Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NÁLÆGÐIN við Indland og Rúss- land og náttúruauðlindir eru á meðal helstu skýringanna á því hvers vegna kínversk stjórnvöld leggja mikið kapp á að halda yfirráðum yfir Tíbet sem hefur verið undir stjórn Kínverja í rúm 57 ár. Tíbet hefur einnig mikið tilfinningalegt gildi fyr- ir Kínverja. „Kínverjar eru þarna aðallega til að tryggja öryggishagsmuni sína,“ sagði Andrew Fischer, hagfræð- ingur sem sérhæfir sig í Tíbet við London School of Economics. Hann bætti við að Tíbet hefði mikla hern- aðarlega þýðingu fyrir Kína vegna nálægðarinnar við Indland og Rúss- land. Vatnsforðabúr Kína Kínverjar hafa nefnt ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna þeir lögðu járnbraut til Lhasa, höf- uðborgar Tíbets. Líklega er þó helsta ástæðan sú að járnbrautin gerir þeim kleift að flytja fjölmennt herlið með skömmum fyrirvara til Tíbets ef hætta skapast á stríði við Indland eða Rússland. Stöðugleiki í Tíbet hefur haft mikla þýðingu fyrir grannríkin til að tryggja öryggi vesturlandamæra Kína og norð- urlandamæra Indlands. Vægi lands- ins hefur aukist vegna fyrirsjáanlegs skorts á vatni í þessum heimshluta, enda telja margir að vatn geti orðið undirrót stríða í heiminum á 21. öld- inni, líkt og olían á öldinni sem leið. „Margar stórar ár eiga upptök sín í Tíbet,“ sagði Ran Guangrong, pró- fessor við Sichuan-háskóla í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína. „Tíbet er vatnsforðabúr Kína. Ef eitthvað kæmi fyrir það myndi það hafa alvarlegar afleiðingar í öllu Kína.“ Málmvinnsla svarar ekki kostnaði Kínversk yfirvöld hafa bent á fleiri mikilvægar náttúruauðlindir í Tíbet á borð við kopar, gull og sink sem hægt er að flytja með lestum á nýju járnbrautinni. Tsering Wangdu Shakya, sérfræðingur í málefnum Tíbets við British Columbia-háskóla, sagði þó að það svaraði ekki kostnaði að vinna þessa málma í Tíbet. „Það er mikið af kopar í Tíbet, en það er dýrara að vinna koparinn þar en að kaupa hann á heimsmarkaði,“ sagði hann. „Það þarf að flytja allt þaðan með flutningabílum eða lestum, sem er miklu dýrara en með risastórum gámaskipum.“ Mikið tilfinningamál Paul Harris, sérfræðingur í kín- verskum stjórnmálum við Lingna- háskóla í Hong Kong, sagði að Tíbet hefði einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir Kínverja, líkt og fyrir Maó þegar hann fyrirskipaði innrás í Tíb- et í október 1950, árið eftir að kommúnistar komust til valda í Kína. Harris bætti við að Kínverjar vildu halda yfirráðum sínum yfir Tíbet af ótta við að það yrði vatn á myllu aðskilnaðarsinna í Xinjiang- héraði, þar sem múslímar eru í meirihluta, Innri-Mongólíu og Taív- an ef Tíbet fengi sjálfstæði. Þetta skýrir einnig þá afstöðu Kínverja að viðurkenna ekki sjálfstæðisyfirlýs- ingu Kósóvó. Shakya, fyrrnefndur sérfræð- ingur í málefnum Tíbets, sagði að sjálfstæði Tíbets myndi veikja kín- verska kommúnistaflokkinn sem hefur hreykt sér af því að hafa gert Kína að stórveldi og vera eina aflið sem tryggt geti einingu landsins. „Trúverðugleiki kommúnistaflokks- ins byggist að hluta á kínverskri þjóðernishyggju,“ sagði hann. „Fengi Tíbet sjálfstæði myndu margir Kínverjar líta svo á að kommúnistaflokkurinn gæti ekki tryggt einingu landsins. Það er því mjög mikilvægt fyrir flokkinn að halda yfirráðum yfir Tíbet.“ Stjórn kommúnistaflokksins seg- ist hafa varið miklum fjármunum í uppbyggingu í Tíbet, til að mynda sem svarar rúmum 300 milljörðum króna í járnbrautina til Lhasa sem tekin var í notkun árið 2006. Járn- brautin fer hæst í 5,072 metra hæð yfir sjávarmál, hærra en nokkur önnur járnbraut í heiminum. Menning Tíbeta í hættu Tíbetar líta hins vegar svo á að járnbrautin sé aðeins liður í til- raunum kínverskra stjórnvalda til að þurrka út menningu Tíbeta. Hún þjóni einkum þeim tilgangi að fjölga kínverskum athafnamönnum, far- andverkamönnum og ferðamönnum í Peking. Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, hefur sakað kínversk stjórnvöld um skipu- lega herferð til að þurrka út menn- ingu Tíbeta með því að grafa undan tungu, trú og siðvenjum þeirra. Tíbetar segja að menningu þeirra stafi mikil hætta af mikilli fjölgun kínverskra íbúa Tíbets og straumi ferðamanna frá öðrum landshlutum Kína. Um það bil fjórar milljónir ferðamanna komu til Tíbets á síð- asta ári, langflestir þeirra frá Kína. Hótelin, ferðaskrifstofurnar og veit- ingahúsin eru í eigu Kínverja, jafn- vel margar af minjagripaversl- ununum í Lhasa. „Kínverjar fá öll störfin. Fyr- irtækin á aðaltorginu fyrir framan helgasta hof Tíbeta eru kínversk. Þetta hefur valdið mikilli gremju meðal Tíbeta,“ hafði Los Angeles Times eftir Donald S. Lopez, pró- fessor í tíbeskum fræðum við Mich- igan-háskóla. Talið er að um 70-80% af um 270.000 íbúum Lhasa séu af kín- versku bergi brotin. Takmarkað trúfrelsi Mörg klaustur tíbeskra búdda- trúarmanna voru eyðilögð og munk- ar sættu ofsóknum í menningarbylt- ingunni á árunum 1966-73. Klaustrin voru endurreist á valdatíma Dengs Xiaopings á níunda áratugnum og Tíbetum var leyft að iðka trú sína, en undir ströngu eftirliti. Hu Jintao, forseti Kína, varð leið- togi kommúnistaflokksins í Peking árið 1986 og afnam margar af um- bótum Dengs í trúmálum. Núver- andi leiðtogi flokksins í Peking, Zhang Qingli, er einnig sagður hafa sett strangari reglur um trúariðkun Tíbeta. Munkarnir eru til að mynda neyddir til að ljúka „þjóðrækn- isnámi“, þar sem lögð er áherslu á kínversk gildi og hættuna sem stafar af trúarbrögðum. Munkarnir þurfa jafnvel til að hlusta á skamm- arræður um trúarleiðtogann Dalai Lama og eru auðmýktir með því að neyða þá til að fordæma hann, að sögn Tíbeta. Kínverjar vilja halda Tíbet til að tryggja öryggishagsmuni sína Tíbet hefur mikla hern- aðarlega þýðingu fyrir Kína vegna nálægð- arinnar við Indland og Rússland, skrifar Bogi Þór Arason um helstu ástæður þess að Kín- verjar vilja halda yf- irráðum yfir Tíbet. AP Rannsóknar krafist Nunnur úr röðum tíbeskra útlaga halda á fána Tíbets á mótmælagöngu í Dharamsala á Indlandi í gær. Tíbetarnir kröfðust óháðrar rannsóknar á ofbeldinu í Tíbet.                                  !"     ##  ##     $ !$  %            !" #$$# # % &#'(# )$ *+ ,# ( -.,   ..!$ ..  $/01  $2& %33#%##..#(4 %$   .3 #.3+   55."$""55 . .# &&..,"*+ $" $/010( -.,6.,7 3## #.."#$ #+*  +)$ (      #&##$.. .&"8 ##+    )##++7 &".+$##..#+ -.#2&.,"%"2& #$-.,"! *& #$#, .." + ."(       !  "# $    9(  % &' "(&') :.." ,65" ;<' =# #> #?@ #.3;AA 2$" 7.3;// B#5#.;< *  +  )/(< ,-#) /(1' - )/( CD           CDE 9F1 6. -.,#   !" #    < 6. #    #  ' $ #  bogi@mbl.is FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabref Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 30 03 /0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.