Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 53
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn-
ing og stofuspjall Friðriks Þórs Frið-
rikssonar um gerð myndarinnar Bíó-
dagar sem byggð er á hans eigin lífi
verður 17. mars kl. 13. Miðvikud. 19.
mars kl. 14 verður sérsýning á kvik-
myndinni Brúðguminn í Háskólabíói.
Rútuferð frá Bólstaðarhlíð kl. 13.15.
Skráning í s. 535-2760.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Skráning er hafin í 8 daga
söguferð til Kaupmannahafnar, Wroc-
law (Breslá) og Berlínar 7.-14. maí.
Gist 1 nótt á ferju–3 nætur í Wroc-
law–2 nætur í Berlín og 1 nótt í Kaup-
mannahöfn. Nánari upplýsingar og
skráning hjá Söguferðum/Þorleifi
Friðrikssyni s. 564-3031 og hjá Þráni
í síma 554-0999.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikir falla niður í dag, pálma-
sunnudag og 23. mars, páskadag.
Næst verður dansað 30. mars í
Stangarhyl 4.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opn-
ar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á má-
nud. og miðvikud. kl. 9.50 eru sund-
og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug.
Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í
Þjóðleikhúsið á „Sólarferð“, sýning
hefst kl. 14 (breyttur tími), skráning á
staðnum og ís. 575-7720.
Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Ís-
landssöguspjall, myndlist, bók-
menntir, framsögn og framkoma, Bör
Börson, söngur, páfagaukar, hlát-
urhópur, Skapandi skrif, postulín,
Þegar amma var ung, hugmynda-
banki, Müllers-æfingar, nýstárleg
hönnun fermingarkorta, Vorferð á vit
skálda o.fl. s. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30-
11.30, hringdansar í Kópavogsskóla á
þriðjud. kl. 14.20, ringó í Smáranum á
miðvikud. kl. 12. Uppl. í síma 564-
1490.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er
ganga frá Egilshöll kl. 10.
Vesturgata 7 | Farið verður í Þjóð-
leikhúsið 18. mars að sjá leikritið Sól-
arferð kl. 14. Lagt af stað frá Vest-
urgötu 7 kl. 13.15. Upplýsingar og
skráning ísíma 535-2740.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Almenn samkoma kl. 14 sem ung-
lingastarf kirkjunnar sér um, barna-
starf, lofgjörð og fyrirbænir. Á eftir er
kaffi og samfélag og verslun kirkj-
unnar verður opin.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bible
studies at 12.30 in the main hall. Eve-
ryone is welcome. Almenn samkoma
kl. 16.30. Ræðumaður Heiðar Guðna-
son, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng.
Aldursskipt barnakirkja, börn 1-13 ára
velkomin. Bein útsending á Lindinni
FM 102,9 og á www.filadelfia.is
Óháði söfnuðurinn | Fermingamessa
kl. 14. Barnastarf á sama tíma.
Morgunblaðið/Jim Smart
Árbæjarkirkja
dagbók
Í dag er sunnudagur 16. mars, 76. dagur ársins 2008
Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7.)
Samvinnufélagið kallast ný-stofnað félag áhugafólksum miðjustefnu við Há-skóla Íslands. Á morgun,
mánudag kl 12.15 stendur félagið
fyrir hádegisfundi í stofu 207 í Að-
albyggingu, en þar ætlar Helga
Sigrún Harðardóttir skrif-
stofustjóri þingflokks framsókn-
armanna að flytja erindið Hvernig
birtist miðjustefna í íslenskri póli-
tík?
„Miðjustefnan getur oft virkað
ruglingsleg, sem birtist m.a. í því
hvað henni eru gefin mörg ólík
nöfn,“ segir Helga Sigrún, og
nefnir sem dæmi hugtökin jafn-
aðarstefnu, félagshyggjustefnu og
samvinnustefnu sem oft rata í um-
ræðuna um miðjupólitík.
Helga Sigrún segir þrjú hugtök
einkum einkenna miðjustefnu á Ís-
landi: „Framsóknarmönnum er
tamt að hampa hugsjónum sam-
vinnu, jafnréttis og lýðræðis: að
skapa samfélag þar sem hags-
munir einstaklings jafnt sem
heildar eru hafðir að leiðarljósi“,
útskýrir hún. „Erindið skoðar m.a.
þá krísu sem miðjustefnan virðist
hafa lent í bæði hér heima og er-
lendis, en vandi miðjupólitíkur
kann hugsanlega að skýrast af því
að reynt er að huga að hags-
munum sem flestra, fara bil
beggja ef unnt er og stunda vand-
aða og skynsamlega ákvarð-
anatöku. Slíkt ferli getur verkað
óskýrt ásýndum, borið saman við
hægri- og vinstri-arma stjórn-
málalitrófsins sem byggjast iðu-
lega á ákveðnum kenningum en
ekki endilega skynsamlegri
ákvarðanatöku út frá hagsmunum
ólíkra hópa.“
Helga Sigrún mun skoða birt-
ingarmyndir miðjustefnunnar í
ýmsum málum sem Framsókn-
arflokkurinn hefur beitt sér fyrir,
og skoðar einnig miðjustefnuna í
alþjóðlegu samhengi: „Nú síðast
eru menn farnir að lýsa Barack
Obama sem miðjumanni, og er
stefna hans þannig að hún hefði
vel getað orðið til á flokksþingi
framsóknarmanna,“ segir Helga
Sigrún. „Ég ætla líka að skoða
sérstaklega samvinnu og sam-
vinnufélög. Það rekstrarfyr-
irkomulag hefur verið á fallanda
fæti hérlendis, en er allútbreitt í
löndunum í kringum okkur, og
getur hugsanlega reynst mótvægi
við neikvæðum hliðum einka- og
markaðsvæðingar.“
Heimasíða Samvinnufélagsins er
á www.internet.is/samvinnufelagid.
Stjórnmál | Fyrirlestur á vegum Samvinnufélagsins á mánudag kl. 12.15
Helga Sigrún
Harðardóttir
fæddist í Keflavík
1969. Hún lauk
BEd. gráðu frá
KHÍ 1993, dip-
lóma í náms- og
starfsráðgjöf frá
HÍ 1994 og meist-
aragráðu í mann-
legum samskiptum frá Oklaho-
maháskóla á Keflavíkurflugvelli
2002. Helga Sigrún hefur starfað
við kennslu, ráðgjöf og í útvarpi, en
hún hefur starfað fyrir Framsókn-
arflokkinn frá 2005. Eiginmaður
hennar er Gunnlaugur Kristjánsson
og á Helga Sigrún eina dóttur og
barnabarn.
Miðjustefna í íslenskri pólitík
Tónlist
Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund með tónlist
verður 18. mars kl. 20. Flutt verður: Stabat
Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi.
Flytjendur eru Rósalind Gísladóttir messo-
sópran, Dagný Þórunn Jónsdóttir sópran,
Krisztina Kalló Szklenár orgel. Aðgangur
ókeypis.
Myndlist
Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Sýning
Þorvaldar Jónssonar er í nýju nem-
endagalleríi Listaháskóla Íslands að Lauga-
vegi 23, í kjallara. Opið er á afgreiðslutíma
kaffihússins virka daga kl. 9-23, laug-
ardaga kl. 11-23 og sunnudaga kl. 11-18.
Norræna húsið | „Norrænar hugrenningar
frá Mexíkó“ er titillinn á sýningu dönsku
textíllistakonunnar Trine Ellitsgaard. Lista-
konan hefur verið búsett í Mexíkó í 20 ár
og ber sýning hennar það með sér í verk-
um hennar. Sýningin stendur til 6. apríl.
Kvikmyndir
MÍR-salurinn | Kvikmyndin Tund-
urskeytaflugsveitin verður sýnd í MÍR-
salnum á Hverfisgötu 105, kl. 15. Myndin
fjallar um sovéskar flugsveitir sem þátt
tóku í síðari heimstyrjöldinni á norð-
urslóðum og vörðu m.a. skipalestir banda-
manna. Enskur texti og aðgangur ókeypis.
Frístundir og námskeið
Betra nám | Námskeið í hraðlestri og
minnistækni fyrir 10-20 ára. Tvöfaldaðu
lestrarhraðann og lærðu að nota minnið
rétt. Einnig ráðgjafaviðtöl vegna lesblindu.
Upplýsingar á www.betranam.is
Börn
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Rún-
ingur verður í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum og gefst gestum kostur á að fylgjast
með frá kl. 13. og fram eftir degi. Guð-
mundur Hallgrímsson mun rýja en með
honum í för verða handverkskonur frá Ull-
arselinu á Hvanneyri. Opið er í garðinum
frá kl. 10-17.
TÍGRISDÝRIÐ Dína virðir ljósmyndara fyrir sér úr búri sínu í dýragarðinum í Amman í Jórdaníu í vikunni.
Gullsmárinn
Úrslit 10.3. Spilað var á 13 borðum.
Lokastaðan í N/S:
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 337
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 321
Auðunn Guðmss. – Björn Árnason 309
A/V
Páll Ólason – Elís Kristjánss. 356
Guðm. Magnúss. – Leifur Jóhanness. 334
Guðrún Gestsd. – Bragi Björnsson 331
Meðalskor 260.
Kópvogur reið ekki feitum hesti frá
viðureign sinni við Reykjavík í spila-
mennskunni sl.fimmtudag.
Spilað var á 10 borðum (frá hvor-
um aðila.)
Reykjavík sigraði á 7 borðum
Kópavogur á 2 borðum og eitt jafn-
tefli. Samtals: Reykjavík 187 stig
gegn 110 stigum Kópavogs.Til ham-
ingju Reykjavík.
Spilað verður að venju í Gullsmára
næsta mánudag og hefst spila-
mennska kl.l3.
Aðalsveitakeppni
á Suðurnesjum
Mánudaginn 10. mars byrjaði að-
alsveitarkeppni hjá Bridsfélaginu
Muninn, Sandgerði, og Bridsfélagi
Suðurnesja og voru 14 pör sem
mættu. Spilaformið er sveitarokk
sem þýðir það að allir verða með öll-
um í sveit. Spilaðir eru þrír 9 spila
leikir á hverju kvöldi og er keppnin
mjög jöfn enn sem komið er.
Staða 6 efstu eftir fyrsta kvöldið af
fimm er sem hér segir:
Egill Sigurðsson og Ólafur Ingimarss. 59
Jóhann Benediktss. og Sigurður Albertss. 58
Ingvar Guðjónss. og Guðjón Einarsson 56
Garðar Garðarss. og Karl G Karlsson 56
Jóhannes Sigurðss. og Svavar Jenssen 54
Kristján Pálss. og Reynir Jónsson 53
Næstkomandi mánudag 17. mars
verður annað spilakvöldið í þessari
keppni og síðan þar á eftir tekur
Páska-tvímenningur við og svo held-
ur keppnin áfram næstu 3 mánudaga.
Og tvö efstu pörin í þessari keppni
verða okkar fulltrúar á Kjördæma-
mótinu ásamt völdum pörum. Og
endilega mæta, allir spilarar sem eru
búnir að skrá sig, svo keppnin geti nú
byrjað fyrir alvöru.
Spilað er alla mánudaga í Félags-
heimilinu að Mánagrund og hefst
spilamennska á slaginu 19:15.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 11 mars var spilað á
15 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 421
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 372
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 356
A/V
Bragi V. Björnsson – Oddur Jónsson 376
Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 370
Lilja Kristjánsd. – Bergljót Gunnarsd. 368
Sveit Gylfa efst í Halldórs-
mótinu á Akureyri
Halldórsmótið, minningarmót um
Halldór Helgason, einn af frumkvöðl-
um Bridsfélags Akureyrar, hófst
þriðjudaginn 11. mars. Mótið er
þriggja kvölda sveitakeppni með bo-
ard-a-match-fyrirkomulagi, þ.e.
blöndu af tvímennings- og impaút-
reikningi. Þetta keppnisform með
stuttum leikjum býður upp á miklar
sviptingar og ekkert skorti á það
fyrsta kvöldið. Sveit Gylfa Pálssonar
vann fjóra leiki af fimm og hlaut 85
stig (meðalskor 60). Í 2.-3. sæti með
65 stig eru sveit Stefáns Vilhjálms-
sonar, sem tókst að lækka flugið hjá
Gylfa og félögum, og sveit Unu
Sveinsdóttur.
Sunnudagskvöldið 16.3. verður
spilaður eins kvölds tvímenningur í
Skipagötu 14, 4. hæð. Spilamennska
hefst kl. 19:30.
Sveit Breka jarðverks
efst í Suðurlandsmótinu
Suðurlandsmótið í sveitakeppni
var haldið í golfskálanum á Svarfhóls-
velli, rétt fyrir utan Selfoss, 8. og 9.
mars sl. Til leiks mættu átta sveitir,
og unnu fjórar efstu sveitirnar sér inn
rétt til að spila á Íslandsmótinu í
sveitakeppni 2008. Keppnisstjóri var
Guðmundur Þór Gunnarsson. Röð
sveitanna varð þessi:
Breki jarðverk ehf. 143
Tryggingamiðstöðin hf. 138
Mjólkursamsalan ehf. 120
Landsbankinn Hvolsvelli 119
Gunnar Björn Helgason 112
Jafnframt var reiknaður árangur
spilara með butler-útreikningi. Röð
efstu spilara varð þessi:
Vilhj. Þór Pálsson, sv. Tryggingamiðst. 1,58
Ragnar Magnússon, sv. Breka jarðverks 1,27
Páll Valdimarsson, sv. Breka jarðverks 1,00
Símon Símonarson, sv. Breka jarðverks 0,88
Bridsdeild Sjálfsbjargar
Sl. mánudag, 10.3., lauk þriggja
kvölda tvímenningskeppni deildar-
innar.
Úrslit á kvöldinu urðu í N/S:
Karl Karlsson – Sigurður Steingrss. 198
Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 188
Lilja Kristjánsd. – Haraldur Sverriss. 186
A/V
Reynir Haraldss. – Sigmar Sigurðars. 199
Marteinn Marteinss. – Kári Jónss. 189
Jón Úlfljótss. – Þórarinn Beck 186
Sigurvegarar (heildarskor bestu
tveggja kvölda) urðu Unnar A. Guð-
mundsson og Jóhannes Guðmanns-
son.
Mánudaginn 17. mars verður svo
eins kvölds páskabarómeter, tví-
menningur í samstarfi Prentmets og
Sjálfsbjargar. Opið öllu brids-
áhugafólki. Spilamennska hefst kl. l9
í Hátúni.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 10.3.
Spilað var á 11 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 255
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 236
Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 230
Árangur A-V
Ægir Ferdinandss. – Ólafur Ingvarss. 269
Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 242
Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 226
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 10. mars var spiluð
önnur umferð af þriggja kvölda tví-
menningskeppni félagsins.
Úrslit urðu þessi í N/S
Hulda Hjálmarsd. – Andrés Þórarinss. 64,9%
Loftur Péturss. – Jón St. Ingólfss. 56,3%
Halldór Einarss. – Guðni Ingvarsson 48,8%
A/V
Hrund Einarsd. – Dröfn Guðmundsd. 62,5%
Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss.62,2%
Sig. Sigurjónss. – Guðlaugur Bessas. 54,2%
Eftir tvö kvöld eru þessi pör efst:
Hrund Einarsd. – Dröfn Guðmundsd. 118,5
Loftur Pétursson – Jón St. Ingólfss. 109,8
Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 106,9
Aldursforsetinn
hafði sigur
Mánudaginn 3. febrúar
var spilað síðasta kvöldið í
sveitakeppni Bridsfélags
Borgarfjarðar. „Kópakall-
inn“ spilaði sveita best í
mótinu og varð langefst,
vann alla sína leiki og flesta
sannfærandi. Í sveitinni
spiluðu Eyjólfur Sigurjóns-
son (sem er sá eini af stofn-
endum félagsins fyrir 51 ári
sem enn spilar í keppnis-
brids,) Jóhann Oddsson á Steinum,
Egill Kristinsson í Örnólfsdal og
Bjarni H. Einarsson á Bifröst.
Lokastaðan:
Kópakallinn (Eyjólfur, Jóhann, Egill og
Bjarni) 224
Parasveitin (Rúnar, Dóra, Davíð og
Sigríður) 196
Jón Einarsson (Jón E., Unnsteinn, Guð-
mundur Kr. og Ásgeir) 178
Ormarnir (Þorsteinn P., Eyjólfur Ö., Karvel
og Ingimundur) 178
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Sigursveitin Þeir urðu efstir í sveitakeppn-
inni í Borgarfirði. Talið frá vinstri. Eyjólfur
Sigurjónsson, sjálfur Kópakallinn með bik-
arinn, Jóhann Oddsson, Bjarni H. Einarsson
og Egill Kristinsson
Reuters
Auga tígursins