Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Petrea Að-alheiður Rögn- valdsdóttir fæddist í Tungu í Fljótum 16. nóvember 1908. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 15. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- laug Rósa Kristjáns- dóttir, f. í Gull- bringu í Svarfaðardals- hreppi í Eyjaf. 20.9. 1866, d. í Ólafsfirði 17.7. 1957, og Rögnvaldur Kristinn Rögnvalds- son, f. á Hóli á Upsaströnd í Svarf- aðardalshreppi í Eyjaf. 18.7. 1858, d. á Kvíabekk 5.12. 1950. Petrea var yngst 11 barna þeirra hjóna. Eiginmaður Petreu var Pétur Axel Pétursson, sjómaður á Ólafs- firði, ættaður úr Fljótum, f. 4.1. d. 1944. 8) Lára Sigurbjörg, f. 23.6. 1945, maki Ómar Freyr Þórisson, börn þeirra eru Petrea Aðalheiður og Ómar Örn. 9) Hanna Brynja, f. 11.7. 1949, maki Jón Þór Björns- son, börn þeirra eru Júlíana og Jón Axel. Petrea ólst upp á Kvíabekk á Ólafsfirði. Axel og Petrea hófu bú- skap niðri í Ólafsfjarðarbæ þar sem þau voru með svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, með nokkrar kindur og kú. Axel stundaði sjóinn og þurfti að fara margar vertíðir suður á land á veturna og þá sá Petrea um börnin og búskapinn. Árið 1956 fluttust þau að Brekku- götu 15 og kallast það hús Háis- káli. Þegar Axel fórst á báti sínum frá Ólafsfirði fór Petrea að vinna í hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og vann þar til 75 ára aldurs. Petrea bjó í Háaskála, ásamt syni sínum Ragnari, til ársins 2003, en þá fluttist hún á hjúkrunar- og dval- arheimilið Hornbrekku og var bú- sett þar til dauðadags. Útför Petreu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 22. mars og hefst athöfnin klukkan 11. 1912, d. 23.4. 1960. Börn þeirra eru 1) Rögnvaldur Kristinn, f. 27.6. 1935, d. 1935. 2) Ragnar Guðbjörn, f. 3.7. 1936, d. 22.2. 2008, maki Gabríella Þorsteinsdóttir, d. 20.6. 1987. Hann átti eina dóttur fyrir, Sumarrós Hildi. 3) Rögnvaldur Kristinn, f. 15.10. 1937, d. 19.4. 1957. 4) Ásta Bjarn- heiður, f. 31.12. 1938, maki Valgeir Ás- bjarnarson, börn þeirra eru Pétur Axel, Ásbjörn Árni, Kristjana Val- dey og Gunnlaug Lára. 5) Svein- björn Haraldur, f. 30.5 1940. 6) Sæ- unn Halldóra, f. 25.2 1942, maki Ásgeir Ásgeirsson, synir þeirra eru Ásgeir Logi, Axel Pétur, Sig- urgeir Frímann og Kristján Ragn- ar. 7) Þórleif Sigurrós, f. 12.5 1943, Elsku amma Petrea, nú ertu farin frá okkur. Við minnumst yndislegra tíma þegar við systkinin komum til Ólafsfjarðar í flestöllum fríum okkar og það var alltaf jafn gaman að koma í Háaskála í kaffi og kleinur til þín. Okkur fannst þú án efa besti gestgjafi í heimi, alltaf tíndir þú fram kræs- ingar úr búrinu þínu og þér fannst maður aldrei borða nóg, eins og þú sagðir svo oft: „fáið ykkur nú meira, þið hafið ekkert snert á þessu“. Alltaf tók maður svo nesti með sér heim frá þér, hvort sem það voru hálfmánar, ástarpungar eða kleinur í poka. Þegar Brynjar litli fór að koma í heimsókn með okkur varstu aldeilis ánægð því hann stoppaði ekki í kök- unum þínum, enda sagðir þú að hann væri flottur strákur og vel í holdum, þannig vildir þú hafa okkur krakkana. Grímubúningarnir þínir vöktu allt- af jafn mikla lukku, við vorum stund- um í margar klukkustundir þarna uppi á háaloftinu að leika okkur í dótinu þar, máta búninga sem voru hver öðrum flottari, eins og bakkus og happaþrennubúningurinn. Svo var gaman að skoða uppstoppuðu fuglana þína sem voru á víð og dreif um stof- una, alltaf máttum við klappa þeim og skoða þá. Amma, þú varst sérstaklega góð kona, leist á alla menn sem jafningja og vildir alltaf allt fyrir mann gera. Þú hefðir orðið 100 ára í ár og einhvern veginn vorum við orðin viss um að þú myndir ná þeim aldri, við minnumst þess samt að þú hafir sagt við okkur á hverjum einasta afmælisdegi sl. 15 ár að nú yrðir þú ekki mikið eldri en þetta, samt varstu alltaf jafn hress á þeim tíma. Beiðst enn eftir því með eftirvæntingu að Lottó myndi hefjast í sjónvarpinu og oft varstu nú með nokkra rétta. Það er pínu eftirminni- legt að það mátti aldrei gefa þér blóm, þér fannst svo dapurt að sjá þau deyja og þess vegna vildir þú einungis hafa gerviblóm í kringum þig. Núna síð- ustu ár þegar þú varst komin á Horn- brekku vildir þú ekkert annað en nammi og harðfisk, því þú sagðir að þig vantaði ekkert en vildir hafa góð- gæti í dós til að bjóða gestum sem kæmu til þín, alltaf að hugsa um að geta boðið upp á eitthvað. Við minnumst þess hve glöð þú varst þegar við bjuggum til risastórt páskaegg og fylltum það af sælgæti sem þér fannst best og völdum skemmtilegan málshátt til að setja inn í það, þú talaðir um það lengi á eftir og alltaf ætlaði maður nú að gefa þér aft- ur slíkt egg, það skrítna er að við vor- um búin að tala um að búa til svona egg fyrir þessa páska og ég (Illa) var búin að taka til eggjamótin og leið- beiningarnar og ætlaði Brynjar að hjálpa til með það, þar sem Jón Axel var erlendis. Yndislegt var að hlusta á vísurnar þínar og sögurnar frá gamla tímanum og ekkert var skemmtilegra en að rök- ræða við þig um þjóðfélagsmál, þú vildir alltaf eiga síðasta orðið, hlustað- ir á mann af virðingu en kreistir svo augun aftur, brostir og sagðir alltaf „eeen …“ já, við minnumst þess ekki að hafa átt síðasta orðið í slíkum um- ræðum. Við viljum að lokum kasta fram vísu sem Óskar Karlsson samdi handa ömmu og lýsti henni svo vel: Dapra viltu gjarnan gleðja grátna allra þeirra brá. Þú vilt líka svanga seðja, sinna best og hýsa þá. Hvíl í friði, elsku amma okkar Júlíana og Jón Axel. Við fjölskyldan kveðjum með sökn- uði konu, sem var okkur afar kær, ömmu mannsins míns og langömmu barnanna. Við kveðjum hana í hugan- um handan um haf, förum yfir góðar minningar. Fyrir fimmtán árum beindu örlögin mér inn á nýjar slóðir og ég eignaðist mína aðra fjölskyldu, tengdafjölskyld- una mína, norður í Ólafsfirði. Sjálf er ég alin upp í Reykjavík og hafði enga reynslu af lífinu utan höfuðborgar- svæðisins. Fjölskyldan öll tók að- komumanneskjunni opnum örmum. En það skal viðurkennt að það var þegar ég gekk í fyrsta sinn inn í Háas- kála, til ömmu Petreu, sem ég fann fyrir reynsluleysi mínu. Þar fékk ég að kynnast miklum persónuleika, konu sem ég fékk miklar mætur á. Með ótal kaffibollum og kleinum kynntist ég heimi konu sem hafði, á langri ævi, upplifað tímana tvenna. Þar sem heimili okkar Axels og vinna er á Spáni, notuðum við sum- arfríin í heimsóknir til Ólafsfjarðar. Þó æxluðust mál þannig að einn vetur fluttumst við til Ólafsfjarðar. Þetta var snjóþungur vetur, svo mikinn snjó hafði ég aldrei áður upplifað. En það var þennan vetur sem ég eyddi mest- um tíma hjá Petreu. Á hverjum ein- asta morgni fórum við dóttir mín út í hríðina til að heimsækja hana og ég fékk að hlusta á sögur úr lífi hennar, sögur sem ekki líða úr minni, frá æsku hennar á Kvíabekk, af löngu lífshlaupi og erfiðum tímum. Hún var sagna- manneskja og skrifaði niður sögur og sendi fróðleik í tímarit. Aldrei hall- mælti hún, heldur færði hún sögurnar frekar í búning. Hún var orðheppin og snögg í tilsvörum og lá aldrei á skoð- unum sínum. Þennan snjóþunga vetur var hún sannarlega ljósið sem lýsti upp skammdegið á Ólafsfirði. Og það var greinilegt hvað hún var mikils metin, því oft var það svo um helgar að eldhúsið fylltist af gestum. Hún hélt í gamlar hefðir í mat og öðrum venjum. Margt af því sem hún gerði eða sagði frá hafði ég aldrei séð áður, enda af annarri kynslóð og úr öðru umhverfi. Er mér minnisstætt þegar ég eitt sinn kom til hennar, og hún sat við eldhús- borðið með rakvélarblað og rakaði punga, sem hún súrsaði síðan sjálf. Þetta hafði ég aldrei áður séð. Petrea gat búið heima hjá sér í Há- askála fram á háan aldur, gat séð um sig sjálf, en átti líka góðar dætur sem kepptust um að hugsa vel um hana. Líf hennar breyttist mikið þegar hún þurfti að flytjast á elli- og hjúkrunar- heimilið Hornbrekku, en þar var vel hugsað um hana. Verst þótti henni að geta ekki boðið manni lengur uppá kaffi hvenær dagsins sem var, eins og hún var vön að gera. Á Hornbrekku setti hún svip á umhverfið, sat á spjalli og krafðist þess að fólk sem gekk framhjá byði góðan daginn, hvort sem það voru læknar eða aðrir sem áttu leið hjá. Verður hennar vafalaust saknað þar. Við í fjölskyldunni höfum nú misst elskulega ömmu, sem hefur verið okk- ur nákomin. Axel hefur misst ömmu sína sem hefur mótað líf hans alla tíð. En eftir stendur þakklæti fyrir allar samverustundirnar og fyrir það að hafa fengið að eiga að þessa stórkost- legu konu. Fjölskyldunni votta ég samúð mína. Auður Eggertsdóttir. Petrea Aðalheiður Rögnvaldsdóttir BAKKAGERÐISKIRKJA | Páskadagur Há- tíðarmessa kl. 14. Ferming. EIÐAKIRKJA | Skírdagur Messa kl. 16. Ferming. FRÍKIRKJAN Kefas | Páskadagur Upp- risu- og fagnaðarsamkoma kl. 11 fyrir alla fjölskylduna. Lofgjörð, tónlistarflutn- ingur og orð Guðs lesið. Að samkomu lokinni verður sameiginlegur hádegisverð- ur þar sem allir leggja eitthvað til á mat- arborðið. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Páska- dagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls undir stjórn Ingimars Pálssonar leiðir almenn- an safnaðarsöng. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa | Skírdagur Messa kl. 14. Velunnarar Laugardæla- kirkju undir stjórn Inga Heiðmars Jóns- sonar leiða almennan safnaðarsöng. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. LANGHOLTSKIRKJA | Skírdagur Messa kl. 20. Árni Svanur Daníelsson guðfræð- ingur flytur hugvekju og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Jón Stefánsson. Í lok stundarinnar er tekið af altarinu og kirkjan búin undir föstudaginn langa. Föstudagurinn langi Guðsþjónusta kl. 11. Sungin er Litanía Bjarna Þorsteins- sonar, lesið úr Píslarsögunni og Ólafur H. Jóhannsson les úr Passíusálmunum. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, org- anisti Jón Stefánsson, kór Langholts- kirkju syngur. Listaflétta kl. 20. Kór Lang- holtskirkju syngur kórverk, ljóðalestur, orgelleikur og myndlistarsýning. Stjórn- andi Jón Stefánsson. Miðasala við inn- ganginn. Laugardagur 22. mars Páskanætur- messa á aðfaranótt páska, kl. 23. Mess- MESSUR UM PÁSKANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.