Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 15 ERLENT Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 28. mars 2 fyrir 1 til frá kr. 19.990 Helgarferð - Frábært sértilboð Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á flugsætum og gistingu í Barcelona 28. mars. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþrey- ingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! M bl 9 85 60 2 Verð kr. 19.990 Netverð á mann, flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 28.-31. mars. Gisting frá kr. 6.600 ****hótel Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu í tví- býli á Hotel City Park Nicaragua **** með morgunverði. ÓVÍÐA í Evrópu er öruggara að vera á vegum úti en í Svíþjóð en þar deyja árlega tæplega fimm manns í bílslysum fyrir hverja 100.000 íbúa. Allt annað er uppi á teningnum í Grikklandi. Þar er mannfallið meira en þrisvar sinnum meira. Þetta má lesa á heimasíðu norsku vegargerðarinnar en tölurnar fyrir Norðurlönd önnur en Ísland eru þessar: 4,9 á 100.000 íbúa í Svíþjóð, 4,9 í Noregi en 6,1 í Danmörku og 7,2 í Finnlandi. Í Svíþjóð á að setja upp á árinu 100 nýjar og fastar hraðamyndavélar á 24 leiðum og nú um páskana verða fyrstu færanlegu hraðamyndavél- arnar teknar í notkun. „Við búumst við því að með nýju hraðamyndavélunum takist okkur að fækka dauðaslysunum um tvö eða þrjú,“ segir Claes Tingvall, yfirmað- ur umferðaröryggismála hjá sænsku vegagerðinni, en leggur um leið áherslu á, að árangursríkast sé að skilja akreinarnar að með riði. Það dregur úr líkum á slysi um 80% en myndavélarnar um 30%. Svíar eru nú með 874 hraða- myndavélar á ýmsum vegum og talið er, að þær hafi dregið úr hraðanum um 5-8%. Árlega deyja 1,3 milljónir manna í umferðinni víða um heim og mest er mannfallið tiltölulega í Kína, Ind- landi, Rússlandi og í mörgum lönd- um í sunnanverðri Afríku. Í Kína deyja 20 á hverja 100.000 íbúa en 13 í Bandaríkjunum. Öryggi Hvergi er öruggara að aka bíl en í Svíþjóð skv. nýrri könnun. Öryggið er mest í Svíþjóð „HRYÐJUVERKAMENNIRNIR sem myrða saklausa borgara á göt- um Bagdad vilja ráða saklausa borg- ara á götum bandarískra borga af dögum. Sigur yfir þessum óvini í Írak minnkar líkurnar á því að við þurfum að glíma við óvininn hér heima,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti, í ræðu sem hann flutti í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu, Pentagon, í tilefni þess að nú eru fimm ár liðin frá innrásinni í Írak í marsmánuði 2003. Forsetinn sagði það hafa verið rétta ákvörðun að steypa Saddam Hussein af stóli. Heimurinn væri öruggari fyrir vikið. Máli sínu til stuðnings benti Bush á samstarf Bandaríkjahers og Íraka úr röðum súnníta sem ynnu að því sameiginlega markmiði að brjóta hryðjuverkanetið al-Qaeda á bak aft- ur. Bandaríkjaher hefði tekist að reka fleyg á milli íslamskra víga- manna og Íraka, heimurinn væri nú vitni að fyrstu fjölmennu uppreisn araba gegn hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden. Mikilvægi þess- arar þróunar yrði ekki ofmetið. Flóttamönnum fjölgar Mun færri mótmæltu stríðinu í ár en á fjögurra ára afmæli innrásar- innar, að því er fram kom í The New York Times í gær. Sagði þar að mik- ilvægi Íraksstríðsins hefði minnkað í hugum kjósenda, á sama tíma og efnahags- og heilbrigðismál gegndu nú veigameira hlutverki en áður. Samkvæmt nýrri könnun á vegum CNN segjast 31% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans og hefur hlutfallið aldrei verið lægra. Sögðust 67% aðspurðra í könnuninni óánægð með framgöngu Bush, sem til sam- anburðar mældist með 71% stuðning við upphaf innrásarinnar 2003. Leiðtogi Bush fer yfir stöðuna í varnarmálaráðuneytinu í gær. Bush ver Íraksstríðið og segir heiminn öruggari fyrir vikið Rétt ákvörðun að steypa Saddam Hussein af stóli Reuters Umræðan var komin á þaðstig að spurt var hvenæren ekki hvort öldunga-deildarþingmaðurinn Barack Obama myndi tryggja sér út- nefningu demókrata sem frambjóð- andi flokksins í forsetakosningunum í haust. Obama sigraði í hverjum for- kosningunum á fætur öðrum og önd- vert við höfuðandstæðinginn, Hillary Clinton, virtist allt ganga honum í haginn og ekkert festast við hann í orrahríð stjórnmálanna. Hann minnti á Tony Blair, sem fékk viðurnefnið „Teflon-Tony“ þegar hvorki pólitísk- ar árásir né neikvæð umfjöllun um flokksbræður hans í Verkamanna- flokknum bitu. En allir eiga sinn akkillesarhæl og hefur sú ímynd af Obama að þar fari maður með flekklausa fortíð beðið hnekki, eftir að öfgaskoðanir prests- ins Jeremiah Wright, safnaðarprests Obama og fjölskyldu hans í Chicago, komust í kastljós fjölmiðlanna. Myndskeið af messum Wrights, þar sem hann m.a. lætur þau orð falla að árásirnar á tvíburaturnanna 2001 hafi verið makleg málagjöld í ljósi sögunnar, hafa þannig tröllriðið ljós- vakamiðlum síðustu daga og má færa rök fyrir því að umfjöllun um ástand efnahagsmála og fimm ára afmæli innrásarinnar í Írak hafi dregið úr þeim skaða sem ella hefði hlotist af. Viðbrögð almennings hafa verið sterk. Samkvæmt könnun á vegum CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sagði þriðjungur óflokksbundinna kjósenda fréttaflutning af ummælum prestsins mundu hafa áhrif á viðhorf sín til Oba- mas. Í könnun Reuters/Zogby í gær mældist Obama með 47%, Clinton 44% og hefur 14% forskot hans á hana hrunið síðan í könnunum í febrúar. Samkvæmt sömu könnun sögðust 46% myndu kjósa repúblikaninn John McCain, 40% Obama, ef valið stæði á milli þeirra og hefur dæmið snúist við frá því í síðasta mánuði, þegar Obama mældist með 47% en McCain 40%. Beitti sögulegum rökum Það var því mikið í húfi þegar Obama steig í pontu í Pennsylvaníu á þriðjudag og flutti blaðalaust tæplega fjörutíu mínútna ræðu sem ætlað var að snúa veikleika í styrkleika með því að nota ummælin sem rökstuðning fyrir þeirri kenningu frambjóðandans að hann sé öðrum betur fallinn til að sameina þjóðina, eftir djúpstæðan klofning Bush-áranna. Obama hóf ræðu sína með vísun til sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkj- anna, hvernig þrælahald hefði varpað skugga á hugmyndafræði hins nýja ríkis og hvernig það hefði komið í hlut næstu kynslóða að brúa bilið á milli raunveruleikans og hinna háleitu hugmynda yfirlýsingarinnar. Blóð þræla og þrælahaldara rynni í æðum eiginkonu hans og dætra. Framhald þessarar löngu baráttu væri rauði þráðurinn í framboði sínu og hans einlæg sannfæring að ekki væri hægt að leysa þau vandamál sem að þjóðinni steðja án þess að hún tæki höndum saman. Margt væri hins veg- ar jákvætt við söfnuð Wrights, eins og frambjóðandinn hefði fjallað um í bók sinni „Dreams From My Father“. Velur ekki auðveldu leiðina Freistandi væri að aðgreina sig frá Wright og beina athyglinni að öðru. Obama ætlaði hins vegar ekki að fara þá leið, heldur nota tækifærið og nota dæmi Wrights, sem hefði alist upp og mótast í pólitísku umróti sjötta og sjö- unda áratugarins, til að þoka þjóðinni í átt til títtnefndrar einingar. Með öðrum orðum: Obama beitti því gamla bragði að snúa vörn í sókn með því að snúa veikleika upp í styrk- leika og ef marka má viðbrögð ýmissa álitsgjafa við ræðunni kann honum að hafa tekist ætlunarverkið, þótt fyrr- nefndar kannanir hljóti að vera hon- um mikið áhyggjuefni. Bill Galston, fræðimaður við Brookings-stofnunina, sagði hluta ræðunnar hafa verið frábæran, hann væri þó ekki viss um hvort hún hefði svarað þeim spurningum sem vaknað hefðu í hugum kjósenda. Sharon Wright Austin, sérfræðing- ur við Flórída-háskóla, taldi ræðuna hafa verið þaulhugsaða. „Honum [Obama] tókst að verja prestinn sinn og skýra samband þeirra án þess að gera tilraun til að verja yfirlýsingar hans,“ sagði hún. Aðrir rifjuðu upp ræðu kaþólikk- ans John F. Kennedy, sem hefði líkt og Obama reynt að byggja brýr á milli ólíkra trúarhópa, hvítra og blökkumanna, í ræðu í aðdraganda forsetakosninganna árið 1960. Sumir ganga svo langt að fullyrða að ræðan hafi verið söguleg, en eins og gefur að skilja mun tíminn einn skera úr um hvort hún fær þann dóm. Hitt er skýrt að húsakynnin voru ekki valin af handahófi. Handan göt- unnar var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð árið 1776, skref sem markaði stofnun ríkisins sem Obama telur enn í mótun. Öllu jarðbundnari skýring á valinu er að forkosningar demókrata fara fram í Pennsylvaníu þann 22. apríl og bendir könnun Quinnipiac-háskóla til að Clinton hafi þar 12% forskot á Obama, bil sem gæti breikkað hafi ræðan á þriðjudag ekki borið tilætl- aðan árangur. Obama beitir ræðuvopninu  Reyndi að lágmarka skaðann af ummælum Wrights með því að höfða til þrár margra Bandaríkja- manna eftir þjóðfélagseiningu  John McCain mælist nú með sex prósentustiga forskot á Obama Reuters Í ræðustólnum Lögfræðingurinn Obama beitti gömlu bragði úr sögu ræðulistarinnar er hann reyndi að höfða til þjóðerniskenndar kjósenda. Barack Obama freistar þess nú að snúa vörn í sókn eftir að gömul myndskeið af umdeildum presti settu framboð hans úr skorðum. Baldur Arnarson fer yfir málið. Í HNOTSKURN »Kirkjan gegnir mikilvæguhlutverki í lífi milljóna Bandaríkjamanna og er horn- steinninn í tilveru margra kjós- enda. »Fylgismenn Obama hafagagnrýnt George W. Bush forseta fyrir að sækja fylgi til umdeildra trúarleiðtoga yst á hægri vængnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.