Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna hefur fært Barnaspít- ala Hringsins að gjöf ýmislegt sem nýtist veikum börnum sem þar dvelja sem og aðstandendum þeirra. Félagið hefur m.a. gefið fullkominn fjarkennslubúnað, hæg- indastóla og húsgögn. Ávallt er litið til þess hvað vantar hverju sinni og samstarf haft við starfsfólk spít- alans um hver þörfin sé. Árlega greinast um 250 þúsund börn í heiminum með krabbamein. Meðferðarárangri hefur fleygt fram og þar sem árangur er bestur má ætla að um 70%-80% barnanna læknist af sjúkdómnum. Slíkur ár- angur næst þó ekki alls staðar. Gjöf til Barna- spítalans SIGURBJÖRN Einarsson biskup predikar í kvöld, skírdagskvöld, við messu í Dóm- kirkjunni. Síðar á þessu ári eru 70 ár síð- an dr. Sig- urbjörn var vígð- ur prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Í kvöld fjallar hann um trúarlegt innihald bænadaganna og mik- ilvægi þeirra fyrir trú og líf. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar Fyrir altari þjóna dómkirkju- prestarnir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Predikar í Dómkirkjunni Sigurbjörn Einarsson UNGIR jafnaðarmenn (UJ) reyndu í gær að færa sendiráði Kína opið bréf vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda gegn stuðningsmönnum útlaga- stjórnar Tíbets. Í bréfinu spyrja UJ m.a. um hernám Kína í Tíbet. Í tilkynn- ingu frá UJ segir að enginn hafi komið til dyra en að Anna Pála Sverr- isdóttir, formaður UJ, hafi límt bréfið á hurð sendiráðsins og sent það í pósti til sendiherrans. „Það er kaldhæðnislegt að sendiráðið hafi kosið að beita þöggunaraðferðinni og hundsa bréf UJ í ljósi þess að fyrsta spurning ungra jafnaðarmanna til sendiherrans fjallar um það hvers vegna kínversk stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir fjölmiðlaumfjöllun um Tíbet, en eng- um fjölmiðlum er hleypt inn í landið,“ segir í tilkynningu frá UJ. Límdu bréf á sendiráð Kína Morgunblaðið/Golli Á ANNAN í páskum verður boðið upp í gönguferð með leiðsögn Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Gangan hefst kl 13. við bílastæði Bláa Lónsins og er áætlað að hún taki um 2-3 stundir. Ekkert þátt- tökugjald er í gönguna. Gengið verður um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól, farið með skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með suðurhlíðum Þorbjarn- arfells og inn á Baðsvelli þar sem ætlunin er að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið yfir að svæði Hita- veitu Suðurnesja og um hið lit- skrúðuga lónsvæði að lækn- ingalindinni og endað við Bláa Lónið þar sem verður tilboð fyrir gesti, 2 fyrir 1 í lónið. Illahraun og Baðsvellir meðal viðkomustaða í gönguferð NOKKRAR bílasölur með notaða bíla eru á Kletthálsi í Reykjavík og segja bílasalar þar að sala á notuðum bílum hafi verið ágæt að undanförnu þótt erfiðara sé að fá lán en áður. Í þeim tilfellum þar sem bílalán hafi hækkað vegna gengisbreytinga haldi fólk frekar að sér höndum en að borga með bílunum. Glitnir tilkynnti bílasölunum í fyrradag að ekki væri lengur boðið upp á bílalán í erlendri mynt. Há- markslán væri 70-80% af bílverðinu og gengið væri út frá svonefndri sjö ára reglu, það er að aldur bíls og lánstími fari ekki yfir sjö ár. Aðrar lánastofnanir hafa einnig hert lána- skilmála sína með svipuðum hætti. Bílasalarnir segja að þeir sem hafi tekið lán í erlendri mynt nýlega séu eðlilega ekki í góðri stöðu eftir geng- isfallið undanfarna daga. Einn bíla- sali nefnir að kaupandi hafi tekið 10 milljóna króna lán í erlendri mynt í nóvember til að kaupa bíl. Lánið sé nú komið upp í 14,6 milljónir og 14,9 milljónir séu settar á bílinn. Seljist bíllinn á því verði hafi eigandinn samt sem áður tapað um fjórum milljónum. Annar bendir á að dæmi séu um að afborganir af tveggja milljóna króna láni sem hafi verið tekið fyrir þremur til fjórum mán- uðum hafi farið úr 30 þúsundum krónum á mánuði upp í 48 þúsund og að höfðustóll lánsins sé kominn í 2,4 milljónir. Hægt að gera góð kaup Þrátt fyrir þetta er enginn bar- lómur í bílasölunum. Þeir segja að gera megi góð kaup á notuðum bílum og salan að undanförnu hafi jafnvel verið meiri en gera hafi mátt ráð fyr- ir við eðlilegar aðstæður. Þá sé áber- andi að fólk kaupi frekar bensín- jeppa en dísiljeppa og margir borgi með einni færslu á greiðslukorti. Vignir Arnarson, sölumaður not- aðra bíla hjá Bílaþingi Heklu, segir að mikil eftirspurn sé eftir ódýrari bílum og mun meiri en eftir dýrari bílum. Halldór Jóhannsson, eigandi Toppbíla, tekur í sama streng og segir að salan fyrstu tvo daga líðandi viku hafi verið meiri en alla síðustu viku. Hann segir helsta vandamálið að um alllangt skeið hafi innfluttir, notaðir bílar verið verðlagðir of hátt en fólk láti ekki bjóða sér of hátt verð lengur. Lánastofnanir hafi líka tekið þátt í þessum leik og kannski lánað sjö milljónir til kaupa á bíl sem hafi ekki verið nema fjögurra milljóna króna virði. Slíkt gangi ekki lengur. Hann skýrir þetta á eftirfarandi hátt: Maður kaupir bíl á yfirtöku án þess að taka yfir áhvílandi lán, tekur 100% lán fyrir bílnum og sölulaunum með fyrsta gjalddaga eftir þrjá mán- uði og þannig hækkar bílverðið um 200 til 300 þúsund. Áður en kemur að fyrsta gjalddaga er bíllinn seldur og annar kaupir hann með sama hætti. Þannig hækkar bíllinn við hverja sölu. Dæmi sé um bíl sem sé fjögurra milljóna kr. virði, lánið standi í 6,9 milljónum og ásett verð sé 5,9 millj- ónir. Ástandið betra en af er látið Rúnar L. Ólafsson í Höfðahöllinni segist fyrst og fremst selja dýrari bíla á verðbilinu þrjár til 13 milljónir króna. 76 bílar hafi selst í janúar, 90 í febrúar og 51 það sem af sé mars. Salan hafi aukist um 30% miðað við janúar í fyrra og 50% í febrúar á milli ára. Hann bendir á að hann hafi selt 10 milljóna króna bíl í fyrradag og þrjá dýra jeppa í liðinni viku en í öll- um tilvikum hafi verið greitt með greiðslukorti. Hann hafi ekki enn fundið fyrir þessari miklu niður- sveiflu sem sé í umræðunni og fyrst og fremst í fjölmiðlum. Þessi nei- kvæða umræða endurspegli því ekki ástandið. Ingvar Helgason, eigandi Heims- bíla, er á sama máli. Hann segir að salan hafi verið rífandi góð í líðandi viku og þeir sem séu með hækkandi lán bíði rólegir eftir betra gengi. Góð sala á notuðum bílum Morgunblaðið/RAX Bílasala Bílasalar á Kletthálsi segja að þótt bílalán hafi hækkað hjá mörgum bíleigendum sé sala í notuðum bílum góð og neikvæð umræða um stöðu lánamála endurspegli ekki almenna stöðu kaupenda sem margir staðgreiði.  Margir sitja uppi með síhækkandi bílalán og tapa miklu fé neyðist þeir til að selja  Lánastofnanir bjóða ekki lengur upp á lán í erlendri mynt til bílakaupa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.