Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 68

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 68
SUNNUDAGUR 16. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 4°C | Kaldast -5°C  Hægviðri og létt- skýjað víðast hvar, en hæg suðlæg átt, skýjað og þurrt að kalla SV til. » 8 ÞETTA HELST» Hafa úthlutað lóðunum  Kópavogsbær hefur þegar út- hlutað lóðum í Vatnsendahlíð, en umhverfisráðherra hefur synjað til- lögu um staðfestingu skipulags. »2 Mikil sóknarfæri  Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, sér fram á mikil rekstr- artækifæri og segir umræðu um Ex- ista hafa verið óvægna. » Forsíða Misskilningur Norðuráls  Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir það mikinn misskilning hjá forsvars- mönnum Norðuráls að kæra sam- takanna hafi engin áhrif á útgáfu framkvæmdaleyfis vegna álvers í Helguvík. Landvernd fer fram á að fram fari lögformlegt umhverfismat á framkvæmdunum í heild sinni. » 2 Heiðraður fyrir framlagið  Einar Magnússon lyfjafræðingur var í vikunni heiðraður sérstaklega á ráðstefnu sem boðað var til í Víet- nam fyrir framlag sitt til uppbygg- ingar heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku lauk formlega 40 ára starfi Svía við uppbyggingu heilbrigðiskerf- isins, en fulltrúar sænska ríkisins voru þeir einu frá Vesturlöndum sem sinntu þessu í Hanoi á dögum Víetnamstríðsins og sneru sér þá að þessari uppbyggingu, með aðstoð erlendra sérfræðinga. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Framkvæmdir hafnar Forystugreinar: Breytingar í heilbrigðiskerfi | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Ég veit það ekki, ég … UMRÆÐAN» Atvinnuleysi 1% í febrúar Stuðningur við kjarasamningana Febrúarafli minni en í fyrra Áhyggjur af hækkandi matarverði Sjúklingum stofnað í hættu Lygamafía Palestínuvina, ójá Gaggrýni Valgerðar Evrópusambandið og efnahagsmálin ATVINNA » FÓLK» Penelope Cruz vill ættleiða 20 börn. » 63 Þótt Heiðin sé nokk- uð ójöfn mynd telur Anna Sveinbjarn- ardóttir hana búa yf- ir sérstökum sjarma. » 62 KVIKMYNDIR» Sérstakur sjarmi TÓNLIST» Sam Amidon er svona allt í lagi. » 60 FÓLK» Theron breyttist í Bandaríkjamann. » 61 Þótt María Krist- jánsdóttir hafi hleg- ið oft og mikið á Dubbledusch þykir henni verkið vera mikið þunnildi. » 61 Eitt mesta þunnildið LEIKLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sumarbústaður brann í Skorradal 2. Sóknarprestur Obama veldur … 3. HÍ lítur dóm … alvarlegum augum 4. Shannon Matthews fannst á lífi ÞÓTT Jóhann Jó- hannsson sé hvað þekktastur hér á landi sem meðlim- ur í hljómsveitun- um Ham og Org- elkvartettinum Apparati hefur hann mikið látið að sér kveða í nú- tímatónlist að undanförnu. Jó- hann leggur nú lokahönd á sína nýjustu breiðskífu sem mun koma út á vegum 4AD í ágúst, en hann segist hafa fengið algjört listrænt frelsi við gerð plöt- unnar. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segist Jóhann hafa orðið var við fordóma gagnvart því að rokkari geri nútímatónlist. „Ég verð ekkert var við þessa umræðu – nema á Ís- landi. Ég veit það ekki, er þetta af því að við erum með þetta gild- ishlaðna orð, „tónskáld“, sem má bara nota yfir lært fólk? Í ensku er orðið „composer“ notað yfir alla þá sem semja tónlist,“ segir Jóhann. „Tónlistin virðist annars eina list- greinin þar sem prófgráður skipta einhverju lykilmáli. Það spyr eng- inn leikstjórann hvort hann hafi farið í kvikmyndaskóla eða rithöf- undinn hvort hann hafi lokið bók- menntafræðinámi. Auðvitað er þetta bæði úrelt og heimskuleg af- staða og ekki í neinu samhengi við menningarumhverfið í dag. Þetta er einhvers konar 19. aldar hugs- unarháttur. Hitt ber á að líta að þetta er mjög skiljanlegt, að vera tónskáld á Íslandi er ríkisstyrkt iðja og litlum peningum til að dreifa. Þannig að það er eðlilegt að menn leitist við að vernda sitt svæði. En þetta hefur voðalega lítil áhrif á mig – ég hef engan áhuga á viðurkenningu akademískra tón- skálda.“ | 58 Rokkari í nútímatónlist Jóhann Jóhannsson telur orðið „tónskáld“ túlkað of þröngt á Íslandi Jóhann Jóhannsson Í HNOTSKURN » Jóhann mun hugsanlegaspila í dómkirkjum víða um Evrópu í kjölfarið á útgáfu nýju plötunnar. » Hann hefur nýlokið við aðsemja tónlist fyrir norska uppfærslu á Ödipus eftir Sófók- les, og er nú að klára að tónsetja kvikmynd eftir breskan leik- stjóra. „MYND var minn stóri draumur,“ segir Hilmar A. Kristjánsson, þeg- ar hann fjallar um útgáfustarfsemi sína í samtali við Freystein Jó- hannsson. Dagblaðið Mynd kom aðeins út í 28 daga sumarið ’62, þá skall á prentaraverkfall og Mynd kom ekki út aftur þegar því lauk. Fyr- irmyndina sótti Hilmar til Bild Zeitung í Þýzkalandi. Mynd var fjórar síður í breiðsíðubroti með átta dálkum. Í samtalinu lýsir Hilmar aðdrag- andanum að útgáfu Myndar, sam- starfinu við Bild Zeitung og því stutta stríði sem blaðinu fylgdi. Hann segir Mynd hafa verið „óháð dagblað – ofar flokkum“. „Já. Við ætluðum okkur stóra hluti. Og sögðum flokksblöðunum stríð á hendur. Þrátt fyrir endalokin var Mynd afskaplega skemmtilegt æv- intýri. Það var svo mikill spenn- ingur í kringum þetta allt,“ segir Hilmar. Hann gaf líka út Vikuna um árabil og tíma- ritið Flugmál, sem hann segir hafa náð því að verða stærsta flugtímarit á Norðurlöndum. Þegar best lét fór Vikan lang- leiðina í 25 þúsund eintök. „Þá var nú ekki hlaupið að því að fá inn- flutningsleyfi fyrir setjaravél,“ segir Hilmar, en Steindórsprent réð illa við Vikuna, „en ég frétti af því að Herbertsprent í Banka- stræti ætti slíka nýja vél og ég fal- aði hana til kaups.“ Hins vegar varð það úr að Hilmar keypti prentsmiðjuna eins og hún lagði sig. | 32 Hilmar A. Kristjánsson Skemmtilegt ævintýri Hilmar A. Kristjánsson gaf út dagblaðið Mynd í 28 daga sumarið 1962 SJÖ orð Krists á krossinum er yfirskrift sýningar á verkum Baltasars Samp- ers listmálara, sem opnuð var í Hallgrímskirkju í gær. Baltasar var staddur í kirkju á Spáni þegar hann heyrði samnefnt tónverk Haydens. Hann varð sér úti um tónlistina og spurði: „Ef hægt er að koma þessu í músík, af hverju þá ekki í málverk?“ Baltasar ákvað að einbeita sér að hinni andlegu þjáningu frekar en hinum hefðbundnu marblettum og blóði krossfestingarinnar. Orð- in sjö mynda 10x6 metra kross sem verður til sýnis til 5. maí. Sjö síðustu orð Krists á krossinum Morgunblaðið/Frikki Úr músík í málverk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.