Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
Árskógum 6,
lést 12. mars.
Jarðað verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 18. mars kl. 13.00.
Hrefna E. Leifsdóttir, Þorsteinn Árnason,
Heiða K. Leifsdóttir,
Auður Leifsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Bogi Leifs Sig-urðsson fæddist
í Melgerði í Glæsi-
bæjarhreppi við
Akureyri 6. júlí
1927. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 13. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Katrín Björns-
dóttir og Sigurður
Gísli Vigfússon.
Bogi var yngstur 11
systkina sem öll eru
nú látin. Sex þeirra
létust í bernsku og fimm náðu
fullorðinsaldri, þau hétu Björn
Ólsen, f. 1916, Viglín, f. 1917,
Jón, f. 1922, Marsilía, f. 1923, og
Bogi sem hér er kvaddur. Fóst-
ursystir Boga er Margrét Hall-
dórsdóttir, f. 1934, lifir bróður
sinn.
Bogi kvæntist 6. febrúar 1965
Friðbjörgu Joensen, f. 6. sept-
ember 1940. For-
eldrar hennar voru
Jens Joensen og
Hanna Joensen.
Synir Boga og Frið-
bjargar eru: l) Jens
Jóhann, f. l. októ-
ber 1965, kvæntur
Viktoríu Gísladótt-
ur, f. 5. maí 1965.
Þau eiga tvö börn.
2) Sigurður Kar-
sten, f. 31. október
1972, kvæntur Guð-
nýju Elvu Ólafs-
dóttur, f. 3. júní
1974. Þau eiga þrjú börn. 3)
Friðmar Leifs, f. 29. mars 1977,
kvæntur Ingibjörgu Ingibergs-
dóttur, f. 23. júlí 1975. Þau eiga
þrjú börn. 4) Fóstursonur Boga
og Friðbjargar er Birgir Þór Jó-
hannesson, f. 15. desember 1983.
Útför Boga var gerð frá Graf-
arvogskirkju 22. febrúar og fór
fram í kyrrþey.
Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt
okkur í síðasta sinn. Það skarð sem
þú skildir eftir verður erfitt að fylla í.
En þú fórst í friði og það hvíldi mikil
ró yfir þér.
Ég á ótal góðar minningar um þig.
Fyrsta og eftirminnilegasta minning
mín um þig er frá því þegar við
bjuggum í Hveragerði, þá vannst þú
í löggunni í Vestmannaeyjum og mér
fannst þú svo flottur í löggubúningi.
Síðan man ég eftir þér sem bílstjóra í
Þorlákshöfn. Þegar þú áttir frí þá
gafst þú þér alltaf tíma til að gera
eitthvað skemmtilegt með fjölskyld-
unni. Þegar við fórum til Reykjavík-
ur, þá var fastur liður að koma við í
Glæsibæ að borða. Þú gafst þér alltaf
tíma til að leika við okkur bræðurna,
alveg sama hversu mikið þú hafðir
unnið, það var alltaf næg orka eftir
handa okkur. Við fluttum í Þorláks-
höfn þegar ég var 9 ára og þá keyrðir
þú vörubíl. Mér þótti gaman að vera
með þér í bílnum að landa úr bát-
unum og keyra til Reykjavíkur með
fisk. Eitt er það sem stendur upp úr í
minningunni, þú skammaðir okkur
bræður aldrei og við heyrðum ykkur
mömmu aldrei rífast.
Þú varst sá pabbi sem alla dreym-
ir um að eiga, góður, sanngjarn, gef-
andi, ánægður og leystir alltaf öll
mál með því að tala við okkur. Þegar
ég var táningur þá var það nánast
fastur liður á sumrin að fara í sunnu-
dagsbíltúr á svonefndan Gamlaveg,
þar leyfðir þú mér að keyra og æfa
sitthvað sem við kemur akstri.
Fráfall þitt hefur haft mikil áhrif á
börnin okkar sem sakna þín mikið.
Pabbi, þú varst besti afi í heiminum.
Börnunum okkar þótti alltaf gaman
að fara til afa og ömmu og fá að gista,
þar fengu þau allt sem þau langaði í.
Þeim er ógleymanlegt bjúgnapartíið
þegar afi fór í búðina kl. 10 um kvöld
til að kaupa bjúgu sem voru elduð
með kartöflum og allir borðuðu þeg-
ar klukkan var að verða 12 á mið-
nætti. Svona varst þú sem pabbi og
afi, gerðir allt fyrir okkur og börnin
okkar. Þú sýndir húsinu okkar Guð-
nýjar sem við keyptum í vetur mik-
inn áhuga. Við þurftum nánast að
breyta því öllu, þú sagðir við mig:
„Sigurður, heldur þú að þú flytjir
þarna inn?“ Þá voru malar- og sand-
haugar á eldhús- og stofugólfinu.
Þegar þú varðst áttræður í fyrra þá
héldum við veislu heima hjá okkur,
þá talaðir þú mikið um breytingarn-
ar á húsinu og varst afar ánægður
með þær. Núna er komið í bílskúrinn
stórt mótorhjól (hippi), á þeim hafðir
þú mikið dálæti.
Síðastliðnar vikur hafa verið erf-
iðar hjá mömmu. Hún verður senni-
lega lengi að komast yfir fráfall þitt,
þið voruð svo samrýnd og þið vilduð
vera saman eins lengi og mögulegt
var. Við reynum að styðja mömmu
og hjálpa henni eftir bestu getu þó að
við getum ekki komið í staðinn fyrir
þig.
Pabbi, það er svo erfitt að hugsa til
þess að fá ekki að hitta þig aftur í lif-
anda lífi. Núna er enginn afi að
syngja gömul og góð barnalög. Eng-
inn pabbi til að hringja í og fá góð ráð
hjá.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú
gafst mér og minni fjölskyldu, þú
munt alltaf eiga stað í hjörtum okk-
ar, þú gleymist aldrei.
Þinn sonur,
Sigurður Karsten Bogason.
Elsku pabbi minn.
Þó fimmtíu ár væru á milli okkar
þá fannst mér þú ekki gamall. Fjörið
byrjaði þegar litli drengurinn þinn
fór loksins að ganga. Þegar ég rifja
upp æsku mína með þér þá var ekki
hægt að eiga betri pabba. Þú leiddir
mig alltaf rétta veginn. Ég fór stund-
um út af brautinni en þú togaðir mig
inn á rétta veginn aftur. Þú varst
alltaf til staðar til að hjálpa mér.
Ég var ellefu ára þegar þú leyfðir
mér að prófa að keyra bílinn. Mér er
ógleymanlegt þegar við feðgar fór-
um á Keflavíkurflugvöll að næturlagi
með systur hennar mömmu. Á heim-
leiðinni stoppaðir þú við Rauðavatn
og leyfðir mér að keyra heim. Þá var
ég þrettán ára.
Pabbi, þú varst mikið fyrir spil og
þau voru ófá kvöldin sem við sátum
við eldhúsborðið og spiluðum asna
og manna. Á laugardögum spilaðir
þú matador við mig og Sigga og hafð-
ir þú alltaf vinninginn þar.
Þegar ég var fimmtán ára veiktist
þú alvarlega og fórst í eina af
stærstu hjartaaðgerðum sem höfðu
verið gerðar hér á landi á þeim tíma.
Það var óvíst um framhaldið. En þar
voru frábærir læknar að verki sem
kunnu sitt fag og björguðu lífi þínu.
Þetta var í desember og ég hef alltaf
sagt að það hafi verið jólin sem komu
ekki. Þú komst heim síðdegis á að-
fangadag og varst svo þreklaus að þú
gast ekki lyft hálfu vatnsglasi. En
baráttuvilji þinn var svo mikill, að þú
fórst fram úr björtustu vonum.
Síðan komu unglingsárin mín. Þau
fóru misjafnlega í þig. Þá fyrst
skynjaði ég hvað það var mikill ald-
ursmunur á okkur og hvað þú varst
mikið veikur.
29. mars 1997 héldum við upp á 90
ára afmælið okkar á Grillinu á Hótel
Sögu. Það var okkar veitingastaður.
Þarna sáum við yfir borgina og alveg
út á Akranes. Við ákváðum þetta
kvöld að halda upp á 100 ára afmælið
á sama stað. Því miður varð ekkert
úr því vegna þinna veikinda.
Ég á aðeins góðar minningar um
þig, pabbi minn, það var alltaf bjart
yfir þér. Þú varst nákvæmur og
skyldurækinn og þú varst ótrúlega
yfirvegaður og æðrulaus í þínum erf-
iðu veikindum.
Eftir að ég varð rafvirki vildir þú
fá góða þjónustu. Þú sagðir óbeint
við mig að ég ætti að koma strax
sama hvað hinir kúnnarnir mínir
segðu. Þú værir búinn að stjana við
mig öll þessi ár og nú vildir þú fá
góða þjónustu. Þetta var svona
einkahúmor okkar á milli. Pabbi, það
er eitt sem ég sakna núna eftir þinn
dag og það er þetta eina símtal sem
ég fékk alltaf hvert einasta kvöld.
Alltaf hringdir þú í mig og spurðir
mig hvernig dagurinn hefði verið.
Pabbi, núna ert þú farinn frá okk-
ur en skilur eftir allar þær góðu
minningar sem ég get talað enda-
laust um við börnin mín.
Pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og gefið mér
á minni lífsleið.
Jesús sagði „himnaríkið er opið
fyrir okkur“ pabbi þar munum við
hittast aftur.
Friðmar Leifs.
Elsku afi, þú ert bestur og ég
sakna þín rosa mikið, ömmu leiðist
voða mikið núna en við skulum passa
hana fyrir þig og förum með hana í
keilu því ykkur þótti það svo
skemmtilegt. Við fórum öll að gráta
mikið í kirkjunni en ég veit að Guð og
englarnir passa þig.
Fallegi afi, ég elska þig.
Afi minn hvar ert þú nú
upp’ á himnum segir þú
að þér líði miklu betur!
Án þín er ekki gaman
betra væri að vera saman.
Afi minn ég elska þig
því þér þykir vænt um mig.
Horfðu á mig uppi þarna
gættu þinna barnabarna.
(M.B.G.)
Þín skotta,
Anna Sara Friðmarsdóttir.
Bogi Leifs Sigurðsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Elskuleg fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HÓLMFRÍÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
sem lést mánudaginn 10. mars, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00.
Jóhanna Gunnþórsdóttir, Brynjólfur Lárentsíusson,
Sveinmar Gunnþórsson, Kristín Pálsdóttir,
Þórey Skúladóttir, Jón V. Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar,
HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli
miðvikudaginn 5. mars.
Útförin fer fram mánudaginn 17. mars kl. 15.00 frá
Fossvogskapellu.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Hafsteinn Sigurjónsson,
Henný Bartels.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR HALLDÓR BJÖRNSSON
bifreiðastjóri,
Hjallaseli 55,
áður Hjarðarhaga 40,
sem lést þriðjudaginn 11. mars, verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju mánudaginn 17. mars
kl. 15.00.
Björn Á. Einarsson, Emilía Jónsdóttir,
Tómas Á. Einarsson, Elísabet Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir,
mágkona og amma,
HULDA JÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
Lágholti 19,
Mosfellsbæ,
sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. mars,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn
18. mars kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent Krabbameinsfélagið.
Þráinn Þorsteinsson,
Fjalar Þráinsson,
Svanlaug Ída Þráinsdóttir, Árni Valur Sólonsson,
Berglind Jóna Þráinsdóttir, Jón Emil Magnússon,
Dagmar Lind Jónsdóttir,
Sigurlaug Einarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GOTTSKÁLK GUÐJÓNSSON,
Álfholti 34b,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn 7. mars,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 18. mars kl. 13.00.
Guðbjörg Valgeirsdóttir,
Guðjón Gottskálksson, Merlinda Eyac,
Guðbjörn Jóshua Guðjónsson.