Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LÍFRÆN vottun felur í sér veru- leg sóknarfæri fyrir ekki aðeins ís- lenskan landbúnað, heldur einnig hinar dreifðu byggðir landsins. Ósk- andi væri að forvíg- ismenn innan landbún- aðarins gæfu sér tíma til að líta aðeins upp úr varnarbaráttunni ei- lífu, þó ekki væri nema stundarkorn til að bera þessi augljósu færi augum. Það var fyrir 15 árum Skömmu fyrir miðj- an 10. áratuginn skaut fyrir alvöru upp koll- inum umræðu innan Stéttarsambands bænda og Bún- aðarfélags Íslands, forverum Bænda- samtakanna, um líf- rænt vottaða búskap- arháttu. Umræðan sneri aðallega að þeirri hröðu sókn sem líf- rænt vottaðar mat- vörur stóðu fyrir á al- mennum neysluvörumarkaði og þó að menn slægju svolítið úr og í, eins og oft vill verða þegar ný- mæli fara af stað var ekki annað að sjá en að þarna þætti almennt áhuga- verð þróun á ferð, bæði út frá mark- aðslegum forsendum og eins hvað umhverfis- og náttúruvernd varðar. Enn slegið í og úr Nú, um tæpum 15 árum síðar er staðan sú að stefna Bændasamtak- anna gagnvart lífrænt vottaðri bú- vöruframleiðslu hefur lítið sem ekk- ert breyst. Nýjasta dæmi þess er fréttaviðtal við Harald Benedikts- son, sem birtist í Mbl. 11. mars sl. þar sem formaður bændasamtak- anna slær af þrautreyndri fimi í og úr. Fagþjónusta Bændasamtakanna lætur ekki á sér standa og já, auðvit- að á að ýta undir þennan búskap og jú, vissulega verður að fara fram stöðumat, en …það vantar peninga – maður notar víst ekki krónurnar úr ríkissjóði nema einu sinni, það ku ekkert vera upp úr lífrænt vottaðri búvöruframleiðslu að hafa, bændur eru áhugalausir um þennan búskap, búskap- arðstæður á Íslandi séu lakari í þessum efnum hér en í útlöndum, dug- andi meðöl eru ekki fyr- ir hendi og så videre. Staðreyndir málsins Ég vona að mér fyr- irgefist þó að ég átti mig ekki alveg á því hvert Haraldur er þarna að fara. Staðreyndirnar blasa við hverjum þeim sem vill sjá: 1) Fagþjón- usta bænda lætur ekki á sér standa, eins og Har- aldur réttilega nefnir, þ.e.a.s. sá fjórðungur úr stöðugildi sem ráðu- nautaþjónustan hefur úr að spila. 2) Lítið sem ekkert hefur verið ýtt undir lífrænt vottaða búvöruframleiðslu af hálfu Bændasamtak- anna, sem er eina líf- ræna búvaran sem markaðurinn við- urkennir. Á hinn bóginn hefur mikið verið gert úr „vistvænum afurðum“ og því um líkt sem hafa enga við- urkennda stöðu, hvorki hvað inni- hald, heilnæmi né umhverfisvernd snertir. 3) Víðtækt stöðumat hefur farið fram á möguleikum lífrænt vottaðrar framleiðslu, eins og sjá má á skýrslu sem kom út fyrir rúmu ári á vegum Byggðastofnunar, Vott- unarstofunnar Túns og Staðardag- skrár 21. Þeir eru frómt frá sagt miklir sér í lagi fyrir landbúnaðinn og hinar dreifðu byggðir. Peningaskortur, áhugaleysi og lakar aðstæður? Sömu sögu er að segja þegar að þeim vanköntum kemur sem Har- aldur nefnir. 1) Íslensk stjórnvöld hafa reynst bændum verulega skiln- ingsrík þegar að fjármunum kemur til búháttabreytinga. Nægir í þeim efnum að benda á Framleiðnisjóð bænda. Peningaskortur eða vilja- skortur? 2) Lífrænt vottuð búvöru- framleiðsla skilar um 30%-50% hærra afurðaverði og því er eftir talsverðu að slægjast fyrir bændur, eins og dæmin sanna bæði hér heima og erlendis. Lágt verð eða hátt verð? 3) Bændur virðast ekki áhugalausir um lífræna búvöruframleiðslu, a.m.k. ekki þeir sem kynna sér hana á ann- að borð. Upplýsingar virðast á hinn bóginn vera af skornum skammti. Skortir áhuga eða upplýsingar? 4) Í þeim norðlægu löndum þar sem líf- rænt vottaður búskapur er stund- aður hefur hann ekkert gefið síðri raun og jafnvel betri en á suðlægari slóðum, m.a. vegna færri sjúkdóma, minni óværu og hreinni náttúru. Lakar eða góðar aðstæður? Vott- unarstofan Tún hefur aðlagað líf- ræna vottunarstaðla ESB fyrir ís- lenskan landbúnað og unnið eftirtektarvert þróunarstarf á því sviði. Má þar nefna sem dæmi að ESB hagnýtir nú staðla sem Tún hefur þróað fyrir lagargróður og þörunga, staðlar fyrir ylrækt sem Tún er að þróa verða einnig hag- nýttir við gerð Evrópureglna. Skort- ir réttu meðölin? Allt vill nú íslenskum landbúnaði að óhamingju verða. Stendur ís- lenskur landbúnaður svo vel að bændur hafi efni á að leiða hjá sér umfangsmestu neyslubreytingar samtímans? Hvernig á að koma til móts við sívaxandi spurn eftir líf- rænni búvöru og auknu neysluöryggi á matvöru? Með enn meiri innflutn- ingi? Svari nú hver fyrir sig. Mestu neyslu- breytingar samtímans Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar um lífræna vottun Helga Guðrún Jónasdóttir » Stendur ís- lenskur landbúnaður svo vel að bænd- ur hafi efni á að leiða hjá sér um- fangsmestu neyslubreyt- ingar samtím- ans? Höfundur er stjórnarmaður í vott- unarstofunni Tún og forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarinsá árunum 1990-1995. Viðhorf grein- arhöfundar endurspegla ekki form- lega afstöðu vottunarstofunnar. Það hefur eflaust glatt marga hérlendis að Danir skyldu standa uppi sem sigurvegarar á nýafstöðu Evrópumeistaramóti á handbolta – úr því að við gerðum það ekki sjálf. Fyrir einhverjum voru þetta a.m.k. illskárri úrslit en enn einn sigur Svíanna. Þó að Danir hafi verið í baráttunni á nokkrum und- anfarinna stórmóta í handbolta hefur þeim ekki tekist að sigra fyrr en nú. Það sem gerir þennan sigur Dana athyglisverðan er að að þessu markmiði hefur verið unnið skipulega undanfarin ár, þ.e. að auka hlut Dana á al- þjóðlegum vettvangi í íþróttum. Þessari stefnumótun er ekki eingöngu fylgt eftir af danska handknatt- leikssambandinu, heldur líka íþrótta- sambandinu og danska ríkisvaldinu. Ennfremur að þessi stefnumótun á ekki aðeins við handknatt- leik, því einnig er unnið eftir sam- bærilegri stefnu í öðrum ólymp- ískum íþróttagreinum. Árið 2004 setti danska þingið sérstök lög um afreksíþróttir, um stofnun sér- staks verkefnis sem ber heitið „Team Danmark“ (TD). Árang- urinn hefur ekki látið á sér standa, því að árið 2002 unnu íþróttamenn sem kepptu innan vé- banda sambanda sem síðar tóku þátt í Team Danmark-verkefninu til 44 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Fjórum árum síðar eða árið 2006, unnu íþróttamenn innan þessara sambanda til 54 verð- launa, þ.e. árangur handboltaliðs- ins er langt frá því að vera til- viljun eða einstakur. Þessi aukning er skýrð með bættum undirbúningi íþróttamanna og liða, markvissara starfi og bættu sam- starfi innan íþróttahreyfing- arinnar. Einna mikilvægasti þátt- urinn hafa verið rannsóknir og mælingar ásamt annarri aðstoð sem bæði einstaklingum og liðum hefur staðið til boða. TD fær ár- lega fjármagn frá ríkinu sem nem- ur rúmlega 81 milljón danskra króna. Til viðbótar kemur framlag frá danska íþróttasambandinu, tekjur af auglýsingum og sjón- varpsréttindum, en alls hafði TD um 142 millj. dkr. úr að spila árið 2006 eða sem svarar um 1,8 millj- örðum íslenskra króna. Yfirfært á okkar aðstæður svarar þessi upp- hæð til um 100 m.kr. ef miðað er við íbúafjölda. Í lögum um TD er gerð krafa um mótun og framkvæmd heild- stæðrar íþróttastefnu í landinu og stefnan sett á að gera Danmörku að ákjósanlegasta landinu til að ná árangri í íþróttum. Á vegum TD var gerð ítarleg greining á stöðu og möguleikum allra ólympískra íþróttagreina í landinu og þeim skipt í flokka eftir frammistöðu og getu. Í byrjun var farið ofan í stöðu einstakra íþróttagreina, frammistöðu einstaklinga og liða, umhverfi þeirra skoðað ásamt skipulagi, starfsemi, menntun þjálfara og annarra starfsmanna o.fl. Í kjölfarið var gerð áætlun fyrir hverja einustu íþróttagrein og unnið skv. henni. Þessi vinna er síðan í stöðugri endurskoðun, bæði að hálfu stjórn- ar TD og íþrótta- hreyfingarinnar. Hluti af starfi TD er mótun heild- stæðrar þjálfunar og uppbyggingar afreks- íþróttamanna fram- tíðarinnar. Að verk- efninu kemur ríkisvaldið, sveit- arfélög, skólar ásamt íþróttahreyfingunni. Í stórum dráttum felst þetta starf í mótun heildstæðrar íþrótta- og afreksstefnu. Þetta starf skilar sér í betri undirbúningi íþrótta- manna fyrir keppni og þjálfun. Fylgst er náið með afreks- íþróttamönnum, líkamlegu og and- legu ástandi þeirra og gripið inn í ef nauðsyn krefur. Markvissar rannsóknir og mælingar eru gerð- ar á íþróttamönnum sem eru inn- an TD og styrktar- og þrekæf- ingar skipulagðar í kjölfarið í samráði við fagaðila. Þá er mynd- að þverfaglegt samstarf milli þjálfara í mismunandi íþrótta- greinum til að tryggja hámarks nýtingu á þeirri þekkingu sem til er íþróttafólkinu til hagsbóta. For- ystumenn íþróttahreyfingarinnar, sem tjáð sig hafa um þetta mál, eru sannfærðir um að þessi stefnumótun hafi skilað betri ár- angri og minni meiðslum hjá íþróttamönnum. Það er ekki bara íþróttahreyf- ingin sem nýtur góðs af starfi TD. Mikil þekking um íþróttir og lýð- heilsu verður til innan háskóla- og rannsóknarsamfélagsins. Aukin umræða í kjölfar bættrar frammi- stöðu leiðir af sér aukna þátttöku barna, unglinga og almennings í íþróttum. Flestum er ljóst mik- ilvægi góðra fyrirmynda fyrir æsku landsins. Sýnt hefur verið fram á fylgni milli góðs árangurs í íþróttum og í námi. Ennfremur verður forvarnargildi íþrótta seint metið til fjár. Aðstaða og skilyrði til æfinga og keppni hefur tekið miklum fram- förum hér á landi á undanförnum árum. Áhugi og metnaður ís- lenskra íþróttamanna er vel þekktur en árangurinn virðist láta á sér standa. Nauðsynlegt er fyrir íþróttamenn okkar að búa við sambærileg skilyrði og keppinaut- ar okkar. Að öðrum kosti verðum við ekki samkeppnisfær í framtíð- inni. Árangur Dana á EM tilviljun? Jónas Egilsson lýsir stefnumót- un og skipulagi Dana til styrkt- ar afreksíþróttum »Með markvissu starfi tókst Dönum fjölga verðlaunahöfum á alþjóðlegum íþróttamót- um um 20% á fjórum ár- um. Jónas Egilsson Höfundur er fyrrv. formaður FRÍ. Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.