útsýnisstað, stór ræktuð lóð með fjölda trjáa og plantna. Verð 75,0 millj. GUÐRÚNARGATA - SÉRHÆÐ Glæsileg sérhæð á tveimur hæð- um (2 íbúðir áður, auðvelt að breyta aftur.) ásamt bílskúr, sam- tals 245,6 fm að stærð. Hæðin er mikið endurnýjuð. Á efri hæð eru rúmgóðar skiptanlegar stofur, eldhús og borðkrókur með útsýni yfir Miklatún, 2 herbergi og glæsilegt baðherbergi. Á neðri hæð er glæsilegt hjónaherbergi, 2 svefnherbergi, eldhús, baðher- bergi. Sér geymslur í kjallara. Möguleiki er að kaupa sitt í hvoru lagi. Verðtilboð. NÝLENDUGATA Fallegt 174 fm einbýlishús í vest- urbænum. Húsið er tvær hæðir auk riss. Á neðri hæð eru for- stofa (byggð árið 2000), þrjú her- bergi, þvottaherbergi og flísalagt baðherbergi. Á efri hæð eru hol, gesta snyrting, rúmgóð og björt stofa með útgangi á suðursvalir, borðstofa og endurnýjað eldhús með eyju og AEG tækjum. Í risi eru rúmgott hol og eitt herbergi auk geymslna.Fallegur suðurgarður með nýrri hellulögn og 9,1 fm geymsluskúr á lóð. Góð staðsetn- ing. Einstefnugata. Verð 59,5 millj. FASTEIGNASALA SÓLVALLAGÖTU 84 101 REYKJAVÍK S: 535 0200 FAX: 535 0201 GLÆSIEIGN Í DANSKRI SVEITASÆLU Sveitabýli, um 200 ára gamalt, nýlega uppgert, á Fjóni (Fyn) í Danmörku, vel búið glæsilegum húsgögnum og innbúi sem fylgja með í kaupunum. Stærð hússins er um 275fm á 1.819fm gróðursælli lóð. Rúmgóður bílskúr með sérstöku "villibráðareldhúsi" og íveruherbergi á loftinu. Flísalagt útihús ca 20fm með býlögðum bogaglugga, tilvalið sem gestaherbergi. Eignin er veðbanda og skuldlaus.Verð 29M. Útvegum aðstoð við fjármögnun í Danmörku. Gunnar Valdimarsson lögg. fasteignasali og viðsk.fræðingur gsm: 895 7838 • gunnar@neseignir.is Nánari upplýsingar og fleiri myndir á www.neseignir.is Uppl: Sigurbjörn, s; 53-50-207 & GSM; 862-2107 EINS og vænta mátti og fram kemur í grein Hjálmtýs þá getur hann ekki sannað dylgjur sínar um að opinber stjórnvöld gyðinga hafi fyrir stofnun Ísraels haft þjóðern- ishreinsun Araba á stefnuskrá sinni. Hann segir nú að ásakanir hans séu „einföld úttekt á því sem hinir svokölluðu nýju sagnfræðingar í Ísrael hafi sannað gegnum yfirgrips- miklar rannsóknir á tilurð Ísraelsríkis“ og setur síðan upp nafnalista þessara fræðimanna og segir að ég geti dundað mér við að lesa verk þeirra! Eins og í fyrri greininni nefnir hann engar nákvæmar heimildir sem sannað geta ásakanir hans, enda eru þær ekki til. Þeir fræðimenn eru ennþá miklu fleiri sem taka undir þá ályktun Bennys Morris, sem ég lýsti í grein minni, Hatursaugu Hjálmtýs Heiðdals. Það var engin áætlun í gangi hjá Síonistum að reka Araba burt eða hræða þá til flótta. Ljóst er þó að eftir að Sjálf- stæðisstríðið var hafið 1948 og stórfelld fjöldamorð arabískra hryðjuverkamanna stuttu áður og á meðan á stríðinu stóð, t.d. í Kfar Etzion og Hadassah sjúkra- húsinu (70 drepnir), á Gyðingum voru hafin, þá tóku sumir ísr- aelskir herforingjar það upp hjá sjálfum sér að hreinsa sín svæði af Aröbum. Það sem meðal ann- ars mælir á móti því að um fyr- irskipaða þjóðern- ishreinsun af hálfu stjórnvalda Gyðinga hafi verið að ræða er t.d. sú staðreynd að ekki var hróflað við um það bil helmingi (400.000) þeirra Araba, sem á svæði Ísraels bjuggu á þeim tíma. Augljóst er að með hervaldi hefði Gyðingaríkið getað losað sig við alla Araba í stríðinu 1948 eða fljótlega eftir það, ef pólitískur vilji hefði staðið til þess, en svo var alls ekki. Þess í stað voru þeir Arabar, sem eftir urðu, boðnir velkomnir sem fullgildir borgarar í hinu nýja ríki og njóta nú einna mestra lýðréttinda allra Araba í heiminum. Auk þess voru skæruliðahreyf- ingar eins og Irgun og Stern, sem grunaðar voru um að hafa þjóð- ernishreinsun Araba á stefnuskrá sinni, leystar upp og bannað að starfa í hinu nýja ríki Gyðinga eftir Sjálfstæðisstríðið. Flótti Araba frá Ísrael var að miklu leyti og kannski mestu til kominn vegna hvatningar leiðtoga Araba og Arabaríkja. Ég held að Hjálmtýr hafi fallið í þá gildru, sem öfgamenn, eins og ég tel hann vera, falla gjarnan í, að oflesa í alls konar spek- úlasjónir og vangaveltur sem fræðimönnum með gott ímynd- unarafl dettur í hug að setja fram. Ef ævintýri þeirra hæfa hans öfgafulla og fjandsamlega hugsunarhætti þá telur hann þau vera sannanir, sem þau alls ekki eru. Oftúlkunarárátta Hjálmtýs og rangfærslur Þessi oftúlkunarárátta hans virðist einnig koma fram í nýjum fullyrðingum hans um að 20. nóv- ember síðastliðinn hafi verið birt skjöl sem sanna að 40% lands sem tekin hafa verið undir land- nemabyggðir Gyðinga á Vest- urbakkanum séu í einkaeigu Pal- estínu-Araba. Heimildir hans? Jú, þær eru ásakanir öfgavinstr- isamtakanna Peace Now um þetta, ekki sannanir heldur ásak- anir! Í huga Hjálmtýs Heiðdals virðist það vera sami hluturinn, það er að segja ef ásökunin bein- ist gegn Ísraelsríki! Í stórum gagnagrunni sem ég get notað til að skoða fréttir frá Ísrael frá mörgum fréttaveitum, meðal ann- ars arabískum, mörg ár aftur í tímann, kemur ekkert fram um þessa frétt dagana í kringum 20. nóv. síðastliðinn. Fréttaveitur virða þessa stórfrétt Hjálmtýs ekki viðlits, enda áreiðanleika- stuðull sálufélaga hans í Peace Now kannski ekki meiri en hans sjálfs! Frásögn hans um landrán Gyð- inga í Elon Moreh er undarleg steypa. Eins og menn geta skoðað á Wikipediu á netinu, þá kom Hæstiréttur Gyðingaríkisins ein- mitt í veg fyrir að landrán ætti sér stað gagnvart palestínskum eigendum landskikans. Þetta hef- ur margoft komið fyrir og er allt- af að gerast í Ísrael, að Palestínu- Arabar ná fram rétti sínum, ef þeir eiga hann. Elliglöp Mandela og dóm- greind Hjálmtýs Athyglisverð er tilvitnun Hjálmtýs í orð Nelsons Mandela um Ísrael, þar sem hann segir meðal annars: Hernaður þeirra (Ísraela) hefur fyrst og fremst beinst gegn almennum borgurum og þá sérstaklega gegn börnum (!). Er dómgreind Hjálmtýs virki- lega svo úti á túni að hann telji að þetta hatursraus gamalmennis sé heilagur sannleikur? Að hernaður lýðræðisríkis með allar sínar eft- irlitsstofnanir og stjórnmála- flokka fari fram með þessum hætti? Að skýringin á falli palest- ínskra barna og unglinga í vopn- uðum átökum við Ísraelsher geti alls ekki meðal annars falist í þeirri áráttu Arabanna að etja börnum sínum fram í fremstu víg- línu og kenna þeim vopnaburð frá blautu barnsbeini? Eru byssur fimmtán eða sautján ára gamals drengs eitthvað meinlausari, þó hann sé skilgreindur sem barn? Að lokum vil ég endurtaka ákall mitt til stjórnvalda að þau hugi að lagasetningu er skyldi fjölmiðla til að greina ýtarlega frá öllum sjónarmiðum í meiriháttar pólitískum deilum. Ég er auðvitað alls ekki að kalla eftir að sjón- armið Palestínuvina heyrist ekki, heldur að jafnvægis sé gætt. Móðursýkislegt hatursraus að hætti Hjálmtýs og félaga hefur allt of lengi ráðið ferðinni í allri umfjöllun fjölmiðla um málefni Ísraels og Palestínu. Lygamafía Palestínuvina, ójá Hreiðar Þór Sæmundsson svarar grein Hjálmtýs Heiðdal frá 3. mars sl. »Ég held að Hjálmtýr hafi fallið í þá gildru, sem öfgamenn, eins og ég tel hann vera, falla gjarnan í, að oflesa í alls konar spekúlasjónir og vangaveltur … Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er verslunarmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.