Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 59
Með Ham Frá vinstri: Arnar Geir Ómarsson, Óttarr Proppé, Sigurjón Kjartansson, Björn Blöndal og Jóhann.
Jóhann á rætur í rokkinu þótt hann hafi einbeitt sér meira að nútímatónlist í seinni tíð.
Morgunblaðið/ÞÖK
Orgelkvartettinn Apparat Jóhann ásamt Herði Bragasyni, Arnari Geir
Ómarssyni, Sighvati Ómari Kristinssyni og Úlfi Eldjárn.
www.johannjohannsson.com
hafi fussað og sveiað yfir rokk-
aranum sem er að gera nútíma-
tónlist. Hver er afstaða þín til
þessa?
„Ég verð ekkert var við þessa
umræðu – nema á Íslandi. Ég veit
það ekki, er þetta af því að við erum
með þetta gildishlaðna orð, „tón-
skáld“, sem má bara nota yfir lært
fólk? Í ensku er orðið „composer“
notað yfir alla þá sem semja tónlist.
Kannski ætti ég að kalla mig
„phonometrographe“ eða „hljóð-
mælinga- og skráningarmann“ eins
og Erik Satie kallaði sig, en honum
var stundum strítt á að hafa litla
formlega menntun í tónlist. Ég sótti
mér menntun í bókmenntum og
tungumálum og ég tel að það sé al-
veg eins góður undirbúningur fyrir
starf sem listamaður eins og dip-
lóma í tónlist. Þekkingu í hljómfræði
og orkestrasjón er hægt að viða að
sér úr bókum og það hef ég gert og
mun halda áfram að gera. Tónlistin
virðist annars eina listgreinin þar
sem prófgráður skipta einhverju
lykilmáli. Það spyr enginn leikstjór-
ann hvort hann hafi farið í kvik-
myndaskóla eða rithöfundinn hvort
hann hafi lokið bókmennta-
fræðinámi. Auðvitað er þetta bæði
úrelt og heimskuleg afstaða og ekki
í neinu samhengi við menningar-
umhverfið í dag. Þetta er einhvers
konar 19. aldar hugsunarháttur.
Hitt ber á að líta að þetta er mjög
skiljanlegt, að vera tónskáld á Ís-
landi er ríkisstyrkt iðja og litlum
peningum til að dreifa. Þannig að
það er eðlilegt að menn leitist við að
vernda sitt svæði. En þetta hefur
voðalega lítil áhrif á mig – ég hef
engan áhuga á viðurkenningu aka-
demískra tónskálda. Það er virðing-
arvert þegar fólk leggur á sig
margra ára nám til að ná tökum á
ákveðinni tækni, en það eitt tryggir
ekki að verk viðkomandi tónskálda
hafi eitthvað gildi. Ég vil taka það
skýrt fram að ég er ekki að gera lítið
úr vægi tónlistarnáms, ég er frekar
að benda á að undirbúningur undir
starf sem listamaður getur verið
margs konar.“
– Eitthvað var ég að heyra um
kirkjutúr um Evrópu næsta haust?
Hvað er til í því?
„Það eina sem ég get sagt á þessu
stigi málsins er að það eru uppi
áform um að halda fjölda tónleika í
dómkirkjum Evrópu í kjölfar plöt-
unnar minnar sem kemur út í ágúst.
Þetta yrði í október, ef af verður.
En þetta er ekki að fullu staðfest.“
– Svona að lokum, er eitthvað
fleira framundan?
„Ég fer í smá túr um Spán í apríl
og í sumar spila ég í Kanada, New
York og í Þýskalandi. Ég verð síðan
með tónleika í Union Chapel, Lond-
on, ásamt Max Richter. Við höfum
oft verið spyrtir saman í umfjöll-
unum og því gaman að fá að spila
með honum. Ég samdi þá tónlist við
Ödipus eftir Sófókles en Jon Fosse,
leikhúsmaður mikill frá Noregi stað-
færði. Þar vann ég mikið með raddir
og það var einstaklega gefandi verk-
efni. Ég veit að ég á eftir að vinna
áfram með þær hugmyndir. Þá er ég
að klára að tónsetja nýja mynd eftir
breska leikstjórann Marc Craste
sem kallast Varmints. Myndin verð-
ur sýnd í haust og það verður gefin
út plata í framhaldinu af því.“
Morgunblaðið/Jim Smart