Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ferð sína til Afganistan hafa verið árang- ursríka. Hún hafði viðkomu í Brussel á bakaleið sinni en kem- ur aftur heim í dag. Ingibjörg fundaði með Hamid Karzai forseta í gær. Þar ræddu þau helstu vandamál sem steðja að landinu, þ.e. hryðjuverk, vax- andi eiturlyfjaframleiðslu og rótgróinn menntunarskort. „Um 3% fullorðinna utan Kabúl eru læs og skrifandi. En þar er mikið átak í gangi til að koma börnum í skóla,“ segir Ingibjörg og kveður greinilegt að mikið sé hægt að gera fyrir litla fjármuni í landinu. „Í því verkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, undir stjórn Norðmanna, hafa meðal annars verið byggðir upp um 107 barna- skólar á einu ári og yfir 1.000 kennarar þjálfaðir,“ segir hún. Eftir þessa ferð, og fundinn með Íslendingum í Kabúl í gær, sé henni ljóst að starfið sem þeir vinni þar sé ótrúlega merkilegt og að þeir hafi afrekað mikið. „Ég skynja það starf sem við erum að vinna með allt öðrum hætti en áður. Ég sé miklu betur hvað er hægt að gera þarna og hvað er verið að gera vel, en svo sé ég líka ákveðna vankanta,“ segir hún. Þá kveður hún kvöldverð með afgönskum áhrifakonum í fyrra- dag hafa tekist vel og merkilegt sé að hitta kraftmiklar konur, sem margar hafi staðið í baráttu upp á líf og dauða í 20-30 ár, allt frá innrás Sovétmanna í landið. Skynjaði aldrei neitt óöryggi Nokkuð hefur verið rætt um mikla öryggisgæslu í ferðinni, en íslenskir sérsveitarmenn voru meðal þeirra sem sinntu henni. „Þeir stóðu sig með stakri prýði, þeir voru mjög öruggir í allri sinni framkomu, svo ég skynjaði aldrei neitt óöryggi,“ segir Ingi- björg. Annað hafi ekki hvarflað að henni en að fara eftir kröfum þeirra sem mátu öryggisþörfina fyrirfram. „Þess vegna var ég til dæmis í skotheldu vesti inni í bíl þegar ég var að fara á milli staða.“ Getum áorkað miklu fyrir lítið Öryggis vel gætt, en ferðaðist um í skotheldu vesti Fundur Ingibjörg segir Karzai hafa þá sýn að land sitt sé ekki mis- heppnað ríki þótt það hafi verið brotið markvisst niður. HALDINN var skattadagur í Alþjóðahúsi í gær í samstarfi við Deloitte og lögfræðiþjónustu laga- nema við HR. Að sögn Gunnars Egils Egilssonar, eins umsjónarmanna skattadagsins, var í nógu að snúast en um 250 manns komu yfir daginn með um 450 framtöl. Strax við opnun kl. 9 biðu um 30 manns eftir leiðsögn og voru að staðaldri um 15 til 20 sem biðu eftir afgreiðslu. Sagði Gunnar Egill ljóst að framtalsgerð gæti vafist verulega fyrir þeim sem ekki eru vanir ís- lensku skattaumhverfi eða ekki vel læsir á ís- lensku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 450 framtöl afgreidd Nýbúum boðin ókeypis framtalsaðstoð GRUNUR leikur á að starfsmenn veitingastaðarins The Great Wall við Vesturgötu hafi verið seldir mansali hingað til lands. Níels Sigurður Olgeirsson, for- maður Matvíss, segir að fljótlega eftir opnun staðarins hafi vaknað grunsemdir um að launagreiðslur væru óeðlilegar og starfsmönnun- um búin svefnaðstaða í hluta hús- næðis veitingastaðarins. Tveir þeirra tjáðu sig við fulltrúa Mat- víss á fundi með starfsmönnum. Eftir viðræður Matvíss við eig- endur staðarins hafi þessum starfsmönnum ekki lengur verið vært á veitingastaðnum og Matvís því tekið þá undir sinn verndar- væng. Segir Níels sterkan grun vera um að starfsmenn veitingastaðar- ins hafi komið hingað til lands gegn greiðslu til þriðja aðila og þurfi jafnvel að sjá af drjúgum hluta af launum sínum til hans. Breytingar urðu nýverið á eign- arhaldi Great Wall. Yngvi Helga- son, nýr framkvæmdastjóri veit- ingastaðarins, segir málið koma sér á óvart og ekki geðslegt ef rétt reynist. Segist hann vinna að því að breyta fyrirkomulagi launa- greiðslna svo laun starfsmanna rati óskipt í þeirra eigin vasa. Grunur um mansal Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ERLENDIR verkamenn sem starfa á Íslandi en breyta bróðurparti launa sinna í evrur í hverjum mánuði eru nú farnir að horfa í kringum sig, eftir því hvort vænlegra geti verið að fá vinnu nær heimahögunum. Ekki er þó farið að koma til uppsagna svo neinu nemi, samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum verktakafyrirtækja sem rætt var við í gær. Titringur meðal starfsmanna Steinar Þór Þórisson, fram- kvæmdastjóri Faglagna ehf., segir vart við mikinn titring meðal pólskra og portúgalskra starfsmanna fyrir- tækisins, sem sinnir pípulögnum fyr- ir stærri verktaka. „Ég reikna alveg eins með því að þeir fari að fara. Portúgalirnir geta unnið á Spáni og fengið hátt í það sama og þeir hafa hér í evrum talið, auk þess að komast oftar heim, enda flestir fjölskyldu- menn,“ segir Steinar. Einnig sé það nú vænlegur kostur fyrir marga Pól- verja að finna vinnu í heimalandinu eða Þýskalandi, enda margir þeirra að senda allt að 90% launa sinna heim, og verði því fyrir á bilinu 20- 30% kjaraskerðingu frá áramótum. Þorgeir Jósefsson, forstjóri Riss ehf., segir fyrirtækið ekki farið að finna fyrir titringi vegna þessa enn sem komið er. Á bilinu 20-25 erlendir starfsmenn séu á launaskrá, en gengislækkunin hafi ekki áhrif á þá alla, enda margir þeirra búsettir hér á landi til langframa. Páll Daníel Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Eyktar ehf., seg- ist verða var við að erlendir starfs- menn ræði nú við verkstjóra sína um versnandi kjör sín. Ekki hafi borist uppsagnir en hann heyri á verktök- um víða að „þeir óttast að starfs- menn sem fara utan í páskafrí nú í vikunni muni ekki skila sér aftur að fríinu loknu“. Gengishrun krónunnar þýðir 20-30% kjaraskerðingu þeirra Erlendir verkamenn horfa í kringum sig Í HNOTSKURN »31. desember fékkst ein evrafyrir andvirði 91,20 króna, en í gær var sú tala 122,51 króna. »Verkamaður sem kaupir evr-ur fyrir 150.000 krónur í mánuði fékk 1.645 evrur fyrir þá upphæð um áramótin en fær 1.224 evrur nú. »Að sögn breyta erlendirverkamenn sem hér vinna allt að 90% launa sinna í evrur. UM 140-150 fjölskyldur um allt land fengu úthlutaðar matargjafir frá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir páska þetta árið. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vilborgu Odds- dóttur, sem hefur umsjón með innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, er þetta svipaður fjöldi og í fyrra. „Aðalbreytingin er sú að við höfum verið að auka mat- arsendingar okkar úti á landi, bæði núna fyrir páskana og eins fyrir síðustu jól,“ segir Vilborg, en úthlutað var til fjöl- skyldna á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en matarpakkar út á land voru sendir í þessari viku. Matargjöfum var úthlutað hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands í gær og má gera ráð fyrir að yfir 200 fjölskyldur þurfi á mat- araðstoð að halda yfir páskahátíðina þetta árið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er nokkuð um að fjölskyldur fái úthlutað á báðum stöðum og því er út- hlutað matargjöfum sitt hvora vikuna til að dreifa gjöfunum. Hátt í 200 fjöl- skyldur þiggja matargjafir ÁBURÐARVERKSMIÐJAN ætlar að hækka verðskrá sína frá og með 10. apríl nk. Ástæðan er miklar lækkanir á gengi krónunnar og hærra heimsmarkaðsverð á hráefnum. Verð á áburði hækkaði í vet- ur um 70%. Í tilkynn- ingu frá Áburð- arverksmiðjunni segir að verðið þyrfti að vera 50% hærra en það verð sem til- kynnt var í janúar. Pétur Pétursson, markaðsstjóri Áburð- arverksmiðjunnar, segist ekki geta svarað því hve hækkunin verði mikil en það ráðist af þróun geng- isins. Hann segir að bændur sem gangi frá samningum fyrir 10. apríl sleppi við hækkunina. Pétur segir talsvert um að bændur hafi pantað áburð en ekki gengið frá sölu- samningum. Það sé ljóst að það sé bænd- um í hag að ganga frá kaupunum sem fyrst. Skeljungur, sem hefur flutt inn mikið af áburði, er búinn að selja nánast allt það magn sem hann var búinn að semja um að flytja inn. Yara, sem er í eigu SS, á hins vegar til nóg af áburði. Hafdís Arna Sveinbjarn- ardóttir, deildarstjóri hjá Yara, segir ekki fyrirhugað að hækka verð á áburði sem fyrirtækið selur á næstunni. Yara hafi verið búið að ganga frá sölusamn- ingum við birgja og gengislækkun hafi því ekki áhrif á verðið. Boða frekari hækkanir á áburði DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ kynnti í gær skipulagsbreytingar hjá lögreglustjóraembættinu á Suður- nesjum. Breytingarnar fela í sér að yfir- stjórn tollgæsluverkefna verði óskoruð á forræði fjármálaráðherra, yfirstjórn öryggisverkefna vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli á forræði samgönguráðherra og lög- og landamæragæsla áfram á forræði dómsmálaráðherra. Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélagsins, sagði óróa meðal tollvarða vegna breytinganna. Hefðu breytingarnar farið fram án samráðs við félagið og erfitt væri að sjá hvaða faglegu rök mæltu með þeim. Sagðist Guðbjörn hafa áhyggjur af að los kæmist á samstarf lögreglu og toll- gæslu á svæðinu, sem hefur verið mjög náið í gamla skipulaginu, bæði formlega og óformlega. Guðbjörn bætti við að jákvætt væri þó, að störfum yrði ekki fækkað né mikill sparnaður boðaður. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir það arf frá veru varnar- liðsins að hafa alla starfsemina undir einum hatti. Nauðsynlegt sé að hafa skýr skil á framkvæmd löggæslu- og öryggismála og valdheimildum. Skarpari skil og sérgreindar fjár- veitingar til aðskildra embætta auki einnig á gagnsæi. Verða næstu vikur notaðar til að greina nánar þá þætti sem greiða þarf úr. Þá segir Björn að inntak starfa muni ekki breytast, og brýnt að við- halda áfram nánu faglegu samstarfi milli tollvarða og lögreglu. „Fjár- málaráðuneytið hefur, eins og gefur að skilja, ekki tekið ákvarðanir um einstaka framkvæmdaþætti og á meðan svo er má segja að óvissa ríki um stjórn tollgæslunnar eftir að lög- reglustjórinn lætur af henni,“ segir Björn, en miðað er við að breyting- arnar taki gildi 1. júli. „Ég er þess fullviss að fyrir þann tíma verði allri óvissu um þetta efni eytt í góðri sátt.“ Breytt skipan lög- og tollgæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.