Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 61

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 61 passio A R V O PÄ R T l ist vinafelag . is H A L L G R Í M S K I R K J U S K Í R D A G 2 0 . M A R S 2 0 0 8 K L . 1 7 Schola cantorum C A P U T J E S Ú S : Tómas Tómasson BASSI P Í L AT U S : Þorbjörn Rúnarsson TENÓR Margrét Sigurðardóttir SÓPRAN Guðrún Edda Gunnarsdóttir ALT Bragi Bergþórsson TENÓR Benedikt Ingólfsson BASSI a ð g a n g s e y r i r 3 . 0 0 0 k r ó n u r G U Ð S PJ A L L A M A Ð U R : H Ö R Ð U R Á S K E L S S O N s t j ó r n a n d i Björn Steinar Sólbergsson ORGEL F O R S A LA M IÐ A Í H A LL G R ÍM S K IR K JU O G 1 2 TÓ N U M Styrkt af Reykjavíkurborg T Ó N L I S T A R S J Ó Ð U R M E N N T A M Á L A R Á Ð U N E Y T I S I N S ■ Lau. 29. mars kl. 14.00 Maxímús Músíkús - Tónsprotatónleikar Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar- innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi, trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson ■ Fim. 3. apríl kl. 19.30 Einstakur gestur Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin kadensur. ■ Fös. 4. apríl kl. 21.00 Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista- mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL Group. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is DUBBELDUSCH eftir Björn Hlyn Haraldsson er eitt mesta þunnildi sem borið hefur verið á borð fyrir okkur sem leikrit í íslensku leik- húsi í vetur. Og einhvern veginn segir mér svo hugur um að að- standendur sem kynntu verkið sem „ljúfsárt“ og aðstæður „sorglegar og átakanlegar“ hafi kannski ekki fyllilega gert sér grein fyrir því á æfingum, sem áhorfendur á frum- sýningu ákváðu strax eftir hlé, að þetta væri alveg fyrirtaks gam- anleikur, jafnvel farsi. Verkið er byggt á gömlu þema sem gengið hefur í aldir gegnum leikbókmennt- irnar: Menn gjalda fyrir syndir sín- ar í bólinu – að lokum. Hilmar Jónsson leikur pabba, rit- höfund, sem haft hefur að ævistarfi að skrifa sjálfshjálparbækur, og lætur sér leiðast með eiginkonunni (Hörpu Arnardóttir) á palli fyrir framan hús sem hann er að gera upp sem sumarbústað í dreifbýlinu, þegar fortíðin ber að dyrum. Margt er merkilegt í uppbyggingu verks- ins. Þar er til dæmis flassbakk. Þar eru innri átök pabbans leyst með samtölum við einhvers konar alter ego. Þar er pabbanum gert kleift líkt og hjá Max Frisch forðum daga að lifa lífinu upp á nýtt undir öðrum formerkjum og þar ganga menn rólega frá átökum og gleyma þeim tímunum saman. Og þar er hlutverk pabbans verst skrifaða hlutverkið, þar eð gengið er út frá því að maðurinn hafi við eitthvert alvarlegt vandamál að stríða en orðræðan líkt og tekin út úr ein- hverju innsendarabréfi í vanda- málaþætti Vikunnar. Hilmari Jónssyni tekst samt með sinni þægilegu nærveru og lág- stemmda leik líkt og Sveinn Ólafur Gunnarsson, sjarmörinn sá, að breiða yfir mestu ágalla textans; þó hefði leikstjórinn mátt vinna betur með hreyfingar þeirra beggja. Það er hins vegar Harpa Arnardóttir sem bjargar þessu verki. Hún fær að vísu best skrifaða hlutverkið, beint út úr íslenskum veruleika stekkur hún, svolítið mónómanísk húsmóðir, með einstakan hæfileika til að flýja frá vandamálum inn í yfirborðsáhugamál og undarlega fjarrænu. Ég hef ekki séð Hörpu leika betur. Maríanna Clara Lúth- ersdóttir leikur fyrrverandi ást- konu pabbans, unga og eldri af ná- kvæmni og með stæl og bætir enn einni flottu persónumyndinni í safn sitt. María Heba Þorkelsdóttir og Davíð Guðbrandsson leika stelpuna og strákinn, fórnarlömb hugleysis hinna eldri og eru ekki öfundsverð af því að reyna að byggja upp per- sónur úr hlutverkum sínum. Líkt og með Hilmar og Svein Ólaf njóta þau þess að það er samt ljóst hvað í þeim býr. Og ánægjulegt er að með Davíð er kominn orkubolti af nýrri gerð á íslenskt leiksvið. Börkur Jónsson heldur vel utan um verkið með því að hrúga sam- an, í takt við stílleysi þess, öllu stíl- leysi íslenskrar millistéttar: nat- úralískri framhlið á gömlu timburhúsi sem verið er að gera upp sem sumarbústað (og áhorf- endur ganga í gegnum inn í salinn), staðlaða húsvagninum, staðlaða Bykópallinum, girðingum og úti- ljósum, gasgrillinu. Björn Berg- sveinn fær ekki mörg tækifæri til að sýna listir sínar, en Frank Hall býr til skemmtilega hljóðmynd. Og hvað? Var þetta þá skelfilegt? Nei, alls ekki. Björn Hlynur skrifar margt gott samtalið í þessu verki, kemur oft skemmtilega á óvart með ýmsum vendingum í framvind- unni og hefur næmt auga fyrir ýmsu hlægilegu í íslenskum veru- leika. Og sem leikstjóra dettur hon- um margt skondið í hug. Ef hann væri ekki bæði höfundur og leik- stjóri, hefði ég sennilega sett sem fyrirsögn: Leikstjóri bjargar ljúf- sáru drama með farsaleik. Nú er hann hins vegar bæði höfundur og leikstjóri og því vandséð af einni sýningu afhverju hið ljúfsára varð að farsa. En ljóst er þó að Björn Hlynur hefur hæfileika til að skrifa gamanleiki og ætti kannski að spyrja sig: Hvenær og hvernig verður hið ljúfsára að farsa? Og svo ekkert fari á milli mála þá legg ég áherslu á að ég hló bara oft og mikið eins og aðrir áhorf- endur á frumsýningu, einkum eftir hlé. Hvenær og hvernig verð- ur hið ljúfsára að farsa? LEIKLIST Leikfélag Akureyrar í samvinnu við Vesturport Höfundur og leikstjóri: Björn Hlynur Har- aldsson. Leikmynd og búningar: Börkur Jónsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Tónlist og hljóðmynd: Frank Hall. Leikarar: Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Davíð Guðbrandsson, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúth- ersdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Rýmið, 13.desember 2008 kl. 20.00. Dubbeldusch María Kristjánsdóttir Gamalt þema „Verkið er byggt á gömlu þema sem gengið hefur í aldir gegn- um leikbókmenntirnar: Menn gjalda fyrir syndir sínar í bólinu – að lokum.“ LEIKKONAN Charlize Theron hef- ur skipt um ríkisfang og er nú orðin bandarísk. Theron, sem fæddist í Suður-Afríku, þurfti að leggja nokkuð mikið á sig til að öðlast rík- isborgararéttinn, meðal annars að gangast undir nokkuð erfitt próf. Hún segir hins vegar að þetta hafi verið draumur sinn lengi. „Mig hefur alltaf langað til að verða Bandaríkjamaður,“ sagði hún í nýlegu viðtali. „En þetta er langt ferli og maður þarf að leggja ýmislegt á sig. Maður þarf til dæmis að vita eitt og annað, hverjir öld- ungadeildarþingmennirnir eru og hvernig stjórnkerfið virkar. En mér finnst mikilvægt að þeir skuli leggja þetta á mann. Ef maður býr hérna á maður að vita svona hluti.“ Theron, sem er 32 ára gömul, hefur búið í Bandaríkjunum í rúm- an áratug. Hún hlaut Ósk- arsverðlaunin sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Monster árið 2003. Reuters Fönguleg Hin bandaríska Charlize Theron. Orðin bandarísk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.