Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 79. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is AFI OG EGGIN Á PÁSKUM SAMEINAST FJÖLSKYLDAN OG ÞÁ ER EGGJALEITIN AÐALMÁLIÐ >> 21 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „MENN hljóta að velta fyrir sér hvað eigi að semja til langs tíma í svona ástandi. Við erum ekki tilbúin til að gefa upp boltann með að fara sömu leið og ASÍ- félögin af því að það virðist allt meira og minna vera að gefa sig,“ sagði Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR, en stéttarfélagið er að hefja viðræður við ríkið um gerð nýs kjarasamnings. Núver- andi samningur rennur út í lok apríl. BSRB-félögin eru búin að gera viðræðuáætlun og samkvæmt henni áttu viðræður að hefjast fyrir páska. Hann sagði að geng- isfellingin og versnandi verð- bólguhorfur auðvelduðu ekki kjaraviðræðurnar. Menn beggja vegna borðsins væru að reyna að átta sig á stöðunni. Lágmarkslaun fari í 200 þús. SFR er búið að ganga frá kröfugerð og verður hún kynnt á fyrsta samningafundi með ríkinu eftir páska. Félagið legði meg- ináherslu á að farið yrði í mark- vissa vinnu við að laga þann launamun sem væri milli opinbera geirans og almenna markaðarins. Launakannanir sýndu að hann væri um eða yfir 20%. Fram að þessu hefðu menn réttlætt þenn- an mun með því að réttindi op- inberra starfsmanna væru meiri. Þessi réttindamunur hefði hins vegar verið að minnka. Þessi launamunur gerði það að verkum að erfitt væri að manna störfin. Árni Stefán sagði að krafa fé- lagsins væri að lágmarkslaun yrðu 200 þúsund en þau væru um 148 þúsund í dag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði stöðu efnahagsmála grafalvarlega og opinberir starfsmenn þyrftu að taka mið af henni en samningar þeirra renna út í vor. „Ég hef hins vegar fyrst og fremst áhyggjur af því að ríkisstjórnin skuli vera gjörsamlega meðvit- undarlaus.“ Hann sagði að rík- isstjórnin hefði lengi lagt áherslu á að það mætti ekkert gera til að raska stöðugleikanum og verka- lýðshreyfingin yrði að taka tillit til þess. Það væri hins vegar eng- inn stöðugleiki í dag en samt ætl- aði ríkisstjórnin ekkert að gera. Þjóðarskútan væri í ólgusjó en það væri eins og það væri enginn í brúnni. Ekki tilbúin að fylgja ASÍ og semja til langs tíma Eiríkur Jónsson Árni Stefán Jónsson FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VEGUR endapunktanna á ási stór- skipahafna við innanverðan Faxaflóa, Grundartanga og Helguvíkur, fer líklega vaxandi á komandi árum. Við flóann eru stærstu innflutningshafnir landsins og ljóst að frekari stækkunarmöguleikar sumra þeirra eru mjög takmarkaðir. Undir Faxa- flóahafnir sf. heyra m.a. Grundartangahöfn og Sundahöfn. Í Hafnarfirði eru Hafn- arfjarðarhöfn og Straumsvíkurhöfn og höfn- in í Helguvík heyrir undir Reykjaneshöfn. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna sf., telur að Sundahöfn og Grundartanga- höfn muni spila meira saman í framtíðinni varðandi inn- og útflutning. Betri sam- göngur á landi eru lykilatriði í því sambandi, þ.e. Sundabraut, tvöföldun vegar á Kjal- arnesi og ný Hvalfjarðargöng. Stjórn Faxa- flóahafna hefur tekið undir hugmyndir Reykjavíkurborgar um gangalausn sem fyrsta áfanga Sundabrautar. Aðallega er það vegna þess að vegtengingar ganga- lausnar eru betri fyrir hafnarsvæðið og að gangaleiðin er talin farsælli lausn til fram- tíðar. Uppbyggingu í Sundahöfn lýkur á næstu 5-7 árum. Í framtíðinni mun innflutn- ingur þar líklega aðallega tengjast vöruhót- elunum en stórflutningar flytjast á Grund- artanga. Hafnirnar við Faxaflóa eiga nú samstarf um lóðsbáta og dráttarbáta. Gísli taldi víst að samstarf hafnanna við flóann mundi eflast á komandi árum. Ásta María Björnsdóttir, varaformaður stjórnar Hafnarfjarðarhafnar, sagði ljóst að stækkunarmöguleikar Hafnarfjarðarhafnar á núverandi stað væru takmarkaðir. Hún sagði að Hafnfirðingar væru að skoða mögu- leika á stækkun hafnarinnar og þá væri m.a. horft til svæðisins í kringum Straumsvík. Það er þó allt á frumstigi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, sagði hugmyndina um Helguvík sem innflutningshöfn hafa borið á góma í tengslum við svonefndar norðursiglingar og samgöngutengingar á landi og sjó við Aust- ur-Asíu fyrir um tveimur árum. Hann sagði að mörg tækifæri myndu skapast með til- komu álvers í Helguvík. Bryggjukantar verða m.a. lengdir og hafnaraðstaða bætt, auk þess sem skipakomum þangað mun fjölga. Þá er talsvert landsvæði í næsta ná- grenni Helguvíkur sem gæti nýst í tengslum við aukna hafnarstarfsemi þar. Þrengir að eldri höfnum Grundartangi og Helguvík framtíðin? Morgunblaðið/RAX Grundartangahöfn Stórflutningar munu líklega aukast til Grundartanga. Sólarferð >> 52 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu „ÉG FINN fyrir andvara, það kemur smá gustur,“ sagði Vaclav Andel, verkstjóri hjá tékkneska fyrirtækinu Metrostrav, þegar hann lagði andlitið að holu sem boruð var í Héðinsfjarðargöngum Siglufjarðarmegin í gærkvöld, en þá voru boraðar tvær holur í gegnum bergið til Héðinsfjarðar. Aðeins á eftir að sprengja 22 m og verður unnið við það næstu daga. Karlarnir á vaktinni voru að von- um glaðir, en fagnaðarlætin voru lágstemmd, menn tókust í hendur og klöppuðu félögum sínum á bakið. „Síðasta sprenging og formleg lok verða í byrjun apríl, en áfanginn nú er ekki síður merkilegur, þetta er fyrsta gegn- umbrotið,“ sagði Björn A. Harð- arson umsjónarmaður Vegagerð- arinnar. Hann er lengst til vinstri. Boraðar voru tvær holur í gær í gegnum bergið til Héðinsfjarðar Ég finn andvara! Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir MIKLAR sviptingar voru á fjár- málamarkaði hér á landi og erlend- is í gær. Bjartsýni sem greip fjár- festa um heim allan, eftir stýrivaxtalækkunina í Bandaríkj- unum á þriðjudag, stóð stutt yfir og eftir því sem leið á gærdaginn tók svartsýnin völdin við Wall Street og í fleiri kauphöllum, um að hið versta á fjármálamörkuðum væri ekki yfirstaðið. Í kauphöll OMX á Íslandi stefndi í metlækkun á einum degi þegar lækkun úrvalsvísitölunnar var komin yfir 6% en síðasta rúma klukkutímann tók hún stefnuna upp á við og endaði í um 2% lækk- un. Viðskipti með hlutabréf voru mikil, eða fyrir 12 milljarða króna. Svipaða sögu er að segja af gengisvísitölu krónunnar. Framan af degi hafði gengi krónunnar veikst um 4% en í lok dags hafði hún veikst um 2%. Metvelta var á millibankamarkaði, eða fyrir um 102 milljarða króna. | Viðskipti Svartsýni tók völdin á fjár- málamörkuðunum á ný                   VERKTAKAR standa frammi fyr- ir verri stöðu í samkeppni um er- lent vinnuafl við fyrirtæki á meg- inlandinu. Útlendingar sem kaupa evrur fyrir laun sín í mánuði hverj- um hafa orðið fyrir 20-30% kjara- skerðingu frá áramótum. Hjá Fag- lögnum ehf. er eins búist við að einhverjir flytjist af landi brott á næstunni. Eins segir sviðsstjóri hjá Eykt ehf. marga verktaka ótt- ast að starfsmenn sem fara utan um páskana skili sér ekki aftur. | 4 Fara verka- menn vegna krónuhruns?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.