Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 58

Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 58
Til dæmis er Gísli Pétur brúnaþungur alla myndina en maður veit alltaf að hann er góður náungi … 62 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is J óhann á rætur í rokkinu en hefur undanfarin ár hasl- að sér rækilega völl í heimi nútímatónlistar. Jó- hann gefur reyndar lítið fyrir slíka dilkadrætti, segist ein- faldlega vera tónlistarmaður því hann semji jú tónlist. Sólóefni æ mikilvægara – Hvað getur þú sagt mér um nýju plötuna? „Ég er búinn að vinna að henni í um eitt og hálft ár og hún kemur út á vegum 4AD í ágúst. Í millitíðinni gaf 4AD Englabörn aftur út í lok síðasta árs. Mér þótti mjög vænt um að líftími hennar væri framlengdur svona (hún kom upprunalega út 2002) en platan er í miklu uppáhaldi hjá innanbúðarmönnum þar. Sam- vinna mín við 4AD hefur verið mjög farsæl, þetta er lítið batterí undir stærri samsteypu sem kallast Begg- ars Banquet. Listrænt frelsi er al- gjört og það er ekkert gert nema með mínu samþykki. 4AD hefur þá aðgang að góðri dreifingu og kynn- ingarmálin eru í fínu standi.“ – Fetarðu einhverjar nýjar slóðir á plötunni væntanlegu? „Hún spannar a.m.k. mun víðara svið en hinar plöturnar mínar. Nokkur stykki eru skrifuð fyrir stóra strengjasveit, önnur fyrir strengjakvartett og þetta hefur dá- lítið spunnist upp úr því sem ég hef verið að spila á tónleikum með strengjakvartettinum og Matthíasi Hemstock. Svo fer þetta líka niður í litla hluti, sólópíanó og slíkt. Platan er löng og fer víða og það er ým- islegt þarna sem á eftir að koma fólki á óvart.“ – Nú ert þú í ýmsum og ólíkum verkefnum. Eru sólóplöturnar mið- lægar í list þinni eða bara einn hluti af litrófinu? „Þær eru nú það sem ég hef verið að einbeita mér mest að undanfarin tvö, þrjú ár og þetta er alltaf að verða mikilvægara. Önnur verkefni spila þó viðlíka rullu hjá mér, eins og t.d. Apparatið (Orgelkvartettinn Apparat þ.e.). Svo er ég að semja fyrir kvikmyndir og leikhús og það má alveg segja að það geri maður til að fjármagna hitt, það er svona salt í grautinn. Ég gæti ekki lifað af því að gera bara sólóplötur. Rúllar hægt – En ertu alfluttur til Kaup- mannahafnar? „Nei, ég er meira svona með að- setur hérna í bili. Ég er heilmikið á Íslandi líka, flakka svona á milli. Það er búið að vera mjög mikið um tón- leika undanfarin ár; sólóverkin, dansverkin með Ernu Ómars og fleira. Ég er að minnka þetta jafnt og þétt, eitt verkið okkar Ernu er á túr núna en ég spila ekki sjálfur í því. Í staðinn vil ég einbeita mér að sólóefninu. En það er nú svo að starfsvettvangur minn er erlendis fyrst og fremst, einkanlega í Evrópu og það skýrir þessa bækistöðva- tilfærslu.“ – Nafn þitt virðist komast á fleiri varir með hverju árinu sem líður … „Já, plöturnar seljast a.m.k. í fleiri eintökum. Það er þá alltaf meiri og meiri eftirspurn eftir tón- leikum. Þetta er svona snjóbolti sem rúllar mjög hægt … frá Íslandi og yfir til Evrópu (hlær). En þetta hef- ur gerst hægt, og það hentar mér mjög vel. Tónlistin hefur aðallega spurst mikið út, það hafa aldrei ver- ið nein stórkostleg kynningarátök í gangi. Nú er ég í þeirri óskastöðu að geta einbeitt mér að eigin plötu en auk þess hef ég alltaf verið mjög heppinn með verkefni. Þau hafa ver- ið mjög spennandi, og mér hefur tekist að snúa þeim einhvern veginn eftir mínu höfði. Ég tek yfirleitt ekkert að mér sem ég hef ekki brennandi ástríðu fyrir. Það er slæm tilfinning sem fylgir því að þurfa að neyða sig til að hafa áhuga á einhverju.“ – Nú hef ég heyrt af því að fólk úr akademíunni, menntuð tónskáld, Brú á milli heima Tónskáldið „Í ensku er orðið „composer“ notað yfir alla þá sem semja tónlist. Kannski ætti ég að kalla mig „phonometrographe“ eða „hljóðmælinga- og skráningarmann“ eins og Erik Satie kallaði sig, en honum var stundum strítt á að hafa litla formlega menntun í tónlist,“ segir Jóhann.  Einn af okkar mikilvirkustu tónlistarmönnum, Jóhann Jóhannsson, leggur nú lokahönd á nýja breiðskífu  Þar að auki semur hann tónlist fyrir breska bíómynd og norska uppfærslu á Ödipus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.