Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 45 Félagsstarf Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Óperusýning S og G í Garðabergi kl. 17. Il Trovatore eftir Verdi. Frír að- gangur. Lokað í Jónshúsi og Smiðj- unni í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Lokað í dag og á morgun föstudaginn langa og annan í páskum. Þriðjud. 25. mars er opið kl. 9-16.30, fjölbreytt dagskrá. Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Ís- landssöguspjall, myndlist, bók- menntir, framsögn og framkoma, Bör Börson, söngur, páfagaukar, hlát- urhópur, Skapandi skrif, postulín, Þegar amma var ung, hugmynda- banki, Müllersæfingar, nýstárleg hönnun fermingarkorta, Vorferð á vit skálda o.fl. S. 568-3132. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19 í félagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Kirkjustarf Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti og eiga kyrr- láta stund. Fríkirkjan Kefas | Lofgjörðarstund og heilög kvöldmáltíð kl. 20, í umsjón Helgu R. Ármannsdóttur. Hallgrímskirkja í Saurbæ | Íhug- unarsamvera verður föstudaginn langa kl. 20. Heimamenn lesa písl- arsöguna og valda Passíusálma Hall- gríms. Kór Saurbæjarprestakalls syngur undir stjórn Arnar Magn- ússonar organista. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Vinafundur í Setrinu kl. 14-16. Ryfj- aðar upp gamlar minningar, viðhorf og skoðanir, rætt um hversdaginn o.fl. Kristín sér um kaffið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Samúel Ingimarsson. KFUM og KFUK | Fundur AD KFUM fellur niður á skírdag. Félagar eru hvattir til að sækja kirkjur. Vegurinn kirkja fyrir þig | Páskamót Vegarins. Samkoma kl. 10, Gunnar Wi- encke predikar, kl. 14 prédikar Thom- as Jonsson og kl. 18 prédikar Ashley Schmierer. www.paskamot.com Föstudaginn lang er samkoma kl. 10. Johannes Amritzer prédikar, kl. 14 prédikar Ashley Schmierer, kl. 18 pré- dikar Johannes Amritzer. Tónleikar kl. 22, laugardag kl. 14 Ruth Schmie- rer. Lokasamkoma kl. 18 Thomas Jonsson. www.paskamot.com Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. 85ára afmæli. Áttatíu og fimm áraer í dag, 20. mars, Oddfríður B. Magnúsdóttir. Af því tilefni tekur Odd- fríður á móti ættingjum og vinum hjá nöfnu sinni Fríðu í Skipasundi 72 laug- ardaginn 29. mars næstkomandi. frá kl. 15 til 17. dagbók Í dag er fimmtudagur 20. mars, 80. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Vísindafélag Íslendinga býð-ur til fyrirlestrar 26. marsnæstkomandi í Norrænahúsinu. Þar mun Bjarni E. Guðleifsson prófessor við Landbún- aðarháskóla Íslands flytja erindið Kalskemmdir á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð og er aðgangur að fyr- irlestrinum öllum heimill og ókeyp- is. „Kalskemmdir í túnum hafa vald- ið bændum hérlendis miklu fjár- hagslegu tjóni á ýmsum tímum í sögunni og þekkt eru úr fortíðinni grasleysisár sem ollu miklum búsifj- um,“ útskýrir Bjarni en það er eink- um svellkal sem hefur valdið skemmdum hér á landi „Svellkal myndast við hlákur, þegar snjór sem hefur safnast fyrir hleypur í krap og vatnselg sem svo frýs á tún- um og verður að hörðu svelli. Þessi svell leggjast einkum yfir flöt tún, en einnig á hallandi tún í ein- hverjum mæli, og ef íshellan er nógu lengi yfir grasinu, t.d. í 2-3 mánuði, koma fram kalskemmdir.“ Bjarni segir þó skemmdirnar ekki af völdum kuldans, heldur vegna eit- urefna sem safnist fyrir: „Grösin lifa yfir veturinn, anda hægt vegna lágs hitastigs og gefa frá sér efna- sambönd. Íshellan hindrar að súr- efni komist að grasinu og öndunin verður loftfirrð þannig að eiturefni eins og koltvísýringur og ýmsar sýr- ur safnast upp undir svellinu og valda skemmdum. Þessi eiturefni skemma svo frumur grassins sem loks drepst.“ Að sögn Bjarna hafa kal- skemmdir í íslenskum túnum verið minna áberandi undanfarin ár: „Vetur hafa verið mjög mildir og veðurfar hlýrra, svo þær aðstæður hafa síður myndast sem valda kal- skemmdum. Reikna má með frekari loftslagsbreytingum í þessa veru og að íslensk tún verði að mestu laus við miklar kalskemmdir,“ segir Bjarni. „Hins vegar getur það gerst við þessar breyttu aðstæður að kal- skemmdir birtist ofar og upp til fjalla og valdi álagi á fjallaplöntum sem ekki eru aðlagaðar að svell- aðstæðum. Þó skemmdir á þeim tegundum hafi ekki sömu fjárhags- legu áhrif og skemmdir á túngrös- um er ástæða til að hafa áhyggjur af að sumar plöntutegundir hverfi, einkum plöntur sem vaxa í snjó- dældum, og að kalið geti valdið vandræðum í beitilöndum.“ Rannsóknir | Fyrirlestur á miðvikudag um skaðvald í íslenskum túnum Kalskemmdir þá og nú  Bjarni E. Guð- leifsson fæddist í Reykjavík 1942. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1962, búfræði- prófi frá Bænda- skólanum að Öx- navaði í Noregi 1963, kandídats- prófi í búvís- indum 1966 frá Landbúnaðarhá- skólanum á Ási og doktorsprófi frá sama skóla 1971. Bjarni E. Guð- leifsson starfaði við tilraunastöð Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins á Möðruvöllum í Hörgárdal um áratugaskeið en hefur verið pró- fessor við LBHÍ frá 2004 með bú- setu á Möðruvöllum. Eiginkona Bjarna er Pálína Jóhannesdóttir sjúkraliði og eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. Tónlist Hallgrímskirkja | Ágúst Ingi Ágústsson heldur burtfarartónleika 22. mars kl. 17.30. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, D. Buxtehude, O. Messiaen, Maurice Duruflé og Julius Raubke. Tónleikarnir eru liður í einleiksáfangaprófi Ágústar Inga. Seltjarnarneskirkja | Á föstudaginn langa kl. 15 flytur Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, Sjö síðustu orð Krists á krossinum eftir Josef Haydn í Seltjarnarneskirkju. Stjórnandi Óliver Kentish en milli kaflanna í verkinu les Sigurður Skúlason leikari ritn- ingargreinar sem verkið byggist á. Leiklist KA-Heimilið | Pabbinn sýndur á Akureyri 22. mars kl. 20. Sýningin er haldin í sam- starfi við KA og verður í KA heimilinu. Miðasala hefst í Eymundsson Glerártorgi. VIKUGÖMUL risaskjaldbaka sem ættuð er frá Galapagos-eyjum skríður framhjá 70 ára gamalli móður sinni í dýragarðinum í Zürich á miðvikudag- inn. Reuters Lítil og stór FRÉTTIR ÁRLEG páskaeggjaleit fer fram í Elliðaárdalnum við gömlu rafstöðina og við grásleppuskúrana á Ægisíðu laugardaginn 22. mars og hefst kl. 14 á báðum stöðum. Þetta er í ellefta skipti sem sjálfstæðisfélögin í viðkomandi hverfum efna til þessa páskaleiks. Leitað verður að skreyttum hænueggjum og börnin fá súkkulaðiegg að launum. Einnig verður keppt í húlahoppi og verðlaun veitt fyrir bestan árangur. Gott er að taka með körfur eða poka undir egg- in, segir í fréttatilkynningu. Páskaeggjaleit UMHVERFISRÁÐUNEYTINU hefur borist kæra frá Landvernd þar sem krafist er ógildingar á ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að ekki skuli fara fram heildstætt mat á umhverfis- áhrifum álvers á Bakka við Húsavík og tengdra framkvæmda. Í tilkynningu sem Landvernd sendi frá sér segir að af hálfu sveitarstjórna og heilbrigðiseftirlits sé talið æskilegt að sameina og samræma umfjöllun um þessar tengdu framkvæmdir eins og kostur er. „Það er skoðun Land- verndar að skilvirkasta leiðin til sam- einingar og samræmingar sé sameig- inlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna,“ segir í tilkynning- unni. Segir þar jafnramt að „það er skoð- un Landverndar að sýn Umhverfis- stofnunar og sveitarstjórna á mál sem þessi eigi að vega þyngra en sýn fyr- irtækja sem grundvalla ákvarðanir sínar og skoðanir út frá mun þrengri hagsmunum en þau stjórnvöld sem um málið fjalla.“ Einnig segir Landvernd þann helsta galla á ákvörðun Skipulags- stofnunar að hugsanlegt álver Alcoa á Bakka skuli skilgreint sem orkunot- andinn í málinu, þó það sé utan þess svæðis sem umhverfismat áætlana náði til. „Þá er litið til Alcoa sem hags- munaaðila í málinu þrátt fyrir að fyr- irtækið hafi enn ekki tekið ákvörðun um að byggja álver við Húsavík. Í ákvörðuninni er hvorki greint frá framleiðslugetu né orkuþörf hugsan- legsa álvers og verður því að ætla að í þeim efnum ríki óvissa,“ segir í til- kynningu Landverndar. Segir Landvernd margt benda til að horft væri til að reisa 250.000 tonna álver eða stærra, en Landvernd hefur heimildir fyrir því að Alcoa hafi áhuga á að byggja jafnstórt álver og á Reyð- arfirði, sem er um 345.000 tonna. „Þá þyrfti að virkja allt að 700 MW. Það er mat Landverndar að ekki sé fast í hendi að orkuöflun af því umfangi muni ganga eftir innan þess svæðis sem umhverfismat áætlananna náði til. Því gæti þurft að ráðst í fleiri virkj- anir til þess að anna þörfinni.“ Hjá umhverfisráðuneyti fengust þær upplýsingar að kæran verði tekin fyrir eftir páska, en samkvæmt lögum hafi ráðuneytið tvo mánuði frá því að kærufrestur rennur út til að úrskurða í máli af þessu tagi. Ráðuneytið vinn- ur nú að afgreiðslu kæra vegna ál- versbyggingar í Helguvík, og verður þeirri vinnu lokið fyrir næstu mán- aðamót. Landvernd kærir ákvörðun um umhverfismat OPIÐ er í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 11-17 á skírdag og á laug- ardegi fyrir páska en lokað er á föstudaginn langa, páskadag og ann- an í páskum. Í Þjóðminjasafninu er grunnsýn- ingin Þjóð verður til og í Bogasaln- um getur að líta sýninguna Á efsta degi - býsönsk dómsdagsmynd á Hólum. Í Myndsalnum stendur enn yfir hin áhugaverða sýning Til gagns og til fegurðar - sjálfsmyndir í ljós- myndum og klæðnaði 1860 til 1960. Þjóðminjasafn- ið um páska ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.