Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TÓNLISTARMAÐURINN Jóhann Jóhannsson benti nýlega á það hér í Morgunblaðinu að langt háskólanám er ekki nauðsynlegt til að teljast vera tónskáld. Sennilega er það alveg rétt hjá honum. Vissulega eru fuglarnir ekki háskólamenntaðir en franska tón- skáldið Olivier Messiaen taldi þá samt meðal fremstu músíkanta ver- aldarinnar. Messiaen, sem lést fyrir ekki svo löngu síðan, hafði mikinn áhuga á fuglasöng og hermdi eftir honum í verkum sínum. Fuglarnir voru fyrir honum heilagir og tákn fyrir þrá okk- ar eftir ljósi, stjörnum, regnbogum og gleðisöngvum. Tónmál Messiaens er sérstætt, seiðandi hljómar eru áberandi, tón- skáldið myndaði þá m.a. með því að raða saman hefðbundnum en óskyld- um hljómum svo úr varð nokkurskon- ar regnbogi ólíkra tóna og litbrigða. Því miður er Messiaen ekkert sér- staklega oft spilaður hér á landi, a.m.k. ekki nógu oft! Því var það kær- komin tilbreyting að heyra í Þjóð- menningarhúsinu á laugardaginn var; Kvartett um endalok tímans, sem tónskáldið samdi í fangabúðum nasista eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið. Segja má að kvartettinn sé eins- konar trúarjátning í tónum, þar sem yrkisefnið er tíminn og endalok hans þegar maðurinn rennur saman við Krist og eilífðina. Kaflar verksins eru átta og skýrir Messiaen það í formál- anum sem hann skrifaði að kvart- ettinum: „Sjö er heilög tala, sköpunin tók sex daga og sá sjöundi var heil- agur hvíldardagur; þessi sjöundi dag- ur hvíldarinnar teygist út í eilífðina og verður að áttunda degi eilífs ljóss og friðar.“ Flytjendur voru Rúnar Óskarsson klarinettuleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari og Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari, hópur sem ég man ekki eftir að heyrt í áður. Kunnugt er að kammerhópar þurfa að spila lengi saman áður en þeir ná því að spila „eins og einn maður“. Auðheyrt var að fjórmenningarnir í Þjóðmenningarhúsinu höfðu enn ekki náð þeim árangri, t.d. rímaði illa lát- laus en dálítið varfærinn sellóleikur Hrafnkels Orra í fimmta þætti og nokkuð spenntur, nánast ástríðu- fullur fiðluleikur Zbigniews í þeim áttunda, þótt hljóðfæraleikararnir hefðu yfirleitt ágætt vald á rullum sínum hvor fyrir sig. Ennfremur held ég að píanóleikur Ástríðar Öldu hefði mátt vera sterk- ari og hvassari í sjötta kafla sem ber yfirskriftina Reiðidans fyrir lúðrana sjö. Í yfirskrift kaflans talar Messia- en um tónlist úr steini, purpuralitaða reiðistólpa en hér var tónlistin of kurteisisleg, líkt og hljóðfæraleik- ararnir væru fyrst og fremst að vanda sig, ekki miðla hrikalegri trú- aropinberun til áheyrenda. Margt annað var þó býsna gott, t.d. var klarinettuleikur Rúnars í kafl- anum Hyldýpi fuglanna unaðslega fagur og píanóleikur Ástríðar var víða meistaralega útfærður, í senn skýr og þróttmikill. Og fyrir utan það sem tí- undað var hér fyrir ofan var samspil fjórmenninganna í heild vandað og túlkunin oftast sannfærandi. Er ekki möguleiki á að fá að heyra meira eftir Messiaen í lifandi flutn- ingi á næstunni? Eilífð á áttunda degi Jónas Sen TÓNLIST Þjóðmenningarhúsið Messiaen: Kvartett um endalok tímans. Flytjendur: Rúnar Óskarsson klarinettu- leikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Ást- ríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari. Laug- ardagur 15. mars. Kristallinn – kammertónleikaröð Sinfóní- unnarbbbnn VIKA franskrar tungu er að hefj- ast og verður hleypt af stokkunum með Truffaut-helgi Fjalakattarins í Tjarnarbíó. Þar verða fimm myndir eftir hinn kunna leikstjóra Francois Truffaut (1932-1984) sýndar frá laugardegi til mánu- dags. Á miðvikudag og fimmtudag verða fyrirlestrar Julie Barlow, kanadískrar blaðakonu og rithöf- undar, og þá eru ónefndir tón- leikar og námskeið í ljóða- framsögn. „Það er full ástæða til að undir- strika hversu merkilegt og út- breitt tungumál franskan er,“ seg- ir Friðrik Rafnsson forseti Alliance Francaise þegar hann er spurður um tilganginn með franskri viku. „Þá er það ágætt tækifæri til að bjóða hingað ágæt- um fyrirlesurum og efna til alls- kyns skemmtilegheita.“ Friðrik segir að franska sé og hafi verið merkilegt heimsmál sem veitir fólki aðra sýn á heiminn en við höfum alla jafna gegnum ensk- una. „Í franska málheiminum kynn- umst við oft öðrum vinkli á hlutina en við fáum gegnum enska og bandaríska miðla.“ Ræðir bann við slæðum Julie Barlow er kunn fyrir bæk- urnar Sixty Million Frenchmen Can’t be Wrong og The Story of French, sem hún skrifaði með eig- inmanni sínum. Í fyrri fyrirlestr- inum fjallar hún um stöðu frönsk- unnar á tímum alþjóðavæðingar og í hinum síðari um deilumál í Frakklandi, svo sem bann við slæðum múslímskra kvenna í skól- um. Í ljóðaupplestrarkeppninni er framhaldsskólanemum veitt þjálf- un í að lesa og flytja ljóð eftir skáldið Paul Verlaine, en þeir voru valdir til þátttöku með for- keppni í skólunum. Á föstudaginn í næstu viku verða síðan tónleikar með söngkonunni Catherine Dago- is og píanóleikaranum Edgar Teu- fel í Iðnó. „Frönsku málsvæðin hafa upp á svo margt að bjóða,“ segir Friðrik og bætir við að eitt af því sé mat- armenningin. „Stundum er sagt að við hér í norðrinu borðum til að lifa en í Suður-Evrópu lifir fólk til að borða, rabba saman og njóta lífsins í rólegheitum. Ég held að við mættum gera meira af því að tileinka okkur þann þátt franskrar menningar.“ Undirstrikað hversu merkileg franskan er Þrjú á hlaupum Úr kvikmynd Francois Truffaut, Jules et Jim. TENGLAR .............................................. www.af.is Morgunblaðið/Sverrir Önnur sýn Friðrik Rafnsson. Á ALÞJÓÐLEGA kvennadaginn, 8.mars sl., var opnuð sýning á verk- um Sigurðar Örlygssonar í Lista- safni ASÍ sem ber titilinn Um konu. Í Arinstofu leggur Sigurður áherslu á endurtekið mótíf sem sýnir gamaldags snyrtiborð konu með spegli. Þrátt fyrir að mynd- irnar beri titilinn Skrifborð konu sem vísar til þess að listsköpun kvenna fari fram í speglinum þá þarf ekki að álykta að hér sé verið að vísa til hégómagirndar kon- unnar. Líklegra er að hér sé vísað til sjálfsmyndarleitar konunnar en skúlptúrinn sem stendur í miðju rýminu sýnir líkan af húsi þar sem ímynd af styttu Nínu Sæmunds- dóttur Móðurást stendur á þakinu en þar fyrir ofan trónir skrifborð konunnar eins og einhvers konar frelsistákn. Í Gryfju má sjá tvær ljósmyndir af þessari sömu styttu með sölu- turn í baksýn þar sem konur sjást á auglýsingaspjöldum drekka kók ásamt tréskúlptúr af turninum sjálfum á miðju gólfi. Í þessari inn- setningu teflir Sigurður saman tveimur staðalímyndum af konum ásamt fallustákni turnsins. Sig- urður segir í viðtali sem liggur frammi á sýningunni að hún fjalli um þroskaskeið í lífi konu og tekur m.a. mið af líffræðilegum stað- reyndum hennar, meðgöngu og dauða. Þótt erfitt sé að ímynda sér að það eitt sé sérkvenleg reynsla þá má sjá í Ásmundarsal sjö stór og þykkt máluð olíumálverk sem túlka nokkurs konar táknmyndir þessa ferlis. Í málverkunum er blandað saman geómetrísku myndmáli og fí- gúratífu sem gefur myndunum bæði súrrealískt yfirbragð og goð- sögulega vídd. Þetta táknmál vísar stundum til þekktra mýta um kven- eðlið eins og í verkunum í Arinstofu og Gryfju. Þó fer ekki síður mikið fyrir heimatilbúnu táknmáli eða stafrófi í anda sýningar Sigurðar í Listhúsi Ófeigs árið 2006 sem gefur myndunum forvitnilegra inntak. Ein þeirra mynda sem eru áleitn- ar og eftirminnilegar ber titilinn Bláa töngin og sýnir stúlkubarn mæla út eitthvað, kannski alheim- inn, með laufgaðri grein. Á meðan verkfærið sem vísað er til fær óverulegt vægi í myndheildinni gef- ur titillinn til kynna mikilvægi þess og jafnvel ógnun. Þroski kvenna Þóra Þórisdóttir MYNDLIST Listasafn ASÍ, Freyjugötu 7 Sýningin stendur til 30. mars. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis Sigurður Örlygsson – Málverk, ljósmyndir, skúlptúrar bbbnn Morgunblaðið/Valdís Thor Um konu Í verkunum er blandað saman geometrísku myndmáli og fígúra- tívu sem gefur myndunum bæði súrrealískt yfirbragð og goðsögulega vídd. Á PÁSKATÓNLEIKUM Sinfóní- unnar sl. fimmtudag var hin viðeig- andi þýska sálumessa eftir Johannes Brahms á dagskrá. Samkvæmt tón- leikaskrá hafði Sinfónían ekki tekið þátt í fullri uppfærslu verksins síðan 1996 og því tímabært að leyfa aðdá- endum og nýjum kynslóðum að njóta verksins á ný. Tónleikarnir hófust á hrífandi „Minnisvarða um Lidice“ eftir Bo- huslav Martinu. Verkið var samið eft- ir hrottafengna innrás nasista í þorp- ið Lidice í Tékklandi eina júnínótt árið 1942, þar sem allir karlmenn eldri en 16 ára voru myrtir og aðrir fluttir í þrælabúðir. Að morgni næsta dags var þorpið ein rjúkandi rúst en þetta var gert til að hefna morðsins á þýskum stríðshöfðingja. Tónlistin sem Martinu samdi til minningar um þennan atburð er mjög áhrifamikil sökum einlægni hennar umfram hug- myndaauðgi. Stjórnandinn Johannes Fritzsch virtist ná að framkalla það besta úr hljómsveitinni, því afrakst- urinn var eldmóður, sprengikraftur og samstillt hlýja í lokin. Strax að loknum Minnisvarðanum hóf sveitin leik á Þýsku sálumessunni með uppörvandi inngangshljómum sínum. Söngsveitin Fílharmónía söng af innblæstri og reisn strax frá fyrsta kaflanum og hélt góðum samhljómi til loka. Í tenór– og sópranröddum örl- aði aðeins á nokkrum erfiðleikum en altin var einkar örugg og áferð- arfögur. Hin kynngimagnaða lotning gagnvart æðri máttarvöldum í öðrum kaflanum kom vel út undir öruggri stjórn Fritzsch. Terje Stensvold barýtónsöngvari söng af mikilli fagmennsku og auð- mýkt í þriðja kaflanum, „Herr, lehre doch mich“, og barst hljómfögur röddin hans um allan salinn. Aðra sögu var að segja um sópransöngkon- una Dorothee Jansen en söngur hennar var síðri en ætla mætti af lestri tónleikaskrár. Þrátt fyrir nokk- ur falleg augnablik var inntónun hennar oft lág, víbratóið ofþrungið og áferð helst til flöt. Huggunarorðin í „Ihr habt nur Traurigkeit“ fóru því nokkuð afvega í túlkun hennar. Þetta var þó aukaatriði því kór og hljóm- sveit skiluðu frá sér mjög ánægju- legum flutningi þegar á heildina er litið. Eldmóður, hlýleiki og reisn Alexandra Kjeld TÓNLIST Háskólabíó Páskatónleikar. Minnisvarði um Lidice (Památnik Lidicím) eftir Bohuslav Martinu og Þýsk sálumessa (Ein deutsc- hes Requiem) eftir Johannes Brahms. Einsöngvarar: Dorthee Jansen og Terje Stensvold. Flytjendur: Sinfón- íuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fílharmónía. Kórstjóri: Magnús Ragn- arsson. Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch. Fimmtudaginn 13. mars kl. 19:30. Sinfóníutónleikarbbbnn HAFNARFJÖRÐUR heldur nú upp á 100 ára kaupstaðarafmæli og af því tilefni hefur Hafnarborg, menningar– og listastofnun bæj- arins, blásið til afmælissýningar þar sem 50 hafnfirskir myndlist- armenn eru samankomnir með verk sín undir einu þaki. Staðið var að framkvæmdinni þannig að listamönnum var boðið að sýna verk að eigin vali og list- ráð og forstöðumaður sáu svo um að koma þeim upp. Það er óneitanlega smábæjar- bragur á slíku þema, að hafa uppi á listamönnum sem eru ýmist fæddir í bænum, aðfluttir eða fæddir í útlöndum af hafnfirsku foreldri og eins og gefur að skilja er afraksturinn kaótískur og ómarkviss. Þarna má sjá allt á milli himins og jarðar, frá listmun- um til listaverka, frá landslags- málverkum eftir listamenn sem hafa ekki starfað í áratugi til ljós- myndaseríu eftir Ólaf Elíasson. Inn á milli má sjá mörg ágætis listaverk og er sýningin á margan hátt upplífgandi og eitthvað krútt- legt við þetta allt saman. En sem innlegg í flóru myndlistar eða myndlistarumræðu er úr litlu að moða. Hins vegar gefur svona sýning vafalaust ljósglætu inn í bæinn, ekki síst ættfræðilega, enda hanga þarna verk eftir mis- fræg skyldmenni í nálægð við hvert annað. Krúttlegt en kaótískt Jón B. K. Ransu MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11:00 – 17:00 og fimmtudaga til 21:00. Sýningu lýkur 21. apríl. Fimmtíu hafnfirskir myndlistarmenn bbnnn Hafnfirskt Verk Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.