Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 6
ÍSBJÖRN, selkjöt, náhvalaspik, náhvals- húð, þurrkuð loðna og moskusuxakjöt var á borðum þegar leiðangursmönnum Hróksins var boðið í mat í gær hjá skóla- stjórahjónunum í Ittoggortomiit á Græn- landi en þar hefur leiðangur á vegum Hróksins haldið fjölmörg skákmót und- anfarið. Á bloggsíðu leiðangursins, www.god- urgranni.blog.is, kemur fram að í gær var haldið skákmót í grunnskóla þorpsins fyr- ir börn sextán ára og yngri og mættu hátt í fimmtíu börn. „Asser Sanimuinaq varð hlutskarpastur en í öðru sæti varð Sik- kerninnguaq Lorentzen sem um leið var efst stúlkna. Í þriðja sæti varð Paulus Napatoq – blindi pilturinn sem ekur um allt á hundasleða eins og ekkert sé,“ segir m.a. á síðunni. Að mótinu loknu var boðið til fyrrnefndrar veislu en síðan var annað mót, að þessu sinni fyrir 12 ára og eldri og mættu um 50 að þessu sinni. Á morgun verður skákmót fyrir alla aldurshópa. Skák, páskaegg og náhvalaspik Ljósmynd/Andri Thorstensen. Skákáhugi Skákmót var í gær í grunnskóla Ittoggortomiit og mættu hátt í 50 börn. 6 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „ÞETTA er mjög sérkennilegur dagur,“ sagði Freydís Gunn- arsdóttir, starfsmaður í rækju- verksmiðjunni Strýtu á Akureyri við Morgunblaðið í gær og óhætt er að trúa því að tilfinningar hennar hafi verið blendnar. Frey- dís hélt nefnilega upp á 26 ára af- mælið í gær, um leið og verk- smiðjunni var lokað. Strýta hefur verið í eigu Sam- herja síðan 1993. Þar hafa að und- anförnu starfað um 30 manns en þegar Niðursuðuverksmiðja K.Jónsson var og hét á árum unnu mest 150 manns á staðnum. Hátt hráefnisverð og erfiðar markaðsaðstæður urðu til þess að forráðamenn Samherja ákváðu í janúar að loka verksmiðjunni og þá var starfsfólkinu sagt upp. Flestir hættu í gær en nokkrir vinna í Strýtu fram á vor, við að taka niður verksmiðjuna og ganga frá. Tækin verða seld úr landi. Fólkið jákvætt Hljóðið var gott í starfsfólkinu í gær, þegar Morgunblaðið kom í heimsókn. „Hér er ekkert nema topp-starfsfólk; einvala lið, og ég er viss um að þetta fólk verður ekki í neinum vandræðum með að fá aðra vinnu,“ sagði Hörður Bjarnason verksmiðjustjóri sem starfað hefur í Strýtu í sjö ár. Þá var unnið við rækjuvinnslu frá því klukkan sjö á morgnana til ellefu á kvöldin, á tveimur vöktum. „Mér finnst þetta undarleg til- finning og skrýtið að Samherji verði ekki með neina landvinnslu á Akureyri. Fyrirtækið er með út- gerð um allan heim en ekki land- vinnslu á Akureyri. Mér finnst það hljóma skringilega!“ Aðeins eru fimm rækjuverk- smiðjur eftir á Íslandi en fyrir nokkrum árum voru þær tæplega 20. Unnið var af krafti í Strýtu fram á síðasta dag; undanfarið hafa þar farið í vinnslu um 30 tonn á dag og úr því komið 10-12 tonn af afurðum. Ingunn Sigurbjörnsdóttir hefur unnið í hálft ellefta ár í Strýtu og sinnti gæðaeftirliti síðustu árin. Hún segir það skrýtið að fyr- irtækið sé að hætta störfum. „Við vissum auðvitað að rækjuvinnslan gengi erfiðlega og fólk átti jafnvel von á þessu, en samt er ein- kennilegt þegar þetta gerist,“ sagði hún. En Ingunn óttast ekki framhaldið: „Nei, ég er alveg sallaróleg. Ég finn mér eitthvað annað að gera. Maður hleypur kannski ekki nákvæmlega í draumastarfið en það er nóga vinnu að hafa hér í bænum.“ Hún segir fólkið á launum út apríl og það eigi einnig inni orlof. „Ég er aðeins farin að svipast um eftir starfi, t.d. á leikskólum. Ég vann á gæsluvöllum áður en ég kom hingað.“ Ingunn sagðist, eins og aðrir sem Morgunblaðið ræddi við í gær, myndu sakna mjög sam- starfsmannanna. Andinn væri mjög góður í fyrirtækinu. Skrýtin „afmælisgjöf“ Freydís Gunnarsdóttir hélt upp á 26 ára afmælið í gær, eins og fram kom í byrjun. Hún sagði daginn vissulega dálítið sérkenni- legan og „afmælisgjöfina“ örugg- lega þá einkennilegustu sem hægt væri að hugsa sér. „Ég er ekki með neina aðra vinnu í sigtinu en ég óttast ekkert. Ég er svo ung að ég þarf örugglega ekki að hafa neinar áhyggjur. Hlýt að finna mér eitthvað að gera.“ Freydís byrjaði í Strýtu fyrir nærri 10 árum. „Ég byrjaði hér 16 ára, strax eftir vinnuskólann.“ Nokkrir starfsmenn sem Morg- unblaðið ræddi við í gær hafa ver- ið hjá Strýtu í um það bil tíu ár, einn í nærri tuttugu og sá sem hefur verið lengst er Hafþór Jón- asson sem hefur unnið á sama stað í 48 ár. Byrjaði hjá K.Jóns- son árið 1960, aðeins 16 ára gam- all. Hann hefur því aldrei mætt í vinnu annars staðar en í Gríms- eyjargötu. „Það er auðvitað hábölvað að þetta skuli þurfa að fara svona en aðstæður eru þannig að það er ekki hægt að eltast við þetta. Maður verður bara að finna sér aðra vinnu,“ sagði Hafþór þegar Morgunblaðið spjallaði við hann fyrr á árinu, þegar starfsfólkinu var sagt upp og hann var enn hress í gær. Eins og aðrir. Sumir eru búnir að finna sér aðra vinnu og atvinnuástandið á svæðinu er sem betur fer þannig að bjartsýni er ríkjandi. „Allir sem nenna að vinna geta fengið vinnu á Akureyri,“ sagði einn karlanna á Strýtu í gær. „Mjög sérkennilegur dagur“ Rækjuvinnslu Samherja á Akureyri lokað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skrýtinn afmælisdagur Freydís Gunnarsdóttir hefur unnið í Strýtu í tíu ár og hélt upp á 26 ára afmælið í gær: Það er líklega sérkennilegasta afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sé að fyrirtækið hætti störfum. Alltaf á sama stað! Hafþór Jónasson og Hörður Bjarnason verksmiðju- stjóri. Hafþór hefur unnið á sama stað í 48 ára, frá því hann var 16 ára. NÝJA Grímseyj- arferjan Sæfari hefur líklega reglubundnar áætlunarsiglingar í annarri viku aprílmán- aðar, að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýs- ingafulltrúa Vegagerð- arinnar. Ferjan er nú á Ak- ureyri þar sem lögð hefur verið loka- hönd á endurbætur og viðgerðir. Nú er beðið eftir svonefndum MOB-krana sem verður notaður til að sjósetja léttibát ferjunnar. Afgreiðslu hans hefur seinkað nokkuð en kraninn mun vera kominn til landsins. Þá sagði G. Pétur að rekstraraðili skipsins, Samskip, þyrfti ráðrúm til að kynnast því og reynslusigla áður en það hæfi reglubundnar siglingar. Hefur siglingar í fyrrihluta apríl F yrir nokkru bárust fréttir af því að ung stúlka hefði hug á því að kaupa tæki sem nýtast ætti mænusköð- uðum á Grensásdeild Landspítalans. Stúlkan heitir Ingibjörg Friðriksdóttir og er 19 ára nemandi í Verslunarskóla Íslands. Til þess að safna þeim peningum sem til þarf, nýtti hún þær aðferðir sem hún kann best, hún teiknaði og saumaði 15 flíkur og lagði þær fram á uppboð hjá Saltfélaginu. Hún fékk til liðs við sig ein- staklinga og fyrirtæki og hún safnaði verulegum fjármunum til að leggja í sjóð til kaupa á þessu tæki. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve félagasamtök, fyrirtæki og fjöl- skyldur hafa skipt miklu máli við upp- byggingu á heilbrigðiskerfinu í landinu. Við getum horft á Barnaspítala Hrings- ins, þar sem konur í kvenfélaginu Hringnum hafa unnið þrekvirki í gegn- um áratugina. Við getum hugsað um Thorvaldsen-félagið, Oddfellow- regluna, aðstandendur sjúkra og samtök sjúkra um allt land. Fólk, sem hefur fundið á eigin skinni, hve miklu máli það skiptir að huga vel að umönnun veikra og fatlaðra og hefur ekki látið sitja við orðin tóm. Ég held að það sé ekki ofsagt, að framlög þessara aðila hafa reynst gríðarlega mikilvæg þeim stofnunum og einstaklingum sem hafa notið afraksturs þeirra. Það er þó sjaldan sem maður verður vitni að viðlíka framtaki og Ingibjörg Friðriksdóttir sýndi á dögunum. Og sag- an á bak við uppboð Ingibjargar er líka athyglisverð. Fram kom, að móðir Ingi- bjargar, Ólöf, hafði fallið af hestbaki fyr- ir tæpum tveimur árum með þeim afleið- ingum að hún fékk alvarlega áverka og á þeim tíma sem liðinn er, hefur þessi unga stúlka horft á endurhæfingu móð- ur sinnar á Grensásdeild Landspítalans. Hún hefur, eins og margir aðrir, orðið vitni að því að líf móður hennar gjör- breyttist þannig að aldrei verður aftur snúið. Og auðvitað hefur öll umgjörð fjölskyldunnar breyst með. Einhvern veginn hefur sú hugmynd fæðst í koll- inum á Ingibjörgu að hún gæti lagt eitt- hvað af mörkum og fram kom í viðtölum við hana, að þær mæðgur hafi oft saum- að saman gegnum tíðina, og að sauma- skapurinn sé órjúfanlegur hluti af henn- ar tilvist. Og þangað sneri hún sér og ég hugsa að þetta verkefni hafi verið svo mikilvægt á marga lund fyrir þessa fjöl- skyldu. Það er nefnilega frumkvæði og dugur fólksins sjálfs, okkar, sem skiptir svo miklu máli. Og það er oft þannig að þeir sem standa næst atburðum og erf- iðleikum vita hvar skóinn kreppir og hvernig best er að bregðast við. Um leið hjálpar söfnunin, verkefnið eða hvað það nú er, þeim sem næst standa. Í þessu til- viki til þess að gera endurhæfingu ein- beittari og þar með auka lífsgæði þeirra sem njóta. En tilfinningin að gera gagn. Ég held að hún hljóti að vera ólýsanleg. Þegar ég horfði á þessa frétt og las um uppboðið í Morgunblaðinu kom fyrst í huga mér gleði yfir framtakssemi stelpunnar og líka að margt væru þau að brasa, krakkarnir á unglingsárum. Við heyrum mikið um alls konar erfiðleika sem steðja að unga fólkinu og erum sjálfsagt öll dauðhrædd um allar þær freistingar sem bíða þeirra á þessum ár- um. En þau eru líka að gera svo ótal margt annað, eins og eðlilegt er. Brasa í skólanum, félagslífi, íþróttum, spurn- ingakeppnum og hugsa um lífið og til- veruna. Ég vona að þeim finnist sem flestum að þeim séu allir vegir færir og ég vona að það sé einmitt sú tilfinning sem fær þau til að gera eitthvað annað, ráðast í stór verkefni eins og ég er að fjalla um hér í þessum litla pistli. En ég hugsaði líka með mér, hvað get ég gert og við hin til að ýta undir með fólki sem er sérstaklega að huga að góð- gerðarmálum ýmis konar. Er t.d. hægt að gera breytingar á skattkerfinu til að örva fólk til góðra verka. Við fyrstu sýn virðist skattkerfið koma þokkalega til PISTILL » Það er þó sjaldan sem maður verður vitni að viðlíka framtaki og Ingi- björg Friðriksdóttir sýndi á dögunum. Ólöf Nordal Að láta gott af sér leiða móts við þá sem fara út í söfnun af þessu tagi, a.m.k. þannig að ekki virðist vera um óþarfan flækjufót að ræða í kerfinu. Hægt er að fá undanþágur frá ákvæðum tollalaga t.d. þegar kemur að gjöfum til mannúðarmála, ekki er gert ráð fyrir að söfnunarféð sé skattskylt, enda fer and- virðið strax í kaup á einhverju hlut, öðr- um til hagsbóta. Hins vegar getur vel verið að ástæða sé til þess að skoða hvort hægt sé að haga skattlagningu þannig að menn fái frádrátt frá skatti með einhverjum hætti til að ýta frekar undir frumkvæði af þessu tagi. Fram- undan er páskahátíðin. Um leið og við minnumst upphafs hennar, er ágætt tækifæri til að láta hugann reika til þeirra sem standa í ströngu á svo mörg- um sviðum og gefast aldrei upp. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.