Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEG skoðanakönnun Sam- taka iðnaðarins um afstöðu lands- manna til inngöngu í Evrópusam- bandið staðfestir það sem áður hefur komið fram í könnunum að andstaða við aðild er hlutfallslega meiri í Framsóknarflokki en nokkrum öðrum stjórnmálaflokki. Og staðfestir líka að fylg- ið við ESB aðild er ekki að breytast svo nokkru nemi, hvorki meðal framsókn- armanna né annarra landsmanna. Sé Framsókn- arflokkurinn klofinn vegna þessa máls eru aðrir flokkar það ekki síður. Þannig er andstaða við aðild innan Samfylkingar litlu minni en fylgi við aðild innan Framsókn- arflokks. Eini flokkurinn sem kemur nú og fyrr einkennilega út í könnunum um þetta mikilsverða mál er Sjálfstæðisflokkurinn því þar er meira en helmingur flokks- manna fylgjandi aðild að ESB meðan forystan talar einum rómi gegn aðild. Sá málflutningur segir meira en mörg orð um lýðræð- islega umfjöllun í þeim stjórn- málaflokki. Er uppgjör framundan Framsóknarflokkurinn er frjáls- lyndur flokkur og umburð- arlyndur. Þannig er innan flokks- ins rúm fyrir fleiri en eina skoðun í þessu máli og flokksmenn takast þar almennt á í bróðerni og án heiftar um ESB-mál sem önnur. Jafnt á fundum sem og með tölvu- pósti og ekkert athugavert við það. Þegar reynt er að skipa mönnum innan flokksins í fylk- ingar þá riðlast það eftir mál- efnum. Þannig hafa sá sem hér skrifar og varaformaður flokksins talað einum rómi í ýmsum um- deildum málum eins og kvóta- málum og þjóðlendumálum. En við sjáum Evrópumálin vissulega ekki sömu augum. Nú ber svo við að Egill vinur minn Helgason og fleiri stjórnmálaskýrendur þessa lands telja að skammt sé að bíða uppgjörs innan Fram- sóknarflokksins um Evrópustefnu. Það er rétt að ef sitjandi rík- isstjórn ákveður að hefja aðildarviðræður hefst mikið uppgjörs- tímabil innan allra stjórnmálaflokkanna. Jafnvel í Samfylkingu eru menn sem munu ókyrrast í slíkri stöðu eða að minnsta kosti ekki fylgja forystunni í þessu ein- staka máli. En í þeim efnum verð- ur staða Framsóknarflokksins síst erfiðari en annarra. Stefna flokks- ins frá síðasta flokksþingi rúmar báða hópa en er skýr að því leyti að við teljum Ísland ekki á leið í ESB að sinni. Alþjóðahyggjan mikilvæg Það kann vel að vera að allir flokkarnir verði að skerpa á sínum Evrópustefnum á næstu misserum. Mín tilfinning er að átökin í þessu máli verði Sjálfstæðisflokki erf- iðust og margendurtekin orð Björns Bjarnasonar styðja það. Mögulegt er að hluti af flokksfor- ystu Sjálfstæðisflokksins muni á þessu eða næsta kjörtímabili halla sér að aðildarumsókn. Flokkur Vinstri grænna er hluti af al- þjóðlegu andófi gegn alþjóðavæð- ingu viðskipta og hann mun hér eftir sem hingað til leiða þá sem vilja standa utan Evrópusam- bandsins á forsendum einangr- unar. Hlutverk Framsóknarflokksins í hinni pólitísku umræðu mun vænt- anlega taka mið af þjóðhyggjunni og verður þá eins og nú að standa vörð um fullveldi landsins sam- hliða því að vinna að aukinni al- þjóðavæðingu og opnun viðskipta- lífsins. Gríðarleg tækifæri bíða Íslands í viðskiptum við rísandi efnahagsveldi í Asíu og víðar. Við stefnumótun flokka er mikilvægast að þeir fari í takt við vilja meg- inþorra kjósenda sinna og í takt við þær meginlínur sem liggja í hugmyndafræði flokksins til lengri tíma litið. Það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur aldr- ei verið flokkur einangrunarstefnu, hvorki í utanríkismálum né við- skiptum. En hann er jafnframt sá flokkur íslenskur sem hefur sterk- astar rætur í fullveldisbaráttu þjóðarinnar og hugsjónum hins unga lýðveldis. Menn geta svo deilt um hvernig þær meginlínur flokksins ríma við afstöðuna í ESB-málum. Við framsóknarmenn höfum um það skiptar skoðanir og mikilvægt að við berum virðingu hvert fyrir öðru. Í mínum huga ríma ESB-aðild og Framsókn illa saman og fátt er betur fallið til einangrunar nú um stundir en að lokast inni í þröngum skrifræð- isskápum Brussel-veldisins. Það er allavega ekki frjálslynd stefna. Evrópustefna Fram- sóknarflokksins Bjarni Harðarson fjallar um stjórnmálaflokkana og um- ræðuna um aðild að ESB »Eini flokkurinn sem kemur einkennilega út er Sjálfstæðisflokk- urinn, þar er meira en helmingur fylgjandi að- ild meðan forystan talar gegn aðild … Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. NÚ í byrjun nýs árs, þegar kreppir að fjármálamörkuðunum, og verðbréfin falla í verði og hægt hefur á dansinum kringum gull- kálfinn í bili, finnst mér rétti tím- inn til að tjá áhyggjur mínar um framtíð okkar litla lýðveldis við ysta haf. Það eru foréttindi að búa við sjálfstæði í eigin landi, að eiga eigið tungumál, eigin gjaldmiðil og hafa yfirráð yfir landinu og mið- unum í kringum það og eiga rétt til að nýta okkur þær auðlindir sem Ísland hefur að geyma nú þegar raddir álvirkj- unarsinna eru að þagna og þjóðin hefur loks skilið að orkan sem við getum fram- leitt án þess að særa landið of mikið er verðmætari en svo að hana megi selja á út- sölu. Nú á dögum þegar sér fyrir end- ann á þeim olíu- birgðum sem jörðin hefur að geyma og eru vinnanlegar á hagkvæman hátt þá hækkar önnur orka í verði eins og raforkan sem á næstu ár- um verður okkar stóra auðlind. Nú þegar hafa erlend stórfyr- irtæki falast eftir að fá að hafa nokkuð hreina og lítt mengaða at- vinnustarfsemi hér á landi. Þá vantar okkur rafmagn og hvers vegna, jú við höfum sólundað orkunni í mengandi stóriðju sem er ekki hagkvæm, allur hinn vest- ræni heimur er því miður orðinn að ruslahaug. Á meginlandi Evr- ópu finnst varla hrein mold til að nota við lífræna framreiðslu mat- væla sem stöðugt sækir á. Hvergi í allri Evrópu er meira af ósnertu víðerni en hér á landi. Við verðum að skilja hversu mikil verðmæti eru fólgin í hreinni náttúru lands- ins, okkur ber skylda til að forðast ruslahaugastefnu þá sem hefur ríkt hér um skeið, og skila landinu hreinu til afkomenda okkar. Ef græðgin í styrki Evrópusam- bandsins ber okkur ofurliði og við látum ginna okkur í þá hít, þá skulum við muna að þaðan verður ekki aftur snúið. 300.000 manna þjóð verður fljót að hverfa ásamt nýfengnu sjálfstæði sínu inn í mið- stýrða einokun þess vafasama fé- lagsskapar. Það sama á við um krónuna okkar, hún er hluti af sjálfstæði okkar og við ráðum yfir henni og skulum skylda íslensk fyrirtæki til að nota hana við sín viðskipti. Það er mikilvægara en margan grunar. Bröskurum og bankastofnunum skulum við sýna að þeir ráða því ekki hvaða gjaldmiðil íslendingar nota því þeir aðilar sem ekki geta stjórnað sjálfum sér svo vel fari hafa ekkert með það að gera að taka völdin af þjóðinni, því þeir hafa sannað að há laun og stórar háskólagráður ráða ekki við að stjórna viðskiptalífinu. Þá er eins gott að fjöregg þjóðarinnar, sjálf- stæðið, sé ekki í þeirra höndum. Sama máli gegnir um íslenska tungu, málið okkar er ein mestu verðmæti sem við eigum og einn af hornsteinum lýðveld- isins, látum ekki bankabraskarana af- nema hana, ef þeir geta ekki talað ís- lensku þá verða þeir bara að fara annað með þau fyrirtæki sín þar sem íslenska ekki þrífst, höldum málinu okkar eins hreinu og hægt er, reynum að tala án þess að sletta enskunni og gerum það með stolti, gefum fyrirtækjum okkar íslensk nöfn og verum stolt af því. Foreldrar okkar, afar og ömm- ur, upplifðu tvær heimsyrjaldir, alvarlega heimskreppu og fátækt. Ef óáran eldgos og stríð geisa verðum við að geta brauðfætt okk- ur og þá er betra að landið sé í eigu okkar sjálfra, við verðum að stemma stigu við einkavæðingu örfárra gróðapunga og útlendinga sem gína yfir hverri bújörð sem þeir komast yfir og setjum lög um að sem flestar jarðir séu í eigu ábúenda þeirra og í íslenskri eigu. Allar líkur eru á því að mat- vælaverð stórhækki á alþjóða- mörkuðum á næstu misserum. Við höfum séð hvernig kvótakerfið í sjávarútveginum hefur leikið okk- ur, látum ekki þann hildarleik endurtaka sig í landbúnaðinum. Við skulum hafa í huga að þótt svokölluð alþjóðavæðing sé komin til að vera, og verði okkur til hagsbóta þá er einmitt rétti tím- inn til að huga að sjálfstæði okkar Íslendinga og hvernig við verjum það og eignarhald okkar á landinu og höfunum í kringum það og þeim auðlindum sem þar eru. Sjálfstæði lítillar þjóðar við ysta haf Verjum sjálfstæði lands og þjóðar, segir Baldvin H. Sigurðsson » Það eru foréttindi að búa við sjálfstæði í eigin landi, að eiga eigið tungumál, eigin gjald- miðil og hafa yfirráð yfir landinu og miðunum í kringum það... Baldvin H. Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAU verkefni (vandamál) sem æv- inlega hafa hrjáð mannskepnuna, og undantekningarlaust eru runnin undan henni sjálfri, virðast æ flóknari til úrlausnar. Vitneskja, þróun og hagræðing er samt meiri í dag en í gær. Hegðun manns og náttúru hvors gagnvart öðru hefur verið færð í tölvustýrð eftirhermulíkön, til að auðvelda manninum skilning á veruleikanum. Og á því hvernig má verja hann raunveruleikanum. Margt er gert til þess að spara manninum hugsun. Innan skamms skulu tölvurnar geta hlustað, hugs- að og talað. Bílarnir eru að verða alsjálfvirkur öryggisferðamáti og veðurfræðinni verður algerlega treystandi. Björgunarsveitir hafa aldrei verið betur útbúnar, og hafa aldrei haft meira að gera. Frá árinu 2001 hafa orðið um 140 banaslys í umferðinni á Ís- landi, og hátt í þúsund ein- staklingar hafa lagst alvarlega Umrót vandans Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni KOMIN Í KILJU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.