Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 37
er mikill og okkar allra. Megi góð- ur Guð gefa okkur öllum styrk á þessari sorgarstund. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku besti afi, takk fyrir að hafa átt þig að í þau 8 og 14 ár sem við fengum með þér. Sofðu rótt, elsku afi. Þínir afastrákar Arnar Freyr og Felix Ernir. Nú er komið að kveðjustund. Við systurnar vorum heppnar að fá að alast upp í návist við þig en sú yngsta okkar er einungis sex mánaða. Þótt þú sért langafi okkar þá kölluðum við þig alltaf afa því okkur fannst þú svo ungur. Þegar við hugsum til þín koma upp í huga okkar minningar um þig í af- mælum okkar, á aðfangadagskvöld og þegar við kíktum í heimsókn til þín og ömmu á Grundarbraut. Okkur fannst gaman að hlusta á þig segja okkur sögur af því þegar þú hafðir séð jólasveina við álfa- steininn í garðinum á Grundar- braut. Við viljum kveðja þig með bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hrefna Rún, Unnur Eir og Bryndís Brá. Svo bregðast krosstré sem önn- ur var það fyrsta sem flaug um hugann þegar fregnir af skyndi- legu og ótímabæru fráfalli Þráins Sigtryggssonar barst okkur að morgni 7. mars sl. Það verður svo sannarlega ann- ar blær yfir Ólafsvíkinni, sem Þrá- inn unni svo mjög, nú þegar hans nýtur ekki lengur við. Það er óhætt að segja að það hafi gustað af Þráni hvar sem hann kom og eitt er víst að ekki lá hann á skoð- unum sínum og þá sérstaklega ekki þegar kom að sjávarútvegi. Þráinn hafði sterkar og miklar skoðanir á stjórnun fiskveiða og hafði einstakt lag á að koma þeim á framfæri, hvort heldur sem vett- vangurinn var bryggjuspjall, á kaffistofu fiskmarkaðarins, opnir fundir eða í einkasamtölum við ráðherra og aðra ráðamenn. Þrá- inn hafði gríðarlega reynslu þegar kom að fiskveiðum, skipstjóri og útgerðarmaður í áratugi og var til- tölulega nýhættur til sjós, þá kom- inn á áttræðisaldur. Því var viðbú- ið að menn legðu við hlustir þegar slíkur reynslubolti miðlaði af þekk- ingu sinni og setti fram skoðanir á sinn rökvísa og skelegga hátt. Þrá- inn hafði gaman af rökræðum um sjávarútvegs- og þjóðfélagsmál al- mennt og gerði oftar en ekki í því að vera á öndverðum meiði við við- mælendur til að hleypa lífi í um- ræðurnar. Við undirritaðir höfum starfað undanfarin 16 ár á Fisk- markaði Íslands hf. og í gegnum störf okkar haft samskipti við Þrá- in á nánast hverjum degi. Fyrst á meðan Þráinn var enn skipstjóri á skipi sínu Sveinbirni Jakobssyni SH og síðan eftir að hann kom í land, þá kom hann nánast á hverj- um degi við hjá okkur á fiskmark- aðnum til spjalls og ráðagerða. Þráinn gerði út Sveinbjörn Jak- obsson, fyrst ásamt bræðrum sín- um og síðar sonum, í rúm 40 ár. Sveinbjörn, sem var rúmlega 100 tonna eikarbátur, létu þeir byggja í Danmörku árið 1963 og gerðu út til ársins 2006. Þráinn og félagar voru metnaðarfullir þegar kom að viðhaldi og útliti skipsins og var hann alla tíð til fyrirmyndar. Það var umtalað hversu mikla alúð og væntumþykju þeir sýndu skipinu og ljóst að þeir bræður Egill og Sigtryggur hafa fetað í fótspor föður síns í þeim efnum. Það var svo á öndverðu árinu 2006 sem þeir feðgar keyptu nýjan Svein- björn og að sjálfsögðu nýtur hann sömu meðferðar og fyrirrennarinn, allt til fyrirmyndar. Eins og áður sagði þá hafði Þráinn ótrúlegan áhuga og þekkingu á sjávarútvegi og það er mikil hvatning til okkar hinna sem í greininni störfum og förum höndum um fjöregg þjóð- arinnar í slíkum mönnum. Þráinn og Guðbjörg kona hans áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust 7 mannvænleg börn og fjölda annarra afkomenda. Þráinn unni fjölskyldunni mjög og það kærleiksríka samband sem ríkti á milli hans og Sigurbjargar dóttur hans, sem unnið hefur með okkur á fiskmarkaðnum öll þessi 16 ár, bar því fallegt vitni. Missir Guð- bjargar, barna, barnabarna og barnabarnabarna er mikill og vilj- um við votta þeim okkar dýpstu samúð. Eftir lifir minning um að- sópsmikinn og skemmtilegan kar- akter og víst er að okkar litla sam- félag hér á útnesinu stendur fátækara eftir. Gunnar Bergmann Trausta- son, Tryggvi Leifur Óttarsson. Mér brá illilega þegar ég frétti af andláti góðs vinar míns Þráins Sigtryggssonar skipstjóra. Hann hringdi í mig tveimur dögum fyrr úr Reykjavík og ekkert virtist ama að. Hress og kátur eins og venju- lega. Ég átti því láni að fagna að vera í góðum samskiptum við Þrá- in bæði vegna vinnu minnar og ekki síður vegna sameiginlegra áhugamála okkar. Hann kom oft á skrifstofuna til mín og við ræddum saman um heima og geima, m.a um pólitík og báðir studdum við Framsóknarflokkinn af heilum hug. Við töluðum um það líka þeg- ar nokkur tími leið á milli heim- sókna hans að hann yrði að koma fyrr næst því nóg væri um að ræða. Við ræddum ýmis mál hér í bæjarfélaginu og þá kom hann líka með ýmsar góðar hugmyndir að efni í Sjómannadagsblað Snæfells- bæjar. Viðtal við Þráin birtist árið 1999 í því blaði en hann var þá orðinn sjötíu og eins árs og engan bilbug á honum að finna og hann var ekki á leiðinni í land. Hann var þá með elstu skipstjórum á land- inu sem voru í starfi, á bátnum sínum Sveinbirni Jakobssyni SH 10 en alls var hann á sjó í um 60 ár og þar af skipstjóri í 40 ár. Þráinn var mjög góður og lán- samur skipstjóri alla tíð. Hugsaði vel um sína báta, fór vel með alla hluti og vildi hafa allt í lagi því að öryggi var fyrir öllu. Þeir sem voru með honum á sjó voru í góðu skipsrúmi. Þráinn upplifði tímana tvenna við sjósókn frá Ólafsvík og skilaði miklu til bæjarins á sinni sjómennskutíð. Hann hafði mikinn metnað til þess að Ólafsvík myndi vaxa og dafna. Þráinn var hafsjór af fróðleik og sagði vel frá og tal- aði gott og kjarnyrt mál. Hann var vel inni í málum hvort sem það var erlendis eða hér innanlands. Eins og gefur að skilja voru þó sjáv- arútvegsmálin honum efst í huga og hann hafði einarðar skoðanir á þeim. Hann kom sínum skoðunum vel til skila og sagði þær umbúða- laust og hann var líka óhræddur að gagnrýna menn sem hann hon- um fannst ekki standa sig. Hann talaði íslensku eins og oft er sagt um menn sem eru óhræddir að segja sína meiningu og vafalaust hefur einhverjum sviðið undan. Stundum var hann líka að stríða mönnum og hann brosti þá á eftir. Þráinn stóð oft upp á fundum og ræddi málin hispurslaust og þá gustaði oft af kalli. Hann gerði kröfur til annarra og þá ekki síður til sjálfs sín. Hann var tryggur og umhyggjusamur og vakti mjög yfir velferð síns fólks. Þráinn var ásamt vini sínum Kristmundi Hall- dórssyni skipstjóra heiðraður af sjómönnum á sjómannadegi í Ólafsvík 1993. Þráinn var einn af þessum hreinræktuðu Ólsurum sem maður bar mikla virðingu fyr- ir og mér er mikil eftirsjá að hon- um og ég þakka allar liðnar sam- verustundir okkar. Ég vil að lokum votta Guðbjörgu eiginkonu hans og aðstandendum innilega samúð okkar hjóna vegna fráfalls Þráins. Pétur Steinar Jóhannsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 37 Það fyrsta sem ég sá í lífinu voru Sigga á kontórnum og Þur- íður ljósmóðir. Ég fæddist með naflastrenginn vafinn um hálsinn, orðin helblá, en þessar tvær konur komu mér til lífsins með heitum og köldum vatnsböð- um á víxl, ásamt einhverjum til- færingum sem ég kann ekki að nefna. Það var Sigga sem rétti mömmu mig eftir að ég fór að anda. Þessi yndislega kona sem ég á líf mitt að launa, var fjölskylduvin- ur og vann hjá föður mínum, við Skipamiðlun Gunnars Guðjónsson- ar meiri hluta starfsævi sinnar, en var og er aldrei kölluð annað en Sigga á kontórnum meðal okkar barna Gunnars. Seinna þegar ég stækkaði fór ég margar ferðir niður í bæ og heim- sótti þær á kontórinn, Siggu og Ingu Sörensen sem alltaf buðu mér upp á hressingu og nenntu að spjalla við mig, krakkann. Á unglingsárunum fékk ég sum- arvinnu sem sendill á þessum sama kontór sem þá hafði verið fluttur um set og S. Árnason & co. bæst við í sama húsnæði. Þetta voru skemmtilegir dagar, ég sent- ist um allan bæ og fannst ég rosa- lega merkileg því alltaf fékk ég hrós og hlýju frá starfsfólkinu, Sigríður Magnúsdóttir ✝ SigríðurMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 19. mars. þegar ég átti það skilið, en Sigga var þar fremst í flokki. Langt fram á full- orðinsár kom ég þarna við í kaffitím- anum og spjallaði við starfsfólkið, Björn Helgason, Jónurnar tvær, Magnúsana tvo og svo auðvitað Siggu og Ingu. Ým- islegt annað gott fólk kom þarna við sögu, sem of langt mál væri að telja, nema auðvitað Harald Björnsson for- stjóra S. Árnason. Mér fannst þau alltaf eins og yndisleg fjölskylda sem ég ætti þarna í Hafnarstræti 5. Ég hætti komum mínum þangað eftir að pabbi hafði selt fyrirtækið og S. Árnason fluttist í stærra og betra húsnæði. Meginhluti starfs- mannanna flutti með en Inga var þá látin fyrir alllöngu. Það hlýtur að vera gott að vinna þarna því Sigga vann þar til hún var orðin háöldruð og meginþorri hinna er þarna enn. Eftir að þau fluttu hitti ég Siggu oft og tíðum niðri í bæ. Hún var þá komin í gamla starfið mitt, að sendast í tollinn og bankana, ásamt skrifstofustörfunum. Við spjölluðum því oft og lengi og einstöku sinnum fengum við okkur kaffisopa saman. Við höfum ekki sést í allmörg ár, en nú þegar hún er öll rifjast upp endalausar minningar, svo ljúfar og góðar. Mér er því mikil eftirsjá í Siggu, sem hjálpaði mér til ljóss og lífs, og var vinur minn alla ævi. Farðu á guðs vegum, kæra vin- kona. Bergljót Gunnarsdóttir. ✝ Við systkinin færum öllum þeim er voru viðstödd jarðarförina og sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð í orði og athöfnum við andlát okkar ástkæru móður, ÁGÚSTU HELGU JÓNSDÓTTUR, Aðalgötu 5, síðast að Garðvangi. Sérstakar þakkir fyrir sérstaka alúð og væntumþykju færum við starfsfólki Hlévangs og Garðvangs. Elísabet Lúðvíksdóttir, Ragnar Eðvaldsson, Eðvald Lúðvíksson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengda- föður og afa, ÞÓRHALLS TRYGGVASONAR fyrrverandi bankastjóra. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Helgi Björnsson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Björn Þorsteinsson, Tryggvi Þórhallsson, Sólborg Lilja Steinþórsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. ÞRÁINS SIGTRYGGSSONAR skipstjóra og útgerðarmanns, Grundarbraut 26, Ólafsvík. Guðbjörg Elín Sveinsdóttir, Egill Þráinsson, Hrefna Guðbjörnsdóttir, Pálína Þráinsdóttir, Ingvar Sigurðsson, Bryndís Þráinsdóttir, Valur Magnússon, Sigurbjörg Þráinsdóttir, Þröstur Kristófersson, Björk Þráinsdóttir, Lárus Einarsson, Berglind Þráinsdóttir, Heimir Maríuson, Sigtryggur Þráinsson, Margrét Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhannes gekk til liðs við Kiwanis árið 1978. Starfaði hann í þrjú ár en vegna per- sónulegra aðstæðna gekk hann úr hreyfingunni. Er ég var forseti árið 2000 til 2001 sótti Jóhann- es um inngöngu í Kötlu að nýju. Var honum að vonum vel tekið og þeim hjónum báðum. Var hann tekin inn í klúbbinn 29. september 2001, á stjórnarskiptafundi Kötlu. Jóhannes var góður félagi, ákafur og starfsam- ur og gegndi með prýði öllum þeim störfum er honum voru fengin til að vinna. Á síðasta ári var hann forseti Kötlu og undir hans stjórn dafnaði starf- semi klúbbsins vel. Uppgangur var í mætingu enda fundir líflegir og skemmtilegir undir hans stjórn – vel undirbúnir og markvissir. Hafði hann mikinn metnað til þess að gegna þessu starfi vel og sótti ráð til margra félaga til að gera sem best. Okkur Jóhannesi varð strax vel til Jóhannes Gunnarsson ✝ Jóhannes Gunn-arsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu 8. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 19. febrúar. vina. Hann lundgóður, kátur og tryggur vin- um sínum. Mjög fljót- lega fór hann að gegna ábyrgðarstörfum í klúbbnum. Hringdi hann oft til mín er hann var að hvíla sig í starfi sínum hjá Toll- stjóra. Voru það ánægjulegar stundir að spjalla við Jóhann- es. Var þar margt skoðað, vegið og met- ið. Jóhannes var ákafamaður og átti til að rjúka upp ef honum var eitthvað misboðið en náði ró sinni strax er málin voru rædd, enda skarpvel gef- inn og hafði góða stjórn á huga sínum og málefnum þeim er hann vann að. Var hann vinmargur í Kiwanis og eignaðist góða vini í hreyfingunni. Voru ferðir hans á Evrópuþingin, sem hann sótti nokkur, ofarlega í huga hans. Talaði hann vel um sam- skipti sín við félaga úr þessum ferð- um og átti greinilega margar góðar minningar frá þessum stundum. Við Kiwanisfélagar hans minn- umst hans sem góðs og dugmikils fé- laga. Með hlýhug og söknuði viljum við færa fjölskyldu hans og nákomnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurbergur Baldursson, fjölmiðlafulltrúi Kötlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.