Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 79. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is AFI OG EGGIN Á PÁSKUM SAMEINAST FJÖLSKYLDAN OG ÞÁ ER EGGJALEITIN AÐALMÁLIÐ >> 21 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „MENN hljóta að velta fyrir sér hvað eigi að semja til langs tíma í svona ástandi. Við erum ekki tilbúin til að gefa upp boltann með að fara sömu leið og ASÍ- félögin af því að það virðist allt meira og minna vera að gefa sig,“ sagði Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR, en stéttarfélagið er að hefja viðræður við ríkið um gerð nýs kjarasamnings. Núver- andi samningur rennur út í lok apríl. BSRB-félögin eru búin að gera viðræðuáætlun og samkvæmt henni áttu viðræður að hefjast fyrir páska. Hann sagði að geng- isfellingin og versnandi verð- bólguhorfur auðvelduðu ekki kjaraviðræðurnar. Menn beggja vegna borðsins væru að reyna að átta sig á stöðunni. Lágmarkslaun fari í 200 þús. SFR er búið að ganga frá kröfugerð og verður hún kynnt á fyrsta samningafundi með ríkinu eftir páska. Félagið legði meg- ináherslu á að farið yrði í mark- vissa vinnu við að laga þann launamun sem væri milli opinbera geirans og almenna markaðarins. Launakannanir sýndu að hann væri um eða yfir 20%. Fram að þessu hefðu menn réttlætt þenn- an mun með því að réttindi op- inberra starfsmanna væru meiri. Þessi réttindamunur hefði hins vegar verið að minnka. Þessi launamunur gerði það að verkum að erfitt væri að manna störfin. Árni Stefán sagði að krafa fé- lagsins væri að lágmarkslaun yrðu 200 þúsund en þau væru um 148 þúsund í dag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði stöðu efnahagsmála grafalvarlega og opinberir starfsmenn þyrftu að taka mið af henni en samningar þeirra renna út í vor. „Ég hef hins vegar fyrst og fremst áhyggjur af því að ríkisstjórnin skuli vera gjörsamlega meðvit- undarlaus.“ Hann sagði að rík- isstjórnin hefði lengi lagt áherslu á að það mætti ekkert gera til að raska stöðugleikanum og verka- lýðshreyfingin yrði að taka tillit til þess. Það væri hins vegar eng- inn stöðugleiki í dag en samt ætl- aði ríkisstjórnin ekkert að gera. Þjóðarskútan væri í ólgusjó en það væri eins og það væri enginn í brúnni. Ekki tilbúin að fylgja ASÍ og semja til langs tíma Eiríkur Jónsson Árni Stefán Jónsson FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VEGUR endapunktanna á ási stór- skipahafna við innanverðan Faxaflóa, Grundartanga og Helguvíkur, fer líklega vaxandi á komandi árum. Við flóann eru stærstu innflutningshafnir landsins og ljóst að frekari stækkunarmöguleikar sumra þeirra eru mjög takmarkaðir. Undir Faxa- flóahafnir sf. heyra m.a. Grundartangahöfn og Sundahöfn. Í Hafnarfirði eru Hafn- arfjarðarhöfn og Straumsvíkurhöfn og höfn- in í Helguvík heyrir undir Reykjaneshöfn. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna sf., telur að Sundahöfn og Grundartanga- höfn muni spila meira saman í framtíðinni varðandi inn- og útflutning. Betri sam- göngur á landi eru lykilatriði í því sambandi, þ.e. Sundabraut, tvöföldun vegar á Kjal- arnesi og ný Hvalfjarðargöng. Stjórn Faxa- flóahafna hefur tekið undir hugmyndir Reykjavíkurborgar um gangalausn sem fyrsta áfanga Sundabrautar. Aðallega er það vegna þess að vegtengingar ganga- lausnar eru betri fyrir hafnarsvæðið og að gangaleiðin er talin farsælli lausn til fram- tíðar. Uppbyggingu í Sundahöfn lýkur á næstu 5-7 árum. Í framtíðinni mun innflutn- ingur þar líklega aðallega tengjast vöruhót- elunum en stórflutningar flytjast á Grund- artanga. Hafnirnar við Faxaflóa eiga nú samstarf um lóðsbáta og dráttarbáta. Gísli taldi víst að samstarf hafnanna við flóann mundi eflast á komandi árum. Ásta María Björnsdóttir, varaformaður stjórnar Hafnarfjarðarhafnar, sagði ljóst að stækkunarmöguleikar Hafnarfjarðarhafnar á núverandi stað væru takmarkaðir. Hún sagði að Hafnfirðingar væru að skoða mögu- leika á stækkun hafnarinnar og þá væri m.a. horft til svæðisins í kringum Straumsvík. Það er þó allt á frumstigi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, sagði hugmyndina um Helguvík sem innflutningshöfn hafa borið á góma í tengslum við svonefndar norðursiglingar og samgöngutengingar á landi og sjó við Aust- ur-Asíu fyrir um tveimur árum. Hann sagði að mörg tækifæri myndu skapast með til- komu álvers í Helguvík. Bryggjukantar verða m.a. lengdir og hafnaraðstaða bætt, auk þess sem skipakomum þangað mun fjölga. Þá er talsvert landsvæði í næsta ná- grenni Helguvíkur sem gæti nýst í tengslum við aukna hafnarstarfsemi þar. Þrengir að eldri höfnum Grundartangi og Helguvík framtíðin? Morgunblaðið/RAX Grundartangahöfn Stórflutningar munu líklega aukast til Grundartanga. Sólarferð >> 52 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu „ÉG FINN fyrir andvara, það kemur smá gustur,“ sagði Vaclav Andel, verkstjóri hjá tékkneska fyrirtækinu Metrostrav, þegar hann lagði andlitið að holu sem boruð var í Héðinsfjarðargöngum Siglufjarðarmegin í gærkvöld, en þá voru boraðar tvær holur í gegnum bergið til Héðinsfjarðar. Aðeins á eftir að sprengja 22 m og verður unnið við það næstu daga. Karlarnir á vaktinni voru að von- um glaðir, en fagnaðarlætin voru lágstemmd, menn tókust í hendur og klöppuðu félögum sínum á bakið. „Síðasta sprenging og formleg lok verða í byrjun apríl, en áfanginn nú er ekki síður merkilegur, þetta er fyrsta gegn- umbrotið,“ sagði Björn A. Harð- arson umsjónarmaður Vegagerð- arinnar. Hann er lengst til vinstri. Boraðar voru tvær holur í gær í gegnum bergið til Héðinsfjarðar Ég finn andvara! Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir MIKLAR sviptingar voru á fjár- málamarkaði hér á landi og erlend- is í gær. Bjartsýni sem greip fjár- festa um heim allan, eftir stýrivaxtalækkunina í Bandaríkj- unum á þriðjudag, stóð stutt yfir og eftir því sem leið á gærdaginn tók svartsýnin völdin við Wall Street og í fleiri kauphöllum, um að hið versta á fjármálamörkuðum væri ekki yfirstaðið. Í kauphöll OMX á Íslandi stefndi í metlækkun á einum degi þegar lækkun úrvalsvísitölunnar var komin yfir 6% en síðasta rúma klukkutímann tók hún stefnuna upp á við og endaði í um 2% lækk- un. Viðskipti með hlutabréf voru mikil, eða fyrir 12 milljarða króna. Svipaða sögu er að segja af gengisvísitölu krónunnar. Framan af degi hafði gengi krónunnar veikst um 4% en í lok dags hafði hún veikst um 2%. Metvelta var á millibankamarkaði, eða fyrir um 102 milljarða króna. | Viðskipti Svartsýni tók völdin á fjár- málamörkuðunum á ný                   VERKTAKAR standa frammi fyr- ir verri stöðu í samkeppni um er- lent vinnuafl við fyrirtæki á meg- inlandinu. Útlendingar sem kaupa evrur fyrir laun sín í mánuði hverj- um hafa orðið fyrir 20-30% kjara- skerðingu frá áramótum. Hjá Fag- lögnum ehf. er eins búist við að einhverjir flytjist af landi brott á næstunni. Eins segir sviðsstjóri hjá Eykt ehf. marga verktaka ótt- ast að starfsmenn sem fara utan um páskana skili sér ekki aftur. | 4 Fara verka- menn vegna krónuhruns?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.