Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 21
Velkomin,“ segir Þorvaldurþar sem hann stendur íheimreiðinni og er aðhengja upp litskrúðuga borða í trén. „Ég ákvað að skella þessu upp til að taka á móti þér!“ Það er sumsé ekki að spyrja að hlýlegum móttökunum og fyrr en varir erum við sest með kaffibolla og dýrindis súkkulaði sem Stein- unn hefur tekið fram. Á borðinu liggja alls kyns teikn- ingar á litlum spjöldum og blöðum, sem allar eiga sameiginlegt að vera liður í árlegum páskaeggj- aratleik sem Þorvaldur skipulegg- ur fyrir barnabörnin sín sex og eitt barnabarnabarn. „Við höfum gert þetta alveg frá því okkar eig- in börn voru lítil,“ útskýrir hann. „Ég kynntist þessu fyrst í gegnum Ellen Sveinsson, danska merk- iskonu sem var af frönskum ættum og gift Þórði Sveinssyni á Kleppi. Systir mín, Herdís Þorvaldsdóttir giftist jú syni þeirra Gunnlaugi, og einu sinni fékk ég að vera með þeim á páskum heima hjá Ellen þar sem hún hafði falið egg úti um allt og börnin leituðu. Þetta var heilmikil upplifun sem ég geymdi með mér og fór að útfæra eftir að ég eignaðist sjálfur börn.“ Fyrirpartar og tungumálakunnátta Útgáfa Þorvaldar af páska- eggjaleitinni er í ratleikjar- formi, sem leikmanni gæti fundist býsna flókinn en geng- ur út á að leita uppi páskaegg með aðstoð vísbendinga. „Ég hef alltaf hugsað þetta sem eins konar þroskapróf þannig að börnin fá verkefni miðað við þeirra aldur og getu,“ heldur hann áfram. „Meðan þau eru ólæs fá þau einfaldar myndir af einhverju sem þau þekkja hér í húsinu.“ Hann tekur upp eitt spjald með teiknaðri mynd af glæsilegum hrafni. „Þetta er dæmi um vís- bendingu fyrir þessi allra yngstu, sem eru jafnvel bara rétt byrjuð að ganga. Ég á stóran uppstopp- aðan krumma sem þeim hefur allt- af þótt rosalega merkilegur og ef barnið hefur í þessu tilfelli náð að tengja myndina við hann hefur það fengið lítinn nammimola og næstu mynd hjá honum. Þegar þau eru orðin læs fá þau skrifaðar vísbend- ingar og eins er ég að prófa hvern- ig þeim gengur að lesa úr teikn- ingum af húsinu þar sem búið er að númera inn staðina þar sem vís- bendingarnar er að finna.“ Á spjöldunum sem Þorvaldur sýnir þessu til staðfestingar fer ekki á milli máli að þar hefur fagmaður haldið um pennann. Þorvaldur lætur ekki þar við sitja heldur geta litlu leitarmenn- irnir lent í ýmiskonar skyndi- prófum. „Stundum set ég fram fyrriparta af vísum sem krakk- arnir eiga að kunna og þá komast þeir ekkert áfram nema að muna botninn. Þegar þau eru farin að læra eitthvað pínulítið í tungu- málum eru vísbendingarnar gjarn- an að hluta til á ensku og dönsku. Maður er að reyna að ögra þeim pínulítið.“ Leikurinn er ekki síst ögrun fyrir hann sjálfan því árlega finnur hann upp á nýj- um þrautum fyrir af- komendurna. Sé gott veður berst leikurinn út í garð og þá eru teikningarnar enn tilkomumeiri, með flóknum uppdrætti af lóðinni. „Þá er ég búinn að setja flögg í sama lit og blöðin þeirra þar sem vísbendingarnar er að finna, en hvert barn hefur sinn eigin lit. Svo er alltaf blaðra þar sem eggið er til að auðvelda þeim fundinn.“ Í eggjaleit á Kanarí Aðspurður viðurkennir Þorvald- ur að fjölskyldan sé mikið páska- fólk. „Við páskumst gríðarlega mikið og til dæmis höfum við föndrað alls kyns páskahænur úr filti sem eru ekki bara skraut heldur virka sem eggjahitarar líka.“ Hann út- skýrir þetta betur. „Dagurinn byrjar alltaf með því að við kom- um saman að morgni eða um há- degisbilið á páskadag og þá þurfa allir að skreyta soðið hænuegg. Þegar það er búið eru eggin látin ganga á milli manna í hring og þegar ég segi til, er stoppað. Þá má fólk geta hver skreytti hvaða egg áður en þau eru borðuð með öðru góðgæti. Það er ekki fyrr en því er lokið sem krakkarnir geta farið að leita að páskaeggjunum.“ Fleiri siðir eru órjúfanlegir á páskum hjá fjölskyldunni. „Leitin hefst alltaf á því að ég les upp kafla úr ljóði eftir Hannes Pét- ursson sem heitir Páskaliljur og smám saman eru krakkarnir farnir að kunna línu og línu úr ljóðinu. Svo þegar ég er að lesa: „Þið hringið inn upprisu jarðar kólf- lausu klukkur …“ þá heyrist gjarnan: „kólflausu klukkur“ eins og bergmál frá þeim stuttu. Nú eru páskarnir snemma en oftast eru blómstrandi páskaliljur hér fyrir utan og þá er hægt að út- skýra fyrir þeim hvernig ljóðið er hugsað.“ Eftir páskaeggjaleitina og óhjá- kvæmilegt páskaeggjaát í kjölfarið heldur dagurinn áfram, gjarnan með göngutúr um Elliðaárdalinn sem nánast er í bakgarði þeirra hjóna. „Svo borðum við saman um kvöldið og þá hjálpast allir að við eldamennsku og frágang.“ Svo ómissandi er páskaeggja- ratleikurinn fjölskyldunni að þegar Þorvaldur tók „allt liðið“ eins og hann kallar það með sér til Kanaríeyja yfir páska í tilefni af sjötugsafmælinu sínu kom ekki til greina annað en að halda sínu striki. „Neinei, þá var fjölskyldan úti um allar Kanaríeyjar að leita að páskaeggjum,“ segir hann og skellihlær við tilhugsunina. ben@mbl.is Skipuleggjendurnir „Við páskumst gríðarlega mikið,“ viðurkennir Þorvaldur sem ásamt Steinunni konu sinni heldur heilmikla páskahátíð fyrir afkomendur sína. Á borðinu má sá sérhannaða eggjahitara. Hátíðlegt Í heimreiðinni eru trén skreytt litríkum borðum og flöggum sem bjóða páskagesti velkomna til þeirra Þorvaldar og Steinunnar. Byrjunin „Þarna er ég að messa yfir þeim áður en þau fara af stað,“ segir Þorvaldur og bendir á þykkan gagnabunkann sem sumir þátttakendur rýna einbeittir í áður en páskaeggjaleitin hefst af alvöru. Miserfiðar Vísbendingarnar fara eftir aldri og þroska barnsins og geta verið allt frá einfaldri mynd af krumma að flóknum grunnmyndum af ömmu- og afahúsi. Í eggjaleit í afagarði Árlega halda hjónin Þorvaldur S. Þorvaldsson, fyrrum borgararkitekt, og kona hans, Steinunn Jónsdóttir, mikla páskahátíð fyrir börn sín og afkomendur þeirra þar sem vel úthugsaður páskaeggjaratleikur er hápunkturinn. Þorvaldur gaf Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur nokkrar vísbendingar um hvernig hann fer fram. Ég hef alltaf hugsað þetta sem e.k. þroska- próf þannig að börnin fá verkefni miðað við aldur og getu Morgunblaðið/Árni Sæberg |fimmtudagur|20. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.